Morgunblaðið - 08.12.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.12.1992, Blaðsíða 43
_________________soer ,a jniOA(Knam»f ciiaA,iaviiroHOM -----------------MORGUNBLACIÐ ÞRIÐ3UDAGUR 8. DESEMBBR1« S1 43 Morgunblaðið/Kristinn Uppboð Kauphallarmótsins var að venju líflegt undir stjórn Haraldar Blöndals, sem stjórnað hefir öllum uppboðunum. Með- fylgjandi mynd er tekin þegar einn spilaranna, Valgarð Blön- dal, tilkynnir boð sitt. ugglega eins og fyrr sagði. Sævin Bjamason og Ragnar Bjömsson unnu síðustu lotuna eftir slakt gengi í mótinu. Hjördís og Ás- mundur urðu önnur og Gylfí Bald- ursson og Haukur Ingason urðu þriðju. Lokastaðan í mótinu: Hjördís Eyþórsd. - Ásmundur Pálsson 1437 GuðlaugurR.Jóhannss.-ÖmAmt)órsson 1231 SverrirArmannsson-MatthíasÞorvaldsson 993 Kristján Blöndal - Einar Svansson 949 ÞórðurBjömsson-BemódusKristinsson 750 Gunnl. Kris^ánsson - Hróðmar Sigurbjss. 615 Valur Sigurðsson - Sigurður Sverrisson 498 SímonSímonarson-JónasP.Erlingsson 384 Eigendur Sverris og Matthíasar fengu liðlega 134 þúsund kr. í arð, Kristjáns og Einars um 120 þús- und, Þórðar og Bemódusar tæp 90 þúsund, Gunnlaugs og Hróðm- ars liðlega 60 þúsund, Vals og Sig- urðar tæp 36 þúsund og Símons og Jónasar tæp 18 þúsund kr. „Stóm nöfnin“ gáfu lítinn arð í mótinu að þessu sinni, en það er einmitt það sem gerir þetta mót sérstakt og öðruvísi. Hins vegar mættu aðeins 26 pör og virðist sem spilarar séu svolítið feimnir við að láta bjóða í sig. Það hlýtur þó að fara af með áranum. Keppnisstjóri og reiknimeistari var Kristján Hauksson. Verðbréfa- markaður íslandsbanka sá um kauphöllina. Guðmundur Sv. Her- mannsson, varaforseti Bridssam- bandsins, sá um verðlaunaafhend- ingu og Elín Bjamadóttir, fram- kvæmdastjóri Bridssambandsins, hélt utan um mótið af sinni al- kunnu snilld. Lágafellskirkja Nýtt fjórtán radda orgel vígt Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson Þeir Björgvin, Karl og Jóhann voru langt komnir með uppsetningu orgelsins þegar ljósmyndara bar að garði en það verður vigt á sunnu- þegar gamla orgelið var keypt á Nýtt fjórtán radda pípuorgel verður vígt í Lágafellskirkju í sérstakri hátíðarmessu á sunnu- dag þar sem sóknarpresturinn séra Jón Þorsteinsson mun messa með aðstoð fyrrverandi sóknar- prests séra Birgis Ásgeirssonar og séra Braga Friðrikssonar prófasts. Orgelið er smiðað af Björgvin Tómassyni orgelsmið en hann hóf smíðina í jánúar á þessu ári. Uppaflega stóð til að smíða átta radda orgel en að sögn Björgvins er lofthæðin óvenju mikil af kirkju í þessari stærð og því möguleiki á stærra orgeli. Orgelið kostar á sjö- undu milljón en Björgvin sagði þetta lægra verð en eðlilegt gæti talist. Sagði hann að sambærilegt hljóð- færi frá Danmörku eða Þýskalandi myndi kosta ellefu til tólf milljónir. Björgvin lærði ogelsmíði í Þýskalandi í fjögur ár og vann þar önnur fjögur ár við smíðar. Þetta mun áttunda orgelið sem Björgvin smíðar eftir heimkomuna en hann er með verkstæði á Blikastöðum. Björgvin er einnig lærður tónmenn- takennari og kenndi í Mosfellsbæn- um áður en hann fór utan til náms. Sagði Björgvin það ótvíræðan kost fyrir sig að hafa uppsett orgel svo nærri sínum vinnustað upp á að geta sýnt væntanlegum viðskipta- vinum handverk sitt. Til þessa hefðu öll orgelin sem hann hefur smíðað hérlendis farið vítt um landsbyggðina og því óhægt um vik að nota þau til kynningar. dag. Auk Björgvins vinna við uppsetn- ingu orgelsins bróðir hans Karl og Jóhann Bjömsson framkvæmda- stjóri Lágafellsóknar en hann er trésmiður. Sagði Jóhann að orgel- kaupin væra fjármögnuð af sérstök- um orgelsjóði sem stofnaður var sínum tíma. Stærstu framlögin sagði Jóhann hafa komið frá Kven- félagi Lágafellssóknar en einnig hefðu margir velunnarar kirkjunnar látið fé af hendi rakna. Tvennir tónleik- ar Mezzoforte HLJÓMSVEIT- IN Mezzoforte heldur tónleika í veitingahús- I inu Edinborg í Keflavík á mið- vikudag og á Tveimur vinum í Reykjavík á fimmtudag. Hyómsveitin er nýkomin úr hljómleikaferð um Noreg, þar sem hún lék fyrir fullu húsi i nokkrum borgum og bæjum á sunnanverðu landinu. Rúm þijú ár era liðin síðan fólki gafst síðast kostur á að sjá Mezzo- forte á tónleikum hér á landi, en síðustu tónleikamir hér vora í Tunglinu í sumarbyijun 1989. Nú fór Tuborg, Ölgerðin hf., þess hins vegar á leit við hljómsveitina að hún héldi tvenna tónleika hér á landi og verða þeir, sem fyrr segir, í Edinborg og TVeimur vinum. Hljómsveitin Mezzoforte hefur verið starfrækt í 15 ár og allan tím- ann hefur sami kjami tónlistar- manna starfað innan hennar, þeir Eyþór Gunnarsson, píanó- og hljómborðsleikari, Friðrik Karlsson, gítarleikari, Jóhann Ásmundsson, bassaleikari og Gunnlaugur Briem, trommu- og slagverksleikari. Þá hafa þeir ýmist fengið til liðs við sig saxófónleikara, auka slagverks- leikara eða jafnvel söngvaraj þegar því hefur verið að skipta. I þetta sinn er það norski saxófónleikarinn Káre Kalve, sem er í för með fjór- menningunum, en hann hefur lengst af starfað með norsku hljóm- sveitinni Lava. Mezzoforte hefur gefið út fjölda hljómplatna um víða veröld og þessa dagana era þeir félagar að leggja drög að hljóðritun á nýju efni, sem áætlað er að komi út síðla næsta árs eða fyrrihluta árs 1994. HVÍTUR ASKUR Verð: 92.420 kr. stgr. Einnig ö11 heimilistæki fáanleg SkúöAogi 16, RefáaAk • BLAUPUNKT 28" sjónvarp með íslensku textavarpi og Nicam víðóm á ótrúlega lágu verði! Gunnar Ásgeirsson hf. Borgartún 24 • 105 Reykjavík Sfmi: 91-626080
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.