Morgunblaðið - 21.10.1992, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 21.10.1992, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1992 21 Sjávarútvegsráðherrar EB Erfiðlega gengur að semja um fækkun fiskiskipa HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2 - sími 17800 V Námskeió i október yj Prjóntækni 22. okt. - 19. nóv. V* Kennari: Sunneva Hafsteinsdóttir. Bútasaumur 27. ókt. - 1. des. "j" Kennari: Bára Guðmundsdóttir. Knipl 28. okt. - 16. des. Kennari: Anna Sigurðardóttir. Tauþrykk 28. okt. - 2. des. Kennari: Guórún Marinósdóttir. Skráning ferfram á skrifstofu skólans í síma 17800. Skrifstofan er opin mánud. - fimmtud. frá kl. 14-16. Vinsamlegast hringið til að fá frekari upplýsingar. A ) Frá GEISSLER Dragtir margar gerðir m.a. með 80 cm síðum pilsum (nýja lengdin). Ullarkápur síðar og stuttar. GARDEUR-dömufatnaður gaeðavara — tískuvara Qhrntv fataverzlun v/Nesveg, Seltjamamesi. Opið dagiega frá kl. 9-18, laugardaga frá kl. 10-14. Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Sjávarútvegsráðherrar Evrópubandalagsins (EB) reyndu árang- urslaust að ná samkomulagi um niðurskurð á fiskveiðiflota banda- lagsins á fundi í Lúxemborg á mánudag. Samstaða varð um að vísa málinu til embættismannanefndar, sem fjallaði um málið i gær en án árangurs. Mikið ber á milli framkvæmdastjórnarinnar og aðildarríkjanna í þessum efnum, framkvæmdastjórnin hefur lagt til að flotinn verði að jafnaði skorinn niður um 20-30%. Ljóst er að ráðherrarnir verða að taka afstöðu til tillagnanna á fundi í lok nóvember. Hugmyndum framkvæmdastjórnarinnar um aðild henn- ar að Alþjóða hvalveiðiráðinu var vísað til nánari skoðunar hjá nefnd fastafulltrúa aðildarríkjanna í Brussel. Samkvæmt heimildum í Brussel á eftirliti með veiðum og vinnslu var lítill áhugi á hugmyndum fram- kvæmdastjórnarinnar um fulla að- ild hennar að Alþjóða hvalveiðiráð- inu. Framkvæmdastjórnin hefur lagt til að hún tæki þar sæti með þeim sjö aðildarríkjum EB, sem eru aðilar að ráðinu. Til þess að svo geti orðið verður að breyta stofn- skrá ráðsins. Heimildarmenn Morgunblaðsins segja að Danir hafi bent á að allar líkur væru á því að hvalveiðiráðið leystist upp ef endurskoða ætti stofnskrána, en það verður ekki gert án sam- hljóða samþykkis allra aðildarríkja ráðsins. Þrátt fyrir að aðildarríkin fallist á að fiskveiðifloti bandalagsins sé of stór er ekkert þeirra tilbúið til að fallast á nauðsynlegan niður- skurð á eigin flota. I þeim tillögum sem liggja fyrir er gengið út frá vélarstærð flotans í kílóvöttum. Þannig er t.d. lagt til að Spánverj- ar minnki flota sinn úr 1.910.145 kw miðað við 1. janúar á þessu ári í 1.679.609 kw fyrir 31. desember 1996 eða um 12%. írum er upp á lagt að minnka samanlagt vélarafl írska flotans um 26,8% eða úr 201.905 kw 1. janúar 1992 í 147.700 kw 31. desember 1996. Þessu hafa írar mótmælt harðlega og vísað til að þeim hafi ekki tek- ist að fullnýta kvóta sinn undanfar- in ár. írska stjórnin ákvað nýlega að kæra ákvarðanir EB um fækk- un fiskiskipa fyrir yflrstandandi ár. Á fundi sjávarútvegsráðherr- anna var jafnframt fjallað um til- lögur framkvæmdastjómarinnar um endurskoðaða sjávarútvegs- stefnu og því máli vísað til fasta- fulltrúa aðildarríkjanna í Brussel. Sömuleiðis fjölluðu ráðherramir um tillögur að nýju fyrirkomulagi innan bandalagsins, þeirri tillögu var og vísað til frekari umfjöllunar hjá fastafulltrúunum. Ráðherrarn- ir samþykktu nokkrar breytingar á reglum um fyrirkomulag mark- aða og aðgerðir til að draga úr höfrungadrápi við túnfisksveiðar auk þess sem þeir samþykktu nýja tilskipun um réttindi barnshafandi kvenna innan EB. Reuter Tjaldbúðir fyrir fórnarlömb landskjálftans Stjóm Egyptalands skýrði frá því í gær að landskjálftinn, sem reið yfir landið í síðustu viku, hefði kostað 552 menn lífíð, auk þess sem 9.929 hefðu særst, 5.000 hús eyðilagst og 3.000 fjölskyldur misst heimili sín. Stjórnin hefur lofað að sjá þeim, sem misstu heimili sín, fyrir nýju húsnæði og látið reisa tjaldbúðir handa þeim til bráðabirgða. Myndin er af tjaldbúðum í egypska héraðinu Qalyubiya. Forystugreinar bresku dagblaðanna Tiltrú ríldsstj ómar Johns Majors í alvarlegri hættu London. Reuter. Leiðarahöfundar bresku dagblaðanna helltu sér í gær yfir John Major, forsætisráðherra Bretlands, og ríkisstjórn hans vegna kola- námumálsins. Er Major bæði skammaður fyrir að samþykkja lokun námanna í síðustu viku og fyrir að fallast á afturköllun þeirrar ákvörðunar að hluta í fyrradag. ERLENT Dagblaðið Financial Times birtir forystugrein undir fyrirsögninni: „Ríkisstjóm á flótta“. Þar segir m.a. að hættan á því að stjómin missi alla tiltrú manna sé alvarleg. The Times segir að mánudagurinn hafi verið dagurinn þegar leiðtog- arnir þurftu að „éta allt ofan í sig“. The Daily Mail styður við bakið á Michael Heseltine iðnaðarráð- herra sem ber höfuðábyrgð á kola- námumálinu og segir að íhalds- flokkurinn hafi ekki efni á munaði eins og blóðhefndum að svo stöddu. Blaðið bætir hins vegar við: „Sjald- an í nútímastjómmálum hefur birst jafn skelfilegt vanmat á viðhorfum almennings.“ The Daily Telegraph segir að afturköllunin frá því á mánudag hafí verið eina færa leið stjómar- innar. „Ríkisstjómin hefur valið eina skynsamlega kostinn and- spænis kolaáfallinu. Með því að varpa virðingu og samkvæmni fyr- ir róða hopaði hún nógu langt til að hindra ósigur í neðri málstof- unni á miðvikudag. í einkasam- tölum viðurkenna ráðherrar að þeir hafí verið virkir eða óvirkir þátttakendur í skopleik. Hvað sem líður hagfræðilegum rökum fyrir lokun kolanámanna þá var óðs manns æði að grípa til þessa með svo harðneskjulegum hætti í miðri efnahagslægð.“ Blaðið segir að staða Majors sé nú mjög erfið, hann hafi gert mörg mistök að undanfömu og þau alvarlegustu hafi verið að leggja allt undir varð- andi samþykkt Maastricht-sam- komulagsins á breska þinginu. Samkomulagið sé ekki slíkt fagn- aðarerindi að það sé skynsamlegt að binda eigin örlög í stjórnmálum við það. Á hinn bóginn komi það sér vel fyrir Major að tveir hugsan- legir arftakar hans innan íhalds- flokksins hafi að undanfömu kom- ið sjálfum sér í vandræði, Heseltine með kolanámumálinu og Kenneth Clarke innanríkisráðherra með því að viðurkenna kæraleysislega að hann hafi ekki lagt það á sig að lesa Maastricht-samkomulagið. Haust vörur Frá DIVINA Munstraðar blússur ' Toppar Pils Jersey fatnaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.