Morgunblaðið - 21.10.1992, Side 20

Morgunblaðið - 21.10.1992, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1992 Fordæma brot á rétt- indum barna BÖRN víða um heim eru fóm- arlömb mannréttindabrota ekki síður en fullorðið fólk, sögðu mannréttindasamtökin Amnesty Intemational í gær. „Við verðum allt of oft vör við, að stjórnvöld láta drepa, pynta og fangelsa böm og unglinga í stað þess að vemda þessa viðkvæmu einstakl- inga,“ sagði í frétt frá samtök- unum. Amnesty nefndi mörg lönd, þar sem mannréttindi væm brotin á bömum, þar á meðal Bandaríkin, Suður-Afr- íku, Brazilíu, Indland, Guate- mala, ísrael, Tyrkland, Sýr- land og Perú. Mega taka sæti í ríkisstjórn ÞINGIÐ í Suður-Afríku, sem hvítir menn ráða, samþykkti í gær að leyfa svertingjum að taka sæti í ríkisstjóm í fyrsta sinn í sögu landsins. Tillaga um viðauka við stjómar- skrána, sem kvað á um þetta, var felld á þinginu í síðustu viku, en lögð að nýju fram í gær í aðeins breyttri mynd. Þingmenn samþykktu að fella úr gildi ákvæði um að sérhver sem hlyti tilnefningu í ríkis- stjóm þyrfti að ávinna sér rétt til þingmennsku innan tólf mánaða. Breyting þessi gerir F.W. de Klerk forseta kleift að tilnefna ráðherra úr röðum svartra, áður en sjálfri stjóm- arskránni verður breytt í því skyni að heimila svertingjum þingsetu. Sprengt skammt frá McDonakTs HANDSPRENGJA sprakk skammt frá hamborgarastað McDonalds í miðborg Moskvu á mánudagskvöld og urðu átta manns sárir. Að sögn lögregl- unnar var sprengjunni ekki beint gegn hamborgarstaðn- um, heldur lögreglustöð skammt frá. Þarna var að verki dmkkinn „góðkunningi“ lögreglunnar ásamt félaga sín- um. „Þetta var venjulegur glæpur," sagði hátt settur lög- reglumaður, „en við vitum ekki hver tilgangurinn var.“ Annar sprengjumannanna reyndi að komast undan, en gaf sig fram þegar lögreglumaður skaut viðvörunarskoti. Fimm ára gömul stúlka hlaut alvarleg- ustu meiðslin, þegar sprengjan sprakk. Suharto þiggur tilnefningu SUHARTO, forseti Indónesíu, sem er 71 árs að aldri og hef- ur verið við völd frá því að hann gerði byltingu í landinu fyrir 27 árum, tilkynnti í gær, að hann hygðist þiggja, að hann yrði tilnefndur til að vera frambjóðandi flokksins til for- setaembættisins fyrir næsta fimm ára kjörtímabil, en for- setakosningamar fara fram í marsmánuði næstkomandi. „Fyrst mér er sýnt þetta traust ber ber mér skylda til að hlýða kallinu," sagði Suharto á 28 ára afmælisfundi Golkar- flokksins. Áfram mikil spenna í Sarajevo Serbar hnepptu yfirmann friðar- gæslusveita í hald Sar^jevo, Gleneagles. Reuter. YFIRMAÐUR Friðargæslu- sveita Sameinuðu þjóðanna (UN- PROFOR) í Sarajevo, Hosain Abdel-Razek, var stöðvaður af vopnuðum serbneskum skærul- iðum síðdegis á mánudag og meinað að fara ferða sinna í tiu mínútur, þar sem Serbarnir neituðu að taka skilríki hans gild. Sameinuðu þjóðirnar hafa sent mjög harðorð mótmæli til yfirmanna serbnesku sveitanna vegna þessa. Petra Kelly finnst látin ásamt sambýlismanni sínum Lögregla útilokar ekki gæslu á átakasvæðum í Evrópu, s.s. Júgóslavíu. Er stefnt að því að það verði gert í samvinnu við fýrrum aðildarríki Varsjárbanda- lagsins. Gerd Bastian og Petra Kelly ræða saman í þýska þinginu. Myndin er tekin árið 1984. Atburðurinn átti sér stað á leið- inni að flugvellinum í Sarajevo og voru Mik Magnusson, upplýsinga- fulltrúi friðargæslusveitanna, og tveir aðrir háttsettir aðstoðarmenn Abdel-Razeks í fylgdarliði hans. Brynvarin ökutæki þeirra voru stöðvað af tíu Serbum sem beindu að þeim vélbyssum. „Serbamir neituðu að láta sér nægja skilríki þau, sem fest vora á glugga öku- tækjanna, og kröfðust þess að skoða þau að innan,“ sagði í yfír- lýsingu frá UNPROFOR. Vamarmálaráðherrar ríkja Atl- antshafsbandalagsins (NATO) komu í gær saman til tveggja daga fundar í Gleneagles í Skotlandi. Ákváðu .þeir í gær að semja fýrir áramót áætlun um hvemig herir ríkjanna gætu aðstoðað við friðar- sámeiginlegt sjálfsmorð Bonn. Reuter. PETRA Kelly, stofnandi hreyfingar Græningja í Þýskalandi, fannst látin ásamt sambýlismanni sínum, Gert Bastian, á heimili þeirra í Bonn á mánudag. Talsmaður ríkissaksóknaraembættisins í Bonn sagði í gær að allt benti til að Bastian, sem var 69 ára gamall, hefði skotið Kelly til bana og síðan framið sjálfsvíg. Lögregla telur útilokað að þau hafi verið myrt utanaðkomandi aðila en segir ekki Ijóst hvort að Bast- ian hafi myrt Kelly eða hvort þau hafi ákveðið sameiginlega að fremja sjálfsmorð. Kelly var mjög áberandi í þýskum stjórnmálum á síðasta áratug, sat á þingi fyrir græningja frá árinu 1983, og var eini fulltrúi þýskra umhverfis- sinna sem var mjög þekktur utan Þýskalands. Höfðu hún og Bastian búið saman um árabil. Bastian var lengi háttsettur. í þýska hemum en lét af störfum 1980 vegna ágrein- ings við stjómvöld um stefnu þeirra varðandi uppsetningu bandarískra kjamorkuvopna og gekk í flokk græningja í kjölfarið. Vinafólk þeirra fann líkin eftir að ættingjar fóra að hafa áhyggjur af því að ekki hafði náðst til þeirra um langt skeið. - Kelly fannst Iiggjandi í rúmi sínu og hafði hún verið skotin í höfuðið með skammbyssu af stuttu færi. Lík Bastians fannst á ganginum fýrir utan svefnherbergið, þar sem hann hafði skotið sjálfan sig í höfuðið, og skammbyssan við hlið hans. Lög- regla segir vegsummerki benda til að engin átök hafí átt sér stað og að Kelly hafí annað hvort verið sof- andi þegar hún var skotin eða því samþykk. Því sé ekki hægt að úti- loka að þau hafí framið sjálfsmorð sameiginlega. Ekki er vitað ná- kvæmlega hvenær atburðurinn átti sér stað en nágrannar og ættingjar segjast ekki hafa orðið varir við neitt lífsmark frá þeim Kelly og Bastian síðan í byrjun október. Neistar flugu í síðustu viður- eign forsetaframbjóðendanna Reuter. Bill Clinton og Ross Perot takast í hendur við upphaf þriðju og síðustu sjónvarpsumræðna frambjóðenda í bandarísku forseta- kosningunum á mánudagskvöld. George Bush Bandaríkjaforseti stendur álengdar. Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunbladsins. NEISTAR flugu þegar forseta- frambjóðendurnir George Bush, Bill Clinton og Ross Perot mætt- ust þriðja sinni í East Lansing í Michigan á mánudagskvöld. Bush Bandaríkjaforseti veittist hvað eftir annað harkalega að Clinton, ríkisstjóra Arkansas, og spurði bandarisku þjóðina hvort hún gæti lagt traust sitt á þennan mann. Bush var hins vegar í vörn stóran hluta kapp- ræðnanna og átti fullt í fangi með að verjasst skotum Clintons og milljónamæringsins Perots, sem réðist að Bush þar sem garðurinn er hæstur og gagn- rýndi frammistöðu hans i utan- ríkismálum. Fréttaskýrendur höfðu sagt að hugur virtist ekki fylgja máli hjá George Bush, en annað var að sjá á mánudag þegar hann sagði að nú nálgaðist úrslitastundin og „það er kominn tími til að ég setji hlut- ina í samhengi". Bush veittist harkalega að frammistöðu Bills Clintons í embætti ríkisstjóra Ark- ansas og aflaði sér fárra atkvæða í ríkinu þegar hann spurði hvort Bandaríkjamenn vildu sæta sömu örlögum og íbúar þess að vera „lægstir hinna lægstu“. Arkansas er eitt fátækasta ríki Bandaríkj- anna. Clinton varði frammistöðu sína í Arkansas og kvaðst óska þess að nýsköpun atvinnu og aðrar framfarir þar næðu til allra Banda- ríkjanna. Clinton gagnrýndi efna- hagsstefnu Bush og sagði að hún myndi ekki bera árangur hér eftir fremur en hingað til: „Ég held að við getum gert betur ef við höfum hugrekki til að knýja fram breyt- ingar." Ábyrgð og traust Perot var þeirrar hyggju að and- stæðingar sínir virtu hinn raun- verulega vanda að vettugi. En hann lét sprengjuna falla þegar hann vakti máls á málefni, sem margir hafa furðað sig á hvað lítið hefur borið á góma í kappræðunum og kosningabaráttunni. Bush hafði rétt gagnrýnt Clinton fyrir að gera ekki hreint fyrir sínum dyrum varðandi herkvaðningu sína og Víetnam-stríðið og ítrekað að menn þyrftu að geta játað mistök sín eins og hann hefði gert eftir að hafa gengið á bak orða sinna um að hækka ekki skatta þegar Perot snéri orðum forsetans upp á hann sjálfan: „Víkjum aftur að því að axla ábyrgð gerða sinna. Ef þú býrð Saddam Hussein [leiðtoga íraks] til á tíu árum, notar til þess milljarða dollara af peningum bandarískra skattgreiðenda, stígðu fram og segðu að það hafí verið mistök. Ef þú býrð til [Manuel] Noriega [fyrram leiðtoga Panama] með peningum skattgreiðenda, stígðu fram og segðu að það hafí verið mistök." Clinton sagði að Bush hefði staðið sig vel þegar hann leiddi atlöguna gegn Hussein, en hann hefði gert mistök þegar hann reyndi að fara vel að honum eftir að írakar og Iranar sömdu um frið árið 1988. Hann sagði einnig að mistök Bush hefðu verið þau að Iofa engum nýjum sköttum, þegar hann hefði vitað að erfitt yrði að standa við það. Samkvæmt skoðanakönnunum sem gerðar vora eftir kappræðum- ar í fyrrakvöld tókst Perot að afla sér nokkurra atkvæða, en flestir voru þeirrar hyggju að Clinton hefði borið sigur úr býtum. Fjórar sjónvarpsstöðvar hafa birt kannan- ir og vakti athygli að í þeim öllum sagði í mesta lagi fjórðungur kjós- enda að Bush hefði sigrað. í könn- un sjónvarpsstöðvarinnar ABC sögðu 23 prósent aðspurðra að Bush hefði sigrað í kappræðunum, en Clinton og Perot vora sagðir hafa haft betur af 30 prósentum hvor. Samkvæmt könnun ABC breyttist fylgi frambjóðendanna lítið fyrir og eftir kappræðumar. Clinton tapaði tveimur prósentum, naut stuðnings 50 prósenta fyrir, en 48 prósenta eftir. Bush stóð í stað með 33 prósenta fylgi. Perot bætti við sig þremur prósentum og stóð í 16 prósentum að kapp- ræðunum Ioknum. Þetta var síðasta tækifæri bandarískra kjósenda til að sjá forsetaframbjóðendurna leiða saman hesta sína fyrir kosningam- ar þriðja nóvember. Fréttaský- rendur sögðu áður en þær hófust fyrir rúmri viku að hér væri síð- asta tækifæri Bush til að snúa taflinu við, en sennilega hafa þær þegar upp er staðið bætt stöðu Clintons. Mikill áhugi var á kapp- ræðunum og er talið að 92 milljón- ir manna hafí horft á þær. Kjós- endur hafa í fjögur ár fengið að venjast Bush í forsetastóli, en Clinton var lítt þekktur áður en hann gaf kost á sér til forseta. Nú átti almenningur þess hins veg- ar kost að fylgjast með honum samanlagt í þijár og hálfa klukku- stund og á ef til vill auðveldara með að sjá fyrir sér þennan áður óþekkta ríkisstjóra í valdamesta embætti þjóðarinnar en áður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.