Morgunblaðið - 09.12.1992, Side 23

Morgunblaðið - 09.12.1992, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992 M :i — Indland Ekkert lát á óeirð- unum og leiðtogar hindúa handteknir Tala látinna var komin í um 400 í gær Bombay, Ayodya. Reuter. HARTNÆR 400 manns hafa beðið bana í óeirðum á Indlandi frá því herskáir hindúar rifu niður mosku í bænum Ayodhya í Uttar Pradesh-ríki á sunnudag. Mannfall hafði í gær orðið í að minnsta kosti 14 af 25 ríkjum Indlands. Rúmlega 40 manns féllu í valinn í átökum milli múslima og hindúa í miðborg Bombay í gær. Nokkr- ir af leiðtogum hindúa voru handteknir vegna niðurrifs moskunnar. OEIRÐIRNAR A INDLANDI Andstaða við sérkröf- ur Dana Gjáin á milli Dana og annarra Evrópubandalagsþjóða breikkar stöðugt og bendir fátt til, að fundin verði sú málamiðlun, sem danskir kjósendur sætti sig við í nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Maastricht-samninginn. Á fundi utanríkisráðherra EB í Brussel í gær féllust Bretar, sem fara nú með forystu í bandalag- inu, á að endurskoða fyrri tillög- ur sínar um sérsamninga fyrir Dani vegna þess, að hinum þjóð- unum þóttu þær ganga of langt. Danska b\a.ðiðJyllandsposten segir að danskir ráðherrar ætli sér að semja um dönsku skilmál- ana hvort sem það verði í anda samkomulagsins á þingi eða ekki og séu tilbúnir að slást fyr- ir því á þingi að loknum Edin- borgarfundinum. Aukið atvinnu- leysi í EB Atvinnulausir í ríkjum Evrópu- bandalagsins voru 14,6 milljónir í októbermánuði en voru 13,3 milljónir á sama tíma í fyrra, samkvæmt tölum sem Hagstofa EB-ríkjanna, Eurostat, gerði opinberar í gær. Atvinnuleysi í ríkjum bandalagsins hefur ekki verið meira síðan í október 1988. Eurostat segir að sérstaklega hafí atvinnuleysi aukist á þessu ári á Spáni, Bretlandi og austur- hluta Þýskalands en í þeim ríkj- um jókst fjöldi atvinnulausra um 1,04 milljónir. Meðaltalsat- vinnuleysi í EB var 9,8% í októ- ber, mest á Spáni eða 19,9% en minnst í Lúxemborg 2,1%. Heittrúar- menn hand- teknir Egypskar öryggissveitir létu í gær til skarar skríða gegn múslímskum heittrúarmönnum í fátæktarhverfi í Kaíró, sem hefur verið eitt helsta vígi þeirra. um 250 þeirra handtekn- ir í þessari umfangsmestu lög- regluaðgerð í borginni í langan tíma. Rúmlega sjötíu manns, þar af einn breskur ferðamaður, hhfa verið myrtir af heittrúar- mönnum það sem af er þessu ári. Heittrúarmennirnir, sem krefjast þess að teknir verði upp íslamskir stjórnarhættir, hafa ráðið lögum og lofum í stórum hlutum Imbaba og lögreglu- menn ekki þorað að halda þar inn nema í stórum hópum. Ráðherra hót- ar afsögn Carlo Ripa di Meana, um- hverfismálaráðherra Ítalíu, hót- aði því í gær að segja af sér, ef stjórn landsins tæki ekki tillit til sjónarmiða hafts, en hann hefur miklar áhyggjur af um- hverfísáhrifum efnahagsstefnu hennar. Ripa di Meana, sem hætti sem umsjónarmaður um- hverfismála í framkvæmda- stjórn EB til að taka sæti í ríkis- stjórn Ítalíu í júlí, sagðist hafa sérstakar áhyggjur af einka- væðingaráformum stjómarinnar og áformum um'ofurhraðalestir. Hann segir forsætisráðherrann, Guiliano Amato, sem er sósíal- isti Iíkt og hann sjálfur, hingað til einungis hafa svarað mótbár- um sínum með þögn. Ætti þetta til dæmis við uum þau áform að selja óspilltar strandlengjur í eigu ríkisins, sem notaðar hafa verið fyrir heræfíngar, til fjár- festa. „Á þessum svæðum birtist arfleifð ítalskrar siðmenningar. Þau mega ekki hverfa undir enn eina öldu steypu og hryllings," sagði ráðherrann. Múslimar og hindúar börðust með bensínsprengjum og gijóti í miðborg Bombay, en alls hafa um 125 manns beðið bana í borginni og Maharashtra-ríki í óeirðunum undanfarna tvo daga. Níu manns féllu í valinn í einu af úthverfum Bombay, Dharavi, sem er eitt stærsta fátækrahverfi í Asíu, með hálfa milljón íbúa. Lögreglan reyndi að framfylgja útgöngu- banni í hverfinu en kveikt var í fjölda íbúðarkofa og óeirðaseggir létu greipar sópa um smáverslanir. Um 30.000 lögreglumenn voru sendir til Ayodhya í gærmorgun til að koma þaðan um 50.000 hindúum sem voru byijaðir að reisa bráðabirgðahof á rústum moskunnar sem var rifin á sunnu- dag. Hindúarnir veittu ekki mót- spyrnu og fóru úr bænum. „Hvers vegna ættum við að vera um kjurrt," sagði einn þeirra. „Við höfum lokið því sem við ætluðum okkur.“ Lögreglan í Nýju Delhí handtók tvo af leiðtogum flokks hindúa, Bharatiya Janata-flokksins (BJP), sem studdi áform um að reisa hof til dýrðar hindúaguðinum Rama á sama stað og moskan var á. „Handtökurnar eru liður í þeim ásetningi stjórnarinnar að refsa þeim sem eru sekir um helgispjöll- in í Ayodhya," sagði embættis- maður í Nýju Delhí. Bharatiya Janata-flokkurinn, sem er sá næststærsti á Indlandi, hvatti Ind- veija til að efna til verkfalls í dag vegna handtöku leiðtoganna. Leiðtogar Vishwa Hindu Paris- had (VHP eða Heimsráðs hindúa), sem stóð fyrir herferðinni gegn moskunni, voru einnig handteknir. Ashok Singhal, framkvæmdastjóri VHP, sagði við fréttaritara Reut- ers skömmu áður en hann var tek- inn höndum að samtökin hefðu ákveðið á sunnudag að fresta byggingu hofsins og beðið hindú- ana að fara frá Ayodhya. Hins vegar yrði hafist handa við að reisa hofíð um leið og óeirðunum annars staðar á Indlandi linnti. Stjórn Indlands hefur lofað að endurreisa moskuna í Ayodhya en leiðtogi BJP-flokksins í Bihar-ríki, sagði að herskáir hindúar myndu þá rífa hana aftur niður. Dagblað í Bombay sagði að árásin á moskuna hefði verið þaul- skipulögð og 500 hindúar hefðu verið í æfingabúðum í tvær vikur á leynilegum stað til að undirbúa hana. Rúmlega 2.500 manns hafa beðið bana í átökum milli hindúa og múslima á Indlandi á undan- förnum þremur árum. ASBJORN OLAFSSON HF. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN UMBOÐSAÐILi Á ÍSLANDI FYRIR LiAVS Teg. PALMAS Litur: Svartur Teg. MONSUN Litur: Svartur Teg. PALM Litur: Svartur og vínrauður Teg. KUX Litur: Svartur og vínrauður Nýkomin sending afLLOYD skóm. Aldrei meira úrval - yfir 50 tegundir. Teg. KURIER Litun Svartur og vínrauður Vérð kr. 9.700,-* STEINAR WAAGE s STEINAR WAAGE SKOVERSLUN 4A SKOVERSLUN SÍMI 18519 SiMI 689212 *Verð með 5% staðgreiðsluafslætti er kr. 9.215,- Póstsendum samdægurs. &

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.