Morgunblaðið - 21.10.1992, Page 42

Morgunblaðið - 21.10.1992, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1992 FOLK ■ MARSEILLE leikur gegn Din- amo Búkarest í Rúmeníu og sætt- ir Bemard Tapie, eigandi félags- ins, sig við ekkert annað en að MarseiIIe komist í 8-liða úrslit Evrópukeppni meistaraliða. ■ EFTIR að Marseille tapaði sín- um öðrum deildarleik í röð í Frakk- landi um sl. helgi - i fyrsta skipti í meira en fjögur ár sem það ger- ist, voru leikmenn félagsins læstir inn í búningsklefa í níutíu mín. eft- ir leikinn. Þjálfarinn, Fernandez, ilélt þá tölu yfir leikmönnunum. ■ MANUEL Amaros, bakvörður og fyrirliði franska landsliðsins, hefur misst sæti sitt hjá Marseille, þar sem hann hefur ekki leikið vel að undanfömu. ■ RICHARD Gough, fyrirliði Glasgow Rangers og skoska landsliðsins, fær það hlutverk að glíma við Frakkann Eric Cantona hjá Leeds á Ibrox Park. Síðast þegar þeir mættust var það í lands- leik Frakklands og Skotlands 1989, en unnu Frakkar 3:0. ■ LEEDS teflir fram tveimur Skotum - Gordon Strachan og fyrirliðanum Gary McAllister, en Glasgow Rangers tveimur Eng- landingum, Trevor Steven og Mark Hateley. ■ UPPSELT er á leikinn á Ibrox Park, 40. þús. áhorfendur. Stuðn- ingsmenn Leeds fengu enga miða á leikinn, en þeir geta keypt miða sem kostar 2.100 ISK á 105 þús. krónur á svörtu. ■ RUUD Gullit mun ekki leika með AC Milan gegn tékkneska félaginu Slovan Bratislava og þá hefur markvörðurinn Sebastiano JRossi einnig verið settur út úr byij- ifnarliðinu. Króatinn Zvonimir Boban og Francesco Antonioli, markvörður ítalska 21 árs lands- liðsins, taka stöður þeirra. ■ EMILIO Butragueno, fyrirliði Real Madrid, mun leika með liðinu á ný eftir þriggja vikna fjarveru vegna meiðsla, þegar Real mætir Torpedo Moskvu. ■ CIRO Ferrara, fyrirliði Napolí, og Svíinn Jónas Thern leika ekki með félaginu gegn París St. Germain, þar sem þeir eru meiddir. George Weah, miðheiji Parisarliðsins leikur með því á ný eftir veikindi. KARFA Aðalsmót í Stykkishólmi Körfuknattleikssambandið og Landssamtökin íþróttir fyrir alla gangast fyrir Aðalsmóti í körfu- knattleik í Stykkishólmi um helg- ina. Keppa átti í Drottningadeild stúlkna á öllum aldri, nema þær sem leika í 1. deild kvenna. Óvíst er að næg þátttaka fáist í þessum flokki. í karlaflokki verður keppt í Lávarð- árdeild fyrir 30 ára og eldri og I Kóngadeild fyrir 40 ára og eldri. Þeir sem leika í tveimur efstu deildum íslandsmótsins mega ekki j vera með í þessu móti. Þátttöku- gjald er 12.000 fyrir lið en 2.000 1 fyrir einstaklinga. Ef áhugasamir einstaklingar geta ekki fengið fé- lagana til að mynda lið þá er bara að hafa samband við skrifstofu KKI og athuga hvort ekki vanti í ein- hver lið. Skráningu lýkur í dag í síma <185949 og 38910. í kvöld 1. deild kvenna: Kaplakriki: FH-Fram ...20 Selfoss: Selfoss - Fylkir ...20 Seltj’nes: Grótta - Víkingur.. ...20 Strandgata: Haukar - Stjaman20 KNATTSPYRNA / HM I BANDARIKJUNUM 1994 Pontiac Sllverdome-íþróttahöliinl, þar sem fyrsti leikurinn innanhúss í sögu HM verður leikinn. Þjóðveijar hefja vömina í Chicago HEIMSMEISTARARNIR frá Þýskalandi hefja vörn sína í á heimsmeistaratitlinum í Bandaríkjunum - á Soldier Field íChicago 17. júlí 1994, en þar fer opnunarhátíðin fram. Þjóðverjar leika í C-riðli, en leikir riðilsins fara fram í Chicago og Dallas. Eins og áður taka 24 þjóðir þátt í heimsmeistarakeppninni og verður dregið í riðla í keppninni í Las Vegas í desember 1993. í gær var ákveðið hvar riðlarnir sex í heimsmeistarakeppninni í knatt- spymu í Bandaríkjunum verða leiknir, en HM hefst 17. júní og úrslitaleikurinn fer fram Rose Bowl í Pasadena fyrir utan Los Angeles mánuði síðar, 17. júlí. Bandaríkja- menn leika í A-riðli, en leikir riðils- ins fara fram í Detroit og Los Ang- eles. Bandaríkjamenn leika sinn fyrsta leik 18. júlí og fer leikurinn fram í Pontiac Silverdome-íþrótta- höllinni, sem er fyrir utan Detroit og verður það fyrsti leikurinn sem verður leikinn innanhúss í HM frá upphafi. Riðlamir sex verða leiknir í þess- um borgum og nágreni þeirra: A-REÐILL: Detroit og Los Angeles. B-RIÐILL: San Francisco og Los Angeles. C-RIÐILL: Chicago og Dallas. D-RIÐILL: Boston og Dallas. E-RIÐILL: New York og Washing- ton DC. HANDKNATTLEIKUR ísland í fyrsta styrkleikaflokki - þegar dregið verður í íyrstu Evrópukeppni landsliða í Vín 27. október ÍSLENSKA karlalandsliðið i' handknattleik er í fyrsta styrk- leikaflokki þegar dregið verð- ur í fyrstu Evrópukeppni landsliða í Vín í næstu viku, 27. október. íslenska kvenna- landsliðið er f þriðja styrk- leikaflokki. Alls taka 34 þjóðir þátt í Evr- ópukeppninni í karlaflokki, en úrslitakeppnin fer fram í Portúgal vorið 1994, en þar leika tólf þjóðir til úrslita. Keppt verður í sjö riðlum í undankeppninni og verða fimm þjóðir í hveijum riðli. Þjóðirnar leik heima og heiman í keppninni. Sigurvegaramir í riðlunum komast til Portúgal, en þjóðirnar sem verða í öðru sæti leika síðan um fjögur sæti. Portúgalir leika að sjálfsögðu sem gestgjafar í lokakeppninni. Landsliðinum var raðað þannig niður í styrkleikaflokka: 1. FLOKKUR: Rússland, Svíþjóð, Frakkland, fsland, Spánn, Rúmenía og Ungveijaland. 2. FLOKKUR: Tékkóslóvakía, Þýskaland, Noregur, Austurríki, Sviss, Danmörk og Finnland. 3. FLOKKUR: Belgía, Hvíta Rúss- land, Búlgaría, Króatía, Kýpur, Eist- land, Færeyjar, Georgía, Grikkland, Holland, ísrael, Ítalía, Lettland, Lithá- en, Luxemborg, Moldavfa, Pólland, Sló- venía, Tyrkland og Úkraína. 26 þjóðir taka þátt í kvenna- keppninni. FH-ingar leika báða leikina heima FH-ingar hafa náð samkomu- lagi við Ystad í Svíþjóð um að leika báða leikina í annarri umferð Evrópukeppni meistara- Iiða hér heima. Ifyrri leikurinn verður laugardaginn 7. október og sá síðari sunnudaginn 8. októ- ber. Báðir leikimir hefjast kl. 17. „Það er mjög gott fyrir okkur að fá báða leikina hér heima. Við vitum að sænsk félagslið eru mjög sterk og því veitir öruggiega ekki af að vera á heimavelli,“ sagði Kristján Arason þjálfari og leik- maður FH við Morgunblaðið í gær. „Við ætlum að sjálfsögðu að teyna okkar besta og vonum að það dugi til að komast í þriðju umferð. Við verðum að treysta á að stuðningsmenn okkar Qölmenni og fylli húsið, því það veitir ekki af gegn Svíum," sagði Kristján. Sterkustu menn Ystad eru sænski landsliðsmaðurinn Per Carlen, sem er einn besti iínumað- ur í heimi, og skyttan Toni Hedin. Kristján sagðist ekki enn hafa séð til liðsins en hann væri að vinna í því að fá spólu með því. F-RIÐILL: Orland og New York. Riðlakeppnin verður á tímabilinu 17.-30. júní. Leikimir í 16-liða úrslitum verða leiknir í þessum borgum: Chicago og Washington (2. júlí), Los Angeles og Dallas (3. júlí), San Francisco og Orlando (4. júlí), Bos- ton og New York (5. júlí). Leikir í 8-liða úrslitum fara fram: Boston og Dallas (9. júlí), San Francisco og New York (10. júlí). Undanúrslit fara fram 13. júlí og verður leikið í Los Angeles og New York. Leikurinn um þriðja sætið fer fram í Los Angeles 16. júlí og úr- slitaleikurinn í sömu borg daginn eftir, 17. júlí. Þess má geta að leiktímar á leikj- unum verða kl. 12:30, 16 og 19:30 að bandarískum tíma, eða kl. 16:30, 20 og 23:30 að íslenskum tíma. Þeir 24 leikir af 52 leikjum sem verða leiknir um helgar fara fram á kvöldtímanum. Úrslitaleikurinn fer fram kl. 15:30, eða kl. 19:30 á íslenskum tíma. KNATTSPYRNA FIFA leyfir bráða- birgðapalla SVISSNESKU meistararnir í Sion hafa sett upp bráða- birgðapalla til að koma fleiri áhorfendum á Evrópuleik sinn við Portó í kvöld. Pallar sem þessir voru notaðir á Korsíku í maí á bikarleik Bastia og Marseille. Þá hrundu pallarnir og 15 létust og 1.650 slös- uðust. „Ég legg á það áherslu að það er ekki búið að aflétta banninu við bráðabirgðapöllum. Það bann stendur enn,“ sagði Guido Tognoni talsmaður FIFA í gær. „Þetta er undantekning frá regl- unni og við veittum leyfið eftir að yfirvöld á staðnum höfðu tryggt að undirstöðurnar væru tryggar og staðist prófanir. Yfírvöld í Sion verða að taka á sig alla ábyrgð ef óhapp verður," sagði Tognoni og bætti því við að undanþága hefði einnig verið gefin fyrir svip- uðum pöllum í Danmörku og Sin- gapore.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.