Morgunblaðið - 21.10.1992, Side 32

Morgunblaðið - 21.10.1992, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992 * Svava Asdís Jóns- dóttír - Kveðja Fædd 30. mars 1905 Dáin 14. október 1992 Móðursystir mín, Svava Ásdís Jónsdóttir, sem mig langar að minn- ast nokkrum orðum, fæddist á Eski- firði hinn 30. mars árið 1905. For- eldrar hennar voru hjónin Lísabet Þórunn Einarsdóttir og Jón Kr. Jóns- son, klæðskeri. Á Eskifirði ólst Svava upp ásamt systkinum sínum, þeim Önnu Kristínu, Einari Þór og Amóri Erling. Svava varð snemma dugmikil og oft heyrði undirritaður leiksystkini hennar frá æskuárunum á Eskifirði segja frá því hvemig hún hafði í fullu tré við ærslafulla og kappsama strákana í leik og starfí. Á þennan dug, sem hún sýndi þegar á ungum aldri, reyndi þó fyrr en varði því að móðir hennar lést er hún var um fermingu og er næsta víst að slík lífsreynsla gengur nærri öllum er fyrir verða. Líklegt er að þá hafi fyrst komið fram sú alvara og það æðruleysi sem var einn sterk- astur þáttur í fari hennar er á ævina leið. Æskutíð leið hratt og er Svava var 18 ára að aldri réð hún sig í vinnu til Kaupmannahafnar. Er þangað kom fór hún fljótlega að vinna á ríkisspítölunum dönsku. Á þessum ámm kynntist hún Davíð Gíslasyni, ættuðum frá Hamri í Múlasveit í Barðastrandarsýslu, og gengu þau í hjónaband hinn 13. febr- úar 1932. Davíð var ekkjumaður og hafði eignast þijá syni sem nú eru allir látnir. Hann var á þessum árum stýrimaður á millilandaskipum Eim- skipafélagsins og var hinn gjörvu- legasti maður. Eftir tveggja ára búskap í Kaupmannahöfn fluttust þau til Reykjavíkur og bjuggu þá um tíma að Vegamótum á Seltjam- amesi. En árið 1943 festu þau kaup á húseigninni Njarðargötu 35 ásamt foreldrum undirritaðs, Önnu, systur Svövu, og manni hennar, Martin Hansen. Þegar hér var komið sögu höfðu Svava og Davíð eignast fimm dæt- ur. í febrúar árið 1945, á síðustu mánuðum heimsstyijaldarinnar, kemur svo hið gífurlega högg er fréttist að Davíð hafi farist með ms. Dettifossi ásamt flölda manns, en hann var þar fyrsti stýrimaður. Mér er enn í fersku minni sú dauðans angist sem heltók fólk þegar þessi voveiflegi atburður varð. Þegar Svava stóð ein uppi með dætur sínar fímm, á aldrinum þriggja til tólf ára, kom glöggt í ljós hvílíkum sálar- styrk og andlegu jafnvægi hún bjó yfir. Ekkert fékk samt raskað þeirri ákvörðun að dætrunum skuli búið hið besta æskuheimili en Svava bjó með dætrum sínum á efri hæðinni á Njarðargötu og undirritaður með systur og foreldrum á neðri hæðinni. Samband þeirra systra, Svövu og Önnu, var alla tíð einstakt. Segja má að ekkert hafi gerst í stóra bamahópnum sem ekki var leyst jafnóðum í sameiningu. Og þó að við krakkamir hlypum upp og niður stigana eins og íbúðin væri ein, var alltaf skýrt að um tvö heimili væri að ræða því að þannig vildu þær systur hafa það. Þegar ég hugsa nú t Ástkær eiginkona mín, STEFANÍA SIGURGEIRSDÓTTIR frá Granastöðum, EspigerðilO, Reykjavík, lést af slysförum mánudaginn 19. október. Þorgeir Pálsson. t Móðir mín, THEÓDÓRA GUÐLAUGSDÓTTIR, lést í Landspítalanum föstudaginn 16. október. Jarðarförin auglýst síðar. F.h. aðstandenda, Hulda J. Óskarsdóttir. Eiginmaður minn og faðir okkar, BJARNHÉÐINN ELÍASSON, skipstjóri og útgerðarmaður, Skólavegi 7, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum laugardaginn 24. október kl. 14.00. Ingibjörg Á. Johnsen, Árni Johnsen, Margét Áslaug Bjarnhéðinsdóttir, Þröstur B. Johnsen, Elías Bjarnhéðinsson. t Útför eiginkonu minnar, móður, tengda- móður og ömmu, SIGRÍÐAR SIGURGEIRSDÓTTUR, Hraunbæ 130, verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 22. október klukkan 13.30. Kristján Andrésson, Halldóra Kristjánsdóttir, Flosi Jónsson, Andrés Fr. Kristjánsson, Hanna Jóhannesdóttir, Jónas Kristjánsson, Hildur Halldórsdóttir, Elisabet Kristjánsdóttir og barnabörn. Dætur Svövu eru_ þær Lísabet, húsmóðir, gift Birni Óskarssyni vél- stjóra og eiga þau þijá syni. Mar- grét Sjöfn, gift Þorkeli Gíslasyni lög- fræðingi og eiga þau þijú böm. Elín Klara, bankastarfsmaður, gift Sig- urði Eiríkssyni bankamanni og eiga þau þijú böm. Svava Ásdís, banka- starfsmaður, var gift Þór Halldórs- syni viðskiptafræðingi sem lést árið 1970 og eru dætur þeirra tvær. Núverandi sambýlismaður Svövu er Guðmundur Sveinbjamarson klæð- skeri. Guðrún Björg er starfsmaður norska ríkisútvarpsins. Öllum framantöldum og afkom- endum þeirra votta ég samúð mína og einnig bið ég um styrk móður minni til handa sem nú lifir ein systk- ini sín þijú. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengi að vera samferða Svövu Ásdísi um hríð. Jón K. Hansen. til bemskuáranna á Njarðargötunni fer ekki hjá því að fullorðinn maður geri' sér grein fyrir þeim áhyggjum sem Svava hefur haft af velferð dætra sinna. Hvemig hún leysti sín efnislegu vandamál er mér ráðgáta en eitt er víst að viljinn til að standa á eigin fótum var óbifanlegur. Svava var mjög vinnusöm og verklagin og rak heimili sitt þannig að sómi var að. Upp úr 1950 hóf hún störf hjá saumastofu Gefjunar og starfaði hún þar uns hún hætti fyrir aldurs sak- ir. Hér er ekki annað unnt en minn- ast þess hvernig húsið á Njarðargöt- unni var ævinlega fullt af bömum og seinna unglingum eða ungu fólki, öllum var tekið eins og um nákomna ættinga væri að ræða og eftir að dætur Svövu stofnuðu eigin fjöl- skyldur hélst sá siður að heimsækja Svövu vikulega og þannig fylltist húsið af glaðværum bamahlátri um hveija helgi og á stórhátíðum. Ætt- ingjum Davíðs að vestan og vensla- fólki að austan stóð heimilið ætíð opið og var því oft gestkvæmt á Njarðargötunni. Er ellin sótti á og heilsu Svövu tók að hraka dvaldist hún hjá dætr- um sínum um skeið en í byijun árs 1989 fluttist hún á Skjól og hlaut hún þar hinna bestu umönnun hins ágæta starfsfólks. Svava frænka var af þeirri kyn- slóð sem gerði ekki kröfur til ann- arra en sjálfs sín. Mannkostir eins og dugnaður, óeigingimi, æðmleysi og virðing fyrir öðmm vom henni samgrónir. Yfir henni hvíldi ævin- lega einhver heiðríkja og ellin sem tók sinn toll af andlegum og líkam- legum kröftum náði ekki að deyfa þá birtu sem lýsti af henni í návist bamabama og afkomenda þeirra er þau komu í heimsókn á Skjól. Frá því ég man eftir mér var það óijúfanlegur þáttur jólahátíðarinnar að heimsælq'a ömmu á Njarðargöt- unni á aðfangadagskvöld. Þar komu saman flestallir afkomendur ömmu til að halda saman gleðileg jól, sýna sig og sjá aðra. Eftir að þessi siður lagðist af missti jólahátíðin mikið af hátíðleik sínum og áhrifum í huga mér. Alltaf tók amma á móti þessum stóra hópi bama og bamabama af sama dugn- aði og óeigingimi. Lítið bam hugs- aði ávallt til þessara ættarmóta með tilhlökkun enda gekk mikið á. Það var einnig algild venja að smærri einingar ijölskyldunnar komu saman hjá ömmu einu sinni í viku, á sunnudögum. Alltaf fengum við bömin pönnukökur hjá ömmu, auk ástar og hlýju. Einhvem veginn tengist það mjög skýrt í huga mér að á þeirri stundu er þessum fjölskyldufundum tók að fækka, var ég ekki lengur bam. Þess vegna mun amma alltaf vera ofarlega í æskuminningum mínum. Og nú hefur amma loks fengið hvíldina sem hún átti skilda eftir langt og lýjandi ævistarf sem þó virðist svo gjöfult. Það er erfitt að kveðja ömmu og allt það góða sem með henni fer en samt er svo auðvelt að unna henni hvíldarinnar. Nú fer hún á fund eig- inmanns síns eftir næstum hálfrar aldar aðskilnað, nú öðlast sál hennar frið. Hvíli hún í friði. Davíð Logi Sigurðsson. Fyrir 20 áram, þegar ég var tíu ára gömul, var mín helsta skemmtun á sunnudögum að fara á Njarð- argötu 35 og fá pönnukökur hjá ömmu. Öll fjölskyldan safnaðist saman í borðstofunni hjá ömmu og t Faðir okkar, EINAR KJARTAN ÓLAFSSON, Funafold 55, áður Látraströnd 26, Seltjarnarnesi, lést þriðjudaginn 20. október í Landspít- alanum. Útförin verður auglýst síðar. Börn hins látna. ’ Útför föðursystur okkar, KATRÍNAR HREFNU BENEDIKTSSON, fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 22. október kl. 15.00. Einar Benediktsson, Katrín Svala Daly, Valgerður Þóra Benediktsson, Oddur Benediktsson, Ragnheiður Kristín Benediktsson. t Útför HJÖRLEIFS VILHJÁLMSSONAR, fyrrum bónda á Tungufelli í Lundarreykjadal, verður gerð frá Lundarkirkju laugardaginn 24. október kl. 14.00 Fyrir hönd vina og vandamanna, Olga Júlíusdóttir og börn. MMjpý’' '• Ttvf'y það var talað og hlegið. Þessi siður, að fara á Njarðargötuna á sunnu- dögum, hélst þar til amma flutti vegna heilsubrests. Minningin um ömmu mína sitjandi brosandi við borðsendann á hveijum sunnudegi er góð minning. Ég vil trúa því að amma mín hafi átt góða ævi og að hvíldin sé henni kærkomin. Hvíli amma mín í friði. Og þegar þú hefur náð ævitindingm þá fyrst munt þú hefja íjallgönguna og þegar jörðin krefst líkama þíns muntu dansa í fyrsta sinn. (Kahlil Gibran) Rannveig. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. Hún amma á Njarðó er dáin. Þrátt fyrir að heilsu hennar hafí farið hrakandi undanfarin ár kemur dauðinn alltaf á óvart. í okkar huga var amma höfuð fjölskyldunnar. Hún var bæði ósérhlífín og örlát en bar ekki tilfinningar sínar á torg. Amma missti afa okkar árið 1945 þegar Dettifoss fórst og sá upp frá því, ein síns liðs, um að ala önn fyr- ir fímm ungum dætram. Dugnaður hennar og styrkur var í okkar augum aðdáunarverður enda var hún úti- vinnandi fram á áttræðisaldur. Á Njarðargötu 35 hefur alla tíð verið opið hús fyrir vini og vanda- menn og kom þar enginn inn nema þiggja góðgerðir. Á neðri hæð húss- ins bjuggu Anna systir hennar og Martin maður hennar, sem nú er látinn. Á efri hæðinni bjó hún amma. Mikill samgangur var á milli íbúa hússins alla tíð og oft mikið fjör þegar bamaböm beggja komu í heimsókn. Anna hefur nú misst syst- ur og góða vinkonu. Guð veiti henni styrk í sorg sinni. Minningar okkar um ömmu á þessari stundu tengjast flestar á einn eða annan hátt tíðum heimsóknum okkar til hennar. Á hverju aðfanga- dagskvöldi hittist fjölskyldan hjá ömmu. Þar vora vissar hefðir hafðar í heiðri en vegna virðingar okkar fyrir ömmu vora þær aldrei brotnar þrátt fyrir að biðin eftir pökkunum virtist oft löng. í okkar huga var þó hápunktur jólahaldsins þegar amma opnaði pakkana frá okkur. Þá biðu 11 bamaböm í ofvæni eftir að sjá svipinn á henni þegar hún opnaði pakkana. f bernsku okkar hittist fjölskyldan auk þess á hverjum sunnudegi hjá ömmu. Hún vaknaði ætíð snemma á sunnudagsmorgnum til þess að undirbúa fjölskylduboð og vora pönnukökumar hennar frægar. Þessar heimsóknir okkar styrktu fjölskylduböndin og búum við bama- börnin að því í dag. Söknuður okkar er mikill en við vitum að á móti henni tóku þeir sem fóra á undan og styrkir sú vitneskja okkur í sorginni. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Briem) Svava Krístín, Guðrún, Svava Ásdís, Inga Jóna, Kristín Ragnhildur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.