Morgunblaðið - 08.12.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8, DESEMBER 1992
er gert ráð fyrir því að sú staða
geti komið upp að sveitarfélögum
verði skipt í tvo flokka, þau stærri
og þau minni. Þessum flokkum
verði síðan færð mismunandi verk-
efni og tekjur.
Forsenda þess að ofangreindar
hugmyndir um nýja verkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga geti gengið
eftir, er að jafnhliða tilflutningi
verkefna fái sveitarfélögin auknar
tekjur. Það verður að gerast án
þess að skattar séu hækkaðir al-
mennt. M.ö.o. hækka þarf tekju-
stofna sveitarfélaga á kostnað
tekjustofna ríkisins. Tryggja þarf
sveitarfélögum fullnægjandi tekju-
stofna með lögum til að sinna þess-
um nýju verkefnum þannig að ríkis-
valdið geti ekki sífellt krukkað í
tekjustofna þeirra eins og rík til-
hneiging hefur verið til.
Að mínu mati skiptir miklu að
þessum hugmyndum verði hrint í
framkvæmd sem fyrst. Að færa
þjónustu hins opinbera„ nær ein-
staklingunum, þar sem þekking
þeirra sem á henni þurfa að halda
nýtist sem best, er hagsmunamál
allra landsmanna.
Höfundur er lögmaður í
Reykjavík.
Ný verkaskipting
ríkis og sveitarfélaga
Gunnar Jóhann Birgisson
samstarfi sveitarfélaga ætti
Reykjavíkurborg að beita sér fyrir
því að þau sveitarfélög sem hefðu
til þess nægan styrk og áhuga
tækju við auknum verkefnum.
Samkvæmt þessum niðurstöðum
eftir Gunnar Jóhann
Birgisson
Undanfarið hefur mikið verið
rætt og ritað um sameiningu sveit-
arfélaga. Samtök sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu sendu frá sér
skýrslu um málið ekki alls fyrir
löngu og félagsmálaráðuneytið hef-
ur sent frá sér áfangaskýrslu sveit-
arfélaganefndar um aukið hlutverk
sveitarfélaga.
Báðar skýrslurnar byggja á því
að nauðsynlegt sé að efla og sam-
eina sveitarfélögin í landinu. Talið
er ljóst að stærri sveitarfélög séu
betur í stakk búin til þess að sinna
verkefnum sínum og taka við nýjum
heldur en minni sveitarfélög. Jafn-
framt er talið, að með sameiningu
sveitarfélaga skapist skilyrði fyrir
hreinni verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga. Stjómunarkostnaður
sveitarfélaganna lækki og hag-
kvæmni aukist í fjárfestingum og
rekstri.
Áfangaskýrsla sveitar-
félaganefndar
Efling sveitarfélaga og ný verka-
skipting ríkis og sveitarfélaga er
stórt mál. Mál er snertir flesta.
Hinn 8. janúar 1991 skipaði félags-
málaráðherra nefnd til að gera sam-
ræmdar tillögur um æskilegar
breytingar á skiptingu landsins í
sveitarfélög. Því starfi var síðan
fylgt eftir með skipun nýrrar nefnd-
ar í upphafi þessa árs. Tillögur
þeirrar nefndar hafa nú birst í áður-
nefndri áfangaskýrslu. Þar kemur
fram, að meginmarkmið nefndar-
innar hafi verið að leita leiða til að
treysta byggð í landinu, efla stað-
bundið vald og auka skilvirkni
stjómsýslunnar.
I áfangaskýrslunni er m.a. fjallað
um breytingu á verkaskiptingu rík-
is og. sveitarfélaga, útfærðar em
tillögur um ný umdæmi sveitarfé-
laga og settar em fram tillögur um
auknar tekjur sveitarfélaga í kjölfar
aukinna verkefna. Rætt er um að
færa verkefni eins og rekstur
gmnnskóla, framhaldskóla, heilsu-
gæslustöðva, þjónustu við aldraða,
þjónustu við fatlaða, til sveitarfé-
laga. Lagt er til að þeim kostnaðar-
auka, sem sveitarfélögin verða fyr-
ir, verði mætt með hækkun á al-
mennum tekjustofnum þeirra, aðal-
lega með hækkun útsvars.
Ný verkaskipting og
einkavæðing
Með því að færa verkefni frá ríki
til sveitarfélaga er verið að auka
valddreifingu og væntanlega að
bæta þjónustu þar sem staðbundin
þekking heimamanna á hveijum
stað mun nýtast sem best eftir
breytinguna.
Af viðbrögðum talsmanna ýmissa
smærri sveitarfélaga má ráða að
ærið verkefni verði að sameina
sveitarfélögin í landinu. Svokallað-
ur „lokalismi" virðist víða ráða ferð-
inni. Jafnframt virðist lítill skilning-
ur vera á því að stærri sveitarfélög
eru besta tryggingin fyrir „eðli-
legri“ dreifíngu byggðar í landinu.
I 6. gr. sveitarstjómalaga nr.
8/1986 er kveðið á um helstu verk-
efni sveitarstjórna. Greinin byggir
á þeirri meginreglu að sveitarfélög-
in hafí með höndum verkefni sem
ráðst af staðbundnum þörfum og
viðhorfum, þar sem ætla má að
þekking og frumkvæði heima-
manna leiði til betri þjónustu en
miðstýring af hálfu ríkisvaldsins.
Ljóst er að þessar röksemdir eiga
við um mörg verkefni sem ríkisvald-
ið hefur með höndum í dag og bet-
ur væri komin hjá sveitarstjórnun-
um sjálfum. Tillögur samtaka sveit-
arfélaga og sveitarfélaganefndar
eru því þarfar og nauðsynlegar til
þess að skapa meira svigrúm við
uppbyggingu og rekstur ýmiss kon-
„Tillögur samtaka
sveitarfélaga og sveit-
arfélaganefndar eru
því þarfar og nauðsyn-
legar til þess að skapa
meira svigrúm við upp-
byggingu og rekstur
ýmiss konar þjónustu
er hið opinbera veitir í
dag.“
ar þjónustu er hið opinbera veitir í
dag. Þannig má færa sterk rök fyr-
ir því að þessi breyting geti leitt til
aukinnar einkavæðingar. Því líklegt
er að íbúar hvers sveitarfélags
muni koma til með að þrýsta á að
staðbundin verkefni verði falin
einkaaðilum. Einkavæðing er hins
vegar ákjósanleg til þess að bæta
þjónustu og lækka kostnað.
Borgarmálaráðstefna
Sjálfstæðisflokksins
Sjálfstæðismenn í Reykjavík
hafa tekið undir þessar hugmyndir
en hafa jafnframt bent á sérstöðu
Reykjavíkur og stærri sveitarfé-
laga. í niðurstöðum borgarmálaráð-
stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn
stóð fyrir þann 14. nóvember sl.
kom fram, að nauðsynlegt væri að
Reykjavíkurborg beitti sér fyrir því
að sem flest verkefni yrðu flutt frá
ríkisvaldinu til sveitarfélaga. Jafn-
framt var þar bent á, að ef einhver
sveitarfélög vildu skorast undan
All PU8POSF GKI
IVIOLIDO MEDIAND
mww
■^HNATURAL fla
ENVASADO AL ALTO
“CUUM PACKt
■!,WT.l6 0/.I4
KAFFI MARINO góöa kaffið
í rauöu dósunum frá MEXÍKÓ
Skútuvogi 10a -104 Reykjavík - Pósthólf 4340 - Sími 686700 - Telefax 680465
/