Morgunblaðið - 21.10.1992, Side 29

Morgunblaðið - 21.10.1992, Side 29
'V MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1992 Aðeins fyrir eftir Ragnar Brynjólfsson Á liðnum árum hefur nokkuð borið á blaðagreinum þar sem kyn- þáttastefnu er stíft haldið fram. Flestar, ef ekki allar, virðast þær tengjast félagsskap sem kallast „Norrænt mannkyn" og skrifaðar af aðal driffjöður félagsins, Magn- úsi Þorsteinssyni bónda í Vatnsnesi í Grímsnesi. Ef marka má heimildir mun félagsskapur þessi hafa verið stofnaður í Grímsnesinu 1982 og árið 1984 á hann að hafa talið milli 80 og 90 manns. Magnús fer ekki í launkofa með að eitt af markmið- um félagsins er að hafa áhrif á al- menningsálitið í landinu. Árið 1984 segir hann í samtali við blaðamann Tímans að byija þurfi á því að breyta hugarfari fólks með áróðri. Einnig hefur komið í ljós að reynt hefur verið að hafa áhrif á alþingis- menn. 29. júlí sl. skrifar Magnús svar- grein til Sveins Baldvinssonar í Morgunblaðið og viðrar þar skoðan- ir sínar. í þeirri grein ræðir Magnús um aría, ofurmenni, hámenningu og hreinræktað norrænt kyn. Hann tekur undir orð Hitlers úr áróðurs- ritinu Mein Kampf um að öll há- menning fyrri tíma hafi liðið undir lok vegna þess að hinn upprunalegi skapandi kynþáttur hafi týnst vegna „blóðskemmda" og bætir við að sá liður í kynþáttastefnu nasista að „efla norræna kynþáttinn" hafi verið réttur. Farið er niðrandi orðum um svarthært og brúneygt fólk af öðr- um kynþáttum. Það kallað „mókoll- óttir kynblendingar“ líkt og um sauðfé væri að ræða og kynblöndun við það nefnd „mengun". Að dómi Magnúsar fylgir „fá- fræði, offjölgun, örbirgð og ógnar- stjórn" öðrum kynstofnum en hin- um hvíta. Hér er greinilega um það að ræða að þetta fólk er fyrst og fremst álitið ómerkilegra en annað vegna erfða, augnlitar, hárlitar eða húðlitar og þannig er alið á fordóm- um. Magnús segir: „En að sá fræj- um þjóðemishyggju er af hinu góða og hvetur fólk til að fá sér maka af eigin þjóðerni.“ Hann gengur jafnvel svo langt að segja að brún- eygðir íslendingar séu jafn merki- legir og aðrir íslendingar og af sama kyni, nema um síðari tíma blöndun sé að ræða! Laugardaginn 8. ágúst sl. mætti svo annar talsmaður Norræns mannkyns í þáttinn „Yfir Esjuna" í Ríkisútvarpinu og fékk þar tæki- færi til að standa fyrir máli sínu og veija bábiljur sínar. Skrif Magnúsar geta vart talist annað en gróf árás á lífshamingju saklauss fólks og bama. Það eitt að skoðanir á borð við þær sem hér hafa verið nefndar skuli þykja það merkilegar að þær eiga sífellt greið- an aðgang að elstu og virtustu fjöl- miðlum landsins og líka hitt að um skipulagða félagsstarfsemi virðist vera að ræða gerir það að verkum að ekki er hægt afgreiða þennan málflutning sem sérvisku sem eng- inn taki mark á og allir hlæi að. Því er líka fráleitt að ætla að einn góðan veðurdag muni þessum skrif- um linna af sjálfsdáðum. Þegar þetta er haft í huga verður ábyrgð þeirra sem ekki hreyfa andmælum því meiri. Ofurmenni? Magnús segir einnig: „Hins vegar væmm við miklu merkilegri ef við væmm af hreinræktuðu norrænu kyni, og gera fáir sér grein fyrir því hve stórglæsileg ofurmenni við væmm þá.“ Hér gengur aftur 19. aldar draumurinn um ofurmennið. Nas- istar og stalínistar tóku svipuðum hjáfræðum opnum örmum og rétt- lættu á gmndvelli þeirra að tiltek- inn flokkur manna var álitinn mega gera svo til hvað sem var. Þeir vom aría? leiðtogamir, „ofurmennin“ sem í krafti yfirburða sinna máttu leika sér að „hjarðmennunum", almenn- ingi. Afieiðingarnar þarf ekki að útmála fyrir neinum. Fyrir sitt leyti gerði Dostojevskíj og 19. öldin upp við þær hættulegu hugmyndir með ritverkinu „Glæpur og refsing". Satt best að segja er ótrúlegt að enn í dag skuli fullorðið fólk halda fram ofurmenniskenningum. En því miður er það staðreynd að um alla álfuna em menn að draga hug- myndir á borð við þessa af rasla- haug sögunnar. Því fylgir ekki bara óvild í garð annarra kynþátta, það er líka álitshnekkir fyrir þau samfé- lög sem láta slíkt afskiptalaust. viiiuyós Magnús segir skoðanir sínar byggjast á rannsóknum margra manna og „stórmerkum" niðurstöð- um þeirra. Einhver gæti því haldið að um vísindalegar kenningar sé að ræða. En svo er ekki. Kenning verður aldrei talin til vísinda utan hún sé laus við mótsagnir sem ganga gegn henni og því nothæf sem lýsing á raunvemleikanum, a.m.k. í bili. Þeir sem neita þessu en vilja samt kalla sig vísindamenn em það alls ekki heldur áróðurs- menn af sama sauðahúsi og nas- istar eða stalínistar. „Vísindi" þeirra era réttnefnd gervivísindi. Þeir leita logandi ljósi að „sönnun- um“ fyrir gervivísindum sínum og finna þær í hveiju horni og skúma- skoti. Þannig styrkjast þeir stöðugt í trúnni og útkoman er herfíleg meinloka. Þetta er alvarlegt mál því margir trúa þeim sem segjast styðjast við vísindi. Það er til dæm- is stöðugt hægt að finna sannfær- andi rök fyrir því að jörðin sé flöt. Vitaskuld hefur fyrir löngu verið sýnt fram á að hin svokölluðu „vís- indi“ um eðlismun kynþátta em ekkert annað en gervivísindi og hugtakamgl. Mismunur þjóða er skilyrtur af umhverfíslegum og Ragnar Bryiyólfsson menningarlegum þáttum og aldrei hefur tekist að sýna fram á mark- tækan mun til dæmis á gáfnastigi ólíkra kynþátta. Tilraunir til að leiða slíkt í ljós hafa verið afhjúpað- ar sem svindl. En jafnvel þótt einhver munur kynni að vera á eðlisþáttum fólks af ólíkum kynstofnum breytir það engu um siðblindu kynþáttastefn- unnar því hún reynir ævinlega að fela í sér hugmynd um að einn kynþáttur sé öðrum æðri. Mótsagnirnar Magnúsi verður tíðrætt um ómenningu fólks af öðmm kynþátt- um og hættu sem stafi af henni. En hvað er kynþáttastefnan og af- leiðingar hennar í ýmsum löndum þar sem „hvíti kynstofninn" ræður ríkjum annað en versta ómenning? Þarf að nefna kynþáttahatur, að- skilnaðarstefnu, grimmilegar of- beldisaðgerðir, kúklúxklan, van- helgun grafreita, brennandi krossa, „þj óðernishreinsanir", gettó og gas- klefa? Þetta er ljótasti bletturinn á menningu hins svokallaða hvíta kynstofns. í Austurríki á nasista- tímabilinu vom bekkir í almenn- ingsgörðum sem á stóð: „Aðeins fyrir aría.“ Vill Magnús og Norrænt 8S 29 mannkyn að það verði ímynd ís- lands? Kjmþáttastefna í hvaða mynd sem hún birtist er óþjóðleg og í andstöðu við menningu okkar, foma og nýja. í núverandi mynd sinni virðist kynþáttastefnan eiga rætur sínar að rekja til franskra - furðufugla og þýskra sérvitringa! Ef eitthvað er „ónorrænt" þá er það einmitt kynþáttastefna. Það hefur alltaf þótt góður siður og aðals- merki meðal íslendinga og nor- rænna manna að sýna höfðinglyndi og hetjulund, alþýðleika, gestrisni og níðast ekki á neinum. í Hávamál- um segir: Elds er þörf, þeim er inn er kominn, og á kné kalinn; matar og voða er manni þörf, þeim er hefir um fjall farið. Réttlæti? Það er ofureinföldun að ætla að fyrmefndar skoðanir megi útskýra með tilvísun til sérþekkingar á hús- dýrakynbótum og góðs árangurs af þeim. Margir taka undir að rétt og gott sé að kynbæta húsdýr. En að slíkt skuli yfirfært á mannfólk afhjúpar aðeins rótgróinn gmnd- vallarmisskilning á mennsku manna, á því að hver maður sem í heiminn er borinn sé einstakur, elskuverður og eigi sama rétt til lífshamingju og aðrir menn, hvort sem hann er karl eða kona, ljós eða dökkur, sterkur eða veikur, vel eða miður greindur. Guð elskar alla jafnt þó svo að okkur mönnum tak- ist það ekki alltaf. Það er ótrúlegt að á íslandi skuli ekki vera til lög eða siðareglur sem banna mönnum að smána opinber- lega minnihlutahópa vegna litar- háttar þeirra eða kynþáttar því að þjóðinni ber tvímælalaust siðferði- leg skylda til að ala öll böm sín upp við mannréttindahugsjónir. Að réttlætinu þarf að vinna því það datt ekki af himnum ofan í gær og það mun heldur ekki gera það í dag. Höfundur cr kennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands, Selfossi. Torfærudeilan Magnús Bergsson dæmdur meistari EFTIR mikla rekistefnu og fundahöld hefur Selfyssingur- inn Magnús Bergsson verið úr- skurðaður íslandsmeistari í flokki sérútbúinna jeppa í tor- færuakstri. Hann var tilkynnt- ur sem slíkur eftir torfærumót 3T og Hreysti í september, en þeirri tilkynningu var breytt nokkrum dögum eftir keppni af Landssambandi íslenskra akstursíþróttafélaga vegna deilumála, sem upp komu vegna keppni nokkrum vikum áður í Grindavík. Þá varð misbrestur á fram- kvæmd á birtingu úrslita eftir keppni, sem breyttu stigagjöf til íslandsmeistara og ekki var farið eftir reglum við innlögn stiganna til LÍA. í nokkrar vikur hefur verið rekistefna um hvemig túlka skuli mistök þessi og birtingu úr- slita almennt eftir mót. Stefán Sigurðsson var sagður meistari eftir að Magnús var sviptur titlin- um eftir 3T torfæmna, en fjórir keppendur vom mjög jafnir að stigum, tveir fyrmefndir ökumenn og Sigþór Halldórsson og Gísli G. Hauksson. „Við settum menn í að skoða þessi mál ofan í kjölinn og niður- staðan er sú að Magnús er meist- ari. Keppnisstjóm í keppni í Grindavík gaf út tvenn úrslit sem bæði vora send inn á borð LÍA, og á verðlaunaafhendingu vom síðan tilkynnt úrslit sem ekki vora í samræmi. Þetta er leiðindamál sem kennir okkur að framvegis verður að fara nákvæmlega eftir reglum við birtingu úrslita og kærafresta og keppendur jafnt sem skipuleggjendur verða að Sigþór Halldórsson frá Egils- stöðum varð jafn Magnúsi að stigum en lendir í öðru sæti samkvæmt túlkun LÍA. Félagi hans frá Egiisstöðum, Stefán Sigurðsson, missir hinsvegar titilinn frá sér að nýju. fylgjast með því,“ sagði Hjalti Hafsteinsson I samtali við Morg- unblaðið, en hann er einn af stjómarmönnum LÍA, sem tók málið fyrir. „Við ætlum að breyta vinnuað- ferðunum þannig að framvegis verður í Islandsemistaramótinu eftirlitsmaður frá LÍA í dómnefnd mótanna, til að fylgja settum regl- um eftir. En á fundinum vegna málsins kom í ljós að miðað við þau' úrslit úr Grindavík sem við teljum að eigi að gilda, þá fellur Stefán úr fyrsta sætinu og Sigþór og Magnús fara upp I efsta sæt- ið, báðir með 47 stig. Magnús fékk fleiri stig samtals úr mótum ársins áður en ein keppni er felld út, 53 á móti 49, eins og allir keppendur gera við samlagningu lokastiga, munar þá fjóram stig- um á þeim félögum. Sigþór vann fleiri sigra, en við teljum að heild- arárangurinn yfír sumarið eigi að gilda, því engar reglur em til fyr- ir torfæmna sem segja um hvem- ig bregðast skuli við ef tveir verða Íafnir að stigum í íslandsmótinu. rallinu ræður hver hlýtur fyrst flest stig og það var látið gilda, sem eina haldbæra reglan til að styðjast við. Þetta verður vafa- laust umdeilanlegt túlkunaratriði um ókomna framtíð, en engu að síður gild niðurstaða. Magnús er meistari í ár,“ sagði Hjalti. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Magnús Bergsson er íslandsmeistari í torfæru. Magnús (t.v.) óg Ragnar Skúlason voru taldir meistarar sinn í hvorum flokki tor- færunnar eftir lokamót ársins í Jósepsdal. Nokkrum dögum síðar var Magnús hinsvegar sviptur titlinum en hefur nú endurheimt hann aftur. Þetta mál hefur vakið miklar og heitar umræður og sögur hafa gengið um að allir fjórmenning- amir hafí fengið fréttir af því að þeir væm meistarar, sinn hvom daginn. „Þetta er hið fáranlegasta mál og íþróttinni til vansa,“ sagði Selfyssingurinn Magnús Bergs- son, sem dæmdur var sigurinn. „Fyrst er ég s’agður meistari, sfð- an ekki nokkram dögum síðar og ég trúði þessu ekki fyrr en ég fæ þetta skriflegt, svo margar ólíkar sögur hafa verið í gangi og fátt um svör hjá LÍA síðustu vikur. Þetta er leiðinlegt gagnvart strák- unum sem börðust um titilinn í jafnri keppni og í raun er ég al- veg orðlaus yfir því hvemig þetta mál þróaðist eftir 3T torfærana, sem allir vissu að var lokaslag- urinn um titilinn og höguðu akstrinum samkvæmt því. Mistök í eldri keppni raglaði síðan alla í ríminu í nokkrar vikur. Eins og Stefán sagði þegar hann tók skyndilega við titlinum eftir fyrstu umferð umræðnanna, þá er lítil gleði að taka við titlinum, en engu að síður finnst mér réttlát niður- staða. Ég hef alla tíð staðið I þeirri trú að mér bæri titilinn miðað við árangur. Ég læt þetta mál ekki hafa áhrif á mig fyrir næsta ár, en keppi kannski I færri mótum á sama keppnistæki. En þetta var súr endir á skemmtilegu tímabili fyrri okkur alla í torfæranni sem endaði á skemmtilegri loka- keppni. Umræðan eftir hana var hinsvegar engum til gleði eisn og málin þróðuðust," sagði Magnús Bergsson. - G.R.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.