Morgunblaðið - 09.12.1992, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992
Fjölmiðlun vill 23 millj.
frá Eignarhaldsfélagi
FJÖLMIÐLUN sf. hefur ákveðið
að hðfða mál á hendur Eignar-
haldsfélagi Verslunarbankans og
krefst 23 milljóna króna, með
dráttarvöxtum frá 9. janúar 1990.
Sú upphæð er munur á kaupverði
Fjölmiðlunarmanna á hlutabréf-
um í Stöð 2 og raunverulegu and-
virði þeirra að mati dómkvaddra
matsmanna.
Fjölmiðlunarmenn keyptu hluta-
bréf í íslenska útvarpsfélaginu, Stöð
Hentu sér
út áður
en bíllinn
fór út af
„BÍLLINN stöðvaðist nokkrar
sekúndur á brún vegarins og
við náðum að henda okkur út
áður en við sáum eftir honum
tuttugu, þijátíu metra ofan
skriðurnar. Maður var nú
frekar strekktur á eftir og fer
ábyggilega varlega á þessum
slóðum á næstunni." Svona
lýsir Víðir Björnsson á Hamri
við Djúpavog atvikum gær-
dagsins, en hann slapp naum-
lega ásamt félaga sínum þeg-
ar bfll þeirra rann í hálku og
fauk út af veginum niður tals-
verðan bratta.
„Við fundum í Rauðu skrið-
um, um sex kílómetrum sunnan
Djúpavogs, hvemig bíllinn fór
að renna aftur á bak niður
brekku," segir Víðir. „Það var
hálka og slagviðri og enginn
kantur á veginum. Pallbíllinn
sem við vorum á hefur verið of
léttur, hann fauk niður snar-
bratta skriðu."
„Við fórum niður að honum
og sýndist hann ekki vera mikið
skemmdur. En líklega hefði bíll-
inn oltið og gereyðilagst hefðum
við verið í honum. Við sluppum
þó heilir á húfí og þurftum ekki
að bíða lengi eftir bíl sem við
fengum far með.“
2, fyrir 150 milljónir króna þann 9.
janúar 1990. Fljótlega mótmæltu
þeir þó kaupverðinu sem of háu, þar
sem staða félagsins væri mun verri
en Verslunarbankinn hefði veitt upp-
lýsingar um.
Dómkvaddir matsmenn skiluðu
niðurstöðum sínum í lok maí í vor
og töldu, að bréfin hefðu verið of-
metin um 23 milljónir króna, því
verðmæti þeirra hefði í raun verið
127 milljónir. Fjölmiðlun sf. hefur
því ákveðið að höfða mál á hendur
Eignarhaldsfélaginu, til að fá þenn-
an mismun greiddan. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins verður
stefnan birt í dag, en málið þingfest
á þriðjudag, 15. desember.
------♦ --------
Eggjaverð
er óbreytt
VERÐ á eggjum hefur haldist
óbreytt í stórmörkuðum síðan í lok
nóvember. Var þá haft eftir Geir
Gunnari Geirssyni, eggjabónda,
að hann teldi að verðstríðið myndi
standa stutt. Einkum vegna þess
að verð á fóðri hefði hækkað um
6% strax eftir gengisfellingu.
Ódýrustu eggin kosta 132 kr. kíló-
ið í Bónus.
Blaðamaður Morgunblaðsins
kannaði kílóverð á eggjum í nokkrum
stórmörkuðum í gær. Kom þá í ljós
að verðið var hið sama og 26. nóvem-
ber sl.
Sama verð er á eggjum í Hagkaup
og Fjarðarkaup, eða 198 kr. fyrir
kílóið. Mikligarður býður egg á 149
kr. kílóið en Iægsta verðið er í Bón-
us, 132 kr. fyrir hvert kíló af eggjum.
Sjúkraliðafélag íslands samdi í anda þjóðarsáttar
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Samningar í höfn
Gerð var grein fyrir nýgerðum
kjarasamningi sjúkraliða og við-
semjenda þeirra á fundi trúnaðar-
mannaráðs sjúkraliða eftir að
undirritun hans var frágengin í
gær. Atkvæðagreiðsla um samn-
inginn fer fram næstkomandi
mánudag. Á innfelldu myndinni
má sjá samningsaðila undirrita
samninginn.
Morgunblaðið/Sverrir
Ágreiningi vísað til Félagsdóms
SJÚKRALIÐAR fá 1,7% launahækkun og 8.000
kr. orlofsuppbót frá 1. október samkvæmt nýund-
irrituðum kjarasamningi Sjúkraliðafélagsins og
viðsemjenda. Gert er ráð fyrir að sjúkraliðar á
landsbyggðinni, sem eru í starfsmannafélögum,
haldi launahækkun frá því í vor og starfsfélagar
þeirra á landsbyggðinni í Sjúkraliðafélaginu fái
sömu hækkun frá sama tíma, þ.e. maí.
Ný launatafla fyrir sjúkraliða á höfuðborgarsvæðinu
tekur gildi samkvæmt samningnum og verður minni-
háttar breyting á röðun í launaflokka. Kjarasamning-
urinn gildir fram í mars á næsta ári.
Kristín Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags-
ins, sagði að komist hefði verið að samkomulagi varð-
andi ágreining um eftirmála vegna vinnustöðvunar
sjúkraliða. „Mér hefur verið stefnt í félagsdómi fyrir
hönd félagsins. Ef niðurstaða dómsins verður sú að
við höfum staðið í ólöglegum aðgerðum verður ekki
dregið af sjúkraliðum í tvöfaldri yfirvinnu heldur varð
samkomulag um að dagur kæmi á móti degi. Séu
sjúkraliðar taldir í rétti verður ekkert dregið af launum
þeirra,“ sagði Kristín.
Eldur í húsi
Landssamband íslenskra útvegsmanna víll að sjómenn taki þátt í þróunargjaldinu
Sjómenn segjast hafna
slíkri hugmynd alfarið
í Fossvogi
ELDUR kom upp í Iofti íbúðar-
húss við Grundarland í Fossvogi
í gærkvöldi. Slökkvilið var kvatt
á staðinn en eldurinn slokknaði
meðan það var á leiðinni þegar
rafmagn sló út.
íbúar hússins urðu varir við reyk
úr lofti anddyris undir klukkan hálf
níu og kölluðu strax á slökkvilið.
En áður en það bar að var reykur-
inn að mestu horfinn og þegar tekn-
ar voru plötur úr vegg og lofti kom
í ljós að rafleiðsla hafði leitt út og
valdið eldi. Skemmdir urðu ekki
teljandi.
/ dag
Áhyggjur af útflutningi_______
Nærrí níu af hverjum tíu lands-
mönnum hafa áhyggjur af versn-
andi afkomu útflutningsgreina 4
Samsæriskenningar_____________
Óbirtar segulbandsupptökur gefa
Bandaríkjamönnum tilefni til nýrra
samsæriskenninga um Nixon 22
Brjóstkrabbamein
Breytt meðferð kvenna með brjóst-
krabbamein gæti aukið lífslíkur
þeirra 25
Leiðari
Vopnavald í þágu mannúðar 24
Sjávarútvegsráðherra segir stjóravöld ekki munu skipta sér af kjaramálum sjómanna
KRISTJÁN Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegs-
manna segir að verði þróunargjaldið sem stjórnvöld hyggjast leggja
á útgerðina frá árinu 1996 ekki lagt á óskipt aflaverðmæti muni LIÚ
verða að sækja málið með kröfum á hendur sjómönnum, í samningavið-
ræðum við þá. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiski-
mannasambandsins hafnar þessari hugmynd LÍÚ alfarið og segir út-
gerðarmenn hafa undirbyggt það í allmörg ár með kvótaviðskiptum
sínum, að hér yrði lagt á auðlindagjald. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi að stjórnvöld
myndu engin afskipti hafa af kjaramálum sjómanna. Það yrðu útgerð-
armenn og sjómenn að gera út um i frjálsum samningum sín á milli.
Stjórn LÍÚ kom saman til fundar
í fyrradag og ályktaði um efna-
hagsráðstafanir ríkisstjómarinnar:
í ályktun LÍÚ segir m.a.: „Stjóm
Bækur
► Ódysseifur eftir James Jo-
yce. Bréf Jóhanns Jónssonar.
Tröllakirkja Ólafs Gunnarsson-
ar. Sæfari Þorsteins frá Hamri.
Skáldsaga Singers.
LÍÚ mótmælir harðlega áformum
ríkisstjórnarinnar um sértækar að-
gerðir, sem miða að því að stofna
enn einn sjóðinn. Hlutverk þessa
r
Ur verinu
► Bátar enn að veiðum þó kvót-
inn hafi verið seldur af þeim -
Aflaverðmæti 7 vannýttra teg-
unda gæti orðið 3,5 milljarðar
Fiskpaté úr vannýttu hráefni
svokallaða Þróunarsjóðs er að inn-
heimta sérstakt veiðileyfagjald af
sjávarútveginum, sem er jafn órétt-
látur skattur og aðstöðugjaldið,
sem nú er ákveðið að fella af fyrir-
tækjum í landinu ...“
í lok ályktunarinnar segir:
„Verði þetta gjald lagt á telur stjóm
LÍÚ eðlilegt að gjald þetta verði
tekið af óskiptu aflaverðmæti, þar
sem launakjör sjómanna era byggð
á hlutaskiptum, sem ákvarða tekjur
þeirra og aflaverðmæti.“
Krislján sagði í gær, þegar
Morgunblaðið spurði hann hvort
Myndosögur
► Drátthagi blýanturinn — Jóla-
gjafir — Leyndarmálið — Myndir
ungra listamanna — Pennavinir
— Leikir—Þrautir
LÍÚ teldi raunhæft að gera kröfu
til þess að sjómenn tækju á sig
slíka kjaraskerðingu, sem fælist í
því að lokaorðum ályktunar LÍÚ
yrði hrint í framkvæmd: „Að sjálf-
sögðu er það raunhæft. Ef ríkis-
valdið ætlar að setja þetta á veið-
amar sem slíkar og láta veiðamar
standa undir þessu, þá era sjó-
mennirnir hluti af veiðunum.“
„Ef það verður ekki, þá verðum
við bara að koma fram með kröfur
við sjómennina og semja um þetta,"
sagði Kristján þegar hann var
spurður hvort hann teldi að stjórn-
völd yrðu fáanleg til þess að semja
reglugerð um Þróunarsjóð sjávar-
útvegsins, sem tæki tillit til þessara
óska LÍÚ.
„Við höfnum þessari kröfu LÍÚ
alfarið," sagði Guðjón A. Kristjáns-
son, formaður LÍU, í samtali við
Morgunblaðið í gær. „Þeir eru bún-
ir að eiga þessi kvótaviðskipti sín
nú í nokkur ár og þeir era búnir
að undirbyggja þetta auðlindagjald.
Þeir geta átt þessi viðskipti sín,
alveg sjálfír. Það hefur enginn séð
um að koma þeim á nema LÍÚ.“
Sjávarútvegsráðherra var spurð-
ur hvort hugsanlegt væri að stjóm-
völd tækju tillit til framangreindrar
ályktunar LÍÚ, þegar reglugerð um
Þróunarsjóð sjávarútvegsins verður
samin: „Stjórnvöld munu ekki hafa
nein afskipti af kjaramálum sjó-
manna. Það verða útgerðarmenn
og sjómenn að gera út um í frjáls-
um samningum sín á milli,“ sagði
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra.