Morgunblaðið - 21.10.1992, Side 22

Morgunblaðið - 21.10.1992, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1992 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1992 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími’691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Landbúnaður og fijáls markaður Aundanförnum vikum hafa heyrzt raddir úr hópi bænda um að afleggja beri kerfí opin- berrar framleiðslustýringar í sauðfjárrækt og gefa framleiðslu og sölu kindakjöts fijálsa. Kári Þorgrímsson, bóndi í Garði í Mývatnssveit, hefur riðið á vaðið og hafnað að eigin frumkvæði opinberum framleiðslustyrkjum. A móti er hann laus undan fram- leiðslustýringu ríkisins, má fram- leiða dilkakjöt að eigin vild og selja það beint til neytenda á því verði sem hann kýs. Viðtökur neytenda við fram- taki Kára í Garði, er hann seldi framleiðslu sína í Kolaportinu síð- astliðinn laugardag, benda til að almenningur sé hlynntur breyt- ingum á núverandi framleiðslu- og sölukerfi landbúnaðarafurða. Hálft annað tonn af kjöti Kára seldist upp á einum morgni og létu margir kaupendur svo um mælt að þeir vildu sýna í verki stuðning við það framtak hans að segja sig úr lögum við land- búnaðarkerfíð. Kári í Garði sagði í viðtali við Morgunblaðið í síðustu viku: „Landbúnaðurinn er í ósátt við fólkið í landinu, hann á óuppgerð mál við það. í fyrsta lagi vill þjóð- in ekki reka_ landbúnaðinn fyrir opinbert fé. í öðru lagi er hún á móti miðstýrðu sölu- og félags- kerfí landbúnaðarins. Og í þriðja lagi eiga bændur óuppgert við þjóðina í umhverfismálum, sér- staklega landgræðslu. Landbún- aðurinn verður að koma til móts við þjóðina í öllum þessum málum ef ekki á verr að fara .Neyt- endur vilja fá beinni og nánari viðskiptatengsl við framleiðend- ur. Ég tel að kröfur þeirra séu réttmætar og að við verðum að laga okkur að þeim. Það þýðir að við verðum að breyta sölukerf- inu þannig að neytendur verði sáttir og að hvati til sölu búvara myndist, ekki sízt á heildsölustig- inu.“ Kári er ekki eini bóndinn, sem talar fyrir þessum fijálsræðis- hugmyndum. í sunnudagsblaði Morgunblaðsins birtist viðtal við Gunnar Einarsson bónda á Daða- stöðum í Núpasveit við Öxar- fjörð, en hann er í forsvari hóps sauðfjárbænda, sem vilja gefa framleiðslu, verðlagningu og sölu sauðfjárafurða fijálsa og koma á uppboðsmarkaði fyrir búvörur, þar sem verð myndi ráðast af framboði og eftirspum. Gunnar segir í viðtalinu: „Núverandi fyr- irkomulag er hrunið. Með sí- felldri minnkun framleiðslurétt- arins standa menn eftir með hálf- nýttar fjárfestingar og óhag- kvæman búrekstur. Á sama tíma geta aðrir kjötframleiðendur nýtt framleiðsluaðstöðu sína til fulls og miðað verðlagningu við óhagganlegt verð á lambakjöti og tekið þannig smám saman af okkur markaðinn. Stjórnvöld binda hendur okkar sauðfjár- bænda fyrir aftan bak á meðan ráðizt er á okkur.“ Gunnar segir einnig: „Ég geri mér grein fyrir því að fijáls markaður er harður skóli. En við þurfum að ganga í gegnum hann til að komast af. Og ég spyr hversu miklu betur væru ekki sveitir landsins í stakk búnar til að fást við þá erfíðleika sem eru framundan ef bændur væru sjóaðir í ólgusjó fijálsa markaðarins?“ Vaxandi óánægju gætir meðal neytenda með hátt verð landbún- aðarafurða hér á landi og óeðli- lega verðmyndun í miðstýrðu framleiðslukerfí. Neytendur gera í auknum mæli kröfur um sam- keppni, bæði á milli framleiðenda og seljenda neyzluvöru. Eðlilegt er að bændur bregðist við þeim kröfum með því að leita leiða til umbóta í fijálsræðisátt. Aukin- heldur má leiða getum að því að náist samningar í GATT-viðræð- unum um aukið frelsi í milliríkja- viðskiptum með landbúnaðarvör- ur, muni íslenzkur landbúnaður innan fárra ára standa frammi fyrir stóraukinni erlendri sam- • keppni. Eigi bændur að geta mætt þeirri samkeppni, verða þeir að takast á við markaðslög- málin, hagræða í rekstri sínum og lækka framleiðslukostnað, auk þess að auka enn gæði ís- lenzkra landbúnaðarvara. Hagræðing á úrvinnslustigi kindakjötsframleiðslunnar er óhjákvæmileg. Könnun Gunnars Einarssonar hefur leitt í ljós að sláturkostnaður á hvert kíló lambakjöts er 40 krónur í Skot- landi, en 140 krónur á íslandi, með verðjöfnunargjaldi. Þessi munur er óheyrilegur og bendir til að nauðsynlegt sé að fækka sláturhúsum og bæta nýtingu þeirra. Gunnar bendir á að frjáls búvörumarkaður myndi hvetja bændur til að slátra fé sínu yfír lengri tíma og styrkja þannig stöðu lambakjöts á markaðnum með því að bjóða upp á ferskari og betri vöru. íslenzkur landbúnaður er sam- tvinnaður menningararfí íslend- inga í ríkum mæli. Væntanlega vilja flestir íslendingar að land- -búnaður standi með blóma í land- inu. Landbúnaðurinn mun hins vegar aldrei eiga góða daga, ef hann er í ósátt við fólkið í land- inu og fjötraður í opinber fram- leiðsluhöft og miðstýringu. Að- eins vel rekinn og hagkvæmur landbúnaður getur mætt kröfum framtíðarinnar. Þess vegna ber að fagna því að bændur taki sjálf- ir frumkvæðið og leggi á ólgusjó fijálsa markaðarins. Værum opnir fyrir staðsetningu álvers hvar sem er á Islandi - segir John M. Seidl, stj órnarformaður Kaiser Aluminium JOHN M. Seidl, stjórnarformaður Kaiser Aluminium, sem staddur er hér á landi til þess að ræða við íslensk stjórnvöld, Landsvirkjun og fleiri, um möguleika þess efnis að Kaiser reisi hér og reki álbræðslu á glæstan feril að baki, á mörgum ólíkum sviðum. Charles Cobb, fyrr- um sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, er með Seidl í för. Hann seg- ir að Seidl sé einn fremsti stjórnandi í bandarísku viðskiptalífi í dag. Hann hafi verið prófessor við Stanford-háskólann í hagfræði, hann sé með doktorsgráðu frá Harvard-háskóla í stjórnmálum og hagfræði og áður en hann snéri sér að viðskiptum hafi hann verið háttsettur embættismaður í bandaríska stjórnkerfinu. Blaðamaður Morgunblaðs- ins ræddi við Seidl um viðræður hans hér á landi og hvernig hann metur möguleikana á því að Island verði fyrir valinu, þegar að því kemur að Kaiser velur nýrri álbræðslu sinni stað, sem líklega gerist á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. - Hvernig metur þú stöðuna eftir að hafa rætt við íslensk stjómvöld og fulltrúa Landsvirkjunar í tvo daga? „Við fyrstu kynni, verð ég að játa að flest sem ég hef heyrt og séð verkar afar jákvætt á mig. Ég legg þó áherslu á að hér er einungis um könnunarviðræður að ræða og við erum enn fjarri því að ákveða nokk- uð í þessum efnum. En ísland býr vissulega yfir geysilega miklum kost- um, þegar staðsetning nýrrar ál- bræðslu er höfð í huga. Þegar við tökum ákvörðun þá munum við bera saman kosti og galla hvers þess lands sem við höfum verið að skoða, sem eru Venesúela, Mósambík, Rússland og Kamerún, auk íslands." - Hveijir eru þessir kostir, sem þú telur að ísland hafi? „Þeir em mjög margir. Þið hafíð yfír vel menntuðu og hæfu starfs- fólki að ræða og stjórnvöld virðast vera mjög samstarfsfús og hafa hæfu fólki á að skipa. Þá er raforku- framleiðslugeta ykkar úr fallvötnun- um afar stór og mikilvægur þáttur í okkar huga. Þá virðist mér sem vinnuaflið í landinu sé einnig framúr- skarandi gott. Þá tel ég að raunsæi og skynsemi ráði ríkjum í umhverfi- slagasetningum íslendinga. Ég geri mér einnig grein fyrir því að það er mjög nauðsynlegt fyrir íslenskt efna- hagslíf að stóriðjukostur eins og þessi verði að veruleika. Svo mín fyrstu viðbrögð eru tvímælalaust mjög jákvæð, enda tel ég ísland vera afar aðlaðandi land.“ - En á hvaða hátt liefur ísland jákvæðari kosti upp á að bjóða, umfram þau lönd sem hingað til hafa verið inni í myndinni, eins og t.d. Venesúela, Mósambík og Rúss- land? „Þið búið auðvitað yfír mun meiri stjómmálalegum stöðugleika en þau lönd sem við höfum verið að skoða, sem stórfyrirtæki eins og okkar hlýt- ur alltaf að sækjast eftir. Þið hafið einnig yfir betur þjálfuðu og mennt- uðu vinnuafli að ráða, bæði hvað varðar sérþekkingu og verkþekk- ingu. Rússland er ekki land þar sem fyrirtæki hafa mikinn áhuga á að íjárfesta, að minnsta kosti ekki alveg á 'næstunni, því óstöðugleikinn í rússnesku efnahagslífi er einfaldlega svo mikill, að fjárfestar hljóta að staldra við, jafnframt því sem þar er enn sem komið er ekkert markaðs- kerfi. Venesúela er áhugaverðari kostur að mínu mati, því þar er þeg- ar afkastamikill áliðnaður í gangi, sem gengur vel. Þar era hæfir starfs- kraftar og þar er raforkan mjög ódýr, líklega ódýrari en raforka hér á landi.“ - Heldur þú þá að ef á annað borð verður ákveðið af Kaiser að semja við íslensk stjórnvöld, að það verði erfíðasti þröskuldurinn að yfír- stíga í samningum að ná saman um raforkuverð? „Ekki vil ég nú endilega segja John M. Seidl. það, því ég tel mig hafa ástæðu til þess að trúa því, eftir viðræður við stjórnvöld og fulltrúa Landsvirkjun- ar, að hægt yrði að brúa bilið á milli verðhugmynda þeirra og okkar. Við kynnum að hækka okkur svolítið í samningaviðræðum og þeir kynnu að lækka sig svolítið." - Ertu með þessu að gefa í skyn að þið kynnuð að geta samið um lægra raforkuverð fyrir ykkar ál- bræðslu, en Atlantsál hefur þegar samið um? „Ég er alveg viss um að Atlants- álverkefnið er mjög gott verkefni, og að því standa afskaplega traustir aðilar, en það verður þó að hafa það í huga að verkefnið sjálft er í bið- stöðu, sem þarf að sjálfsögðu ekki að segja ykkur íslendingum. Til þess að koma hreyfíngu á hlutina, kann alveg svo að fara, þegar og ef við hjá Kaiser förum í samningaviðræð- ur við íslensk stjórnvöld, að einhveij- ir samningar, þar með taldir raforku- samningar verði með öðru sniði en þeir eru hjá Atlantsál. Þar kæmu hugsanlega til fleiri hlutir, eins og skattar og innflutningsgjöld og jafn- vel staðsetning. Við yrðum alveg opnir fyrir viðræðum um staðsetn- ingu nýs álvers hvar sem væri, svo fremi sem þau þrjú grundvallarskil- yrði sem setja verður væra uppfyllt. Þar á ég við nægilegt mannafl, nægi- lega góð hafnaraðstaða og nægt rafmagn. Ég ímynda mér að þegar út í slíka samninga væri farið, væri hægt að semja um ýmislegt á annan hátt, og að niðurstaðan gæti orðið sú að við hröðuðum okkar ákvarð- anatöku meira en þeir hjá Atlantsál hafa gert.“ - En gætir þú ímyndað þér að um einhvers konar samstarf gæti orðið að ræða á milli ykkar og Atl- antsáls, ef ísland yrði fyrir valinu hjá Kaiser? „Slíkt kæmi fullkomlega til greina í einni eða annarri mynd. Það verður að horfa til þess að við erum að ræða hér um 200 þúsund tonna ál- bræðslu, sem kostar einn milljarð Bandaríkjadala. Þá erum við að ræða um að hlutafé verksmiðjunnar yrði 350 til 400 milljónir dollara. Kaiser myndi því ekki stefna að því að eiga eitt slíkt fyrirtæki á íslandi, heldur myndi fyrirtækið leita að samstarfs- aðilum sem vildu verða meðeigendur í fyrirtækinu. Það liggur þegar ljóst fyrir, að þau fyrirtæki sem standa að Atlantsáli hafa mikinn áhuga á að byggja verksmiðju hér. Því tel ég ekki fjarstæðukennt, að ef við næð- um samningum við íslensk stjóm- völd, og Atlantsálfyrirtækin væru jafnframt vissari um hvað framtíðin felur í sér, að við gætum gert eitt- hvað saman. Ef ekki, þá efast ég ekkert um að leita mætti að öðrum stórum álframleiðendum til sam- starfs, það yrði nóg af þeim. Á þessu stigi útilokum við engan möguleika, heldur viljum við kynna okkur þá til hlítar. “ - Fréttir af hugsanlega nýju ál- veri hér á landi eru engan veginn nýjar af nálinni. Þær era fluttar þjóð- inni með reglulegu millibili, samning- ar era svo til frágengnir hvað varðar nýja álbræðslu Atlantsálshópsins á Keilisnesi, en málið er komið í bið- stöðu enn einu sinni. Það gerist sem sé ekki neitt. Hversu mikil alvara liggur að baki þessari heimsókn ykk- ar Kaisermanna hingað til lands, og hvenær geta landsmenn vænt raun- veralegrar niðurstöðu - af eða á? „Ég skil mætavel að menn kunni að vera óþreyjufullir. Það er bæði mannlegt og eðlilegt. En menn verða einnig að hafa skilning á því að þeg- ar verið er að taka ákvarðanir um fjárfestingu upp á einn milljarð doll- ara, þá fara menn sér að engu óðs- lega. Við kynntum okkur það fyrir tveimur og hálfu eða þremur árum hjá Atlantsál, hvort við gætum orðið aðilar að verkefninu, en niðurstaða þeirrar könnunar var neikvæð. Þessu greini ég frá, til þess að sýna þér fram á að við hjá Kaiser höfum um alllanga hríð haft áhuga á að finna stað fyrir nýja álbræðslu, þó að slík- ar undirbúningsrannsóknir hafí ekki staðið hjá okkur af fullum krafti nema undanfarna níu mánuði eða svo. En þetta tekur sinn tíma, og við því er ekkert að gera. Vissulega er það hálf ólánlegt að íslenska þjóð- in skuli hafa staðið í þeirri trú um langan tíma, að nú vantaði bara herslumuninn á að nýtt álver risi hér, en síðan dregst það alltaf vegna erfiðleika við fjármögnun og verð- falls á heimsmarkaði. En við höldum áfram gagnaöflun okkar það sem eftir lifír þessa árs, og á fyrsta ársfjórðungi þess næsta, ég veit ekki nákvæmlega hvenær, setjumst við niður og berum saman bækur okkar, galla og kosti hvers lands um sig, og í kjölfar slíks sam- anburðar og greiningar veljum við það land sem verður okkar fyrsti valkostur. Ef það verður ísland þá hringjum við i stjórnvöld og segjum þeim að við óskum eftir því að hefja raunverulegar samningaviðræður. Þá tækju við samningaviðræður sem stæðu a.m.k. í hálft ár, þannig að í árslok næsta árs gætu samningar legið fyrir og ráðist yrði í fjármögn- un í kjölfar þeirra. Þá gætu fram- kvæmdir beggja aðila hafíst. Okkar við byggingu, ykkar við raforkuvæð- ingu. Það gæti því tekið þijú og hálft ár upp í fímm ár, þar til gang- setning nýrrar álbræðslu yrði að veruleika. Svona gerist þetta í gróf- um dráttum og það er svo sem ekki mikið meira um það að segja á þessu stigi. Eða hvað?“ voru lokaorð John M. Seidl, sem var reyndar orðinn of seinn á næsta fund. Viðtal: Agnes Bragadóttir Eimskip hækkar flutningsgjöld um 6% Bagalegt að sjá svona miklar verðbreytingar - segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra EIMSKIP hefur ákveðið að hækka flutningsgjöld á styklgavöru í inn- flutningi og útflutningi og önnur þjónustugjöld að meðaltali um 6% frá og með 1. nóvember næstkomandi. Að sögn Harðar Sigurgestsson- ar forsljóra Eimskips hafa tekjur fyrirtækisins lækkað verulega á árinu vegna minnkandi flutninga og óraunhæfrar verðsamkeppni á flutningamarkaðnum. Hörður segir að nú stefni í að flutningstekjur Eimskips verði 700 milljónum króna lægri í ár en á síðasta ári, en 6% hækkun taxtanna nú auki telqurnar aftur um 250 til 300 milljónir króna á ári. Samtök verslunarinnar hafa mótmælt hækkuninni og tel- ur framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanná að hún leiði til 3% hækkunar á almennu Vöruverði í landinu. Viðskiptaráðherra segir bagalegt að sjá svona miklar breytingar á verði þegar verðbólgan sé nánast úr sögunni. Umskipti hafa orðið í rekstri Eim- skipafélagsins á þessu ári, sam- kvæmt fréttatilkynningu félagsins um hækkun flutningstaxtanna. „Vegna samdráttar í efnahagslífi landsins hafa flutningar til og frá landinu minnkað um 10%. Á sama tíma hefur ríkt óraunhæf verðsam- keppni á flutningamarkaðnum, sem hefur rýrt tekjur enn frekar. Þá er einnig rétt að hafa í huga, að síðan flutnings- og þjónustugjaldataxtar félagsins hækkuðu síðast hefur al- mennt verðlag hér á landi og erlend- is hækkað um 5-7%. Þetta hefur leitt til þess að afkoma félagsins er orðin óviðunandi," segir í tilkynningunni. Hörður sagði að með hækkun flutningsgjalda muni félagið ná til baka hluta af þeim tekjum sem það hefur misst vegna lækkunar flutn- ingsgjalda að undanförnu en það dugi ekki til að nájafnvægi í rekstri. Hann sagði að þeirri minnkun í flutn- ingum, sem orðin væri staðreynd og fyrirsjáanleg væri í vetur, yrði mætt með breytingum og hagræðingu í rekstri en það myndi ekki skila sér í lækkun kostnaðar fyrr en á næsta ári. Islensk verslun, Bílgreinasam- bandið, Félag íslenskra stórkaup- manna og kaupmannasamtökin sendu í gær frá sér harðorð mót- mæli gegn hækkun flutningsgjalda Eimskips. „Hækkun þessi mun strax valda hækkun vöruverðs og kemur á sama tíma og allir í þjóðfélaginu hafa lagt mikið af mörkum til að lækka vöraverð hér á landi,“ segir í tilkynningu félaganna. Stefán Guð- jónsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna telur að hækkun flutningsgjaldanna leiði til 3% hækkunar á almennu vöruverði í landinu. Samtökin benda á að ný- lega hafi jöfnunargjald verið lagt niður. Með því hafi vöruverð lækkað um 500 milljónir en hækkun Eim- skips taki allan ávinnlng af skatta- lækkuninni til baka. „Aðilar vinnu- markaðarins vinna nú hörðum hönd- um að því að ná samstöðu allra at- vinnugreina um lækkun gjalda og kostnaðar í atvinnulífínu. Hækkun flutningstaxta veldur kostnaðar- verðshækkun og er ekki líkleg til að tryggja þá samstöðu sem nú er nauð- synleg. Það er umhugsunarvert að á meðan flest fyrirtæki þurfa að sætta sig við skertan hlut vegna samdrátt- ar í viðskiptum skuli eitt fyrirtæki geta einhliða hækkað taxta sína um allt að 11%,“ segir í fréttatilkynningu samtaka verslunarinnar. Ari Skúlason hagfræðingur Al- þýðusambands íslands sagði í gær að honum þætti einkennilegt að Eim- skip gæti einhliða hækkað flutnings- gjöld þó að það væri að harðna á dalnum hjá fyrirtækinu eins og mörgum öðrum. Þetta gætu ekki önnur fyrirtæki, til dæmis sjávarút- vegsfyrirtæki, og heimilin gert. Hækkun Eimskips væri á skjön við andann í þjóðfélaginu um þessar mundir. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði bagalegt að sjá svona miklar breytingar á verði þegar verðbólgan væri nánast úr sögunni. Mikilvægt væri að hækkanir á þjónustu færa ekki fram úr almennum verðlags- breytingum sem nú væru um 2%. Viðskiptaráðherra tók fram að hann hefði ekki kynnt sér verðhækkun Eimskips sérstaklega og væri ekki að fella neinn dóm um hana með þessum orðum. Aðspurður hvort hækkun flutn- ingsgjaldanna samrýmdist yfírstand- andi umræðu um nauðsyn lækkunar kostnaðar fyrirtækjanna sagði Hörð- ur: „Við éram þátttakendur í þjóðar- sáttinni og leggjum okkar af mörk- um. Við höfum unnið markvisst að lækkun flutningsgjalda á undanförn- um árum.“ Benti Hörður á að flutn- ingsgjöld hefðu lækkað um 35% að raungildi á sjö árum eða um liðlega 5% að meðaltali á ári. Sagði Hörður að félagið muni áfram leita allra leiða til að halda áfram að lækka flutn- ingsgjöld á næstu árum. Hjörtur Emilsson framkvæmda- stjóri rekstrarsviðs Samskips sagði að endurskoðun flutningsgjalda fyr- irtækisins stæði fyrir dyrum. Sagði hann líklegt að það leiddi til svipaðr- ar hækkunar en viðskiptavinum fyr- irtækisins yrði tilkynnt það á næst- unni. Hjörtur sagði að mikil sam- keppni væri í skipaflutningunum og það hafí leitt til verðlækkunar á sama tíma og heildarflutningar hefðu dregist saman. Taldi hann að gengið hefði verið full langt í verðs- amkeppninni og því neyddist Sam- skip til að hækka flutningsgjöldin. Hækkanir á flutningsgjöldum Eimskips sem taka gildi 1. nóvember eru mismunandi eftir mynt vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á gengi að undanförnu. Þannig hækka til dæmis flutningsgjöld frá Ameríku og Bretlandi um 11% en flutnings- gjöld frá Þýskalandi um 4,2%. Morgunblaðið/Sverrir Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráðherra og sr. Ólafur Skúlason biskup við setningu Kirkjuþings. Setning 23. Kirkjuþings Verkefni kirkjmmar að styrkja heimilin - segir Ólafur Skúlason biskup í setningarræðu Ólafs Skúlasonar biskups á 23. Kirlguþingi kom fram að hann óttaðist að ef kirkjan tæki alfarið við umsjón og ábyrgð þeirra þátta sem fé úr kirkjugarðasjóðum er nú varið til ykist hætta á að sjóðirnir yrðu skertir af þeim sökum að þeir virtust stærri þegar margir smáir væru komnir í eina upphæð. Hann fagnaði samþykkt Reykja- víkurprófastsdæmis um stuðning við atvinnulausa og aðra sem þyrftu að horfast í augu við breytta hagi og lagði áherslu á að verkefni kirkjunnar væri að styrkja heimilin, að standa vörð um þau, leggja þeim lið svo vel dygði. Þorsteinn Pálsson kirkju- málaráðherra vék í ræðu sinni m.a. að uppbyggingu Skálholts- staðar. Kirkjuþing var sett í Bú- staðakirkju í gær. Fjármál kirkjunnar Ólafur sagði að á fundi sínum með ráðherra og starfsfólki ráðu- neytis hefði komið til umræðu að kirkjan tæki alfarið við umsjón og ábyrgð þeirra þátta sem fé úr kirkjugarðasjóðum væri varið til. „Ber þar hæst prestsetur, bæði viðhald þeirra og nýsmíði, svo og embætti söngmálastjóra og rekst- ur Tónskóla Þjóðkirkjunnar. En á fundi kirkjuráðs með fulltrúa ráðuneytisins kom fram að þessu mundu samfara meiri breytingar en unnt væri að standa að með svo stuttum fyrirvara og málinu því frestað. Én það er ljóst að ráðherra og ráðuneyti eru reiðu- búin að stuðla að því að sem flest málefni kirkjunnar á fjármála- sviðinu heyri beint undir kirkju- lega aðila. Væri þessu samfara aukið sjálfstæði kirkjunnar en um leið meiri ábyrgð," sagði Ólafur og tók fram að hann myndi fagna þessu ef.sá nagandi kvíði fylgdi ekki að með þessu væri enn auk- in hætta á því að sjóðir kirkjunn- ar yrðu skertir „... eftir því sem þeir virtust stærri þegar margir smáir og til margra hluta ætlaðir era komnir í eina upphæð“. Kirkja og ríki Hann sagði að í tengslum við mikla umræðu um stöðu presta og kirkju á heitu átakasumri hefðu heyrst raddir sem dregið hefðu í efa að unnt væri að fram halda sem verið hefði sambandi ríkis og kirkju'og þjóðkirkjan hlyti því að hverfa í núverandi mynd. „Ég hef ævinlega sagt þegar að þessu hefur verið vikið að ég myndi harma aðskilnað ríkis og ' kirkju. Ekki fyrst og fremst vegna kirkjunnar heldur miklu frekar vegna íslenskrar þjóðar. Hún þarf á kirkju sinni að halda, hún þarf að læra af sögu og skynja framlag þjóðkirkjunnar um aldir allar og hún þarf að byggja á þeirri föstu undirstöðu lífs alls, sem sterk þjóðkirkja veitir,“ sagði Ólafur. Kirkja og fjölmiðlar Ólafur sagðist fagna samþykkt Reykjavíkurprófastsdæmis um stuðning við þá sem þyrftu að horfast í augu við erfíðleika at- vinnuleysis og breyttra haga, og taka undir hana. Vék hann ennfremur orðum sínum að umfjöllum fjölmiðla varðandi kirkjuleg málefni á liðnu sumri. „Hélt ég ekki að til þess kæmi að ég þyrfti að harma of mikla umfjöllun en það er vitan- lega ekki sama frá hveiju skýrt er, hvernig það er framsett og hvaða áherslur fjölmiðlastjórar kjósa að leggja á mál. Ég ætla ekki að rekja þessar sögur, sumar hveijar vona ég að gleymist fyrr en seinna og sárindi og sviði til- heyri liðnu skeiði. En ljóst er það að stöðuga aðgát þarf að sýna á þessu sviði og hef ég þá einnig orðið að horfast í augu við þau sannindi - og vonandi sitthvað lært af,“ sagði hann og bætti við að vonbrigði vegna einstakra þátta í matreiðslu fjölmiðla eða eigin framlags mættu ekki draga úr fúsleika til þess að eiga við þessa aðila gott samstarf gagn- kvæms trausts. Biskup fagnaði því að hætt yrði við sunnudagsopnanir í Kringlunni en lagði í lokaorðum sínum mesta áherslu á það hlut- verk kirkjunnar að styrkja heimil- in. „Þar er hornsteinn íslands um framtíð. Um þetta viljum við eiga samstarf við alla aðila og þá ekki síst fíölmiðla svo máttugir sem þeir eru,“ sagði Ólafur en lýsti síðan Kirkjuþing sett. Þjóðkirkjuskipulagi verði ekki raskað Þorsteinn Pálsson kirkjumála- ráðherra gerði tengsl kirkju og ríkis að umtalsefni sínu eins og biskup og kvað í því sambandi ekki óeðlilegt að fjallað væri um stöðu jafn mikilvægrar stofnunar og kirkjunnar. „Ég tel hins vegar að það þjóðkirkjuskipulag sem við búum við hafí reynst ákaflega vel og hafi stuðlað að miklu meiri og traustari útbreiðslu kristilegs orðs en annars hefði verið og þannig treyst undirstöður íslensks þjóðfé- lags. Breytingar í átt til aukins skipulags og stjórnunarlegs sjálf- stæðis kirkjunnar mega því ekki og eiga ekki að verða til þess að raska sjálfu þjóðkirkjuskipulag- inu. Hér á vel við að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hef- ur. Og við kjósum ekki að verða þeirri reynslu ríkari,“ sagði Þor- steinn. Hann kvaðst á hinn bóginn telja ákjósanlegt að hægt væri að auka svigrúm þjóðkirkjunnar varðandi áherslur og verkefni og f innra starfí hennar. „í því sambandi nefni ég sem dæmi að óþarft ætti að vera að geirnegla eins og gert er í lögum hversu margir prestar skuli þjóna í hveiju prófasts- dæmi. Slík atriði munu koma til skoðunar á vegum nefndar um endurskoðun laga um prestaköll og prófastsdæmi sem ég skipaði síðastliðið sumar samkvæmt end- urskoðunarákvæði í þeim lögum sjálfum,“ sagði ráðherra, en hann gerði Skálholtsstað og framvarp Skálholtsskóla um hann að máli sínu að lokum. „Minning Skál- holtsstaðar er vissulega stór í sniðum og við þurfum ekki að óttast að hún máist út á spjöldum sögunnar. En markmið okkar í Skálholti er annað og meira en að varðveita sögu. Við viljum að staðurinn verði lifandi vettvangur í daglegu lífi og starfí fólksins í landinu og þaðan megi áhrif kirkju landsins streyma um æðar þjóðlífsins," sagði Þorsteinn að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.