Morgunblaðið - 09.12.1992, Side 21

Morgunblaðið - 09.12.1992, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992 —— ——■■ ■'■ i—-—»■ :■■■ -:—.— —i— Sýningin Víkin og Viðey í listasalnum Nýhöfn Vaxspjöld frá 15. öld tekinupp Á Ingólfsgarði við afhendingu jólatrésins. Dr. Hans Ludwig Beth, Jónas Elíasson, Hans Hermann Schliinz, Anna K. Jónsdóttir í hafnar- stjórn, Hannes Valdimarsson, og Dr. Gottfried Pagenstert. Kveikt á jólatrénu frá Hamborgarbúum REYKJAVÍKURHÖFN tók á móti jólatré frá félagsskapnum Wikingerrunde í Hamborg laug- ardaginn 28. nóvember. Þetta er í 26. skiptið sem þessi félagsskap- ur blaðamanna í Þýskalandi fær- ir Reykjavíkurhöfn jólatré að gjöf. Jólatréð er staðsett við Ing- ólfsgarð og blasir við skipum sem koma inn til Reykjavíkurhafnar. Það var í ágætisveðri á laugar- dagseftirmiðdag sem formaður Wikingerrunde, Hans Hermann Schliinz, afhenti Hannesi Valdi- marssyni hafnarstjóra jólatréð. Sendiherra Þýskalands í Reykjavík, Dr. Gottfried Pagenstert, var við- staddur athöfnina. Fulltrúar Hamborgarhafnar komu einnig til að vera við afhend- ingu jólatrés. Dr. Hans Ludwig Beth, framkvæmdastjóri markaðs- sviðs Hamborgarhafnar, kom við annan mann og notuðu þeir tæki- færið til að kynnast starfsemi Reykjavíkurhafnar og kynntu jafn- framt starfsemi hafnarinnar í Ham- borg. Eins og undanfarin ár flutti Eim- skip jólatréð endurgjaldslaust til landsins og Flugleiðir styrktu för félaga Wikingerrunde. (Fréttatilkynning) & M m: • Jólatréð Ijósum prýtt. Margrét Hallgrímsdóttir borgarminjavörður fór mjúk- um höndum um vaxspjöld frá 15. öld þegar hún kom þeim fyrir í listasalnum Nýhöfn á föstudag. Vaxspjöldin eru meðal muna, sem ekki höfðu komið fyrir sjónir almennings, en eru sýndir á sýningunni Víkin og Viðey í Nýhöfn. Sýn- ingin opnaði síðastliðinn laug- ardag. Margrét sagði að á sýningunni væru munir sem fundist hefðu við rannsóknir á vegum borgar- innar í Kvosinni í Reykjavík og Viðey. „Þar á meðal eru margar minjar sem ekki hafa verið sýnd- ar áður. Meðal þeirra eru þessi vaxspjöld sem eru svo viðkvæm að þau hafa ekki þolað að vera til sýnis áður. Eftir að viðgerð lauk þótti hins vegar viðeigandi að sýna þau nú,“ sagði Margrét og bætti við að ágæt skilyrði væru til að sýna spjöldin í Ný- höfn. Vaxspjöldin fundust í Viðey árið 1987 og hafa síðan verið varðveitt í handritageymslu Árnastofnunar. Á þeim er trúar- legur texti á hollensku og latínu. Margrét Hallgrímsdóttir kemur vaxtöflunum fyrir í Nýhöfn. Bólusetning gegn parvosýkingu hefst í dag: Grunur leikur á að tíu til fímmtán hiuidar hafí sýkzt Vitni vantar Um kl. 17 föstudaginn 4. desem- ber var keyrt utan í gulllitaðan Subaru Legacy þar sem hann stóð á bílastæði fyrir utan Kringluna, Hvassaleitismegin. Mögulegt er einnig að þetta hafi gerst á bíla- stæði Heklu v/Suðurlandsbraut. Þeir sem kunna að hafa verið vitni að atburðinum vinsamlegast snúi sér til SRD lögreglunnar. HUNDARÆKTARFÉLAG íslands hefur aflýst öllum námskeiðum með hundaeigendum, þar sem hundar eru hafðir með á meðan ekki hefur hafizt bólusetning og hundar hafa ekki náð að mynda ónæmi gegn hinni bráðsmitandi smáveirusótt, sem grunur leikur á að komið hafi upp á Arnarstöðum í Flóa. Fjórir veikir hundar eru og í Höfnum, sem grunur leikur á að haldnir séu parvoveikinni og er einn þeirra til meðhöndlunar á Dýraspítala Watsons í Víðidal. AIls leikur grunur á að um 10-15 tilfelli sé að ræða, þrjú tilfelli m.a. á heimili í Reykjavík. Tilfellum hefur ekki fjölgað frá því fyrir helgi og sagði Brynjólfur Sandholt yfirdýralæknir að umræðan um þessa pest hafi eflaust valdið því að fólk gætir nú hunda sinna betur. Bólusetning hefst í dag, en um 3-4 vikur tekur fyrir hundinn að byggja upp mótefni. Guðrún Ragnars Guðjohnsen, for- svo að hundaeigendur geti varizt maður Hundaræktarfélags íslands sóttinni og myndi félagið dreifa leið- sagði í samtali við Morgunblaðið, að beiningum til hundaeigenda og fjöl- félagið myndi útbúa leiðbeiningar, miðla. Hún sagði að menn hefðu vit- Hótel Island á fimm ára afmæli Hundruð þúsunda sótt staðinn heim Mikil afmælishátíð haldin á laugardag FIMM ára afmæli Hótels Islands verður haldið hátíðlegt á laugardag- inn kemur. Þann dag verða liðin nákvæmlega 5 ár síðan fyrsti mannfagnaðurinn var haldinn á skemmtistaðnum en það var 90 ára afmæli Blaðamannafélags Islands. I tilefni afmælisins verður au- kauppfærsla á sýningu Hljóma, auk þess sem hljómsveitirnar Sljórn- in og Cuba libre með Shady Owens og Rúnari Júlíussyni leika fyr- ir dansi. Sérstakt tilboðsverð er á aðgöngumiðum á afmælishátíðina eða 1.950 krónur, og er þá matur innifalinn. Ólafur Laufdal, eigandi Hótels íslands, kvað hundruð þúsunda gesta hafa sótt staðinn heim á þessum fimm árum. Fjölmargir erlendir listamenn hafa komið þar fram, meðal þeirra eru Tom Jones, Victor Borge, Yoko Ono, Kim Lar- sen og fleiri. „Nú stendur til að fá Roger Whittaker, Brendu Lee, sem var ótrúlega vinsæl á árum áður og er enn, og svo kemur Kris Krist- offerson 19. og 20. febrúar," sagði Ólafur. „Eftir áramót verður sett upp sýning með lögum Geirmundar Valtýssonar. Þar flytur fjöldi söngvara og hljómlistarmanna lög Geirmundar." Að sögn Ólafs er Hótel ísland einna stærsta hús sinnar tegundar á Norðurlöndum. ,)Húsið er notað fyrir öll stærstu einkasamkvæmi, ráðstefnur og þess háttar, sem haldið er hér á landi. Ef þessa húss nyti ekki við, yrði að fara með slíkt í íþróttasali," sagði Ólaf- ur. Hinn heimskunni söngvari Tom Jones er meðal þeirra fjöl- mörgu listamanna sem skemmt hafa á sviði Hótels íslands. að af parvoveikinni í nágrannalönd- unum og það hafí að sínu mati verið spurning um það hvenær smit bærist til landsins en ekki hvort. Hunda- ræktarfélagið hefði lengi barist fyrir því að hundar hérlendis yrðu bólu- settir gegn sjúkdómum, sem gengju í nágrannalöndunum, en ekki hafi verið á það hlustað. Hins vegar ef kæmi upp inflúensufaraldur í Asíu, sem hijáði mannfólk, væri rokið upp til handa og fóta. Ekkert væri hins vegar aðhafzt í sambandi við dýra- sjúkdóma, þótt vitað væri, að ekki þyrfti dýr til þess að bera smitið. Guðrún sagði, að hundaeigendur ættu ekki að fara með hunda sína út af lóð sinni og forðast samgang við aðra hunda. Þá þyrftu menn að hirða upp hundaskít og menn þyrftu jafnframt að panta bólusetningu strax, því að það tekur nokkrar vikur fyrir hundinn að byggja upp mót- efni. Þá gagnrýndi Guðrún opinbera hundrahreinsun, sem væri lögboðin, þar sem öllum hundum væri stefnt á einn stað, en slíkt fornaldarfyrir- komulag væri til hins mesta vanza. Menn óttast mjög áhrif þessarar sýkingar á íslenzka fjárhundastofn- inn, sem verið hefur í ræktun undan- farin ár. Nú eru til um 300 hundar af íslenzka kyninu. Guðrún sagðist vilja láta bólusetja hunda við fleiri sjúkdómum en þessum, sem heija á hunda erlendis. Samkvæmt upplýsingum Helgu Finnsdóttur dýralæknis, en það var dýralæknastofa hennar, sem fyrst fékk grun um parvoveirusýkinguna, var það hundur, sem verið hafði í gæzlu á Arnarstöðum í Flóa, sem veiktist helgina 14. og 15. nóvember og drapst fyrsti hundurinn 18. nóv- ember. Hann var krufinn 23. nóvem- ber og eftir krufninguna var strax haft samband við Arnarstaði og heimilishundamir þar settir í ein- angrun, svo og einn aðkomuhundur. Aðkomuhundurinn drapst síðan síð- astliðinn fimmtudag og var krufinn og komu sömu einkenni í ljós. Á haustfundi Dýralæknafélags ís- Iands 28. nóvember var skýrt frá þessum grun og kom þá í ljós að um einangruð tilfelli virtist vera að ræða, því að dýralæknar höfðu ekki orðið varir við sjúkdóminn. Síðan þá hafa komið upp tilfelli suður með sjó og em íjórir hundar í Höfnum veikir og hefur einn þeirra verið til meðhöndl- unar á Dýraspítala Watsons í Víði- dal, að sögn Magnúsar Guðjónssonar dýralæknis í Keflavík. -----» ♦ » Asmimdur Stefánsson ráðinn til Is- landsbanka Á FUNDI bankaráðs íslandsbanka hf. í gær var ákveðið að ráða Ásmund Stefánsson, fyrryerandi forseta Alþýðusambands íslands, til starfa í bankanum. Ásmundur mun hefja störf 1. febrúar næst- komandi og fyrst í stað sinna ýmsum sérfræðistörfum og sér- verkefnum. í fréttatil- kynningu frá banka- og fram- kvæmdastjóm íslandsbanka segir að Ás- mundur hafi átt sæti í bankaráði íslandsbanka frá upphafi og hann þekki því vel til starfsemi bankans. „Hann er þjóðkunnur af störfum sínum á vettvangi Alþýðusambands íslands. Telur bankaráðið það mikinn feng fyrir bankann að fá hann til starfa," segir í fréttatilkynningunni. Ásmundur Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.