Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992
17
Er er er er og er
er þegar og sem
eftir Heimi Má
Pétursson
í blaða- og fréttamennsku verða
stundum til tískuorð og frasar, sem
ganga aftur í hverri fréttinni^á fætur
annarri. Þessi tískuorð geta oft og
tíðum verið hvimleið og geta jafnvel
breyst í málfarsmengun nái þau að
verða útbreidd. Ég er ekki einn af
þeim sem næ ekki andanum yfir
spillingu íslenskrar tungu. Tungu-
máiið hlýtur að þróast og breytast
ef það á annað borð á að lifa. Ég
er heldur enginn íslenskuspekingur
og málfarströll og hef oft verið stað-
inn að því bæði að mæla og skrifa
tómt bull. Engu að síður er einn
draugur í tungutaki blaða- og frétta-
manna sem fer óttalega í taugamar
á mér, en það er vond notkun á orð-
inu „er“.
Maður heyrir æ oftar setningar
eins og þessar í fréttum: „Er forsæt-
isráðherra hélt stefnuræðu sína i
gærkvöldi..." og „Slysið er við sögð-
um frá í gær...“. Í fyrri setningunni
hefði verið eðlilegt að nota orðið
„þegar“ en í þeirri seinni „sem“.
Starf blaða- og fréttamanna felst
í því að segja fréttir á máli sem allir
skilja. Frétt á að vera sögð á eins
einfaldan hátt og mögulegt er. Við
lendum oft í því að viðmælendur
okkar em illskiljanlegir og stundum
jafnvel óskiljanlegir. Þegar svo ber
undir eigum við að komast að því
hvað maðurinn vildi í raun og veru
segja og skila því síðan til almenn-
ings á skiljanlegu máli. Það sem
meira er, við eigum að tala og skrifa
sem líkast því sem fólk gerir í dag-
legri umgengni sinni hvert við ann-
að. Þegar sérfræðingur í peninga-
málum þjóðarinnar segir okkur að
„staðan sé svona og hinsegin miðað
við verga þjóðarframleiðslu á föstu
gengi ársins 1992“ eigum við að
túlka mál hans yfir á daglegt mál.
Það segir enginn: „Er ég kom f
vinnuna í morgun hitti ég manninn
er fann upp handsprengjuna." Fjöl-
miðlamaður sem útbíar fréttir sínar
með rangri notkun á þessu orði
myndi ekki einu sinni taka svona til
orða. En hvers vegna gerir hann það
í fréttum? Það er ómögulegt að segja.
Ein skýring gæti verið að honum
finnist annars hversdagsleg setning
að eðlilegast væri að allir gætu kom-
ið sér ofan í jörðina látnir fyrir ekki
neitt og að þessi óhjákvæmilegi þátt-
ur mannssögunnar yrði þannig á
kostnað allra. En það stríðir að sjálf-
sögðu gegn frelsinu. Þess vegna
verða svona gamaldagsjafnréttis-
sjónarmið brátt úrelt hjá stjómvöld-
um þó að meirihluti þjóðarinnar að-
hyllist það sjónarmið eins og kunn-
ugt er. Þar kemur að þeim samevr-
ópska vanda að þjóðimar virðast
ekki vera í takt við ríkisstjómimar
eins og fréttamaðurinn komst að
orði í spumingu sinni til ráðherrans
þó að ég héldi áður að vandinn væri
sá að ríkisstjómimar em ekki í takt
við þjóðimar.
Rökrétt framhald þessa máls væri
svo að sjálfsögðu það að framboð
og eftirspum réði verðlaginu á
greftrunum; þannig lækkar verðið
væntanlega þegar drepsóttir geysa
en hækkar þegar heilsufarið batnar.
Þessi vandamál mun Hannes Hólm-
steinn vafalaust taka fyrir í ein-
hverri útvarpshugvekju núna á jóla-
föstunni fyrst hann er búinn með Jón
Þorláksson.
Ég hef tekið eftir því að sumir
hafa tekið þessari afstöðu Verslunar-
ráðsins sem gríni; það er mikill mis-
skilningur. Framkvæmdastjóri
Verslunaráðsins er jafnframt alþing-
ismaður, formaður þingmannanefnd-
ar íslands í EFTA-málum. Hann veit
því hvað hann syngur. Varamaður
hans á Alþingi er Hjálmar Jónsson.
Langalangafi Hjálmars var Bólu-
Hjálmar sem kvað „grófin móti gap-
ir köld“. Það mun nú breytast: Gröf-
in móti gapir fijáls.
hljóma betur ef hann setur „er“ í
staðinn fyrir „þegar“ og „sem“. Fjöl-
miðlamanninum kann að finnast
setningin fyllri og merkilegri fyrir
vikið. En þar er hann á villigötum.
Orðið „er“ er eitt algengasta orðið í
íslensku máli og gegnir þar mikil-
vægu hlutverki, sbr.: Maðurinn er
kominn, maðurinn er sekur og svo
framvegis.
Málfarsfróður maður segir mér að
í sögu íslenskunnar sé það mjög
sjaldgæft að nota „er“ á þann hátt
sem nú er í tísku. Það sé helst að
finna þessa notkun í biblíumáli eða
Heimir-Már Pétursson
í stólræðum presta sem gjaman vilja
hljóma hátíðlega. Þessi ranga notkun
á orðinu tilheyrir sömu uppskafning-
unni í máli og þegar menn setja „þér“
og „yður“ inn í miðjan texta sem að
öðru leyti er ekki skrifaður í þéring-
um. Það er mun fallegra og eðlilegra
mál að segja: „Þegar slysið varð“ en
„Er slysið varð“. Það er mál sem
almenningur villist ekki á og það er
mál sem almenningur talar. I örfáum
undantekningartilvikum getur verið
réttlætanlegt að nota „er“ í fyrirsögn
ef plássið leyfir ekki annað. En í
langflestum tilvikum getur blaða-
maðurinn breytt fyrirsögninni þannig
að hún passi í það pláss sem honum
er gefíð og lagað hana að venjulegu
talmáli.
Höfum hugfast að er er er þegar
einhver eða eitthvað er, en ekki þeg-
ar og sem.
Höfundur er fréttamaður
Stöðvar 2.
Samtök dag-
mæðra styðja
formann sinn
STJÓRN og nefndir, sem starfa
fyrir Samtök Dagmæðra, hafa í
fréttatilkynningu til Morgunblaðs-
ins lýst yfír stuðningi við formann
samtakanna, Selmu Júlíusdóttur og
um leið harma þessir aðilar vinnu-
brögð Höllu Hjálmarsdóttur dag-
móður gegn formanninum. Lýsir
stjómin og nefndimar því yfir að
þau munu ekki eiga samstarf við
Höllu og stuðningslið hennar.
Súsanna Haraldsdóttir varafor-
maður samtakanna ritar undir
ályktunina fyrir hönd 22ja dag-
mæra í stjóm og nefndum Samtaka
dagmæðra í Reykjavík.
EIGÖM
PHILIPS
MlMNnMGn
NYTT HEIMSMET
95 SEKÚNDUR!
Það er sá tími sem það tekur að spóla þriggja
tíma myndbandsspólu til baka eftir upptöku-
eða áhorf. Þetta þýðir að þú getur nýtt tíma
þinn betur. Skemmri tími fer í það að spóla
fram og tilbaka og leita að tilteknum þáttum
á spólunni. Með nýju HiFi víðóms Matchline
myndbandstækjunum fylgir mjög nákvæm
fjarstýring. Á henni eru færri takkar en á öðrum
sambærilegum fjarstýringum - þökk sé allri innbyggðu
sjálfvirkninni í myndbandstækinu. Stafrænar upplýsingar í Iitlum
glugga á fjarstýringunni gefa þér jafnóðum upplýsingar um stöðu upptökumála.
PHIUPS
Heimilistæki
SÆTÚNI 8 • SÍMI: 69 15 15 • KRINGLUNNI • SÍMI: 69 15 20
PHILIPS
þegar skerpan skiptir málil
Höfundur er níundi þingmaður
Reykvíkinga.