Morgunblaðið - 21.10.1992, Síða 27

Morgunblaðið - 21.10.1992, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1992 1. umræða um frumvarp til fjárlaga 1993 Þarf meira en skattatilfærsl ur til að efla atvinnulífíð FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1993. Fjármálaráðherra fagnar viðræðum um hvernig efla megi atvinnulífið og draga úr sívaxandi atvinnuleysi. En ráðherrann benti á að ekki væri nóg að færa skattbyrði til í þjóð- félaginu, einnig yrði að lækka ríkisútgjöld, draga úr hallarekstri ríkis- sjóðs og koma þannig í veg fyrir hækkun vaxta og aukinn samdrátt í nýjum fjárfestingum og atvinnutækifærum. í byijun framsöguræðunnar vís- aði Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra til þess, að fjárlagafrum- varpið hefði verið lagt fram fyrir tveimur vikum og menn kynnt sér efnisatriði þess. Hann taldi því ekki ástæðu tii að fjalla ítarlega um talnalega þætti, en kysi að fjalla um meginatriði í stefnu ríkisstjóm- arinnar í efnahags- og ríkisfjármál- um. Fjármálaráðherra lýsti þeirri sannfæringu sinni að besta eða jafn- vel eina færa leiðin til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast væri sú stefna sem ríkisstjómin hefði fram- fylgt, draga úr ríkisafskiptum, auka fijálsræði í viðskiptum og tryggja stöðugleik með föstu gengi og lágri verðbólgu. Fjármálaráðherra sagði það ekki óeðliiegt að efnahagsumræðan sner- ist mikið um þá erfíðleika sem efna- hagslífíð stæði nú frammi fyrir. En það væri samt ástæða til að benda á að ýmislegt hefði þokast í rétta átt. Ráðherrann benti á að íslend- ingar sætu nú á bekk með þeim þjóðum sem hefðu hvað lægsta verð- bólgu. Síðustu 12 mánuði hefði verðlag aðeins hækkað um 1,3% Áfram yrði unnið að sölu ríkisfyrir- tækja. í fjárlagafrumframvarpinu væri kynnt sú stefnumótandi ákvörðun ríkisstjómarinnar varð- andi tekjuskatt fyrirtækja að lækka skatthlutfallið úr 45% í 33% á næsta ári. Horfur væra á minni halla á ríkissjóði heldur en í fyrra. Dregið hefði úr lánsijárþörf hins opinbera. Vextir hefðu farið lækkandi. Fjarmálaráðherra vék að virðis- aukaskattinum, hann sagði að skatthlutfall virðisaukaskatts hér á landi væri með því hæsta sem þekkt- ist en jafnframt væra fleiri undan- þágur við lýði hér en annars staðar. Ríkisstjómin hefði mótað þá al- mennu stefnu að breikka skattstof- ininn, samræma undanþágureglur og freista þess að lækka sjálft skatt- hlutfallið. Að undanfömu hefði á vegum ríkisstjómarinnar verið unn- ið að frekari útfærslu þessara hug- mynda. En vegna þeirra óformlegu viðræðna sem farið hefðu fram að undanfömu til að treysta rekstar- skilyrði atvinnulífsins væra þessi mál í biðstöðu og yrðu það áfram þangað til mál skýrðust. Síðar í framsöguræðunni vék fjármálaráðherra aftur að fyrr- greindum óformlegum viðræðum sem farið hefðu fram milli fjöl- margra aðila í þjóðfélaginu um það hvemig samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja yrði styrkt án þess að raska efnahagslegum stöðugleika. Ríkistjómin hefði tekið þátt í þess- um viðræðum við fulltrúa vinnuveit- enda og launþega á almennum vinnumarkaði. Fjármálaráðherra fagnaði því að nú væri vaxandi skilningur og stuðningur við að styrkja sam- keppnisstöðu fyrirtækja og eflU at- vinnulífíð með því að draga úr rekstrarkostnaði þeirra í stað þess að fara gömlu gengisfellingarleið- ina. Friðrik Sophusson sagði fullan skilning vera á þessum viðhorfum innan ríkisstjómarinnar og vitnaði til stefnuræðu forsætisráðherra og einnig til ræðu viðskiptaráðherra við sama tækifæri. Fjármálaráðherra sagði ennfremur: „En við geram okkur ljóst að það er ekki nóg að tala um að lækka kostnaðarskatta heldur þarf líka að taka fram hvað þetta þýðir í raun. Þetta kallar á víðtæka samstöðu um að færa skattbyrði frá fyrirtækjum til ein- staklinga. Þetta ásamt tillögum til lækkunar á útgjöldum ríkisins er reyndar kjaminn í samkomulagi stjómmálaflokkanna í Svíþjóð til að koma í veg fyrir gengisfellingu.“ Fjármálarráðherra lagði áherslu á að: „Víðtæk samstaða sé ekki ein- ungis um að færa skattbyrði til í þjóðfélaginu heldur einnig um að lækka ríkisútgjöld, draga úr halla- rekstri ríkissjóðs og koma þannig í veg fyrir hækkun vaxta og aukinn samdrátt í nýjum Ijárfestingum og atvinnutækifæram." Fjármálaráðherra sagði veiga- mesta viðfangsefnið sem nú blasti við á gjaldahlið fjárlaganna væri að hefta sívaxandi sjálfvirk útgjöld í heilbrigðis- og tryggingarmálum. Flytja þyrfti slysatryggingar til tryggingarfélaga. Einnig væri nauð- synlegt að breyta greiðslu vaxta- og geymslugjalda til samræmis við ákvæði í búvörasamningi. Einnig sagði íjármálaráðherra: „Jafnframt þarf að auka kostnaðarvitund í opin- berri þjónustu með þjónustugjöld- um, til dæmis fyrir ákveðna þætti í þjónustu framhaldsskóla og sjúkrahúsa. Þá er eðlilegt við núver- andi aðstæður að endurskoða reglur um ýmsar greiðslur úr ríkissjóði eins og vaxtabætur og bamabætur. Ég tel raunhæft að setja markmið um allt að tveggja milljarða spamað til að draga úr halla ríkissjóðs ef það má verða þáttur í víðtæku sam- komulagi." í lok ræðunnar lagði fjármálaráð- herra til að frumvarpinu til fjárlaga fyrir árið 1993 yrði vísað til 2. umræðu og Ijárlaganefndar. Óvissar tekjur Guðmundur Bjarnason (F-Ne) kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum með þetta framvarp til fjárlaga. Ráðherrar ríkisstjómarinnar hefðu margfaldlega ítrekað að eitt af mikilvægust verkefnunum til þess að ná tökum á efnahagsmálunum, viðhalda stöðugleika og efla at- vinnulíf, væri að ná jafnvægi í rík- isfjármálunum; að fjárlög væra hallalaus. Guðmundur benti á að þessi hefði ekki orðið reyndin með fjárlög yfírstandandi árs. Þá hefði verið gert ráð fyrir um 4 milljarða halla. Nú blasti við að hallinn yrði að a.m.k. 10-12 milljarðar. Guð- mundi var stórlega til efs að hallinn á fjárlögum næsta ár yrði einungis rúmlega 6 milljarðar eins og fram- varpið gerði ráð fyrir. Ræðumaður sagði að tekjuhlið þessa framvarps væri háð ýmsum óvissuþáttum, enn væri verið að fjalla um það hvemig standa ætti að skattalagabreytingum, t.d. virðisaukaskattinum sem sam- kvæmt framvarpinu væri ætlað að skila 41 milljarði eða um það bil 40% af öllum tekjum ríkissjóðs. Talsmaður Framsóknarflokksins gagnrýndi einnig í ræðu sinni að framvarpið gerði ráð fyrir tekjum sem væra „fugl í skógi en ekki hendi“ og nefndi m.a. áformaðar tekjur af sölu ríkisfyrirtækja i því sambandi. En það kom fram í ræðu Guð- mundar að honum var mest áhyggjuefni meint aðgerðarleysi ríkisstjómarinnar til að leita lausna og bregðast við því vaxandi atvinnu- leysi sem nú væri orðið viðvarandi. Það hefði mátt skilja af stefnuræðu forsætisráðherra að áfram ætti að fylgja „gjaldþrotastefnunni". Þessu hefðu aðilar vinnumarkaðarins hafnað. Ræðumaður vitnaði til um- mæla Magnúsar Gunnarssonar for- manns Vinnuveitendasambands ís- lands máli sínu til stuðnings. Einnig sagði Guðmundur Bjamason: „Full- trúar launþega haf ekki síður tekið í þennan sama streng en fulltrúar vinnuveitenda og lýst því yfír að það megi öllum vera ljóst, að það að snúa hér við blaði og heíja nýja sókn í atvinnumálum verði ekki gert fyrirhafnarlaust og án þess að einhveijir þurfí að leggja eitthvað af mörkum. Auðvitað muni það koma víða við. Það mun vafalaust kalla á skattbreytingar sem séu at- vinnulífínu í vil sem myndi þá koma niður á launþegum í einu eða öðra formi.“ Guðmunur spurði: „En er það ekki betra heldur en að horfa upp á það ástand sem nú virðist blasa við með stöðugt auknu at- vinnuleysi og í kjölfar þess öllum þeim erfíðleikum og vandamálum sem ávallt fylgja og við höfum fyrir okkur dæmin um frá nærliggjandi þjóðfélögum?" Guðmundur lá ekkert á þeirri skoðun framsóknarmanna að leggja ætti skatt á fjármagnstekjur og einnig vildu þeir taka upp hátekju- skatt. Guðrúnu Helgadóttur (Ab-Rv) þótti erfítt að ræða þetta framvarp. Tekjuhlið þess væri óviss eða „gjör- samlega út I hött“. Guðrún taldi sig ekki hafa neina ástæðu til að ætla PmtwaT? Ú\ í)áÁaSa fUMHGI að þetta framvarp til íjárlaga stæð- ist betur heldur en fjárlög yfírstand- andi árs. Ræðumaður sagði að vandamálin í efnahags- og atvinnu- málum yrðu ekki leyst nema í sam- vinnu og hún minnti á tillögur al- þýðubandalagsmanna um sóknarað- gerðir í atvinnulífinu. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (SK-Vf) var sammála fyrri ræðu- mönnum í því, að tekjuhlið fram- varpsins væri í mikilli óvissu og engin ástæða til að ætla að hallinn á fjárlögum næsta árs myndi ein- ungis verða 6 milljarðar. Jóna Val- gerður dró ekkert úr því að þetta frumvarp væri lagt fram við mjög erfiðar aðstæður. Þess vegna fann hún mjög að því, að í þessu fram- varpi væri reynt að slá ryki í augu fólks. Því væri haldið hátt á loft að viðskiptahalli myndi minnka á næsta ári. Ræðumaður vildi benda á, að þessi bati stafaði af því að minna yrði keypt af flugvélum og skipum en eins og kunnugt væri hefðu Flugleiðir endumýjað sinn vélakost. Jónu Valgerði þótti ekki heldur spár um 3% atvinnuleysi trú- verðugar, að líkindum yrði það á bilinu 4-6%. Atvinnuleysið væri okk- ar versta böl og við því yrði að bregðast og þetta „ótrúverðuga plagg“ tæki ekki með raunhæfum hætti á þessu vandamáli. Ræðumað- ur vænti þess að fá í hendur við aðra umræðu trúverðugra fram- varp. Þjóðarátak til varnar efnahagslífinu Karl Steinar Guðnason (A-Rn) formaður fjárlaganefndar sagði m.a. í ræðu sinni að hástemmdar kosningayfírlýsingar allra stjóm- málaflokka hlytu að endurskoðast í ljósi staðreyndanna. Afkomuvandi alls atvinnulífsins gerði kröfu til þess að forsendur efnahagsstefn- unnar yrðu endurmetnar í ljósi breyttra aðstæðna. Karl Steinar sagði menn hafa einkum .rætt þijá kosti í umræðun- um um vanda efnahagslífsins. 1) Aðgerðarleysi. 2) Gengisfellingu. 3) Það sem Karl Steinar nefndi „Þjóð- arátak til vamar efnahagslífinu." Formaður fjárlaganefndar hafn- aði hinum tveimur fyrstu kostum. Aðgerðarleysi myndi leiða til keðju- verkandi gjaldþrota og atvinnuleysis tugþúsunda. Gengisfellingu var einnig harðlega hafnað. Hún fjölg- aði ekki þorskunum í sjónum og myndi kalla á enn ægilegra atvinnu- leysi en fyrr. „Sú leið leggs þyngst á láglaunafólk, hinir bjarga sér, hálaunamennimir og spekulantamir græða á verðbólgunni. ÞjóðfélagiA^ sem heild tapar," sagði Karl Steinar. Karl Steinar sagði að við yrðum hafa stöðugleikann í öndvegi og bregðast við vandamálunum með raunhæfum hætti. Við yrðum að sameinast um þjóðarátak til vamar efnahagslífinu. „Sú leið er ein fær til að lágmarka kjaraskerðinguna; treysta atvinnuna." Ræðumaður sagði einnig: „Við þurfum einnig að taka af ábyrgð og festu á tillög- um um að lækka skatta á atvinnulíf- ið og færa skattbyrðina til. Nú er við stöndum frammi fyrir stöðnun atvinnulífsins, síminnkandi þjóðar- tekjum og fjöldaatvinnuleysi, sem þýðir niðurbrot og neyð heimilanna í landinu, þýðir ekki að fela hugsan- ir sínar í orðskrúði og vífíllengjum. Ég segi það tæpitungulaust að það þýðir kjaraskerðingu. En takist á hinn bóginn ekki að styrkja stoðir atvinnuveganna, þá verða þau kjör lítils virði sem skráð era í minning- arbækur um horfín atvinnutæki- færi." í lok ræðunnar benti Karl Steinar á að atvinnuleysistölumar væra staðreyndir um lifandi fólk. „Þeir atvinnulausu hrópa á úrræði, að- gerðir sem duga. Þær aðgerðir munu kosta- þá er enn hafa atvinnu nokkrar fómir. Þær fómir verður að færa til að íslenskt samfélag fái þrifist." Fyrstu umræðu lauk kl. 18.50 en atkvæðagreiðslu var frestað. Fleiri þingmenn tóku þátt í þessari um- ræðu: Jón Kristjánsson (F-_A1), Gunnlaugur Stefánsson (A-Al), Ámi Mathiesen (S-Rn) og Ingi Bjöm Albertsson (S-Rv). Undir lok um- ræðunnar þakkaði Friðrik Sophus- son íjármálaráðherra fyrir málefna- lega umræðu. Fjármálaráðherra vildi leyfa sér að vona að þetta fram- varp stæðist betur heldur en íjárlög undangenginna ára. Hann batt þær vonir m.a. við að betur tækist að^ koma böndum á svonefndar rekst- artilfærslur, sjálfvirkar greiðslur, einkum vegna landbúnaðar og tryggingarmála. A.m.k. væri ljóst að vegna búvörasamnings væri hægt að treysta tölunum um land- búnaðinn nokkum veginn. Fjár- málaráðherra lá heldur ekkert á þeirri skoðun að hann hefði viljað ganga mun lengra í því að efla kostnaðarvitund landsmanna á ýms- um sviðum, s.s. varðandi lyfjakaup og skólagjöld í framhaldsskólum. Frumvarp til lánsfjárlaga lagt fram á Alþingi Heildarlántökur hins opinbera áætlaðar 51,3 milljarðar króna HEILDARLÁNTÖKUR hins opinbera eru áætlaðar 51,3 miiyarðar króna á næsta ári og þar af nema afborganir af lánum 27 milljörð- um samkvæmt frumvarpi til lánsfjárlaga sem lagt var fram á Alþingi í gær. Hrein lánsfjárþörf er því áætluð um 25 milljarðar kr. Heildarl- ánsfjárþörf ríkissjóðs er áætluð 15,8 milljarðar og þar af eru 6,2 miiyarðar vegna halla ríkissjóðs, 6,3 mil|j. vegna afborgana og 3,3 miiy. vegna annarra lánahreyfinga. Framvarpið gerir ráð fyrir að Lánasjóði íslenskra námsmanna verði endurlánaðar allt að 3.540 millj. kr. á næsta ári samanborið við 2.815 millj. á þessu ári. Atvinnu- tryggingadeild Byggðastofnunar fái endurlán að upphæð 1,3 millj- arðar til að mæta misvægi á greiðslustreymi greiddra og inn- heimtra afborgana og vaxta. Áformað er að endurlána Póst- og símamálastofnun alls 1,1 milljarð vegna aðildar að lagningu ljósleið- arastrengs yfír Norður-Atlantshaf. Þá er áætlað að Landsvirkjun taki lán að fjárhæð 7.450 milljónir kr. á næsta ári en þar af eru rúm- lega 6,7 milljarðar til að standa undir afborgunum eldri lána en áætlaðar framkvæmdir nema 730 millj. 1993. Gert er ráð fyrir að heimila afgreiðslu húsbréfa fyrir allt að 12 milljarða kr. á árinu, Byggingarsjóði verkamanna verði heimiluð lántaka allt að 6.691 millj- ón kr. og Byggingarsjóði ríkisins verði heimiluð lántaka að fjárhæð allt að 2.290 millj., sem er 420 milljóna króna lækkun frá yfír- standandi ári, er stafar af minni lánveitingum. í framvarpinu kemur fram að áætlað er að heildarlántaka erlend- is á næsta ári verði 18,9 milljarðar_ en 32,3 milljarðar verði fengnir að: láni innanlands. Hrein lántaka hins opinbera á innlendum mörkuðum nemur hins vegar 22 milljörðum kr.: og 6,5 millj. erlendis. Stefnt er að því að taka fyriri yfirdrátt ríkissjóðs í Seðlabankan- um um næstu áramót og þarf ríkis- sjóður þá að mæta allri lánsfjárþörf sinni á markaði á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.