Morgunblaðið - 09.12.1992, Side 24

Morgunblaðið - 09.12.1992, Side 24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992 25 24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Vopnavald 1 þáffu mannúðar áttaskil verða í dag í sögu Sameinuðu þjóðanna, þegar bandarískt og franskt herlið geng- ur á landi í Sómalíu í nafni sam- takanna, en hlutverk þess verður að tryggja að hjálpargögn berist til sveltandi íbúa landsins. Gert er ráð fyrir því, að herlið frá fleiri þjóðum bætist í hópinn til að taka þátt í björgunarstarfinu. Áætlað er að milljón Sómala muni hrynja niður úr hungri á næstunni berist aðstoð ekki í tæka tíð. Þetta er í fyrsta sinn, sem Sameinuðu þjóð- imar beita hervaldi til að hlutast til um innanríkisvanda með þess- um hætti og var alger samstaða um það í Öryggisráðinu. Fram til þessa hafa Sameinuðu þjóðirnar aðeins beitt hervaldi til að bijóta innrás á bak aftur eins og gerðist í Kóreu og Kúveit. Heimurinn hefur nú í nær tvö ár horft með skelfingu á upplausn- ina og ógnaröldina í Sómalíu. Er áætlað, að um 300 þúsund manns1 hafí þegar fallið eða soltið í hel í átökunum. í ágústmánuði sl. sam- þykkti Öryggisráðið að senda frið- argæzlusveitir til Sómalíu til að tryggja dreifíngu matvæla, en sú aðgerð hefur reynzt haldlaus, enda hafa hersveitimar ekki haft heimild til að beita vopnavaldi fremur en aðrar friðargæzlusveitir á vegum samtakanna. Afleiðingin hefur verið sú að vopnaðir flokkar helztu herstjóra í landinu og hóp- ar byssubófa hafa ráðið þar lögum og lofum, rænt matarbirgðum, krafízt tolla og mútufjár og lokað helztu samgönguæðum. Matvæla- aðstoðin hefur því ekki borizt til sveltandi fólksins, sem hefur hrunið niður. Sómalía er víðfeðmt land á austurhomi Afríku og liggur að Indlandshafí og Adenflóa. Það er meira en sex sinnum stærra en ísland og íbúafjöldin var nær 8 milljónir áður en ógnaröldin hófst. Nú hefur meira en milljón flótta- manna þaðan leitað til nágranna- landanna Eþíópíu og Kenýju til að forðast átökin. Landið varð lýðveldi árið 1960, þegar tvær fyrrum nýlendur ítala og Breta voru sameinaðar. Síðari hluta árs- ins 1969 var forsetinn myrtur og herstjóm undir forsæti Mohameds Siads Barres tók völdin. Hann lýsti yfír stofnun alþýðulýðveldis og landið var undir einræðisstjóm hans allt þar til í janúarlok 1991, þegar uppreisnarmenn hröktu hann frá völdum eftir langvarandi átök. Segja má að síðan hafí ríkt upplausn í Sómalíu, engin lögleg stjóm er í landinu og stjómkerfíð og atvinnulífíð hrunið. Líf íbúanna hefur verið í höndum vopnaðra flokka og annarra ribbalda. Alþjóðlegar hjálparstofnanir hafa lítið getað aðhafzt vegna yfírgangs byssubófanna og í heilt ár hafa þær varað við hungur- dauða milljóna manna. Mikil al- þjóðleg matvælaaðstoð hefur komið að takmörkuðu gagni, þar sem óaldarflokkamir hafa stöðvað dreifíngu að vild og rænt matnum. Ástandið hefur verið svo slæmt, að aðeins hluti af 3.500 manna gæzluliði Sameinuðu þjóðanna hefur verið sendur til landsins og hermenn frá Pakistan og Kanada, sem þar hafa verið, hafa fengið litlu áorkað. Það var við þessar aðstæður, að Bush Bandaríkjafor- seti bauð fram bandarískt herlið til að grípa í taumana og tryggja matvæladreifinguna. Öryggisráð- ið féllst einróma á boðið og ákvað að senda auk þess herlið frá fleiri löndum. Það heimilaði ennfremur beitingu nauðsynlegs vopnavalds. Tveir helztu herstjóramir í Sómal- íu hafa nú heitið að tmfla ekki starfsemi herliðsins, enda horfast þeir í augu við ofurefli. Mesta hættan stafar nú af óaldarflokk- um sem lúta engri stjórn. Einróma samþykkt Öryggis- ráðsins um þessa vopnuðu íhlutun er möguleg vegna loka kalda stríðsins og gefur vonir um, að Sameinuðu þjóðimar muni rísa undir þeim upphaflega tilgangi sínum að gæta friðar og koma í veg fyrir styijaldir. Bush Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að bandarískar hersveitir verði ekki lengur í Sómalíu en brýna nauðsyn beri til að tryggja matvæladreifínguna. Skiljanlegt er að efasemda gæti meðal margra Bandaríkjamanna um þessar aðgerðir með hliðsjón af fyrri reynslu þeirra af hemaðar- umsvifum í öðmm löndum en hér er bersýnilega um annað að tefla. Skiptar skoðanir em um, hversu lengi íhlutun Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu sé nauðsynleg. Upp- lausnin er alger og lífsnauðsyn að hefja uppbyggingarstarf, sem tryggir afkomu íbúanna í framtíð- inni. Nú má segja að einu tekju- möguleikamir séu rán og grip- deildir og þess vegna þarf að byggja upp atvinnulífíð, samgöng- ur og heilsugæzlu. Byssubófamir láta ekki af iðju sinni nema þeir fái einhverja atvinnu. Sem stendur virðast engin stjómmálaöfl í land- inu líkleg til að koma á lýðræðis- legri stjóm. Sá möguleiki er því ræddur nú að setja landið undir stjóm Sameinuðu þjóðanna þar til landsmenn geta tekið hana í sínar hendur. Aðgerðir Sameinuðu þjóðanna virðast njóta stuðnings víðast hvar, enda augljóslega ekki um að ræða hemaðaríhlutun í póli- tískum tilgangi eða landvinninga. Vopnum er beitt í þágu mannúð- ar. Takist vel til mun hlutverk Sameinuðu þjóðanna eflast til framtíðar. AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Skíptí á veiðiheimildum við EB virðast fyllilega jafngild Verðsamanburður Halldórs Asgrímssonar fyrrum sjávarútvegsráðherra virðist í meira lagi hæpinn VIÐ samanburð á karfaverði á fiskmörkuðum og til löndunar hér innan- lands fyrstu sjö mánuði þessa árs og meðalverði á loðnu, má álykta sem svo að verðmæti 30 þúsund tonna af loðnu sé fyllilega sambæri- legt við verðmæti 3 þúsund tonna af karfa, en eins og kunnugt er þá felur samningur íslands við Evrópubandalagið það í sér að íslendingar heimila skipum EB að veiða um 3 þúsund tonn af karfa og fá í staðinn veiðiheimild fyrir 30 þúsund tonnum af loðnu. Halldór Ásgrimsson, þingmaður og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, dró á Alþingi í síð- ustu viku í efa að um skipti á jafngildum veiðiheimildum væri að ræða. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra mælti á Alþingi sl. fímmtudag fyrir þingsályktunartil- lögu um staðfestingu samninga við Evrópubandalagið um fiskveiðimál og lífríki hafsins. í máli utanríkisráð- herra og Þorsteins Pálssonar sjávar- útvegsráðherra kom fram að þeir telja að við skipti á veiðiheimildum á 3 þúsund tonnum af karfa fyrir 30 þúsund tonn af loðnu, séu heimild- imar jafngildar. Halldór Ásgrímsson sagði á hinn bóginn að samkvæmt hans upplýsingum væri loðnutonnið nú selt á um 4 þúsund krónur, en karfí hefði verið seldur innanlands á um 60 krónur kílóið. Kvaðst þing- maðurinn ekki treysta sér til að styðja samninginn þar sem ekki væri um jafngild skipti á veiðiheim- ildum að ræða. Sé gengið út frá því sem vísu að þær tölur sem fyrsti þingmaður Austurlandskjördæmis nefndi máli sínu til stuðnings séu tölur sem heim- færa megi upp á veiðiheimildimar eins og þær leggja sig, þá má álykta sem svo að þingmaðurinn hafí heil- mikið til síns máls, því þannig væm 3 þúsund tonn af karfa 180 milljóna króna virði, en 30 þúsund tonnin af loðnu einungis um 120 milljóna króna virði. Evrópubandalagið fengi þannig 60 milljónum króna meira í sinn_ hlut, eða 50% meiri verðmæti en íslendingar. En málið er ekki svona einfalt, síður en svo, því það má leika sér með ýmsar tölur í þess- um efnum og ávallt komast að nýrri niðurstöðu, eftir því út frá hvaða tölum er gengið hveiju sinni. Samkvæmt upplýsingum Fiskifé- lags Islands var 16.806 tonnum af karfa landað hérlendis á fyrstu sjö mánuðum þessa árs og var meðal- verð karfans um 32 krónur fyrir kíló- ið. Samkvæmt sömu upplýsingum voru 2.323 tonn af karfa seld á físk- mörkuðum hér innanlands fyrstu sjö mánuði ársins og meðalverð á kíló var þá 38 krónur. 6.196 tonn af karfa voru flutt út í gámum fyrstu sjö mánuði ársins og meðalverð á kíló fyrir þann útflutning var 92 krónur, en þá er eftir að draga frá þann kostnað sem útflytjandinn ber af útflutningnum, svo sem fragtgjöld og löndunargjöld, og má ætla að við það dragist um 25 krónur söluvirðis- ins frá og þá má ekki gleyma þeirri 15% kvótaskerðingu sem útgerðarað- ilinn sætir sem flytur út karfa í gám- um. Við það að draga um 25 krónur frá kílóverðinu og síðan 15%, má því áætla að söluverðmæti kílós af gáma- karfa fyrstu sjö mánuðina hafí verið um 57 krónur. Loks var siglt með 9.873 tonn af óslægðum karfa fyrstu sjö mánuði ársins og var meðalkíló- verð 106 krónur. En þá dregst aftur 'frá kostnaðurinn af siglingu, löndun- argjöldum, olíu o.fl. sem áætla má 25 krónur á kílóið og einnig 15% kvótaskerðing, sem þýðir að eftir standa um það bil 68 krónur fyrir kílóið af karfanum. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands úr Aflafréttum í október höfðu rúmlega 85 þúsund tonn af karfa veiðst í októbermánuði og var verðmæti þess afla áætlað tæpir 4,8 milljarðar króna, en það jafngildir því að meðalverð á kíló má áætla um 56 krónur, en þá er enn eftir að draga frá ákveðnum hluta aflans þann kostnað sem fylgir siglingum og gámaflutningi. í yfírliti Aflamiðlunar um sölu karfa á erlendum fískmörkuðum fyrstu 11 mánuði þessa árs, kemur fram að 21.622 tonn voru seld og reyndist meðalverðið vera 100 krón- ur fyrir kflóið. Að frádregnum kostn- aði og kvótaskerðingu hefur meðal- verðið á fiskmörkuðum erlendis því verið rúmar 64 krónur. Á mörkuðum innanlands seldust fyrstu 11 mánuð- ina 7.349 tonn og reyndist meðal- verðið vera 39 krónur. í nýjasta fréttabréfí LÍÚ kemur fram yfirlit um markaðsverð á kvóta, miðað við 18. nóvember sl. Þar er bæði um markaðsverð á leigukvóta að ræða og markaðsverð á varanleg- um veiðiheimildum. Síðasta Ieiguverð karfa er þar skráð 19 krónur fyrir kílóið og verðhugmyndir sagðar vera frá 17 til 20 krónur fyrir kílóið. Verðhugmyndir fyrir varanlegar veiðiheimildir karfa eru hins vegar sagðar vera 75 til 85 krónur fyrir kílóið. Erfiðara er á hinn bóginn að gera sér í hugarlund eitthvert ákveðið markaðsverð á loðnukvótum, einfald- lega vegna þess að lítið eða ekkert er um að loðnukvótar hafi gengið kaupum og sölum. Fiskifélagið áætl- ar samt sem áður að meðalverð fyrir loðnutonnið sé um 4.200 krónur. Verðið sé nokkuð breytilegt, og hafí farið upp í 4.500 krónur hér innan- lands, en í 5.000 krónur í örfáum sölum erlendis. Síðan geti það lækk- að aftur í lok vertíðar, jafnvel niður í um 3.200 krónur sé loðnan seld í bræðslu, eftir að fituinnihald hennar hefur minnkað til muna. Á hinn bóg- inn geti einnig verið að loðnuhrognin verði nýtt, þegar fram á hrygningar- tímann kemur og þá sé verið að tala um mun meiri verðmæti. Sé litið til reglugerðar sjávarút- vegsins með kvótaúthlutun, þá eru búnir til ákveðnir verðmætastuðlar, þar sem allar fisktegundir eru reikn- aðar yfír í þorskígildi, sem er tonn af slægðum þorski. Þannig eru 1.000 tonn af loðnu metin sem 50 þorskí- gildistonn, þannig að loðnutonnið samsvarar einungis 5% af þorskígild- istonni. Sé stuðst við þennan reiknist- uðul, jafngildir það því að 30.000 tonn af loðnu jafnist á við 1.500 þorskígildistonn. Karfinn í sömu reglugerð er met- inn til 41% í þorskígildum, þannig af fyrir 1.000 tonn af karfa fengjust 410 þorskígildistonn. 3.000 karfa- tonn væru samkvæmt þessu 1.230 þorskígildistonn. Hvort sem þessi síðasti saman- burður er lagður til grundvallar, eða þær tölur sem greint er frá hér að framan, annars vegar um meðalverð á loðnutonni og hins vegar um sölu- verðmæti karfa hér á landi, beint í hús eða á innlendum fiskmörkuðum og á erlendum fískmörkuðum um nokkurra mánaða skeið, hlýtur það að orka tvímælis, að ekki sé meira sagt, að álykta sem svo að hér sé ekki um jafngildar veiðiheimildir að ræða, eins og fyrrum sjávarútvegs- ráðherra gerði á Alþingi í síðustu viku. Það er einfaldlega ekki hægt að taka út söluverð á fiskmörkuðum hvort sem er hér á landi undanfama daga eða á erlendum fiskmörkuðum, þar sem um mjög takmarkað magn og markaði er að ræða, og ákveða þannig eitthvert meðalverð á karfa. Enn hæpnara virðst svo að sjávarút- vegsráðherrann fyrrverandi ákveði á grundvelli eigin verðsamanburðar, að hann geti ekki stutt þann tvíhliða samning sem nú hefur tekist á milli íslands og EB, en bíður fullgildingar Alþingis, eins og samningurinn um EES. Að vera eða vera ekki Framhald EES-málsins eftir Jón Baldvin Hannibalsson Þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss er nú lokið og tillaga svissnesku ríkis- stjómarinnar um staðfestingu EES- samningsins hlaut ekki tilskilinn meirihluta. Það er því ljóst að Sviss verður ekki aðili að hinu Evrópska efnahagssvæði. Niðurstaðan mun valda töfum við framkvæmd Evr- ópska efnahagssvæðisins en mun þó fyrst og fremst snerta Svisslendinga sjálfa, enda hefur ríkisstjóm Sviss í opinberri yfirlýsingu bent á að afleið- ingamar verði fyrst og fremst erfíð- ari samkeppnisstaða fyrir Sviss. En því fer fjarri að Evrópska efna- hagssvæðið sé þar með úr sögunni. Við hefðum kosið að hafa Svisslend- inga þar innan dyra. Ekkert er því hins vegar til fýrirstöðu að koma EES á laggimar án þeirra þátttöku. í samningnum var annars vegar gert ráð fyrir því að fullgilding gæti tafist í einhveiju aðildarríki. í því tilviki er gert ráð fyrir að allir þeir sem undirrituðu samninginn í Óportó komi saman til að meta stöð- una. Þetta er tilgreint í fyrri sam- þykkt við 129. grein. Hins vegar er tekið fyrir það til- vik í síðari samþykkt við sömu grein að einhver fullgildi ekki, þ.e. að samningi sé hafnað á jiingi eða í þjóðaratkvæðagreiðslu. I þessu til- felli skulu hinir samningsaðilarnir, þ.e. þeir sem hafa fullgilt og ekki hafa ekki hafnað samningnum, boða til ráðstefnu stjórnarerindreka til að meta áhrif fráviks frá fullgild- ingu samningsins og skoða mögu- leika á að samþykkt verði bókun um breytingar sem verða með fyrir- vara um nauðsynlega meðferð innan- lands. Slík ráðstefna skal haldin jafnskjótt og ljóst er að einhver samningsaðili muni ekki fullgilda samninginn eða í síðasta lagi ef dagsetning gildistöku samningsins er ekki virt. Nú þegar er ljóst að Sviss mun ekki fullgilda og dagsetning gildis- töku 1.1? 1993 verður ekki virt. Til þessarar ráðstefnu verður því boðað von bráðar. Verkefni hennar yrði að ganga frá bókun um nauðsynlegar breytingar vegna breytts fjölda samningsaðila, sem m.a. mundi kveða á um það að samningurinn tæki gildi meðal þeirra ríkja, sem hefðu fullgilt hann og taka fram að hann gildi ekki gagnvart Sviss. Það ræðst næsta sunnudag hvort hið sama gildir um Liechtenstein. Það fer eftir lögum hvers lands fyrir sig hvernig bókun þessi yrði fullgilt og hvort hún færi fyrir þjóðþing eða ekki. Bókun af þessu tagi yrði lögð fyrir Alþingi sérstaklega, jafnskjótt og hin tæknilegu vandamál hafa verið leyst. Bókun sem þessi þyrfti ekki að breyta neinu um efnisatriði samn- ingsins og alls engu um skuldbind- ingar íslands gagnvart öðrum en Sviss. Tekið yrði fram að réttindi og skyldur samningsins ættu ekki við Sviss og Svisslendinga. Hugtakið EFTA-ríki er skilgreint svo í 2. grein samningsins að átt sé við samnings- aðila sem sé aðili að Fríverslunar- samtökum Evrópu. Þetta opnar möguleika á því að vera aðili að EFTA án þess að vera aðili að EES. Þeir Svisslendingar sem ráðið hafa sig til starfa hjá eftirlitsstofnun og dómstól geta búist við því að þurfa að leita sér að annarri vinnu. Búast má við því að þróunarsjóður fyrir bágstödd EB-lönd verði ræddur sérstaklega, en EFTA-ríki hafa gert ráð fyrir því að hann mundi minnka sem nemur framlagi Sviss. Ekkert þessara atriða snertir kjarna samn- ingsins að því er ísland varðar eða ætti að hafa áhrif á afstöðu til samn- ingsins. EFTA sem stofnun var ekki aðili að samningnum. Þess má geta að í fríverslunar- samningum Islands og EB frá 1972 er gert ráð fyrir Noregi sem aðildar- ríki EB og í því formi var samningur- inn fullgiltur og birtur, án þess að nokkur hafí fundið meinbug á því. En eins og kunnugt er var aðild Noregs að EB felld í þjóðaratkvæða- greiðslu. Lítslíkur kvema með brjóstakrabbamein 20 Tilvísanakerfi á ný í almannatryggingxim Kostnaður vegna sérfræðinga hef- ur vaxið mjög ört - segir heilbrigðisráðherra 0----------------------------:----------------- 0 mán. 10 20 30 40 50 60 Ný rannsókn á brjóstkrabbameini Gæti breytt með- ferð hjá konum sem eiga minni lífslíkur NY rannsókn á bijóstkrabbameini gefur vísbendingar um að hægt sé að sjá fyrir um lífslíkur kvenna sem þjást af þessu krabbameini eftir því hvort ákveðin stökkbreyting hefur átt sér stað í æxlinu eða ekki. Þær konur sem greinast með þessa stökkbreytingu eiga töluvert minni lífslik- ur en hinar og gætu þessar upplýsingar því leitt til breytinga á meðferð þeirra i þá átt að auka þessar líkur. TELLÖGUR heilbrigðisráðuneytis um að tekið verði upp tilvisanakerfi við læknisþjónustu sérfræðinga eru meðal annars tilkomnar vegna þess að kostnaður ríkisins vegna sérfræðinga hefur hækkað mjög ört, að sögn heilbrigðisráðherra. Um er að ræða rannsókn sem var kynnt á ráðstefnu um rannsóknir í læknadeild Háskólans sem lauk í Odda f gær. Steinunn Thorlacíus á rann- sóknarstofu Krabbameinsfélagsins í sameinda- og frumulíffræði segir að rannsóknin á stökkbreytingum í krabbameinsæxlum geri kleift að spá fyrir um eða gefa vísbendingar um lífslíkur sjúklinga. „Þessi rannsókn er á frumstigi og við höfum nú fengið leyfí hjá rannsóknarstofu Háskólans í meinafræðum til að rannsaka 10 ára gömul og yngri sýni,“ segir Steinunn. „Þeirri rannsókn ætti að vera lokið eftir um eitt ár.“ Rannsóknin sem hér um ræðir beindist að rúmlega 100 konum með bijóstkrabbamein. Hjá 18 þeirra eða um 17% greindist stökkbreyting í æxli og reyndust lífslíkur þeirra mark- tækt minni en hinna sem ekki voru með þessa stökkbreytingu. „Niður- stöður okkar geta haft áhrif á með- ferðarval sjúklinga að því marki að þær konur sem greinast með stökk- breytinguna fái strax meiri aðhlynn- ingu sem gæti aukið lífslíkur þeirra,“ segir Steinunn. Stökkbreyting sú sem hér um ræð- ir kom fram í svokölluðu p53 geni en tap á virkri p53 samsætu hefur fund- ist f mörgum æxlum m.a. bijóst- krabbameinsæxlum sem bendir til að p53 gegni mikilvægu hlutverki við að hindra æxlismyndun. Samkvæmt lagafrumvarpi um al- mannatryggingar er áformað að sjúkratryggingar greiði ekki lyf að fullu nema þau séu lífsnauðsynleg. í núgildandi lögum segir að sjúkra- tryggingar greiði lyf sem séu bráð- nauðsynleg og sagði Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í gær að sú skil- greining væri mjög rúm. Með þess- ari lagabreytingu væri verið að færa þetta til fýrra horfs, og sama orðalag væri í samskonar lögum í nágranna- löndum okkar, til dæmis Danmörku. Sighvatur sagði, að á næsta ári yrði að draga saman lyfjakostnað Sighvatur Björgvinsson heilbrigð- isráðherra sagði á blaðamannafundi í gær, að samkvæmt núverandi kerfi gætu sérfræðingar tilkynnt sig hjá Tryggingastofnun ríkisins og síðan sent stofnuninni reikninga vegna þeirrar þjónustu sem þeir ynntu af hendi. Sighvatur sagði að á þessu ári væri gert ráð fyrir að kostnaður ríkis- ins vegna sérfræðiþjónustu færi um 180 milljónir króna fram úr áætlun fjárlaga. I frumvarpi um breytingu á lögum um almannatryggingar, sem ríkis- stjórnin hefur lagt fram á Alþingi, er gert ráð fyrir að sjúkratryggingar greiði ekki fyrir sérfræðilæknishjálp og rannsóknir nema sjúklingur hafí tilvísun frá heimilislækni eða heilsu- gæslulækni. Það hefur í för með sér að ef sjúklingur fer til sérfræðings án milligöngu heimilislæknis eða heil- sugæslulæknis verði hann að greiða sjálfur reikning sérfræðingsins. Að ríkisins um 4-500 milljónir en þessi breyting er talin spara útgjöld upp á um 180 milljónir. Meira þyrfti því að koma til, en Sighvatur sagði að ekki yrði gengið lengra í að auka hlut sjúklinga í lyfjakostnaði. Hann sagði ljóst, að við þessa breytingu yrði að fjölga lyíjum í þeim flokki sem talin eru lífsnauð- synleg. Ekki fengust upplýsingar um hvaða lyf yrði um að ræða, en að sögn Páls Sigurðssonar ráðuneytis- stjóra í heilbrigðisráðuneyti er þarna einkum um að ræða lyf við lungna- og hjartasjúkdómum, blóðþrýstings- lyf, lyf við sykursýki og flogaveiki. sögn heilbrigðisráðherra er meðal- reikningur sérfræðings um 3.400 krónur en sjúklingar greiða 1.500 krónur. Heimsókn til heimilislæknis kostar sjúkling 600 krónur. Tilvísanakerfi hefur áður verið í gildi en var aflagt árið 1983. Að sögn Guðjóns Magnússonar skrifstofu- stjóra í heilbrigðisráðuneyti var kerfið þá þungt í framkvæmd. Oft hafi ver- ið erfitt að fá tilvísanir frá heimilis- læknum og heilsugæslulæknum vegna fæðar þeirra og því hefðu ver- ið margar undanþágur frá kerfinu. Nú hefði þessum læknum fjölgað verulega og því ætti sjúklingum ekki að vera neinn vandi á höndum að fá slíkar tilvísanir. Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að ríkið spari nær 200 milljónir króna á næsta ári vegna þessara lagabreyt- inga. Nær 400 aðilar hafa sent Trygg- ingastofnun reikninga vegna sér- fræðiþjónustu. Sjúklingar hafa getað fengið lyf, sem talin eru nauðsynleg, ókeypis eða gegn fastagjaldi út á lyfjakort. Aðspurður sagði Sighvatur að ekki lægi fyrir hvort lyfjakort yrði lögð af, en verið væri að vinna að reglu- gerð um nánari útfærslu þessa í ráðuneytinu. Samkvæmt frumvarpinu er einnig gert ráð fýrir að skilja á milli skrán- ingar lyfla og greiðsluþátttöku ríkis- ins, þannig að í hvert sinn sem nýtt lyf er skráð hér á landi þurfi að ákveða sérstaklega hvort, og þá með hvaða hætti, sjúkratryggingar taki þátt í greiðslu kostnaðar vegna við- komandi lyfs. Að sögn heilbrigðis- ráðherra er þetta gert vegna fyrir- hugaðrar aðildar Islands að Evr- ópsku efnahagssvæði þar sem mjög muni þá fjölga á lyfjaskrá. Hlutur sjúklinga í lyfjakostn- aði eykst í 30% um áramótin HLUTUR sjúklinga í lyfjakostnaði eykst um áramótin samkvæmt tillög- um sem nú liggja fyrir Alþingi. Að sögn heilbrigðisráðherra er stefnt að því að þetta hlutfall fari ekki upp fyrir 30%, sem er meðalhlutfall í Evrópu, en þetta hlutfall er nú 24-25% hér á landi. Jón Baldvin Hannibalsson. Er vilji til að ljúka málinu á Alþingi? Það er ljóst að fullur pólitískur vilji er til þess meðal annarra samn- ingsaðila að EES verði að veruleika, jafnvel án þátttöku Sviss. Noregur, sem nú er í forsæti EFTA, hefur lagt á það ríka áherslu að fullgild- ingu sé hraðað og samningnum verði „Okkur ber skylda til þess að reyna að varð- veita þann árangur, sem náðst hefur með því að fullgilda samninginn um Evrópska efnahags- svæðið og fylgisamn- inga hans sem fyrst. Spurningin sem eftir stendur er því aðeins sú, hvort Alþingi hafi vit og vilja til að ljúka málinu eða ekki. Að vera eða vera ekki — það er spurningin.“ hrundið í framkvæmd. í yfirlýsingu norska utanríkisviðskiptaráðherrans er ennfremur tekið fram að einungis sé þörf á tæknilegum breytingum. Boðað verður til ráðstefnu stjóm- arerindreka jafnskjótt og það er hægt, en fyrst verður málið tekið fyrir á ráðherrafundi EFTA í Genf dagana 10.—11. desember. Ég á von á því að reynt verði að funda fyrst með þátttöku Sviss, en aðeins þau ríki sem ætla sér fulla þátttöku í EES munu síðan ganga frá nauðsyn- legum breytingum. Það er því af og frá að úrslitin í Sviss boði að Alþingi beri að leggja hendur í skaut og bíða átekta. Nú fremur en nokkru sinni ríður á að vera með þegar lagt verður á ráðin um framtíð Evrópska efnahagssvæð- isins. Afstaða Sviss breytir engu um þau grundallarrök sem hníga að því að nauðsynlegt sé fyrir Island að taka þátt í Evrópska efnahagssvæð- inu. Þótt Sviss sé eitt af stærri lönd- unum innan EFTA er vægi þess í utanríkisviðskiptum okkar hlutfalls- lega lítið (4% útflutnings, 1,4% inn- flutnings). Við höfum sjaldnast átt samleið með Svisslendingum í tilhögun utan- ríkismála okkar. Þeir hafa kosið að standa utan alþjóðasamstarfs, eru ekki aðilar að Sameihuðu þjóðunum og taka engan þátt í vamarsam- starfí vestrænna þjóða. Ég vil minna á að önnur Norðurlönd hafa nú þeg- ar afgreitt EES-samninginn á sinum þjóðþingum. í Finnlandi vom 154 meðmæltir 12 á móti; í Noregi vom 130 með en 35 á móti og loks féllu 308 atkvæði með samningnum í Svíþjóð en 13 á móti. Samþykkt þess fmmvarps sem nú liggur fyrir Alþingi hefur ekki í för með sér sjálfkrafa lögfestingu EES-samningsins. Aðeins fyrsta grein frumvarpsins öðlast gildi við samþykkt. Önnur ákvæði öðlast ekki gildi fyrr en EES-samningurinn ligg- ur fyrir í endanlegri mynd og hefur verið fullgiltur af öllum samnings- aðilum. Allar nauðsynlegar breyting- ar verða lagðar sérstaklega fyrir Alþingi. EES-samningurinn gefur okkur færi á því að tiyggja hagsmuni okk- ar á viðskiptasviðinu, án þess að þurfa að taka yfír kvaðir og skyldur sem fylgja sameiginlegri landbúnað- arstefnu, sameiginlegri sjávarút- vegsstefnu eða sameiginlegri við- skiptastefnu, hvað þá heldur skuld- bindingar Maastricht-sáttmála EB um sameiginlega stefnu í utanríkis- og vamarmálum, gjaldmiðils- og peningamálum o.s.frv. Annað tækifæri gefst trauðla á næstu árum til þess að ná fram slíkri málamiðlun. Engar líkur eru á að hægt sé að ná neinum viðlíka árangri í tvíhliða viðræðum við EB, nema þær viðræður byggist á gildandi EES-samningi. Okkur ber skylda til þess að reyna að varðveita þann árangur sem náðst hefur með því að fullgilda samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðið og fylgisamn- inga hans sem fyrst. Spumingin sem eftir stendur er því aðeins sú, hvort Alþingi hafí vit og vilja til að ljúka málinu eða ekki. Að vera eða vera ekki — það er spurningin. Höfundur er utanríkisrAðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.