Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992 Framtíðarþróun og möguleik ar íslenzks byggingariðnaðar brothec SAUMAVÉLAR n-i#o • Allir nytjasaumar • • Sjálfvirkt hnappagat • • Loksaumur • • Teygjanl. beinn saumur • • Skrautsaumar • \Ver5 frá kr.l 8.900 stgr. Námskeið innifalið VÖLUSTEINNhf Faxofen 14, Sími 679505 Umboðsmenn um oltt land. Gjafaverð Kertastjakar 3 stærðir » f 5rí ' ' ' 'i£íí5§ a. ^ Svartir kr. 3.200,- Gylltir kr. 4.500,- Smiðjuvegi 2 - Sími 672110 eftir Júlíus Sólnes Hverjar eru framtíðarhorfur í íslenzkum byggingariðnaði eða ís- lenzkri mannvirkjagerð? Ef þetta hugtak er túlkað á nokkuð breiðum grundvelli má tala í einu um störf tækniráðgjafa, hönnuða bygg- ingarmannvirkja, framkvæmdaað- ila og verktaka og verkefni þeirra innanlands sem utan. íslenzkur byggingariðnaður á tímamótum! Það setur hroll að mönnum. Ef eitt- hvað er talið vera á tímamótum eða á krossgötum táknar það yfirleitt, að gjaldþrotið sé skammt fram undan. Ef ég væri svartsýnn, eins og flestir íslendingar virðast vera þessa stundina, er ekki sérlega bjart framundan og ætti þessi grein aðallega að fjalla um það með hvaða hætti starfsmenn í bygging- ariðnaði geta fundið sér einhver önnur störf eða verkefni. Hvernig getum við endurhæft okkur til allt annarra starfa, því ekkert bendir til þess að lát verði í náinni fram- tíð á þeim samdrætti sem hefur orðið í mannvirkjagerð á íslandi. Verktakafyrirtæki beijast í bökk- um, framkvæmdir á Keflavíkur- flugvelli virðast allt eins geta lagzt alveg niður og herinn kvatt. Búið er að yfírfylla markaðinn af verzl- unar- og skrifstofuhúsnæði, og verulegur samdráttur er líklegur í byggingu íbúðarhúsnæðis. Uti á landi eru flest öll verkefni í mann- virkjagerð gufuð upp nema nokkur jarðgöng og félagslegar íbúðir á stöku stað. í nær öllum fréttatím- um útvarps og sjónvarpsstöðva er fjallað um hversu mörgum hafi verið sagt upp hér eða þar hjá verk- takafyrirtækjum og öðrum at- vinnurekendum. Þótt minna beri á því, er einnig orðið vart við tölu- vert atvinnuleysi eða vinnusam- drátt hjá ráðgjafarfyrirtækjum sem vinna við að skipuleggja nýja mannvirkjagerð, sem segir sína sögu. Já! það er ekki mikil ástæða til bjartsýni myndu flestir segj. Meira að segja er það álit margra, að ástandið muni fremur fara versnandi. Nú er ég bjartsýnismaður að eðlisfari. Þess vegna er það mjög fjarri mér að halda áfram umfjöllun í þessum neikvæða tón og mun ég heldur reyna að benda á þær leið- ir, sem hugsanlegar eru, til að afla nýrra verkefna eða skapa ný tæki- færi fyrir íslenzka mannvirkjagerð. í fljótu bragði má segja að slík verkefni verða fyrst og fremst að fínnast erlendis. Það er erfitt að eygja hvernig við getum skapað ný verkefni innanlands án mikillar erlendrar lántöku. Sumir virðast að vísu halda að sama dag og EES-samningurinn taki gildi, muni allar fugvélar til íslands fyllast af útlendingum með vasana fulla af peningum sem þeir ætla að fjár- festa fyrir á íslandi. Ekkert slíkt Til leigu í Dalshrauni 15, Hafnarfirði Á jarðhæð í Dalshrauni 15, Hafnarfirði, höfum við til leigu 213 m2 húsnæði, einn salur, til innrétt- inga að eigin vild. Húsnæðið er við hliðina á verslun BYKO í Hafnar- firði, og hentar mjög vel til verslunarreksturs. Einnig er húsnæðið tilvalið sem skrifstofu-/lager- húsnæði. Gluggar eru bæði til norðurs og suð- urs. Rafmagn er til staðar fyrir iðnað. Næg bílastæði eru við Dalshraun. Hverfið er nú eitt aðal viðskipta- og verslunarhverfi Hafnar- fjarðar. Vinsamlega hafið samband við Jón Þór, vinnu- sími 651600, heimasími 641642. mun gerast að mínu mati, og er eins gott, að við höldum áfram að leita allra leiða til að styrkja at- vinnulíf okkar, með eða án EES. Guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur. Verkefnaleit erlendis. Það er síður en svo auðhlaupið að því að finna verkefni erlendis, hvort sem er á sviði ráðgjafa eða verktaka. Þetta hefur hins vegar ekki vafízt fyrir frændum okkar á hinum Norðurlöndunum. Þar gera t.d. tækniráðgjafar ráð fyrir, að 25%-30% af öllum verkefnum komi erlendis frá. Þeir eru algerlega háðir slíkum verkefnum. Annars væri atvinnuleysi meðal verkfræð- inga og arkitekta og annarra tæknimanna alveg óbærilegt. Sama gildir um verktakafyrirtækin, sem sækja verkefni _sín að stórum hluta erlendis frá. íslenzkir ráðgjafar hafa eytt mikilli vinnu í að leita uppi verkefni erlendis, en árangur hefur ef til vill ekki orðið eins mik- ill og erfiðið. Virkir-Orkint, eða Virkir, eins og það fyrirtæki hét hér áður fyrr, náði í nokkur jarð- varmaverkefni á vettvangi Samein- uðu þjóðanna og í samstarfi við erlend verkfræðifyrirtæki m.a. f Kenýa og víðar á árunum 1970 til ’80, en verkefnaleit hin síðari miss- erin virðist ekki hafa borið nægjan- leg góðan árangur, því miður. Þá hefur mikið verið reynt að ná verk- efnum á sviði sjávarútvegs, og hef- ur ráðgjafarfyrirtækinu Icecon eitt- hvað orðið ágengt. Þetta er því síð- ur en svo auðvelt, enda samkeppn- in mikil. Ráðgjafarfyrirtæki á hin- um Norðurlöndunum njóta mikils stuðnings stjómvalda með öfluga utanríkisþjónustu sem bakhjarl og fulltrúar landanna vaka yfír hveiju fótmáli hjá Alþjóðabankanum í Washington og Sameinuðu þjóðun- um í New York. Þeir vita af nýjum verkefnum jafnvel áður en þau verða til og eru þá búnir að negla þau um leið. Það verður því að reyna einhveijar nýjar leiðir í þess- um efnum. Alþjóðastofnanir svo sem Al- þjóðabankinn og Þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna eru að fara inn á þá braut að fela heimamönn- um meira frumkvæði í vali á ráðg- jöfum og verkefnum, sem þessar stofnanir styrkja. Það þarf því að leita verkefnin uppi í því landi, þar sem þau verða til, áður en útsend- arar keppinautanna komast að þeim. Á þennan hátt getum við ef til vill átt möguleika. Með hliðsjón af þessu hef ég sjálfur verið að undirbúa stofnun alþjóðlegs ráð- gjafarfyrirtækis í samvinnu við tvö verkfræðifyrirtæki í Mið-Ameríku, annað í Mexíkóborg, en hitt í Costa Rica. Er hugmyndin sú, að Mið- Ameríkufyrirtækin leiti uppi verk- efni á heimaslóðum sínum, sem lík- legt er, að Sameinuðu þjóðirnar eða alþjóðabankinn muni styrkja og reyni að ná síkum verkefnum í nafni samsteypunnar, jafnvel áður Júlíus Sólnes „Það þarf því að leita verkefnin uppi í því landi, þar sem þau verða til, áður en út- sendarar keppinaut- anna komast að þeim. Á þennan hátt getum við ef til vill átt mögu- leika.“ en leitáð er til alþjóðastofnana um stuðning. íslenzkir ráðgjafar myndu síðan leggja til tækniþekk- ingu og starfslið bæði við vinnu að verkefnum á íslandi og í því landi, þar sem þau eiga sér stað. Er þá aðallega verið að hugsa um verkefni í Mið- og Suður-Ameríku, en búast má við því, að þar verði víða mikill efnahagslegur uppgang- ur á næstu árum. Hefur Verkfræði- fyrirtækið Byggð hf. þegar tekið að sér tvö verkefni fyrir mexíkóska samstarfsfyrirtækið, sem sé að reikna burðarvirki í 23 hæða verzl- unar- og skrifstofubyggingu í Acapulco og annarri 18 hæða turn- byggingu í Mexíkóborg. íslenskir verktakar á erlendri grund Sumir kunna nú að spyija hvort það hjálpi eitthvað íslenzkri mann- virkjagerð að fá ráðgjafarverkefni út í heimi. Það gerir það vissulega að mínum dómi. Eiginleg fram- kvæmdaverkefni á sviði verktaka geta neffnilega fylgt í kjölfarið og þar á eftir sala á tæknibúnaði. Mig langar til að taka eitt lítið dæmi um þetta. Fyrir um það bil 6 árum tók ég að mér að annast alla verk- fræðivinnu í sambandi við endur- byggingu á 140 ára gömlu húsi í Kaupmannahöfn. Húsið á Non- egade 43 er 6 hæðir og var byggt skömmu eftir Napóleonsstyijald- irnar. Það er því friðað í flokki B, sem þýðir, að ekki mátti breyta ytra útliti hússins. Hins vegar mátti endumýja allt innan dyra og breyta Aðventutónleikar I Arbæjarkirkju AÐVENTUTÓNLEIKAR verða haldnir í Árbæjarkirkju fimmtudaginn 10. desember kl. 20.30. Flytjendur eru: Kirkjukór Ár- bæjarkirkju, kirkjukór Fella- og Hólakirkju og Kirkjukór Hjalla- sóknar í Kópavogi undir stjórn organista sinna, Sigrúnar Stein- grímsdóttur, Guðnýjar M. Magn- úsdóttur og Oddnýjar Þorsteins- dóttur. Einsöngvarar eru: Halla Jónas- dóttir, Fríður Sigurðardóttir, Gréta Jónasdóttir, Svava Sigurð- ardóttir og Bjarni Th. Kristinsson. Flautuleikarar: Guðrún Birgis- dóttir og Martiel Nardeau, bassa- leikari Jóhannes Georgsson, fíðlu- leikarar Lára Bryndís Eggerts- dóttir og Ólöf Júlía Kjartansdóttir. Sellóleikari er Gréta Rún Snorra- dóttir. notkun þess. Dr. Maggi Jónsson, arkitekt, aðstoðaði við að breyta innra skipulagi hússins og teiknaði nýtt stighaús, sem fékkst sam- þykkt í yggingamefnd Kaup- marihahafnar. Það kom hins vegar babb í bátinn þegar borgarverk- fræðingur Kaupmannahafnar krafðist þess að stiginn skyldi steyptur, ekki mætti endurnýja stigann sem tréstiga, sem em þó í öllum gömlum húsum þar í borg. Er þetta gert til að uppfylla mun strangari kröfur um brunavarnir, sem nú gilda. Þetta þurfti ef til ‘ vill ekki að vera svo slæmt, en þegar var farið að huga betur að málum kom í ljós, að útilokað var að nota forsteypta, verksmiðju- framleidda stiga vegna mishæða og þrengsla í stigahúsinu. Ég taldi þetta vera lítið mál. Við myndum einfaldlega slá upp og steypa stig- ann á staðnum. Það myndi nú ekki vefjast fyrir okkur á íslandi. Ég var umsvifalaust tekinn á orðinu, því hinn danski verktaki sagðist ekki treysta sér til þess að vinna þetta verk. Staðsteyptir stigar eru nánast óþekkt fyrirbæri í Evrópu- löndunum og byggingarverktakar kunna lítið til verka þegar á að fara að slá upp og steypa með gamla laginu. Slíkt tiðkast aðeins í brúargerð og annarri viðamikilli mannvirkjagerð. Ég tók því að mér að sjá um verkið og útvegaði tvo valinkunna smiði frá Reykjavík, sem fóru til Kaupmannahafnar ásamt syni sínum, en han var ráð- inn sem handlangari og túlkur. Það er skemmst frá að segja, að þeir þremenningarnir slógu upp, járn- bentu og steyptu stigann, allar sex hæðirnar, á rúmlega tveim mánuð- um. Tókst verkið feikna vel, enda komu verktakar víða að úr Kaup- mannahöfn til að skoða þessar „furðulegu framkvæmdir". Stiginn í Norregade 43 er orðinn frægur í byggingarsögu Kaupmannahafnar og ber íslenzkum fagmönnum góð- an vitnisburð. Þannig mætti senda stormsveitir íslenzkra iðnaðar- manna út um allan heim til að leysa ýmis verkefni, sem vefjast fyrir heimamönnum. Við erum nefnilega vanir að þurfa að lesa öll mál á staðnum. Við höfum ekki getað leyft okkur þann lúxus að sérhæfa okkur mjög þröngt eins og tíðkast hjá stórþjóðunum. Danir eru snjallir við að krækja í ýmis verkefni erlendis. Þeir kunna betur en flestir að selja vörur sínar og þjónustu og getum við mikið af þeim lært. Fyrir nokkrum árum skilgreindu Danir skemmtilegt hugtak í sambandi við ráðgjöf í sjávarútvegi, Þeir gerðu sér nefni- lega grein fyrir því, að víða í þriðja heims löndum vantar allt til alls. Það þýðir t.d. ekki að byggja eitt fiskvinnsluhús á auðri strönd, þótt mikil og góð fiskimið séu þar fyrir. Það vantar höfnina, íbúðarhúsin, skólann, sjúkrahúsið eða því sem næst allt. Þess vegn varð til hug- takið „Operation Fishing Village". Þannig buðu Danir heildarlausn, þ.e. um leið og þeir veittu ráðgjöf í sambandi við fiskveiðar og nýt- ingu aflans, tóku þeir að sér að byggja upp allt frá grunni, skapa heilt fiskveiðiþorp. Eg tel að við eigum að fylgja í fótspor Dana í þessum efnum. Ekki endilega byggja heilt þorp, þótt það komi vissulega til greina, en bjóða fram þjónustu okkar við að leita uppi fiskimið, veiða fiskinn, vinna hann og byggja öll nauðsynleg mann- virki, sem þörf er á. Það eru víða möguleikar og nægir að nefna til- raunir okkar til markaðssóknar í Mexíkó og Chile í þessu sambandi. Hér er því að finna dæmi um, að aðilar í sjávarútvgi og, byggingar- iðnaði gætu haft samvinnu í verk- efnaöflun, þ.e. stutt við bakið hvor á öðrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.