Morgunblaðið - 08.12.1992, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.12.1992, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992 nn ötttj i7 ir hendumar á okkur og örugglega ekki að ástæðu- lausu. Hann ætlar Lúlla önnur verk- efni og þó svo að við sjáum elsku drenginn okkar ekki aftur í þessu lífí, þá er það öruggt að hann er þjá okkur öllum stundum. Hann er ~—Löruggum höndum hjá Bjama afa sínumllg saman vaka þeir yfír og passa okkur hin. seei h: laMaaaa tekur Hann fram fyrir Lúðvík H. Geirs- son - Minning Fæddur 17. nóvember 1972 Dáinn 29. nóvember 1992 Þau fljúga, dagur og friðsæl nðtt í framtíðar þrotlausa geima. Hið liðna blikar sem blásljama her að baki komandi heima. Þær hrapa margar í húm og nótt, en hinar sem kvðldstjömur skína. Þin endurminning er ein af þeim, sem aldrei mun ljðmanum týna. Því allt sem er bundið við yndi, vor og æskunnar svifléttu drauma, það leiðir fram stjðmublik ijðs við hvert spor, sem leiftra um framtíðarstrauma. (Hulda) Mig langar í örfáum orðum að minnast góðs vinar, Lúðvíks, sem nú er horfinn yfír í annan heim. Ég kynntist Lúlla fyrir um tveim- ur árum, þar sem hann var einn besti vinur unnusta míns. Ég kunni strax mjög vel við þennan fríska strák og þó ég hafi ekki þekkt hann mjög lengi, þótti mér afskaplega vænt um hann og mér fannst ég hafa þekkt hann í mörg ár. Hann var mjög einlægur og gátum við talað saman svo tímunum skipti um heima og geima, alvarleg málefni jafnt sem önnur. Þær eru ógleyman- legar stundimar sem við áttum með Lúlla og alltaf rifjast upp fleiri og fleiri. Það er erfítt að sætta sig við að sjá hann ekki aftur en minningin um bjartleitan, hugsandi pilt og góðan vin hverfur aldrei. Fari minn vinur vel. Lítilli dóttur, unnustu, foreldrum og systram votta ég mína innileg- ustu samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur í mikilli sorg. Elfur Erna Harðardóttir. Kynni mín af Lúlla hófust fyrir tæpum þremur áram. Ég hitti hann fyrst f húsi foreldra hans í Garðabæ, þar sem ég var gestkomandi hjá systur hans Björgu og mági Þórði. Hann kom mér fyrir sjónir við fyrstu sýn sem snaggarálégur strákur sem geislaði af lífsorku. Kynni okkar Lúlla hófust þó fyrst fyrir alvö*u þremur mánuðum síð- ar, þegar hann kom og sagði við mig, að hann hefði áhuga á að heija nám í bakaraiðn. Fljótlega eftir það hóf hann vinnu sem læri- sveinn í bakaríinu Þremur fálkum. Þar vann ég með Lúlla í eitt og hálft ár, en síðan skildu leiðir, því ég lét af störfum í bakaríinu og síðar fluttist ég vestur um haf. Sem lærisveinn í bakaraiðn vann Lúlli samviskusamlega og átti sann- arlega framtíðina fyrir sér í þeirri grein. Margar ánægjulegar stundir áttum við saman í bakaríinu og utan þess, og það var mér mikið áfall að heyra að Lúlli væri ekki lengur meðal okkar. Lúlli eignaðist eina dóttur sem veitti honum og fjölskyldu hans mikla ánægju. Ég vil að lokum þakka fyrir að hafa fengið að kynnast svo góðum dreng og kveð hann með miklum söknuði. Ég votta unnustu Lúlla, Jónu, systranum Björgu og Svandísi, for- eldram hans, Geir og Guðrúnu, hans ástkæra bami Sirrý Björt og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð og megi góður Guð styrkja ^au..í þeirra miklu sorg. Ágúst Felix. Það er alveg ótrúlegt hvað Guð almáttugur getur stundum verið miskunnarlaus. Hann tekur frá okkur ættingja og vini, og hversu sárt og ósanngjamt okkur finnst það vera þá getum við ekkert gert og ekkert sagt. Hann er búinn að ákveða og hann ræður. Við eram skilin eftir harmi slegin og fáum engar skýringar. Þessari reynslu urðum við fyrir þann 29. nóvember sl., þegar ástkær frændi okkar, Lúðvík Hafsteinn Geirsson, var kallaður yfír móðuna miklu. Lúlli, eins og hann var oft kallaður, var aðeins tvítugur að aldri og átti því allt lífið framundan og það er erfítt að sætta sig við það að drengur í blóma lífsins sé tekinn burt frá fjjöl- skyldu sinni og vinum svona snögg- lega. En nú eins og svo oft áður Við eigum dýrmætar minningar um yndislegan frænda sem alltaf var brosandi, kátur og hress og vildi allt fyrir alla gera, minningar um duglegan strák sem var ákveð- inn í því að koma sér áfram, fara í Iðnskólann eftir áramót og klára að læra bakaraiðnina. Minningar um skemmtilegan, aðlaðandi ungan mann sem heillaði okkur öll. Þessar og svo ótal margar aðrar minningar um Lúlla frænda munum við geyma um aldur og ævi. Elsku hjartans Gunna, Geir og Qölskylda. Guð veri með ykkur, blessi ykkur og styrki í þessari miklu sorg. Gróa og Jón Axel. Það var svo margt, sem fólkið fann fagurt og gott við sveininn þann. Eðlilegt var að harma hann. Hugina flestum betur vann. Nú hressi engan hlátur þinn og horfið bros á fðlri kinn, er byrgja fðgru blikin sín hin bláu, skæru augu þín. (Vor að Skálholtsstað.) Okkur langar með nokkram orð- um að minnast góðs vinar og félag- a, hans Lúlla, sem við kveðjum í dag hinstu kveðju. Það era fjögur ár síðan við kynntumst honum og þær stundir sem við áttum með honum munu aldrei líða okkur úr minni. Brosið og hláturinn hreint ógleymanlegt, var nokkuð sem ein- kenndi Lúlla. Góða skapið geislaði af honum og þess egna spyr mað- ur: Af hveiju var hann tekinn frá okkur? En við því fást engin svör en við trúum því að honum líði vel hjá Guði og þar hafí honum verið ætlað meira og æðra hlutverk. Við kveðjum hann með söknuði ogtrega og þökkum honum fyrir allt. _ Fjölskyldu hans og hans nánustu vottum við okkar dýpstu samúð og megi góður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Blessuð sé minningin um Lúlla. Harpa Línd, Sirrý, Lilja Björk og Steinunn Eir. frá Þýskaiandi. Glæsileg samstæð lína sem hefur vakið verð- skuidaða athygli. Kaffivélar, brauðristar, vöfflujárn eggsuðutæki. Fjölbreytt úrval. Einar Borgartúni 28 S 622901 og 622900 Nýverið hélt yfir móðuna miklu hann elsku Lúlli okkar sem okkur þótti svo vænt um. Það vora ófáar stundimar sem hann átti með Jónu systur og okkur Qölskyldunni og er hans þvi sárt saknað. Mín fyrstu kynni af Lúlla vora á sameiginlegum vinnustað okkar þar sem hann vann vegna náms síns sem hann stefndi á að ljúka innan tíðar. Það var ósjaldan sem hann Lúlli tók á móti manni með sínu sæta brosi og léttu lund og fékk mann til að vakna almennilega í morgunsárið. Hann bar þá góðu mannkosti að sjá ávalit það góða í fari fólks og var ákaflega hjálpsam- ur í starfi og leik lífsins. Lúlli bar mikla umhyggju fyrir litlu dóttur sinni enda mjög stoltur af henni. Það var gaman að fylgj- ast með þeim feðginum takast á við lífið og megi góður Guð vemda hana í framtíðinni því missirínn er mikill. Samband Jónu og Lúlla var bæði náið og sérstakt, þau drógu fram það góða í fari hvors annars og styrktu hvort annað ef eitthvað bjátaði á. Þau áttu margar ánægju- stundir saman og sorgin er mikil að þurfa að kveðja sinn kæra vin í blóma lífsins. Megi góður Guð styrkja systur mína á þessum erfíðu timum. Fljótlega eftir að samband þeirra Lúlla og Jónu hófst var hann orðinn einn af okkur í Vallhólmanum. Hann tók virkan þátt í daglegu amstrí fíölskyldunnar og var ávallt fljótur til þegar þurfti að taka til hendinni á heimilinu. Ef verk þurfti að vinna var svar hans gjaman: „Ekkert mál.“ Hann gladdi okkur nyög með nærvera sinni og glað- væram hlátri. Við getum lært margt af samskiptum okkar við Lúlla í leik og starfi og jákvæðu lífsviðhorfí hans. Lúlli var mjög bamgóður og mynduðust fljótt góð tengsl milli hans og Biyndísar, litlu systur okk- ar. Lúlli var meira en kærastinn hennar Jónu, hann var líka sérstak- ur vinur Bryndísar, ævinlega boðinn og búinn til að ræða um lífið og tilveruna og það sem var efst á baugi í lífí hennar hveiju sinni. Hann gaf sér líka tíma til að bregða á leik og gantast eins og honum var lagið. Sömu sögu er að segja af sambandi Lúlla við Sigga frænda okkar og litu þau Bryndís og Siggi ákaflega upp til hans Lúlla, sem þeim þótti svo vænt um. Þau fá vart. skilið því hann sé farinn til Guðs, hann sem var svo kátur og hress og góður vinur. Minningin um ljúfan dreng mun lifa í hjörtum okkar sem fengum að njóta nærvera hans á lífsleiðinni. Megi góður Guð styrkja Jónu systur, foreldra, systur, dóttur, ætt- ingja og vini Lúðvíks í sorginni. Hvíli hann í friði. Hlfn Bjarnadóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Grátnir til grafar göngum vér héðan, fylgjum þér vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, giaðir vér megum þér síðar fylgja í friðarskaut. (V. Briem.) í dag kveðjum við vin okkar Lúðvík Hafstein Geirsson. Það var mikið áfall er við fregnuðum af andláti hans sunnudaginn 29. nóv- ember. Lúlli er látinn, hvers vegna hann? Þennan vin okkar og skólafé- laga munum við ekki sjá aftur í þessu lífi. Æskuvinur fellur frá í blóma lífsins. Það era óteljandi minningar sem við eigum um LúUa, minningar sem ylja okkur um hartarætur á tímum sem þessum. Lúlli var einstaklega traustur og góður félagi, ávaUt í góðu skapi og hjálpsamur við aUa. Það var svo margt sem við vinim- ir gengum í gegnum saman. Ævin- týrið byijaði f Flataskóla, við Iitlu prakkaramir að stríða stelpunum svona eins og gerist og gengur. í Garðaskóla bættust fleiri í hópinn og þá kviknaði áhuginn fyrir mótor- hjólum og svo var aðal takmarkið að ná bílprófínu þegar við voram allir komnir upp í Qölbraut í Garðabæ. Það vora ófáar stundir sem við áttum saman á heimili Lúlla í Ás- búðinni. Okkur leið þar alltaf eins og á eigin heimih' því ekki voru foreldrar hans og systur síðri vinir okkar. Þau tóku alltaf einstaklega vel á móti okkur og þá sérstaklega era gamlárskvöldin okkur minnis- stæð. Við munum varla eftir að hafa eytt gamlárskvöldi annars staðar en heima hjá Lúlla, þar var alltaf glatt á hjalla og allir velkomn- ir. Núna þegar svona stutt er í næsta gamlárskvöld er sárt að vita til þess að hann verði ekki með okkur þessi jól. Þann 1. ágúst 1991 fæddist hon- um lítil dóttir, Sirrý Björt, og unni hann henni mikið. Við viljum votta henni, foreldram hans, systram, unnustu og öllum öðram aðstandendum okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur á stund sem þessari. Þin mildhlý minning lifir, svo margt að þakka ber. Þá bjart og blítt var yfir, er brosið kom frá þér. Þú sólargeisla sendir og samúð, vinarþel. Með hlýrri vinarhendi mér hjálpaðir svo vel. (Guðriður S. Þóroddsdóttir) Minningin um góðan dreng um ávallt lifa. Ræni, Doddi, Gunni og Beisi. Sunndagurinn 29. nóvember síðstliðinn var og verður alltaf í okkar minnum, langur og mjög svo sorglegur dagur. Er okkur var tjáð að Lúðvík eða Lúlli eins og við þekktum hann, fyrram vinnufélagi okkar og góður félagi, væri horfínn á vit æðri mátt- arvalda, var sem tíminn stæði í stað. Að Lúlli væri ekki lengur á með- al okkar var óhugnanleg og óraun- veraleg staðreynd. Hann var alltaf jafn kátur og með jákvæðni sinni gat hann oft létt manni lundina þegar setti að manni leiða. Það var altlaf jafn stutt í brosið og grínið hjá honum. Við munum ávallt minn- ast hans sem broshýrs og góðs drengs. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við Lúlla, biðjum algóðan Guð að vernda hann og leiða. Hvíli hann í friði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Jónu og fjölskyldu hennar, Qölskyldu Lúðvíks og dóttur, Sirrý Björt, vottum við okkar innstu sam- úð. Megi Guð almáttugur styrlcja ykkur á sorgarstund sem þessari. Sigga og Inga. Ungur maður sem átti lífið fram- undan er skyndilega horfmn frá okkur. Hann Lúlli er dáinn. Það er staðreynd sem erfítt og sárt er að trúa. Við kynntumst Lúlla fljótlega eftir að samband hans og Jónu frænku okkar hófst. Það kom fljótt í Ijós hve góður og vænn drengur Lúlli var, hann var ævinlega boðinn og búinn að leggja sitt af mörkum og gerði það með bros á vör. Jóna og Lúlli áttu náið og innilegt sam- band sem gaf þeim báðum mikið, sorg elsku frænku okkar er mikil þegar hún kveður vin sinn í hinsta sinn. Lúlli gaf sér ævinlega tíma til að spjalla við Sigga, litla frænda Jónu, son okkar og bregða á leik við hann og Amar litla. Sigga fannst einstaklega gaman að fá að fara í bíltúr með Lúlla, því hann var svo flínkur bílstjóri, „sá besti". Ef Lúlli og Jóna vora að passa þá fannst Sigga nauðsynlegt að Lúlli myndi sjá um að lesa eða svæfa. Það er því stórt skarð höggvið í vinahóp lítils drengs sem á erfítt með að ski(ja að Lúlli sé farinn frá okkur. Hann átti ákveðinn sess í huga Sigga litla eins og okkar allra. Lúlli var afar natinn við litlu dóttur sina og sagði okkur gjaman frá framföram hennar, stoltur á svip. Hennar missir er mikill. Það er margs að minnast þó kynni okkar af Lúlla hafi verið stutt, en við þökkum fyrir alla þá velvild og hlýju sem við nutum af hans hendi. Elsku Jóna, foreldrar, systur, dóttir og aðrir aðstanendur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góðan og elskulegan dreng lifír. Sirra, Pétur og synir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.