Morgunblaðið - 09.12.1992, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992
Vinnumiðlunarskrifstofan
Tæplega 150 manns
bæst við á atvinnu-
leysisskrá á mánuði
MUN FLEIRI voru á atvinnuleysisskrá á Akureyri um síðustu mánaða-
mót en mánaðamótin þar á undan og hefur fjölgað á skránni um tæp-
lega 150 manns. Það sem af er desembermánuði hafa nýskráningar
verið töluverðar og eftir mætingu á Vinnumiðlunarskrifstofuna síðasta
föstudag voru 412 nöfn á skránni.
I lok nóvember voru 370 skráðir
atvinnulausir á Akureyri, 232 karlar
og 138 konur. Alls voru atvinnuleys-
isdagar 6.511 í síðasta mánuði. At-
vinnuleysisdagar í október voru
4.268 talsins, en í lok mánaðarins
voru 224 á atvinnuleysisskrá, 113
karlar og 111 konur. í september
og október var í gangi átaksverkefni
í atvinnumálum og voru að jafnaði
um 90 manns af atvinnuleysisskrá í
vinnu við ýmis verkefni hjá bænum.
Átaksverkefninu er nú lokið og hefur
fólkið því aftur komið inn á atvinnu-
leysisskrá.
Á sama tíma á síðasta ári voru
203 skráðir atvinnulausir á Akur-
eyri, 129 karlar og 74 konur.
Stærsti hópur þeirra sem eru á
atvinnuleysisskrá eru úr Verkalýðs-
félaginu Einingu eða 151 samtals,
þá eru 57 úr Félagi verslunar- og
skrifstofufólks á skránni og 66 fé-
lagsmenn úr Iðju, félagi iðnverka-
fólks.
Töluverð aukning hefur verið á
milli mánaðamóta hvað iðnaðarmenn
varðar, en í lok október voru t.d. 3
trésmiðir á atvinnuleysisskrá en eru
nú 11, þá voru 10 sjómenn atvinnu-
lausir í októberlok, en eru nú 22 og
járniðnaðarmönnum hefur fjölgað úr
7 í 16 milli mánaðamóta.
Hjá Vinnumiðlunarskrifstofunni
fengust þær upplýsingar að mikið
hefði verið að gera við nýskráningar
það sem af er þessum mánuði og
voru 412 nöfn á skránni eftir mæt-
ingu á skrifstofuna síðastliðinn
föstudag.
Hálfdán Kristjánsson
bæjarstjóri í Ólafsfírði
HÁLFDÁN Kristjánsson var ráðinn bæjarstjóri i Ólafsfirði á fundi
bæjarstjómar Ólafsfjarðar í gær. Hann er viðskiptafræðingur, búsettur
á Súðavík og rekur þar bókhaldsskrifstofu. Hálfdán hefur setið í
hreppsnefnd Súðavíkurhrepps og verið þar sveitarstjóri og sparisjóðs-
stjón.
„Mér líst vel á að taka við störfum
bæjarstjóra, þetta virðist spennandi
verkefni og ég tel að sá ágreiningur
sem þar hefur verið uppi hafi kristall-
ast í einstaklingum sem ekki munu
taka þátt í þessum málum lengur.
Menn einbeita sér nú að þeim verk-
efnum sem snúa að sveitarfélaginu
Gítartónleikar í
Akureyrarkirlgu
í kvöld, miðvikudagskvöldið 9.
desember kl. 20.30, heldur gítardeild
Tónlistarskólans á Akureyri tónleika
í Akureyrarkirkju. Markmið tónleik-
anna er að kynna verk fyrir gítar
eftir samtímatónskáld. Á tónleikun-
um verður m.a. frumflutt verkið
Haust eftir ungan nemenda deildar-
innar, Magnús Torfa Magnússon.
Það eru framhaldsnemendur gítar-
deildar sem koma fram á tónleikun-
um og er aðgangur að þeim ókeypis.
(Fréttatilkynning)
og um þau er eng-
inn ágreiningur. Af
viðræðum mínum
við fólk í bænum,
bæði úr meiri- og
minnihluta, heyri
ég ekki annað en
fullur vilji sé fyrir
því að vinna sam-
an,“ sagði Hálfdán.
Hálfdán sagðist Hálfdán
hafa hrærst í sveit- Krlstjánsson
arstjórnarmálum síðustu 15 ár.„Þau
verkefni sem bíða mín eru af ann-
arri stærðargráðu, en ég held það
verði skemmtilegt að glíma við þau,“
sagði Hálfdán.
Hann tekur við starfi bæjarstjóra
í Ólafsfiði um áramót, en fram til
þess tíma mun Kristinn Hreinsson
bæjarritari gegna störfum bæjar-
stjóra þar, en sem kunnugt er vék
meirihluti bæjarstjórnar Bjarna Kr.
Grímssyni frá störfum fyrir nokkru.
Háldán er kvæntur Helgu Guð-
jónsdóttur skólastjóra Grunnskólans
í Súðavík og eiga þau þijú böm.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Hekla Geirdal og Jóna Berta Jónsdóttir fulltrúar Mæðrastyrksnefndar tóku við hálfri milljón króna
sem Lionsklúbburinn Hængur afhenti nefndinni í gær, en það gerðu þeir Gunnlaugur Björnsson,
Guðjón H. Sigurðsson og Kristján Kristjánsson.
Hængur afhendir Mæðrastyrksnefnd hálfa milljón króna
Kemur sér vel því
víða er þröngt í búi
- segir Jóna Berta Jónsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar
„VIÐ höfum aldrei áður fengið svo stóra gjöf, þetta er gullmoli
og á eftir að koma sér ákaflega vel nú, því það er víða þröngt í
búi,“ sagði Jóna Berta Jónsdóttir formaður-Mæðrastyrksnefndar,
en Lionsklúbburinn Hængur á Akureyri afhenti nefndinni hálfa
milljón króna í gær.
Hængur sá um undirbúning og
framkvæmd vegna þings Alþýðu-
sambands íslands sem haldið var
á Akureyri í lok nóvember og
sagði Kristján Kristjánsson for-
maður undirbúningsnefndar að í
framhaldi af þeirri vinnu hefði
verið ákveðið að afhenda Mæðra-
styrksnefnd 500 þúsund krónur.
„Áð okkar mati er málefnið gott,
oft hefur verið þörf en nú er nauð-
syn. Það leita margir til nefndar-
innar og við vitum að þetta fé
kemur sér í góðar þarfir," sagði
Kristján.
Jóna Berta sagði að nefndin
gæfí matarpakka og eða fé til
heimila, en á síðasta ári fékk
Mæðrastyrksnefnd 58 beiðnir um
aðstoð. „Ástandið var slæmt í
fyrra, en ég held það sé mun verra
nú, það kæmi mér ekki á óvart
þó beiðnum fjölgaði um helming.
Atvinnuleysi er mikið og margir
með uppsagnarbréf upp á vas-
ann.“
Mæðrastyrksnefnd hefur nú til
umráða húsnæði við Gránufélags-
götu 5 og þar verður opið frá kl.
16 til 19 fram undir jól, en fjöldi
fólks og einnig fyrirtæki, m.a.
fataverslanir í bænum, hafa gefið
föt sem fólk getur fengið endur-
gjaldslaust eða gréitt lága upp-
hæð fyrir. „Viðbrögðin hafa verið
mikil, síminn hefur varla þagnað,"
sagði Stella Jónsdóttir sem starfar
með Jónu Bertu hjá Mæðrastyrks-
nefnd. Hún sagði að margir ættu
erfitt með að leita aðstoðar hjá
nefndinni, en víða væru erfiðleik-
amir svo miklir að fólk, sem áður
hefði reynt að klóra í bakkann,
hreinlega neyddist til að fá aðstoð
nú fyrir jólin. „Umræðan hefur
opnast, það er meiri skilningur
fyrir hendi sem gerir að verkum
að fólk lætur í sér heyra."
Jóna Berta sagði að mest
mæddi á bamafólki á þessum
tíma, en annars væri um að ræða
fólk á öllum aldri sem leitaði til
nefndarinnar. „Við gleymum
heldur ekki eldra fólki, í þeim
hópi eru margir sem ekki biðja
um aðstoð. Á síðasta ári færðum
við eldra fólki örlítinn jólaglaðn-
ing, kaffi og smákökur og það
var afar þakklátt fyrir,“ sagði
hún.
Auk þess sem Hængur hefur
fært nefndinni fé fær hún styrk
frá ríki og bæ, fyrirtækjum og
einstaklingum og þá má nefna að
Orlofsnefnd húsmæðra hefur fært
nefndinni fé, sem annars átti að
nota til ferðalaga. „Þær hættu við
að fara í ferðalagið og ákváðu að
gefa peningana frekar til þessa
málefnis vegna þess hvernig
ástandið er,“ sagði Jóna Berta.
„Við höfum ekki hugmynd um
hversu margir munu leita til okk-
ar fyrir þessi jól, en vonumst til
að geta hjálpað öllum sem til okk-
ar koma.“
Stjörnubíó
Heimsforsýning á stórmynd
STJÖRNUBÍÓ verður með
heimsforsýningu stórmyndarinn-
ar „A Few Good Men“ föstudag-
inn 11. desember, en forsýning
Aðventu-
tónleikar á
Akranesi
HINIR árlegu aðventutónleikar
Kirkjukórs Akraness verða haldn-
ir á fimmtudag kl. 21 í Vinaminni.
Gestur á tónleikunum verður
Gunnar Kvaran sellóleikari. Ein-
söngvari er Guðrún Ellertsdóttir og
undirleik annast Fríða Lárusdóttir.
verður samtímis í 30 löndum.
Með aðalhlutverk fara Tom Cru-
ise, Jack Nicholson, Demi Moore,
Kevin Bacon og Kiefer Sutherland.
„A Few Good Men“ er byggð á
samnefndu leikriti Aarons Sorkins
sem sýnt var við metaðsókn á
Broadway í lengri tíma en dæmi
eru til.
Myndin segir frá tveimur, ungum
sjólum sem ákærðir eru fyrir morð
á félaga sínum. Sjóherinn tilnefnir
ungan lögfræðing, J.G. Daniel sjó-
liðsforingja, til að veija þá. Málið
virðist liggja ljóst fyrir en ekki er
þó allt sem sýnist. Málið verður æ
dularfyllra og erfiðara viðfangs.
Leikstjóri myndarinnar er Rob
Einer (Misty, When Harry Met Sally
og Stand By Me).
Stórleikararnir Jack Nicholson og Tom Cruise leika saman í mynd-
inni „A Few Good Men“.
Kráartónlist í Gerðubergi
ÚTGÁFUTÓNLEIKAR fyrir geisladiskinn sem inniheldur eingöngu
frumsamda kráartónlist verður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi
fimmtudaginn 10. desember kl. 21.
Þeir sem koma fram eru hljóm- Þessir aðilar gáfu út geisladiskinn Á
sveitimar Papar, Sín, Snæfríður og kránni, sem kom út í haust.
Stubbamir, Teningar og trúbadorinn (Fréttatíikynning)
Guðmundur Rúnar Lúðvíksson.
Jólafundur
Slysavarna-
deildar kvenna
í Reykjavík
JÓLAFUNDUR Slysavarnadeild-
ar kvenna í Reykjavík verður
haldinn fimmtudaginn 10. des-
ember á Hótel íslandi og hefst kl.
20.
Kaffiveitingar verða, skemmtiat-
riði, söngur, jólahugvekja, happ-
drætti, margir góðir munir og eru
konur minntar á að koma með vinn-
inga. Gestur fundarins verður forseti
Slysavarnafélagsins, Einar Sig-
uijónsson.
Á fundinum verða seldir miðamir
Gjöf á gjöf og ljós kvennadeildarinn-
ar sem einnig verða til sölu í miðbæ
Reykjavíkur þegar kveikt verður á
jólatrénu á Austurvelli nk. sunnudag.
Verð á ljósunum er 400 krónur. All-
ur ágóði rennur til slysavarnamála.
(Úr fréttatilkynningu.)