Morgunblaðið - 08.12.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.12.1992, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992 £961 HSIHMJtBHQ >1 jrJOALlUUlilM-'fTKIAJU'/iUUllOM--- NÝR FRAMHALDS- SKÓLIEÐA HVAÐ? eftirHjálmar Arnason Á síðustu misserum hefur opin- ber umræða um framhaldsskólann aukist nokkuð. Því miður hefur umræða þessi að mestu takmarkast við það hversu vondur framhalds- skólinn er og að hann sinni ekki hlutverki sínu. Þannig hafa heyrst háværar raddir um að stúdentspróf- ið sé markleysa, atvinnulífinu sé illa sinnt, nemendur flýi unnvörpum úr skólunum og þannig mætti áfram telja. Stjómmálamönnum er reyndar einkar kært að benda á mikilvægi góðrar menntunar og gamla klisjan um að auka beri tengsl atvinnulífs og skóla hljómar mjög gjaman vikumar fyrir kosn- ingar. Skrifari hefur efasemdir um að einhver djúp hugsun búi á ba- kvið klisju þessa, eða hvað eiga ménn við með því að efla skuli tengsl atvinnulífs og skóla? Á hinn bóginn má benda á að innan skól- anna á sér stað þróttmikið þróunar- starf og er miður að fjölmiðlar skuli ekki sýna því áhuga. Skólastarf snertir nánast öll heimili. Á samdráttartímum í efnahags- lífi þjóðarinnar hefur menntakerfið orðið fyrir barðinu á hinum al- ræmda niðurskurðarhnífi. Með flöt- um niðurskurði eru öll ráðuneyti ríkisins lögð að jöfnu. Þar em notuð önnur vinnubrögð en tíðkast t.d. í Evrópu, þar sem stjómvöld grípa gjaman til þess að styrkja mennta- 'kerfið á þrengingartímum, m.a. til þess að draga úr atvinnuleysi og efla starfsmenntun. Auðvitað spar- ast heilmikið með því að skera nið- ur útgjöld til menntamála en sá spamaður er hæpinn þegar til lengri tíma er litið. Skammtímasjónarmið em, illi heilli, allt of ráðandi við ákvarðanatöku hjá okkur íslending- um. Miklar mótsagnir birtast þegar því er annars vegar haldið á lofti að allt of margir nemendur sæki stúdentspróf, sbr. hinar hefðbundnu myndir af stúdentunum með hvítu kollana. Þá hefur sú árátta verið ráðandi að kreijast stúdentsprófs tii starfsmenntunar, t.d. hjúkmnar- fræði, fóstmnám o.s.frv. Raddir úr Háskóla íslands hafa hljómað og sagt stúdentsmenntun fara hrak- andi. Meira að segja hefur þeirri hugmynd verið velt upp að Háskól- inn hafí sérstakt inntökupróf fyrir umsækjendur sína. Þannig skynjar 16 ára unglingur annars vegar að stúdentspróf sé í sjálfu sér ekki merkilegt en fínnur síðan áherslur fjölmiðla og menntakerfísins um mikilvægi stúdentsprófsins. Flestir hljóta að vera á einu máli um að hvort tveggja sé það manníjandsamlegt og sóun verð- mæta þegar 35-40% nemenda gef- ast upp í framhaldsskóla. Stundum heyrast einfaldar skýringar á brott- hvarfí nemenda, s.s. að þeir séu heimskir, áhugalausir eða dekraðir. Sjaldnar er sú spurning upp borin hvort framhaldsskólinn, sem kerfí, þurfí að líta í eigin barm. Skrifari hefur starfað bráðum í tvo áratugi að kennslu- og skóla- málum. Allan þann tíma hafa um- ræðuefni á borð við þau er að ofan greinir verið til umræðu. Fólk virð- ist almennt sammála um að margt sé að en leggur svo blessun sína yfír ástandið með aðgerðarleysi. Þó að ýmsar breytingar hafí orðið inn- an framhaldsskólans þá snúast þær fyrst og síðast um kerfisatriði en hin stærri mál, þ.e.a.s. innihaldið, er óbreytt. í dag sækja um 90% árgangs framhaldsskólann og sam- félagið hefur breyst gífurlega mikið á 20 árum. Af þeim tveimur stað- reyndum má nokkuð ljóst vera að hinn staði Latínu-Gráni (eins og framhaldsskólinn er oft kallaður) er farinn að sparka heldur óþyrmi- lega í íslenska unglinga. Hverju þarf að breyta? Sá vandi, er lýst hefur verið hér að framan, verður vitaskuld ekki leystur með einföldum hætti. Lygi- lega oft hefur verið ályktað á ýms- um málþingum og samkomum um vanda þennan og fjölbreytilegar lausnir hafa verið kynntar. Sé reynt að safna ábendingum þessum sam- an má greina eitt ákall: Skipu- leggja þarf framhaldsskólann sem eina heild. Stefna yfirvalda mennta- mála er sú að framhaldsskólinn skuli vera fyrir alla. Ekki skal út- skýrt hvemig sú stefna hefur mót- ast en hún liggur eigi að síður fyr- ir. Skrifari leyfír sér að fullyrða að menntamálaráðuneytið hefur ekki lagað vinnu sína að hinni opinbem stefnu. Skýrt er tekið fram að með síðustu málsgrein er ekki veist að þvi ágæta fólki, er starfar í mennta- málaráðuneytinu, né heldur þeim pólitísku stjórnarherrum er þar hafa setið. Spjótum er beint að kerfí sem ekki hefur tekist að virkja. Afleið- ingin er sú að engin breyting hefur orðið á innihaldi framhaldsskólans þannig að Latínu-Gráni húkir þar og botnar ekkert í því fjölbreytta liði sem safnast á hann. Þá var nú öldin önnur ... Nú kann það að hljóma sem af- skaplega erfíð glíma að skipuleggja eins og eitt stykki framhaldsskóla- kerfí. Sé hins vegar raunvemlegur vilji til að taka á vandanum er málið e.t.v. ekki svo fiókið. í raun- inni hefur lausnin legið afskaplega lengi fyrir en stirðleiki kerfisins komið í veg fyrir að úr framkvæmd yrði. Á mynd nr. 1 má sjá útlínur framhaldsskóla fyrir alla sem hug hafa á, byggðar á umræðum skóla- fólks. Myndnr. 1: Nýp (ramhaldsskóli .. Stúdentspróf 2ár Starfsnám BfSlL. PwHI Framhaldsskólapróf Starfsnám Upphaf framhaldsskóla Grunnskóli Hjálmar Árnason „Við þurfum með öðr- um orðum að breyta viðhorfum okkar úr hinu íhaldssama stúd- entsprófi og taka ákvörðun um að koma á framhaldsskóla fyrir alla sem hug hafa á. Þá gætum við hugsan- lega talað með stolti um tengsl skóla og atvinnu- lífs og framhaldsskóla fyrir alla.“ Svo sem sjá má af mynd nr. 1 eru sett upp ákveðin skil eftir 2ja ára nám í framhaldsskóla. Ýmis rök styðja þessi skil: 1. Meirihluti nemenda í fram- haldsskólum sækir í stúdentsprófið. Sumir eiga ekkert erindi þangað en með framhaldsskólakerfi er þeim gefinn kostur á útgönguleið með fullri sæmd. 2. Nemendum gefst kostur á að endurskoða fyrri ákvörðun sína um stúdentspróf í ljósi breyttra að- stæðna, reynslu af framhaldsskóla- námi og af svipuðum forsendum. 3. Nemendur, sem ekki ætla sér íháskóla, geta lokið framhaldsskóla fyrr en venjulega. 4. Stúdentsbrautir verða með þessu móti ætlaðar sem undirbún- ingur fyrir háskólanám og má gera ákveðnar kröfur um inntöku á stúd- entsbrautir að loknu framhalds- skólaprófi. Hugsunin með framhaldsskóla- prófí er sú að nemendur geti á fyrstu tveimur námsárunum sínum í framhaldsskóla nokkurn veginn ráðið sjálfir hvað þeir læra. Þeir þurfa þó að gera sér grein fyrir því hvaða kröfur eru gerðar á einstök- um sérhæfðum brautum svo sem starfsmenntabrautum og stúdents- brautum. Þannig geta nemendur samræmt áhugasvið, getu sína og áhugamál. Til þess að hugmyndin verði virk verður að koma til mjög ítarleg og persónubundin náms- ráðgjöf í grunnskóla, á fyrstu tveimur árum framhaldsskólans og ekki síst þegar nemandi hefur lokið framhaldsskólaprófí. Þegar nemandi hlýtur braut- skráningu með framhaldsskólaprófi þarf að gera þá athöfn hátíðlega og hafa ekki síðri ljóma í kringum hana en við brautskráningu stúd- enta. Þá stendur nemandi enn á tímamótum, orðinn reynslunni rík- ari og þroskaðri en hann var við lok grunnskóla. Dæmi má taka af nemdanda sem kemur 16 ára gam- all í skóla og er ákveðinn í að verða stúdent án þess að gera sér grein fyrir því hvers vegna. Tveimur árum síðar lýkur nemandi þessi fram- haldsskólaprófí og verður þá að sækja fund námsráðgjafa áður en hann fær að halda áfram. Nemandi og námsráðgjafi geta þá skoðað námsárangur nemandans og hægt er að veita honum ráðgjöf um áframhaldandi brautarval og mætti þar t.d. vísa þeim nemendum hrein- lega frá stúdentsbrautum sem ekki eiga erindi þangað. Einnig má auka kröfur á stúdentsbrautum sam- kvæmt ábendingum háskólanna. Með þessu móti losna stúdents- brautir við þá nemendur sem ekki eiga erindi þangað og framhalds- skólinn lagar sig að kröfum háskól- ans. Síðast en ekki síst þá næst fram sparnaður af hálfu hins opin- bera með því að gefa nemendum kost á að ljúka námi fyrr en nú tíðkast. Vegna tryggðar okkar við marg- nefndan Latínu-Grána telur skrifari að framhaldsskólapróf þyrfti að verða skylda fyrir alla þá nemendur er hyggjast verða stúdentar í stað þess að gefa nemendum sjálfdæmi í þeim efnum. Hinar gleymdu brautir Á mynd nr. 1 sjást einnig aðrar námsbrautir. Ástæður þess að RADAl/Gl YSINGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR Kennarar athugið Vegna forfalla vantar kennara að Grunnskól- anum Djúpavogi frá áramótum í hálfa stöðu (15 stundir). Um er að ræða kennslu yngri barna (2.- 3. bekkur). Upplýsingar gefur Anna Bergsdóttir, skóla- stjóri, í síma 97-88836. Matvöruverslunin Veljum íslenskt Kleppsvegi 150 Vant starfsfólk óskast. Upplýsingar á staðnum milli kl. 10 og 16 í dag. Frá Kvennaskólanum í Reykjavík Vegna forfalla vantar frönskukennara í 23 tíma frá 12. janúar nk. í 5 vikur. Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans, sími 628077. Skólameistari. Góð fjárfesting 500 fm skrifstofuhæð Til sölu er skrifstofuhæð með vönduðum inn- réttingum miðsvæðis í Reykjavík. Er eigninni nú skipt í nokkrar einingar, sem leigðar eru út sjálfstætt. Hefur þessari eign verið sér- lega vel við haldið, bæði að utan og innan. Leigutekjur á ári eru nálægt 2,6 millj. Er þessi eign til sölu til trausts aðila og kemur þá til greina að lána mestan hluta andvirðis hennar. Söluverð er 21,9 millj. Þessi eign gæti hentað vel sem arðbær fjárfesting fyrir þann, sem vildi nýta hana að hluta og leigja út. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 812264 milli kl. 9 og 16. Aðalfundur Germaníu verður haldinn fimmtudaginn 17. desember 1992 kl. 20.30 í veitingahúsinu Búmanns- klukkunni, Amtmannsstíg 1. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. FÉLAGSLÍF □ Sindri 599208127 - FR. □ FJÖLNIR 59921208191 Jólaf. Jólafundur Húsmæðrafélags Reykjavíkur verður haldinn á Hótel Holiday Inn miðvikudaginn 9. desember kl. 20.00. Lesin verður jólasagan - Söngur - Tískusýning frá versluninni Stórum stelpum - Kaffihlaðborð - Stórglæsilegt happdrætti. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson flytur jólahugvekju. Allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Ath. breyttan fundarstað. □ HLÍN 5992120819 IV/V 1 Frl. I.O.O.F. Rb. 1 = 1421288 - Jv. □ EDDA 5992120819 III 2. AD KFUK Marfa Guðsmóðir Málfríður Finnbogadóttir hefur biblíulestur. Takið Biblíuna með. Allar konur eru velkomnar á fundinn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.