Morgunblaðið - 09.12.1992, Page 1
72 SIÐUR B/C/D/E
STOFNAÐ 1913
282. tbl. 80. árg.
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
*
Arás hindúa á mosku á Indlandi skapar hættu á trúarstríði
Ottast að óeirðir
breiðist út í músl-
imaheiminum
MUSLIMAR í nágrannaríkjum Indlands hafa brugðist ókvæða við
árás hindúa á mosku í indverska bænum Ayodhya á sunnudag og
óttast er að óeirðir og íkveikjur breiðist út í ríkjum múslima.
Reiðir múslimar gengu um götur ríkja músiima hið fyrsta.
nokkurra borga Pakistans í gær og
kveiktu í hrúgum af hjólbörðum.
Að minnsta kosti 23 biðu bana í
vesturhluta landsins, þeirra á meðal
fimm hindúsk börn og kona sem
urðu eldi að bráð á heimili þeirra.
Pakistanska stjórnin hvatti til að
boðað yrði til fundar hjá samtökum
Scala-óperan
Blístrað
á sjálfan
Pavarotti
Mílanó. Reuter.
CARLO Fontana, fram-
kvæmdastjóri Scala-óperunn-
ar í Mílanó, hótaði i gær að
grípa til harðra aðgerða gegn
uppivöðslusömum áhorfend-
um eftir að gerð höfðu verið
hróp að stórsöngvaranum
Luciano Pavarotti á frumsýn-
ingu óperunnar Don Carlos
eftir Verdi á mánudag.
Pavarotti fór þar með hlut-
verk Don Carlosar í fyrsta skipti
og áhorfendur létu óánægju sína
í ljós með því að blístra þegar
honum urðu á slæm mistök í
öðrum þætti óperunnar. í fjórða
þætti, eftir aríu þar sem Pava-
rotti söng um tár á himnum,
hrópaði einhver úr efstu og
ódýrustu svölunum: „f kvöld er
það Verdi sem grætur!"
Gagnrýnendur ítalskra blaða
rökkuðu sýninguna niður.
„Scala-veislan er búin að vera,“
sagði til að mynda í forsíðufyrir-
sögn dagblaðsins La Stampa.
Múslimar í Bangladesh kveiktu í
að minnsta kosti 30 hofum hindúa
víðs vegar um landið, lögðu eld í
heimili hindúa og létu greipar sópa
um eigur þeirra. „Heiðingjarnir hafa
troðið á trú okkar,“ sagði Rafiqul
Islam Miah, leiðtogi Þjóðernisflokks
Bangladesh sem fer með völdin í
landinu. Að minnsta kosti sex
manns hafa beðið bana í óeirðum í
Bangladesh vegna atburðarins á
Indlandi.
Múslimar réðust einnig á nokkur
hof hindúa í austurhluta Afganist-
ans og aðstoðarutanríkisráðherra
landsins afhenti sendifulltrúa Ind-
lands í Kabul bréf þar sem árásinni
á moskuna var mótmælt.
Kveikt var í fjórum hofum hindúa
í Bretlandi í gær og grunur leikur á
að múslimar hafí þar verið að verki.
Áætlað var í gærkvöldi að hart-
nær 400 manns hefðu beðið bana í
óeirðunum á Indlandi frá þvf á
sunnudag.
Sjá „Ekkert lát á óeirðun-
um ...“ á bls. 23.
Reuter.
Mótmælendur barðir
Pakistanskir óeirðarlögreglumenn lentu í hörðum stympingum í gær
við múslíma, sem reyndu að komast að sendiráði Indlands í höfuðborg-
inni Islamabad. Vildu þeir mótmæla því, að hindúar rifu niður mosku,
í bænum Ayodhya á Indlandi, á sunnudag. Að minnsta kosti 23 létu lífið
í átökum múslíma við hindúa og lögreglu víðs vegar um Pakistan í gær
og um 400 hafa fallið í óeirðum á Indlandi frá því á sunnudag.
Andstaða
við GATT
eykst í EB
Bonn. Reuter, The Daily Telegraph.
FIMMTÍU þúsund þýskir bændur
mótmæltu landbúnaðarkafla
GATT-samkomuIagsins í Bonn í
gær. Óku margir þeirra um borg-
ina á dráttarvélum og þeyttu
flautur þeirra óspart. Heybölum
var hent við inngang landbúnað-
arráðuneytisins og kveikt í
bandarískri bifreið og heyi fyrir
utan bandaríska sendiráðið.
Frakkar hafa verið harðastir í
andstöðu við landbúnaðarkafla
GATT og virðist stuðningur við
sjónarmið þeirra fara vaxandi innan
Evrópubandalagsins, sérstaklega
meðal landbúnaðarráðherra EB-
ríkjanna. Bendir nú flest til að ekki
muni nást samkomulag um land-
búnaðarmálin á leiðtogafundi EB í
Edinborg í næstu viku.
Nýjar kröfur
Á fundi utanríkisráðherra og land-
búnaðarráðherra EB í Brussel
fengu Frakkar óvæntan stuðning
frá ítölum, Spánveijum, Portúgöl-
um, írum, Belgum og Grikkjum og
var fundinum hastarlega slitið seint
um kvöld. Krafðist Roland Dumas,
utanríkisráðherra Frakklands, þess
að Bandaríkjamenn myndu gera
tilslakanir varðandi þjónustuvið-
skipti áður en vinnu við landbúnað-
arkaflann yrði lokið.
Yfirmaður franska hersins vill hernaðaraðgerðir í Bosníu
Ibúum Sarajevo leyft
að fara frá borginni
Fjárfestar
hræðast
öfgamenn
Frankfurt. Reuter.
HILMAR Kopper, æðsti sljórn-
andi Deutsche Bank, stærsta
banka Þýskalands, sagði i gær
að hann yrði var við miklar
áhyggjur erlendis vegna upp-
gangs hægri öfgamanna í land-
inu.
Þýskir Ijölmiðlar hafa greint frá
því að tveir bandarískir bankar
hafi hætt við fjárfestingar í austur-
hluta Þýskalands vegna árása þar
á útlendinga og einnig munu fjár-
festar frá Italíu og Þýskalandi hafa
hrökklast frá áformum sínum.
Sanyevo, Pale, Bosníu. Reuter.
BOSNÍSKIR Serbar gáfu í gær-
kvöld út yfirlýsingu um að öll-
um sem vildu yrði heimilað að
yfirgefa borgina Sarajevo. Yfir-
lýsingin var birt af serbnesku
fréttastofunni SRNA og sagði í
henni að öryggi þeirra, sem i
engin hús hefðu að venda, yrði
tryggt og þeim séð fyrir mat
og húsaskjóli í Sprska-lýðveld-
inu, sem er það heiti er Bosníu-
Serbar hafa gefið landssvæð-
inu.
Serbneskar sveitir hafa setið um
Sarajevo í átta mánuði og hefur
íbúum borgarinnar, sem telja um
380 þúsund, verið meinað að yfir-
gefa hana. Hafa þeir þurft að reiða
sig á matarsendingar frá Samein-
uðu þjóðunum en þær sendingar
hafa fallið niður á síðustu vikum
vegna harðra bardaga í kringum
borgina.
Serbar héldu uppi stöðugum
eldflaugaárásum á Sarajevo í allan
gærdag og skriðdrekasveitir lok-
Reuter.
Félagar kvaddir
Vélbyssuvopnaður maður stendur vörð á meðan tveir bosnískir
Sarajevo-búar, sem féllu er þeir reyndu að verja borgina gegn árásum
Serba, eru bornir til grafar. Rúmlega tuttugu íbúar Sarajevo hafa týnt
lífi og um hundrað særst í átökum síðasta sólarhrings.
uðu borgina algjörlega af frá um-
heiminum. Átök síðustu daga hafa
vakið upp á ný kröfur á alþjóða-
vettvangi um að Vesturlönd skar-
ist í leikinn. Jaqcues Lanxade, yfir-
maður franska hersins, sagði í gær
að hann teldi ljóst að grípa yrði
til hernaðaraðgerða gegn Serbum
til dæmis með því að framfylgja
með afli flugbanni yfir Bosníu.
Hann sagðist þó vona að ekki yrði
að grípa til allsheijar árásar en
bætti við að öfl innan Sameinuðu
þjóðanna væru að missa þolin-
mæðina. Malcolm Rifkind, varnar-
málaráðherra Bretlands, sagði
hins vegar að ekki kæmi til greina
að nota hersveitir þó svo að SÞ
myndi herða aðgerðir á öðrum
sviðum.
Talið er, að yfirlýsing Serba í
gærkvöldi, um að íbúar Sarajevo
mættu yfirgefa borgina, hafi einna
helst verið gefin út til að slá á
kröfur um að hervaldi yrði beitt
gegn þeim.