Morgunblaðið - 21.10.1992, Síða 33

Morgunblaðið - 21.10.1992, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992 33 Hjónaminning Svavar Sigfinns- son og Sigurbjörg Magnúsdóttír Að heilsast og kveðjast er lífsins saga. Hinn 29. nóvember 1906 heilsaði Svavar Sigfinnsson fyrsta jarðvistardegi sínum austur á Seyð- isfirði, þar sem hann fæddist í þá stóru Bræðraborgarætt,. sem þar var, og tæpum 86 árum síðar, eða hinn 29. september 1992, kvaddi hann jarðvist sína hér á Borgarspít- alanum í Reykjavík. Mestan hluta starfsævi sinnar var hann búsettur í Ytri-Njarðvík, fyrst sem múrara- meistari, svo leigubílstjóri, síðan bílstjóri hjá Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur. Svavar var traustur starfsmaður við öll þau störf sem hann vann, til dæmis fékk hann viðurkenningarskjal frá Keflavík- urbæ fyrir slysalausan akstur öll þau 17 ár er hann ók hjá þeim. Ég kynntist Svavari fyrst er ég ' varð tengdasonur hans og síðar veiðifélagi, en Svavar var mjög kappsamur laxveiðimaður hin síðari ár og fórum við oft nokkrar veiði- ferðir á sumri, þá voru alltaf rædd hin ótrúlegustu mál að kvöldi. Þó að Svavar væri í eðli sínu stjórnsamur maður fór hann alltaf eftir ráðleggingum frá mér í sam- bandi við okkar veiðiferðir, þar var fullt samkomulag okkar á milli. Svavar var dulur á sinn innri mann, en í kvöldrabbi veiðiferðanna bar margt á góma og eitt sinn sagði Svavar: „Eg held að þú sért sá eini sem þekkir mig eins og ég raun- verulega er,“ og geymist það í minningunni. Svavar var oftast léttur í lund, hress í tali og stutt í grín og glens. Um áttrætt fór hann að læra sund og var hann fljótur að ná tökum á því, stytti það honum stundir að fara í Laugardalssundlaugina og rabba við þá sem hann kynntist þar, ekki var það síður ánægjulegt að geta komið við hjá Erlu dóttur sinni og Jóni á Bugðulæk 8 því þar fann hann sig heima, enda allt fyr- ir hann gert, sem honum hentaði í hvert sinn. Oft sagði Svavar mér frá upp- vaxtarárum sínum og erfiðleikatím- um síðar á ævinni, sem hann slapp ekki við frekar en margur annar. En alltaf þegar sagt var frá erfið- leikum, þá kom að Sigurbjörg gerði þetta eða ráðlagði hitt, sem- sagt Svavar stóð aldrei einn í þeim vanda og erfiðleikum sem upp komu hveiju sinni á lífsleiðinni meðan hennar naut við og eftir andlát Sig- urbjargar 2. ágúst 1985 fannst honum lífið tilgangslítið og erfitt, því er ég viss um að Svavar var feginn að fá að kveðja, ekki síst þar sem heilsan var svo léleg að hann var að mestu leyti á spítala síðasta ár. Óska ég honum góðrar heimkomu til æðri staða og meira að starfa Guðs um geim. Eiginkona Svavars, tengdamóðir mín, var Sigurbjörg Magnúsdóttir frá Hnjóti í Örlygshöfn, fædd 5. apríl 1907, dáin 2. ágúst 1985. Hún var Svavari traust eiginkona, hag- sýn og umhyggjusöm húsmóðir, sem hlúði að öllum er minna máttu sín í lífinu, til dæmis sparaði hún við sig til að veita öðrum. Þetta vissi Svavar og líkaði vel, þó að hann segði ekkert þar um. Bjuggu þau hjón lengst af í Ytri-Njarðvík, þar áttu þau fallegt heimili sem var stolt þeirra, sem fylgdi þeim einnig er þau fluttu til Reykjavíkur 1980 í litla íbúð til Magnúsar sonar síns í Máshólum 10. Gestrisni og heimil- ishlýja fylgdu þeim alla tíð, þeirra stoð og styrkur var að Vilborg, tengdadóttirin, veitti þeim um- hyggju og hjálp við húshaldið í Máshólum þegar veikindi Sigur- bjargar urðu erfiðari. Ennfremur leit hún til með Svavari öll hans einmana ár og kunnu þau henni þakkir og virðingu fyrir. Vil ég minnast þeirra með kæru þakklæti, fyrir hlýhug í minn garð. Blessuð sé minning þeirra hjóna. Hermann Þorsteinsson. Kveðjuorð Jónas Þórólfsson Sólrún Anna Jóns- dóttír — Minning Fædd 22. ágúst 1915 Dáin 11. október 1992 í gær kvöddum við elsku ömmu okkar í hinsta sinn. Fór útförin fram frá Dómkirkjunni, sem er mjög við- eigandi fyrir ömmu okkar þar sem miðbærinn var henni alltaf mjög hjartfólginn. Amma fékk hægt andlát eftir stutta sjúkrahúslegu. Kom andlátið frekar óvænt, því tveimur dögum áður var hún orðin svo hress að jafnvel mátti búast við henni aftur fljótlega, en skyndilega hrakaði henni og kvaddi hún þennan heim að morgni 11. október sl. Þegar við hugsum um ömmu okkar kemur fyrst upp í hugann hvað hún mundi alla afmælidsga vel. Enginn afmælisdagur í fyöl- skyldunni allri leið án þess að amma hringdi eða kæmi til þess að óska til hamingju. Ekki er heldur hægt að minnast ömmu án þess að nefna hve hún var mikill aðdáandi ensku knatt- spyrnunnar. Alltaf var gott að droppa við hjá henni og afa í Breiða- gerði og fá sér kaffibolla. En við komum helst ekki á þeim tíma er enska knattspyman var í sjónvarp- inu. Sérstaklega ekki ef sýnt var frá Manchester United sem var hennar lið. Alltaf gat amma talað um alla hluti af miklu raunsæi og var alltaf vel meðvituð um hvað var að ger- ast í þjóðlífinu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem). Elsku afi megi Guð gefa þér styrk í þessari miklu sorg er þú kveður þmn lífsförunaut. Einnig viljum við votta þér, pabbi, systkin- um þínum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Davíð, Kristján, Sóla og Asta. Jónas Þórólfsson, Lynghaga, Miklaholtshreppi, var fæddur 15. október 1925. Hann andaðist 2. október 1992 og var jarðsunginn frá Fáskrúðarbakkakirkju 10. október. Gamall skipsfélagi er genginn á vit feðra sinna og var jarðsunginn síðastliðinn laugardag, 10. þ.m. í sambandi við bók sem verið er að semja og er væntanleg á markað eftir tæpt ár, stóð undirritaður í bréfaviðskiptum við Jónas sem hafði lagt til meðal annars ljósmyndir, ómetanleg gögn í slíku tilfelli. Lítið brot úr fyrsta kafla handrits- ins, þar sem hinn látni kemur við sögu, langar mig að birta í minningu Jónasar. Og með þessum fáu línum vil ég votta ekkju, börnum og barna- börnum hans samúð mína og minn- ingu vinar virðingu. Þannig hefst þetta kaflabrot. — Þegar hann var hjálparkokkur hjá Alla kom það oft fyrir að hann var sendur fram í neðri lúkar, sem var notaður fyrir búr, aðallega und: ir þurrmat, kex, sykur, hveiti o.fl. í þetta sinn átti hann að sækja í stærð- t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRARINN LOFTSSON, Nýbýlavegi 102, Kópavogi, áðurtil heimilis á Hólabraut 19, Akureyri, verður jarðsunginn fimmtudaginn 22. október kl. 10.30 frá Foss- vogskapellu. Valný Eyjólfsdóttir, Ragna Þórarinsdóttir, Þorgrímur Magnússon, Steinþór Þórarinsson, Laufey Jóhannsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, er sýndu mér hlýhug og vinsemd við andlát og útför eiginmanns míns, EINARS H. EINARSSONAR frá Skammadalshóli. * Guð blessi ykkur öll. Steinunn Stefánsdóttir. t Hugheilar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, stjúpföður, tengdaföður, afa og bróður, KRISTJÁNS GUÐMUNDSSONAR, Vallargerði 4B, Akureyri. Ásta Valhjálmsdóttir, Sesselja Stefánsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Ólafur Stefánsson, Oddný Stefánsdóttir, barnabörn, Jóhann Guðmundsson, Aðalgeir Guðmundsson. ar vaskafat beinakex og kringlur. Framhjá opnum dyrunum að vélar- rúminu lá leiðin og í kýrauganu á kyndiklefanum blesir við honum sveittir og sótugur haus kyndarans með glottandi ásjónu. Hann hafði nokkrum sinnum átt í eijum við kauða svo hann gekk greiðum skref- um framhjá ögrandi smettinu. í bakaleið þá hann nálgast vélarrúm- ið, veitir hann því athygli að kýraug- að er hauslaust og uggir ekki að sér, skörungur með meters löngu skafti er brugðið leiftursnöggt út um augað og lýstur vasafatið sem hann bar, með þeim afleiðingum að það fellur með dynk og innihaldið skoppar um rakt dekkið. Án þess að hirða um það sem niður fór, snar- ast hann inn á ristina yfir vélinni og hjólar í kyndarann sem ekki átti á slíku von. Hefy'ast nú miklar svift- ingar þama hátt yfir vélinni, sem er í gangi. Reiðin sauð og vall í bijósti hans og gaf honum aukið afl og fyrr en varði er hann kominn með kyndarann illan viðureignar út á dekkið þar sem þeir stappa og velt- ast um í kaffimeðlætinu. Skipið var á fullri ferð, mannskapurinn í bátun- um að glíma við síldarkast, kallinn í efribrúnni með sjónauka, skimandi eftir haffletinum og dekkmaðurinn Jónas, að sinna sínum störfum uppi á hvalbak, bograndi bakvið vinduna. Nú fór að segja til sín aldurs og stærðarmunur. 1 ofsabræði hafði kyndaranum aukist máttur og tókst að koma honum upp á lunninguna, yfir hana, út fyrir borðstokkinn og þar hélt hann sér af öllum kröftum, lafhræddur með freyðandi sjóinn fyrir neðan sig og kyndarann bijál- aðan yfir sér, beijandi á handarbök hans. Hér var barist upp á líf og dauða. Jónasi á hvalbaknum er augnablik litið upp frá vinnpnni og sér hvað fram fer. í löngu stökki framaf bakkanum niður á blautt hált dekk- ið, flýgur Jónas líkt og Skarphéðinn forðum og rennir sér fótskriði á kyndarann sem við það fellur hljóð- andi á þilfarið og kippir honum inn- fyrir borðstokkinn. Aumur og sneyptur skjögraði kyndarinn inn í vélarrúmið og hafði hljótt um sig upp frá því. Með fögrum orðum þakkaði hann Jónasi lífgjöfína og stoltur var hann lengi á eftir af að eiga annað eins hreystimenni og Jónas fyrir vin. Hassi. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÓLAFAR RAGNARSDÓTTUR, írabakka 10. Ragnar Guðlaugsson, Erna Martinsdóttir, Gfsli Björgvinsson, Rósa Martinsdóttir, Ásgeir Hailgrímsson, Karl Martin Ásgeirsson. t Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför ástvinar míns, HELGALÁRUSSONAR frá Kirkjubæjarklaustri. Guð blessi ykkur öll. Valgerður Jónsdóttir. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls ÞORSTEINS EINARSSONAR, Skiphóli, Garði, og ÁSMUNDAR STEINS BJÖRNSSONAR, Sunnuhvoli, Garði, sem fórust með mb. Sveini Guðmundssyni GK-315 þann 10. september sl. Þá viljum við þakka þeim fjölmörgu, sem tóku þátt í leit á sjó og landi og öllum sem aðstoðuðu okkur á einn eða annan hátt. Guð blessi ykkur öll. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.