Morgunblaðið - 08.12.1992, Blaðsíða 64
Hátekju-
skatturmn
ekki í stað-
greiðslu
NÝR timabundinn liátekjuskatt-
ur verður ekki innheimtur í stað-
greiðslukerfi samkvæmt frum-
varpi um breytingar á tekju- og
eignaskatti sem ríkisstjórnin lagði
fram á Alþingi á laugardag.
Samkvæmt frumvarpinu á að
leggja sérstakan 5% tekjuskatt í tvö
ár á tekjuskattstofn einstaklinga
umfram 2,4 milljónir og hjóna um-
fram 4,8 milljónir. Það jafngildir 200
þúsund króna mánaðarlaunum ein-
staklinga og 400 þúsund króna mán-
aðarlaunum hjóna. Verður skattur-
inn lagður á í fyrra skiptið árið 1994,
vegna tekna ársins 1993, og síðara
skiptið árið 1995 vegna tekna ársins
1994.
Á næsta ári verður innheimt fyrir-
framgreiðsla af þeim, sem þá hefðu
lent í hátekjuskatti miðað við skatt-
framtöl fyrir árið 1992. Fyrirfram-
greiðslan á að fara fram með fimm
jöfnum mánaðarlegum greiðslum í
ágúst til desember. Gert er ráð fyrir
að hægt verði að sækja um lækkun
á fyrirframgreiðslu ef viðkomandi
getur sýnt fram á að veruleg tekju-
-w-- iækkun hafi orðið hjá honum á milli
ára.
Sjá nánar um tekjuöflunar-
frumvörp ríkisstjórnarinnar,
bls. 28.
Söguleg úrslit í ísknattleik
Morgunblaðío/KAA
Söguleg úrslit urðu í íslandsmótinu í ísknattleik um helgina þegar
Skautafélag Reykjavíkur vann Skautafélag Akureyrar 5:4. Akureyring-
ar hafa verið nær ósigrandi í ísknattleik um árabil. Það er því ekki
nema von að Reykvíkingamir á myndinni fylgist spenntir með.
Sjá nánar í íþróttablaði.
DAGAR
TIL JÓLA
550-750 milljóiiir tapast
seinki EES um hálft ár
Málið er í biðstöðu á þing-i, segir forseti Alþingis
ÞJÓÐHAGSSTOFNUN _ hefur
metið það svo að aðild íslands að
EES hafi jákvæð áhrif á þjóðar-
hag. Áþreifanlegast sé lækkun og
niðurfelling tolla á útfluttar sjáv-
arafurðir, sem nemur um 1.100-
1.500 milljónum kr. á ári. Ef
samningurinn tekur ekki gildi
fyrr en á miðju næsta ári vegna
þess að Sviss felldi samkomulagið,
tapast helmingur upphæðarinnar,
eða 550 til 750 milljónir.
Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar segir að eftir því sem
hægt hafi verið að meta áhrif EES-
samningsins á þjóðarhag hafi Þjóð-
hagsstofnun talið þau hagstæð.
Áhrif samningsins yrðu þau að
landsframleiðsla yrði 1,5% meiri eft-
ir 4-6 ár en í dag. 1,5% aukning
landsframleiðslu samsvarar 6 millj-
Ný rannsókn á skammdegisþunglyndi á íslandi og í Bandaríkjunum
Hefur eyðst að hluta úr
erfðavísum Islendínga
NÝ RANNSÓKN á skammdegisþunglyndi
meðal íslendinga og Vestur-Islendinga
sýnir að þessir hópar þjást mun minna
af skammdegisþunglyndi en Bandaríkja-
menn. Rannsókn þessi hefur verið birt í
einu virtasta læknariti Bandaríkjanna,
Archives of General Psychiatry, en niður-
stöður hennar stangast á við niðurstöður
þekktrar bandarískrar rannsóknar um að
fylgni sé á milli tíðni skammdegisþung-
lyndis eftir fjarlægð frá miðbaug, það er
að þunglyndið aukist eftir því sem norðar
dregur.
Jóhann Axelsson, prófessor og forstöðu-
maður rannsóknarstofu HÍ í lífeðlisfræði, einn
þeirra sem unnu að rannsókninni, segir að
niðurstöður gefi vísbendingu um að náttúru-
val hafi eytt skammdegisþunglyndi að hluta
til úr erfðavísum íslendinga. Samkvæmt
bandarísku rannsókninni jókst hlutfall
skammdegisþunglyndis hjá Bandaríkjamönn-
um eftir fjarlægð frá miðbaug. Þannig þjáð-
ust 4% íbúa Sarasota af þessu þunglyndi en
borgin liggur við 27. breiddargráðu. Hins
vegar var hlutfallið komið upp í ríflega 20%
í Nashua sem liggur við 43. breiddargráðu.
Rannsókn íslendinganna leiddi aftur á
móti í Ijós að aðeins 4,5% íbúa Interlake-hér-
aðsins í Manitoba þjást af skammdegisþung-
lyndi, en héraðið liggur við 51. breiddar-
gráðu. Hér er um að ræða óblandaða afkom-
endur þeirra íslendinga sem fluttu vestur um
haf í lok síðustu aldar. Og á íslandi þjást
11,6% íbúa af skammdegisþunglyndi en land-
ið liggur töluvert norður af 60. breiddargráðu.
Jóhann segir að rannsókn þeirra styðji
ekki kenningu Bandaríkjamanna en gefi
sterka vísbendingu um að náttúruval hafi
eytt skammdegisþunglyndi úr érfðavísum
íslendinga. í rannsókninni voru um 1.000
íslendingum sendir spurningalistar og var
svörun 61% en 300 Vestur-íslendingar fengu
sömu lista og var svörun þeirra 82%.
Sjá nánar á bls. 63.
örðum. Þórður segir ljóst að þessi
áhrif komi seinna fram ef samning-
urinn taki síðar gildi en stefnt hefur
verið að. Áþreifanlegustu áhrifin
hérlendis af EES-samningnum verði
af lækkun tolla á sjávarafurðum.
Þar væri um að ræða 1,5 til 2% af
verðmæti sjávarafurða eða sem
svaraði 1.100 til 1.500 milljónum á
ári. Tekur Þórður fram að deila
megp um það hvenær eða hvernig
áhrifin komi fram.
EES-frumvarpið er nú í biðstöðu
á Alþingi og verður það þar til utan-
ríkisráðherra kemur aftur af fundi
ráðherra EFTA-ríkja fyrir lok vik-
unnar. Samkvæmt drögum að sam-
komulagi milli stjórnar og stjórnar-
andstöðu átti að hefja aðra umræðu
um málið næsta laugardag en sam-
komulagið var með fyrirvara um
niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar í Sviss, að sögn Salóme Þor-
kelsdóttur forseta Alþingis.
Sjá nánar á miðopnu og þing-
síðu, bls. 36.
-------» » ♦-------
Metverð
fyrir karfa
HAUKUR GK fékk metverð fyrir
karfa í Bremerhaven í Þýska-
landi í gær, mánudag, eða 205,15
króna meðalverð fyrir kílóið.
Seld voru 114,5 tonn úr skipinu
fyrir 23,2 milljónir króna, eða
202,79 króna meðalverð, þar af 107
tonn af karfa fyrir 22 milljónir.