Morgunblaðið - 21.10.1992, Page 44

Morgunblaðið - 21.10.1992, Page 44
•trgmiMaftib fSÍ, IÞROTTIR FVRIR RLLR ohtfiber. SÍMI 691100, Sl IIÐ, AÐ, 'ÍMBRÉF ',F 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 21. OKTOBER 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Eimskip hækkar flutningsgjöld um 6% og Samskip siglir í kjölfarið Hækkunin kemur strax fram í hærra vöruverði - segir í mótmælum frá samtökum verslunarinnar ÍSLENSK verslun og samtök kaupmanna og stórkaupmanna hafa sent frá sér harðorð mótmæli gegn þeirri ákvörðun Eimskips að hækka flutningsgjöld á stykkjavöru um 6% að meðaltali 1. nóvem- ber. Eimskip gefur þær ástæður fyrir hækkuninni að afkoma fyrir- tækisins hafi versnað vegna minnkandi flutninga og óraunhæfrar verðsamkeppni. Flutningstaxtar Samskips eru í endurskoðun og er búist við hliðstæðri hækkun. Framkvæmdasijóri Félags íslenskra stórkaupmanna telur að hækkunin leiði til 3% hækkunar á vöruverði. Eimskip ségir að vegna samdrátt- ar í efnahagslífi landsins hafi flutn- ingar til og frá landinu minnkað um 10% og á sama tíma hafi óraunhæf verðsamkeppni á flutningamarkaðn- 'um rýrt tekjur fyrirtækisins enn frekar. Hörður Sigurgestsson for- stjóri segir að nú stefni í að flutn- ingstekjur Eimskips í ár verði 700 milljónum króna lægri en á síðasta ári. 6% hækkun flutningsgjalda nú auki tekjurnar aftur um 250-300 milljónir króna á ári. Hann segir að hækkunin muni ekki duga til að koma rekstri Eimskips í jafnvægi og væri unnið að breytingum á rekstri og hagræðingu til að mæta minnkandi flutningum. íslensk verslun, Bílgreinasam- bandið, Félag íslenskra stórkaup- manna og Kaupmannasamtök Is- lands mótmæltu í gær hækkun flutn- ingsgjalda Eimskips. „Hækkun þessi mun strax valda hækkun vöruverðs og kemur á sama tíma og allir í þjóðfélaginu hafa lagt mikið af mörkum til að lækka vöruverð hér á landi,“ segir í tilkynningu félag- anna. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði þegar álits hans var leitað að bagalegt væri að sjá svona miklar breytingar á verði þegar verðbólgan væri nánast úr sögunni. Ari Skúlason hagfræðingur Al- þýðusambands íslands sagði í gær að honum þætti einkennilegt að Eim- skip gæti einhliða hækkað flutnings- gjöldin þó að það væri að harðna á dalnum hjá fyrirtækinu eins og mörgúm öðrum. Hækkun Eimskips væri á skjön við andann í þjóðfélag- inu um þessar mundir. Sjá frétt á miðopnu. Morgunblaðið/Þorkell Á SIGLINGU VIÐ ÞORLÁKSHÖFN Morgunblaðið/RAX FJÖRÍ FRÍMÍNÚTUM Mögulegt að semja um ann- að raforkuverð en Atlantsál segir John M. Seidl stjórnarformaður Kaiser Aluminium JOHN M. Seidl stjórnarformaður Kaiser Aluminium telur að hefjist samningaviðræður við islensk stjómvöld verði hugsanlega hægt að ná samningum um raforkuverð, sem báðum aðilum verði þóknan- legt. Hann tengir slíkar hugleiðingar m.a. þeirri staðreynd að Kais- er væri tilbúið til þess að semja um staðsetningu nýrrar álbræðslu á íslandi, hvar sem er á landinu. Seidl er staddur hér á landi til þess að kynna sér möguleika á hugsanlegri staðsetningu nýrrar ál- bræðslu á íslandi, sem Kaiser hyggst byggja á næstu ámm. „ísland býr vissulega yfir geysi- lega miklum kostum, þegar stað- setning nýrrar álbræðslu er höfð í huga. Svo mín fyrstu viðbrögð eru tvímæialaust mjög jákvæð enda tel ég ísland vera afar aðlaðandi Iand,“ sagði Seidl í samtali við Morgunblað- ið í gær, en hann lagði áherslu á það að hér væri einungis um könn- unarviðræður að ræða og enn væri mikið starf óunnið þar til ákvörðun um staðsetningu nýrrar álbræðslu, sem kemur til með að kosta einn milljarð dollara, yrði tekin. „Þegar við tökum ákvörðun munum við bera saman kosti og galla hvers þess lands sem við höfum verið að skoða, sem eru Venesúela, Mósambík, Rússland og Kamerún auk íslands,“ sagði Seidl. Seidl sagði einnig þegar hann ræddi um raforkuverð: „Eg tel mig hafa ástæðu til þess að trúa því, eftir viðræður við stjómvöld og full- trúa Landsvirkjunar, að hægt verði að brúa bilið á milli verðhugmynda þeirra og okkar. Við kynnum að hækka okkur svolítið í samningavið- ræðum og þeir kynnu að lækka sig svolítið." Seidl kvaðst telja mögulegt „þeg- ar og ef við hjá Kaiser hefjum samn- ingaviðræður við íslensk stjórnvöld, að einhverjir samningar, þar með taldir raforkusamningar, verði með öðru sniði en þeir eru hjá Atlants- áli. Þar kæmu hugsanlega til fleiri hlutir, eins og skattar og innflutn- ingsgjöld og jafnvel staðsetning. Við yrðum opnir fyrir viðræðum um staðsetningu nýs álvers hvar sem væri, svo fremi sem þau þijú grund- vallarskilyrði, sem setja verður, væm uppfyllt. Þar átég við nægilegt mannafl, nægilega góða hafnarað- stöðu og nægt rafmagn. Ég ímynda mér að þegar í slíka samninga væri farið væri hægt að semja um ýmis- legt á annan hátt og að niðurstaðan gæti orðið sú að við hröðuðum okk- ar ákvarðanatöku meira en þeir hjá Atlantsál hafa gert.“ Sjá ennfremur viðtal við John M. Seidl á miðopnu. Fj ár málaráðherra vill víðtækt samkomulag um frekari lækkun ríkisútgjalda Tveggja milljarða spam- aður raunhæft markmið Greiðslur vaxta- og barnabóta verði endurskoðaðar og þjónustu- gjöld af ákveðnum þáttum í framhaldsskólum og sjúkrahúsum FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra sagði í framsöguræðu með frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1993 á Alþingi í gær, að mikilvægt væri að víðtæk samstaða náist um að færa skattbyrði frá fyrirtækj- um til einstaklinga til að lækka kostnað i atvinnulífinu en slíkt sam- komulag verði jafnframt að taka til lækkunar ríkisútgjalda. Sagði khann að meðal annars þyrfti að auka kostnaðarvitund með þjónustu- gjöldum, svo sem fyrir ákveðna þætti í þjónustu framhaldsskóla og sjúkrahúsa og endurskoða reglur um greiðslur barnabóta og vaxta- bóta. „Ég tel raunhæft að selja markmið um allt að tveggja milij- arða sparnað til að draga úr halla ríkissjóðs ef það má verða þáttur í víðtæku samkomulagi," sagði fjármálaráðherra. Friðrik sagði að þær hugmyndir sem ræddar hefðu verið á vettvangi aðila vinnumarkaðarins um lækkun kostnaðarskatta fyrirtækja væru í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um uppstokkun í efnahagsmálum. Gengisfelling leysti engan vanda. „En við gerum okkur ljóst að það er ekki nóg að tala um að lækka kostnaðarskatta heldur þarf líka að taka fram hvað þetta þýðir í raun. Þetta kallar á víðtæka samstöðu um að færa skattbyrði frá fyrir- tækjum til einstaklinga. Þetta ásamt tillögum til lækkunar á út- gjöldum ríkisins er reyndar kjarninn í samkomulagi stjórnmálaflokk- anna í Svíþjóð til að koma í veg fyrir gengisfellingu," sagði Friðrik. „Veigamesta viðfangsefnið sem nú blasir við á gjaldahlið fjárlaga er að hefta sívaxandi sjálfvirk út- gjöld í heilbrigðis- ogtryggingamál- um, sérstaklega lyfja- og læknis- kostnað. Flytja þarf slysatrygging- ar til tryggingafélaga. Einnig er nauðsynlegt að breyta greiðslu vaxta- og geymslugjalda af land- búnaðarafurðum til samræmis við ákvæði í búvörusamningi. Jafn- framt þarf að auka kostnaðarvitund í opinberri þjónustu með þjónustu- gjöldum, til dæmis fyrir ákveðna þætti í þjónustu framhaldsskóla og sjúkrahúsa. Þá er eðlilegt við núver- andi aðstæður að endurskoða reglur um ýmsar greiðslur úr ríkissjóði eins og vaxtabætur og barnabæt- ur,“ sagði fjármálaráðherra. Sjá frásögn á þingsíðu bls. 27. Mannbjörg er trilla sökk MANNBJÖRG varð þegar 5 tonna bátur, Jónas Ben ÞH, sökk suðaustur af Mánáreyj- um út af Öxarfirði í gær- morgun. Báturinn steytti á blindskeri og leki kom að honum. Einn maður var um borð í trillunni og reyndi hann að sigla henni til Húsa- víkurhafnar en dælur höfðu ekki við lekanum og yfirgaf maðurinn trilluna og fór í björgunarbát. „Báturinn steytti á skerinu og leki kom að honum, sem jókst og endaði með því að hann fór niður. Það voru bátar allt í kring og ágætis veður. Ég ætlaði að reyna að komast heim en dælurnar höfðu ekki undan. Ég fór svo f gúmíbátinn þegar trillan var að fara nið- ur,“ sagði skipveijinn, Sigmar Kristjánsson. Skýjaborgin ÞH fylgdist með gangi mála og þegar ljóst var að báturinn kæmist ekki til hafnar á Húsavík kom hún til aðstoðar. Sigmar sagði að þetta væri tjón sem hann þyrfti að bera að mestu leyti sjálfur og nú stæði hann uppi atvinnu- laus.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.