Morgunblaðið - 08.12.1992, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 08.12.1992, Blaðsíða 63
--MORGUNBtAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR R.-DESEMBER-1992 Ráðstefna um rannsóknir í læknadeild Háskólans Fjöldi fróðlegra erinda Á RÁÐSTEFNU um rannsóknir í læknadeild Háskóla íslands sem hófst í Odda á sunnudag og lýkur í dag, þriðjudag, hefur verið flutt- ur fjöldi fróðlegra erinda. Meðai þeirra má nefna nýjar rannsóknir á skammdegisþunglyndi sem greint er ítarlega frá hér í Morgunblað- inu, samanburðarrannsókn á fitusýrum hjá hópi karlmanna i Inter- lake-héraði í Manitoba og sambærilegum hópi karla á Fljótdalshér- aði og þróun á nýrri tegund táradropa gegn augnþurrk svo dæmi séu nefnd. Af öðrum erindum má nefna fræðilega úttekt á bamaslysum á tímabilinu frá 1974 til 1991 en þar kemur m.a. fram að tíðni bama- slysa er mun hærri í Reykjavík en nágrannalöndunum. Einnig er á ráðstefnu þessari fræðileg úttekt á tíðni hálshnykkja í Reylq'avík á sama tímabili. Samkvæmt þeirri úttekt kemur m.a. fram að tíðnin árið 1991 hefur fimmfaldast miðað við árin 1974-85 en tíðni annara umferðarslysa hefur ekki aukist á neinn sambærilegan hátt. Telja höfundar erindisins að fínna verði aðrar ástæður fyrir þessari aukn- ingu en lakari umferðarmenningu eða aðra umferðarþætti. Alls verða flutt 155 stutt, tíu mínútna, erindi um þær rannsóknir sem fram hafa farið, eða eru í vinnslu, í læknadeild Háskólans. í dag verða erindin um klínískar rannsóknir, hjarta-og æðasjúk- dóma, sýkingar, heimilislækningar og fleira. Skammdegisþunglyndi á mism. breiddargráðum 25 0, Athugun á fiórum stöðum í Bandarikjunum, /0 á Islandi og meðal fólks af íslenskum uppnina í Manitoba í Kanada 20---------------------------- 15- -2611 10- JSl Sarasota Montgomery- New York Nartiua Manitoba ísland Fitusýrur Héraðsbúa og Vestur-Islendinga Þrefalt meiri Omega 3 í blóði Héraðsbúa í RANNSÓKN á magni fitusýra í hópi karlmanna á Fljótsdalshéraði annarsvegar og hópi Vestur-íslendinga hinsvegar kemur m.a. fram að nær þrefalt meira magn er af fjölómettuðum Omega 3 fitusýrum í blóði Héraðsbúa. Þessar fitusýrur eru í miklu magni í sjávarafurð- um og taldar vemda gegn þjarta-og æðarsjúkdómum. Rannsókn þessi var gerð í sam- vinnu Raunvísindastofnunar Há- skólans og Rannsóknarstofu H.í. í lífeðlisfræði. Rannsóknin er þáttur í umfangsmiklum samanburðar- rannsóknum sem þegar hafa leitt í ljós verulegan mun á algengi ýmissa áhættuþátta æðasjúkdóms meðal fslendinga og Vestur-íslend- inga en rannsóknir hafa sýnt að tíðni kransæðasjúkdóma er lægra á þeim svæðum sem fískneysla er mikil. Rannsóknin var kynnt á ráð- stefnunni um rannsóknir í lækna- deild Háskólans í Odda. Að sögn Sigrúnar Guðmundsdóttur hjá rannsóknarstofu í lífeðlisfræði, sem vann að rannsókninni, var stuðst við 40 manna hóp karlmanna á aldrinum 20-60 ára á Héraði og til samanburðar jafstóran hóp karla í Interlake-héraðinu í Manitoba. Sigrún segir að dánartíðni sé hærri meðal karla í Interlake-hér- aðinu en Héraðsbúa og í ljós hafí komið í rannsókninni að marktæk- ur munur reyndist meðal hópanna tveggja í flestum fítusýrum sem greindar voru. Mestur var munur- inn á Omega 3 eða þrefaldur eins og áður greinir, Omega 3 reyndist vera um 3% hjá Vestur-íslendingin- um en rúmlega 10% hjá Héraðsbú- um. Morgunblaðið/Kristinn Fylgst með fyrirlestri á læknaráðstefnunni í Odda í gær. Jóhann Axelsson prófessor. Ný rannsókn á skammdegisþunglyndi Oalgengara meðal Vestur- Islendinga en Bandaríkjamanna Tilgáta um að náttúruval hafí eytt þunglyndi úr erfðavísum Islendinga NÝ rannsókn á skammdegisþunglyndi íslendinga bendir til að náttúruval hafi eytt þunglyndinu að hluta til úr erfðavísum. Rannsókn þessi var unnin af þeim Jóhanni Axelssyni prófessor forstöðumanni rannsóknarstofu H.í. í lífeðlisfræði og geðlækn- unum Andrési Magnússyni og Jóni G. Stefánssyni við geðdeild Landspítalans. Auk rannsókna á íslendingum var gerð rannsókn á Vestur-íslendingum og kemur fram þar að skammdegisþung- lyndi er mun óalgengara meðal þeirra en Bandaríkjamanna almennt, sem styðiu' tilgátuna um náttúruvalið. Niðurstöður þessarar rann- sóknar voru kynntar á ráðstefnu um rannsóknir í læknadeild Há- skóla íslands sem nú stendur yfir í Odda. Jóhann Axelsson prófessor segir að skammdegis- þunglyndi hafi verið fyrst lýst sem sjúkdómi árið 1984, en um sé að ræða depurð sem geri vart við sig að hausti eða vetri en réni að vori eða sumri. Rann- sóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt fram á jákvæða fylgni milli hlutfalls skammdegisþunglyndis og breiddargráðu, það er það eykst eftir því sem norðar dregur í landinu (sjá kort). Þannig er hlutfall íbúa í Sarasota í Flórída sem þjást af skammdegisþung- lyndi aðeins 4% en Sarasota ligg- ur á 27. breiddargráðu og hlut- fallið fer síðan stighækkandi upp í rúmlega 20% íbúa í Nashua í New Hampshire sem liggur á 43. breiddargráðu. Jóhann Axelsson segir að rannsókn þeirra á þunglyndinu meðal íslendinga bæði hér heima og í Manitoba sýni að sú kenn- ing, að algengi skemmdegis- þunglyndis ráðist af fjarlægð frá miðbaug, fái ekki staðist því meðal Vestur-íslendinga í Inter- lake-héraðinu í Manitoba sem liggur á 51. breiddargráðu er hlutfall þunglyndisins aðeins 4,5% og meðal íslendinga al- mennt, en landið liggur norður af 60. breiddargráðu, er hlutfall- ið 11,6%. „Við sendum um 1000 íslend- ingum og 300 Vestur-íslending- um spumingalista í tengslum við rannsókn okkar og heimtur voru mjög góðar eða 61% hjá íslend- ingunum og 82% hjá Vestur- íslendingunum," segir Jóhann. „Og við pössuðum upp á að Vest- ur-Islendingamir væra óbland- aðir, það er ættu allir afa og ömmur frá íslandi. Niðurstöður okkar gefa til kynna að náttúr- val hafi eytt skammdegisþung- lyndi að hluta úr erfðavísum Is- lendinga og því setjum við fram þá tilgátu að náttúraval kunni að hafa stuðlað að auknu skammdegisþoli íslensku þjóðar- innar. Ef gert er ráð fyrir að þessu skammdegisþoli þjóðarinn- ar hafi verið náð fyrir 1870 ættu Vesturfaramir að hafa flutt þessa eiginleika með sér og því mætti búast við lágri tíðni þessa kvilla meðal þeirra Kanadabúa sem era óblandaðir afkomendur íslensku landnemanna. Sú varð líka raunin eins og tölumar bera með sér.“ Niðurstöður þeirra Jóhanns, Andrésar og Jóns G. hafa verið birtar í einu virtasta læknariti Bandaríkjanna, Archives of Gen- eral Psychiatry, en þeir hafa ekki látið staðar numið. Jóhann segir að næsta skrefið sé að framkvæma svipaða rannsókn á öllum hinum Norðurlöndunum, utan Danmerkur, þar sem meðal annars verður reynt að kanna algengi sjúkdómsins í hveiju landi fyrir sig og hvort tilgátan um algengi eftir fjarlægð frá miðbaug standist. Einnig sé ætl- unin að sjá hvort sjúkdómurinn sé ættgengur og kanna ýmsar leiðir við meðhöndlun hans. Hvað meðhöndlunina varðar er vitað að mikil birta getur dregið mjög úr sjúkdóminum, það er hægt er að meðhöndla sjúkdóminn án lyfla sem Jóhann telur mikil- vægt. „Það er vitað að margir fá veralegan bata með því að vera í mikilli birtu stundarkom tvisvar á dag,“ segir Jóhann. Islensku bókmenntaverðlaunin 1992 ---------------------—-------;----- Tíu bækur tilnefndar Tilnefning bóka til Islensku bókmenntaverðlaunanna 1992 fór fram við hátíðlega athöfn í Listasafni íslands mánudaginn 7. desember að viðstöddum forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur og menntamála- ráðherra, Ólafi G. Einarssyni. Tíu bækur voru tilnefndar, fimm i flokki fagurbókmennta og fimm sem falla undir fræðirit og bækur almenns Morgunblaðið/Þorkell Höfundar og aðrir sem tóku við tilnefningu fyrir hönd höfunda, með miiyagripinn, silfurbókahníf efnis. Dómnefnd valdi eftirtaldar fímm bækur í flokki fagurbókmennta: Klukkan í tuminum, ljóðabók eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur, útgefandi Forlagið. Kynjasögur, smásögur eftir Böðvar Guðmundsson, útgefandi Mál og menning. Mold í skuggadal, ljóða- bók eftir Gyrði Elíasson, útgefandi Mál og menning. Sæfarinn sofandi, ljóðabók eftir Þorstein frá Hamri, útgefandi Bókaforlagið Iðunn. Tröllakirkja, skáldsaga eftir Ólaf Gunnarsson, útgefandi Forlagið. í flokki fræðirita og bóka almenns | efnis valdi dómnefnd eftirtaldar fímm bækur: Bókmenntasaga I eftir Véstein Ólason, Sverri Tómasson og Guðrúnu Nordal, útgefandi Mál og menning. Dómsmálaráðherrann eftir Guðjón Friðriksson, útgefandi Bóka- foriagið Iðunn. Fjarri hlýju hjóna- sængur eftir Ingu Huld Hákonar- dóttur, útgefandi Mál og menning. Utanríkisþjónusta íslands og utan- ríkismál eftir Pétur Thorsteinsson, útgefandi Hið íslenska bókmenntafé- lag. Þroskakostir eftir Kristján Krist- jánsson, útgefandi Rannsóknastofn- un Háskóla íslands í siðfræði. Tvær þriggja manna dómnefndir hafa starfað að undanfömu við að velja tíu bækur af 24 íslenskum bók- um ársins sem bókaútgefendur lögðu fram til verðlaunanna. Fimm eru valdar úr flokki frumsaminna ís- Ienskra skáldverka og fímm úr flokki annarra íslenskra ritverka, sem að jafnaði teljast ekki skáldverk eða fagurbókmenntir. Nefndimar voru skipaðar þeim Heimi Pálssyni, Helgu Kress og Ingi- björgu Haraldsdóttur í flokki fagur- bókmennta, en Sigríði Th. Erlends- dóttur, Þorleifí Haukssyni og Ömólfí Thorlacius í flokki annarra rita. Heimir og Sigríður voru formenn nefndanna, tilnefnd af Félagi ís- lenskra bókaútgefenda, en hin voru tilnefnd af Heimspekideild Háskóla íslands, Rithöfundasambandi ís- lands, Vísindaráði og Hagþenki, fé- lagi höfunda fræðirita og kennslu- gagna. Þriggja manna lokadómnefnd mun síðan taka við og velja eina bók af fímm tilnefndum úr hvorum fíokki til að hljóta íslensku bókmenntaverð- launin sem forseti íslands afhendir eftir áramót. í henni taka sæti for- menn dómnefndanna tveggja og Vil- þjálmur Ámason, tilnefndur af for- seta íslands. Þetta verður 5 fjórða sinn sem ís- lensku bókmenntaverðlaunin verða veitt, en til þeirra var stofnað árið 1989 í tilefni 100 ára afmælis Félags íslenskra bókaútgefenda. | 49. IdMa - 5. dtstmbtr 1992 Nr, Leikur:__________________ Rððin: 1. Coventry - Ipswich - X - 2. Crystal P. - Sheff. Utd. 1 - . 3. Leeds - Notth. Forest - - 2 4. Middlesbro - Blackbum 1 - . 5. Norwidi - Wimbledon 1 - - 6. Q.P.R. - Oldham J . . 7. Sheff. Wed,- Aston Villa - - 2 8. Southampton - Arsenal 1 - - 9. Totíenham - Chelsea - - 2 10. Cambridge - Wolves - X - 11. Grimsby - Lcicester - - 2 12. Notts C.-Newcastle - - 2 13. Sunderland - Bamsley 1 - HeUdarvinnlngsupphseðin: 203 milljónir króna | 13 ríttlr: 4.992.110 \ kr. 12 réttir: 62.740 kr. 11 réttlr: 4.640 Itr. 10 réttlr: [ 1.060 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.