Morgunblaðið - 21.10.1992, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 21.10.1992, Qupperneq 41
MÓRGUNBIAblÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÓKTÓ8KR 1992 41 HFJI.RÆf)I / ÓHRÆSIÐ Frá Sigríði Eymundsdóttur: Því nafni nefnir sr. Ragnar Pjalar Lárusson grein í Morgunblaðinu 23.9. 1992. Þessi grein er andsvar hans við grein og litmyndum af hreindýradrápi á Austurlandi, er sama blað birti sunnudaginn 20.9. Ekkert var til sparað og birtar lit- myndir frá öllum sjónarhomum. Þessi myndafjöldi hefur trúlega átt að fullkomna hetjuskap þeirra manna, er lögðu þessi fallegu dýr að velli; þvílíkur viðbjóður. Það varð auðvitað að hafa viðtal við þvílíkt hraustmenni. Það vill svo til, að hetjuskapurinn fór í andhverfu sína hjá mér. Trúlega hefur mér orðið svipað innanbrjósts og ofannefndum greinarhöfundi. Ég býst þó ekki við að mitt sjónarmið gildi í þessu efni; að leyfa þessu fallega dýri að lifa í friði. Og, er þessu hreindýraveiðitíma- bili lýkur, taka byssuglaðir borg- arbúar og fleiri sportveiðimenn til við að hlaða byssur sínar og æða upp til fjalla hver sem betur getur til að elta rjúpuna og síðan em birt- ar myndir af þeim hetjuskap þ.e.a.s. ef hetjan týnist ekki á fjöllum. Það var sýndi mynd af vængbrot- inni ijúgu í Morgunblaðinu í fýrra- vetur. Á þessa (júpu hafði verið skotið heima við bæ í Borgarfirði. Það skiptir trúlega ekki máli fyrir þessa byssuglöðu náunga, hvort þeir þekkja hænsn frá rjúpu. Nei, aðalatriðið er að skjóta á allt sem flýgur. Ég segi því aftur: Þvílíkar hetjur. En í guðanna bænum, eigið þið litmyndimar og hetjuverkin sjálfir. SIGRÍÐUR EYMUNDSDÓTTIR, Njörvasundi 19, Reykjavík. Pennavinir Sautján ára norsk stúlka með áhuga á skíðum, tónlist o.fl.: Kristina Kjelland, Karupvg. 76, 2000 Lillestrem, Norge. Fimmtán ára japönsk stúlka með áhuga á kvikmyndum: Mizue Satoh, 2-1-1 Shiragane, Kokurakita-ku, Kitakyushu-shi, Fukuoka, 802 Japan. Sextán ára norsk stúlka með áhuga á tónlist, bréfaskriftum o.fl.: Elisabeth M. Dalen, Haakon 7 Gt 5, N-8003 Bodo, Norway. Frá Ghana skrifar 26 ára stúlka með áhuga á kvikmyndum, ferða- lögum o.fl.: Evelyn Asamoah, P.O. Box 1120, Castle Road, Cape Coast, Ghana. LEIÐRÉTTING Spá Þjóðhags- stofnunar í spá um samdrátt í innlendri markaðshlutdeild í smíði fískiskipa á þessu ári sem greint var frá í frétt í Morgunblaðinu í gær var mishermt að spáin væri unnin af Alþýðusambandi Islands. Hið rétta er að spáin var unnin af Þjóðhags- stofnun og Landssambandi iðnað- aramanna og leiðréttist það hér með. Skúli Jónsson, framkvæmda- stjóri Stálsmiðjunnar, vildi koma því á framfæri að skipasmíðaiðnað- . urinn greiddi virðisaukaskatt af öll- um sínum aðföngum en hins vegar innheimti greinin ekki virðisauka- skatt af útgerðinni. Þá hefðu launa- greiðslur vegna viðgerðar Búrfells- ins verið of lágt metnar. Þær væru um 6 milljónir kr., en ekki 4,5 millj- ónir kr. eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær. VELVAKANDI KÖTTUR Brandur, eins árs grábrön- dóttur högni, hvarf af heimili sínum á Miklubraut 38 aðfara- nótt fimmtudags. Hann er grannvaxinn með endurskinsól um hálsinn, þar sem í hangir lítil tunna og bjalla. Vinsamleg- ast hringið í síma 24456 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. FERÐAKOSTN- AÐUR BISKUPS Haraldur Þór Jónsson, Hábergi 7: Ég vil koma þeirri fyrirspurn á framfæri við Hjálparstofnun kirkjunnar hvort stofnunin hafi greitt ferðakostnað biskups til Indlands og hversu mikill kostnaðurinn hafí verið. EVERTON-HJÓL Edda Ragnarsdóttir: Einhver hjólaði burt á þriggja gíra svarta Everton- hjólinu mínu með vírkörfunni á stýrinu, en það stóð fyrir utan húsið Stóragerði 36. Nú bráð- vantar mig hjólið mitt aftur, svo vinsamlegast láttu það á sama stað eða hringdu í síma 688788. LYKLAKIPPA Lyklakippa merkt „Jóna“ fannst fyrir skömmu. Upplýs- ingar í síma 75203. HÁLSKLÚTUR Rósóttur satínhálsklútur tapaðist að kvöldi 16. október við Hringbraut í Hafnarfírði á móts við biðskýlið neðan Hringvals. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hrineja í síma 50006. EYRNALOKKUR Silfureyrnalokkur sem tap- aðist á Kór- og organistamóti í ágúst í Skálholti og árangurs- laust var leitað að á sínum tíma, hefur fundist. Eigandi getur hringt í starfsstúlkurnar í Skál- holtsskóla í síma 98-68871. SKÓR Skór voru teknir í misgripum í skóvinnustofunni Brýnt og bætt í Kringlunni. Skómir eru svartir og háhælaðir nr. 36 en skildir voru eftir eins skór nr. 38. Viðkomandi er vinsamleg- ast beðinn að skila þeim á skó- vinnustofuna og taka sína. LYKLAR Lyklakippa með merki Kópa- vogs og tveimur lyklum fannst við Menntaskólann í Kópavogi. Upplýsingar í síma 43956. SJAL Brúnleitt ullarsjal frá Bogner tapaðist á leiðinni Bergstaða- stræti, Skólavörðustígur, Aust- urstræti á mánudag. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 620051. ÓÞARFAR VEITINGAR Hallfríður Georgsdóttir: Vegna fréttar Morgunblaðs- ins 16. október um að Ólína Þorvarðardóttir hafi gengið út af fundi borgarstjórnar vil ég segja eftirfarandi: Ég tek undir álit Ólínu um veitingar tóbaks og áfengis í boðum borgarinn- ar. Er þetta með öllu óhæft á sama tíma og reynt er að sporna við diykkju og reyking- um. Hvimleitt er að sjá myndir af fundum, boðum o.fl. þar sem hver maður heldur á glasi og ekki er erfítt að ímynda sér innihaldið. Ég skora á fólk að láta til sín heyra um þetta mál. Landssamtök atvinnulausra Stofnfundur Stofnfundur Landssamtaka atvinnulausra verður haldinn miðvikudaginn 21. október kl. 18.00 í Borgartúni 6 í Reykjavík. Dagskrá: 1. Baráttusöngur atvinnulausra 2. Stofnfundarræða 3. Lög samtakanna 4. Stjórnarkjör og kjör endurskoðenda 5. Kjör landsfulltrúa 6. Umræður um verkefni samtakanna framundan Stofnfélögum og öllu atvinnulausu fólki er boðið að koma til fundarins. Sýnum samstöðu á erfiðum tímum. Undirbúningsnefnd. • Stór, flatur skjár • Nicam stereo • BlackMatrixmyndlamp • íslenskt textavarp TAKMARKAÐ MAGN! Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SlMI 691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 Besti jólapakkinn í ár tilboðið gildir til 15. nóvember Nú eru allar myndimar sem fylgja myndatökunni stækkaöar 113x18 cm, 2 stækkanir 20 x25 cm og 1 stækkun 30 x 40 cm í ramma, allt þetta er innifaliÖ í einni myndatöku. Myndatökur frá kr. 11.000,oo Ljósmyndastofumar 3ódýrastir: Mynd sími 6-542-07 Bama og fjölskyldu Ljósmyndir sími 677-644 Ljósmyndstofa Kópavogs sími -4-30-20

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.