Morgunblaðið - 09.12.1992, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992
Leigubíll, Kr.453
3 km rúntur
396
366
Pampers bleiur,
601pakka
Kr. 1.637
!™S.Ín- Kr 70,51
* "*rl 65,47 66,481
(98oktan)
Könnun á verði algengra neyzluvara í þrettán löndum
Island langdýrast
Tíu af 22 vörutegundum dýrastar á íslandi - fjórar næstdýrastar
ÍSLAND er dýrasta landið í alþjóðlegri verðkönnun brezka fyrirtæk-
isins International Information Service (IIS), sem sérhæfír sig í
neytendakönnunum. Könnunin nær til þrettán landa víða um heim.
Sett er saman innkaupakarfa ór 22 tegundum algengrar vöru og
þjónustu. Karfan kostar á íslandi 7.737 krónur (miðað við verð i
september), en þar sem hún er næstdýrust, í Belgíu, kostar hún
5.512 kr. (miðað við verð og gengi í september). Munurinn er 40,3%.
Innkaupakarfan á íslandi er um 80% dýrari en í flestum Evrópu-
bandalagslöndum I könnuninni. Niðurstöður könnunar IIS voru birt-
ar opinberlega í Bretlandi í gær og er þeim slegið upp í helztu
dagblöðum þar f landi.
Könnun IIS var gerð í september
og náði til 13 landa: íslands, Ástral-
íu, Tékkóslóvakíu, Frakklands,
Þýzkalands, Indlands, Ítalíu, Mex-
íkó, Hollands, Spánar, Bretlands
og Bandaríkjanna. Að sögn Marg-
aret Rooke-Matthews, blaðafull-
trúa IIS, var markmiðið méð vali
landanna að fá sem mesta breidd
í könnunina. „Við völdum ísland
frekar en til dæmis Danmörku eða
Svíþjóð af því að það er ekki oft
með í aiþjóðlegum könnunum af
þessu tagi,“ sagði Rooke-Matthews
í samtali við Morgunblaðið.
í innkaupakörfuna, sem lögð er
til grundvallar í könnuninni, voru
í upphafí valdar 25 algengar
neyzluvörur eða þjónusta. Fulltrúar
fyrirtækisins í hverju landi fengu
fyrirmæli um að velja sömu vöru-
merkin og nákvæmlega sama magn
af vörunni. Fyndist ekki það vöru-
merki, sem IIS vildi kanna verð á,
var valin vara sem taldist sambæri-
leg að gæðum. í þremur tilvikum
þótti stjómendum könnunarinnar
sem ekki hefði tekizt að fínna sam-
bærilegar vörur í öllum löndunum
og var þeim sleppt úr körfunni. f
samanburði fyrirtækisins er því
reiknað með 22 vörutegundum.
Flestar vörurnar keyptar
í Hagkaupi
Að sögn Eric Biggs, sem vann
að gerð könnunarinnar, voru vör-
umar valdar með það í huga að
sömu vörumerkin fengjust sem víð-
ast í heiminum. Hann sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að fulltrúar
fyrirtækisins hefðu fengið fyrir-
mæli um að fara í „dæmigerðar"
verzlanir, þar sem almenningur
Sykur
Bandaríkin
verzlaði í miklum mæli. í Englandi
hefði verzlunarkeðjan Tesco orðið
fyrir valinu, en á íslandi hefðu
flestar vörumar verið keyptar í
Hagkaupi, fyrir utan áfengi, benz-
ín, hamborgara og ýmsa þjónustu.
„Öll hin löndin standa í skugga
framfærslukostnaðar á íslandi,"
segir í fréttatiikynningu Mintel Int-
emational Group, móðurfyrirtækis
IIS, sem gefín var út í gær. Þar
segir að „ógæfusamir" íslendingar
þurfí að greiða hæsta verðið fyrir
tíu vörutegundir af þeim 22, sem
könnunin náði til. Þar er um að
ræða Mars-súkkulaði, sem kostaði
55 krónur, dós af Coca-Cola á 69
kr., sex egg á 155 kr., kíló af ban-'
önum á 118 kr., lítra af nýmjólk á
68 kr., pakka af Marlboro-sígarett-
um á 229 kr., tvöfaldan hamborg-
ara á 490 kr., hreinsun á jakkaföt-
um á 1.010 kr., bjórdós á 160 kr.
og 70 cl flösku af Bacardi-rommi
á 2.400 kr. Aðeins tvær vömr voru
undir meðallagi á íslandi; kíló af
sykri (49 kr.) og svitalyktareyðir
(182 kr.). Verð á Neskaffi, Ariel-
þvottadufti, Basmati-hrísgijónum
og Buitoni-spagettí var nálægt
meðaltali hér á landi. Benzínverð
var næsthæst hér á landi (63,30
kr.), nærri því jafnhátt og á Ítalíu,
og leigubílar vom einnig næstdýr-
astir hér, ásamt sólolíu og bleyjum.
í fjórtán tilvikum varþví hæsta eða
næsthæsta verðið á Islandi.
Á heildina litið var ísland lang-
dýrasta landið, miðað við innkaupa-
körfu með 22 vörum á 7.737 krón-
ur. Næst kom Belgía, sem er dýr-
asta Evrópubandalagslandið í
könnuninni. Þar kostaði karfan
5.512 kr. í hinum EB-löndunum í
Venjuleg-
arvörur
varla miklu
dýrari hér
7 segirJón
Asbergsson
„Ég treysti mér ekki til að gefa
yfirlýsingar um þessa verðkönnun
nema sjá verð hinna einstöku vöru-
merkja og vægi þeirra," sagði Jón
Ásbergsson, framkvæmdastjóri
Hagkaupa. Jón benti á að virðis-
aukaskattur væri ýmist hærri eða
lægri hér á landi en annarstaðar,
og auk þess spilaði verð á áfengi
og tóbaki án efa sterklega inní. „Eg
hef enga sérstaka trú á því að þess-
ar venjulegu vömr eins og Ariel og
Lux séu neitt mjög mikið dýrari hér
en einhverstaðar annarstaðar."
Jón kvað útilokað að verð á al-
gengari vömtegundum hérlendis
væm hundmðum prósenta hærri en
annarstaðar. Aftur á móti kynnu
sérstakir vemdartollar á sælgæti, til
að mynda, að hafa áhrif til hækkun-
könnuninni, þ.e. Frakklandi, Ítalíu,
Bretlandi, Hollandi, Þýzkalandi og
Spáni, kostar matarkarfan rúmlega
4.000 krónur. I Bandaríkjunum er
hún á 3.490 kr. og í Ástralíu á
3.114 kr. Ódýrastu löndin em
Tékkóslóvakía, Indland og Mexíkó,
þar sem karfan kostar aðeins rétt
á þriðja þúsund króna. í könnun
IIS er verð gefið upp í meðalgengi
gjaldmiðla í september gagnvart
pundi og í íslenzkum umreikningi
Morgunblaðsins er miðað við með-
algengi pundsins í september.
Hamborgari og kók langdýrust
á íslandi
Þegar tekin ern dæmi af verði
einstakra vara á íslandi og annars
staðar, kemur í ljós að til dæmis
tvöfaldur hamborgari er meira en
tvöfalt dýrari á Islandi (490 kr.)
en þar sem hann er næstdýrastur
(205 kr.) í Frakklandi. Pakki með
60 Pampers-bleyjum kostar 1.169
kr. á íslandi, 1.636 kr. í Belgíu og
575 kr. í Bandaríkjunum. Dós af
Coca-Cola kostar 69 kr. á íslandi
en 36 kr. í Frakklandi, þar sem
hún er næstdýmst. Gosdrykkurinn
er þó framleiddur hér á landi en
ekki innfluttur, eins og margar
aðrar vömr í könnuninni.
Sett upp verð sem
markaðurinn þolir
IIS er dótturfyrirtæki markaðs-
rannsóknafyrirtækisins Mintel
Group og sérhæfir sig í neytenda-
könnunum. IIS er í fremstu röð
fyrirtækja í þeirri grein og hefur
starfsmenn í 130 ríkjum. Blöð í
Bretlandi, til dæmis The Independ-
ent og The Times slógu niðurstöð-
um könnunar IIS upp í gær. í The
Independent er haft eftir John
Cunningham, aðalforstjóra Mintel,
að gífurlegur verðmunur á hvers-
dagslegum neyzluvörum, sem nán-
ast allir noti, komi á óvart. „í sum-
um tilfellum er hægt að skýra
muninn með gengisbreytingum,
stundum með mismunandi hráefn-
um í hveiju landi, framleiðslu- og
flutningskostnaði, og í einhveijum
tilfellum er hægt að skýra muninn
með sköttum," segir Cunningham.
„Hins vegar er verðmunur á sum-
um vömm of mikill til þess að
hægt sé að skýra hann með þessum
þáttum. Menn hljóta að álykta sem
svo að mörg fjölþjóðafyrirtæki setji
Kemur ekki
á óvart að
við skulum
vera efstir
— segir Guðmund-
ur Sigurðsson
„Flestar fjölþjóðlegar kannanir
sem gerðar hafa verið af eða í sam-
vinnu við Verðlagsstofnun hafa bor-
ið okkur saman við hin Norðurlöndin
eða önnur dýr lönd,“ sagði Guð-
mundur Sigurðsson, yfirviðskipta-
fræðingur Verðlagsstofnunar. „Þar
höfum við oft verið með efstu þjóð-
um, svo það kemur mér ekki ýkja
mikið á óvart að við skulum vera
efstir af þeim þjóðum sem könnunin
nær til.“
Guðmundur kvað rétt að hafa
ýmsa fyrirvara um túlkun könnunar-
innar. ísland skæri sig úr þessum
hópi ríkja í áfengisverði, auk þess
sem gæta beri að raunverulegri
neyslusamsetningu. Aðspurður
sagði Guðmundur verðlagssaman-
burð við Evrópubandalagsríkin ekki
hafa sýnt fram á nálægt 100% verð-
mun, eins og fram kemur í innkaupa-
körfu IlS-könnunarinnar. „Við höf-
um ekki gert samanburð á matvör-
Mexfkó Spánn Frakkland Ítalía Þýskaland Holland Bretland Bakaðar baunir Þýskaland Ítalía Spánn Tékkóslóvakía Mexíkó Frakkland Nescafé Ítalía Belgía Holland Þýskaland Spánn Frakkland Spaghetti Bandaríkin Spánn Þýskaland Holland Frakkland Bretland Ariel þvottaduft Tékkóslóvakia Holland Þýskaland Ítalía Belgía Hrísgrjón Ítalía Belgia Bandaríkin Frakkland Kattarmatur Tékkóslóvakía Ítalía Spánn Lux-sápa Belgia Spánn Bretland Bacardi-romm upp það verð, sem þau telja að markaðurinn þoli, fremur en að það sé á kostnaðargrunni." Bananar Egg Hamborgarí sagði Guðmundur. „En löndin sem hér er verið að bera saman eru ansi ólík, og ber að taka tillit til þess.“ Marlboro- Kókdós sígarettur Mars-stöng
iSUND ÍSLAND ÍSLAND fSLAND ÍSLAND fSLAND fSLAND fSLAND fSLAND fSLAND fSLAND fSLAND ÍSLAND fSLAND ÍSLAND
Tékkóslóvakía Belgía Bandaríkin Belgía Frakkland Spánn Frakkland Þýskaland Bretland ítalia Þýskaland Frakkland Frakkland Bretland Indland
Ástralía Holland Bretland Ástralía Spánn Bretland Belgía Holland Belgía Bretland Frakkland Belgía Tékkóslóvakía Þýskaland Mexikó
Indland Indland Ástralía Ítalía Bandaríkin Holland Þýskaland Frakkland Holland Spánn italia Holland italía Ítalía Frakkland
Ástralía Tékkóslóvakía Mexikó Indland Tékkóslóvakía Holland Ástralia Þýskaland Bandarikin - Bretland italía Bandaríkln Belgía Spánn
Bandaríkin Indland Indland Bretland Þýskaland Ástralía Mexíkó ítalia Tékkóslóvakía Frakkland Spánn Spánn Belgia Holland Ástralía
m ■■■ m . Bretland Mexíkó Tékkóslóvakía Ástralia Bandaríkin Tékkóslóvakia Frakkland Belgía Holland Þýskaland Holland Frakkland Tékkóslóvakía
voruvero boríð saman við hið íslenska. Verði í samanburðariöndum raðað, Mexikó Mexíkó Bretland Ástralía Indland Bandaríkin Mexikó ítalia Spánn Bandaríkin Mexikó Ástralía Þýskaland Tékkóslóvakía Mexikó Belgia Ástralía Mexikó Bandaríkin Bretland Mexíkó Bandaríkin Tékkóslóvakía Bretland Spánn Ástralía Þýskaland Spánn Ástralia Bandaríkin Tékkóslóvakía italia Belgia Þýskaland Holland
efst er hæsta verðið, neðst er það lægsta Indland Ástralía Holland Indland Tékkóslóvakía Indland Ástralía Indland Mexíkó Indland Indland Mexíkó Bandaríkin Bretland