Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992
Minning
Hallgrímur G. Björns-
son, Hafnarfirði
Fæddur 26. október 1908
Dáinn 2. desember 1992
Við viljum með nokkrum orðum
minnast afa okkar, Hallgríms Ge-
orgs Bjömssonar, eða Halla afa
eins og við kölluðum hann alltaf.
Hann lést í St. Jósefsspítala í Hafn-
arfírði 2. desember eftir nokkurra
mánaða veikindi. Hann hafði þó
getað eins og hann helst vildi verið
að mestu heima hjá ömmu, sem
annaðist hann af einstakri kost-
gæfni og vék varla frá honum síð-
ustu mánuðina.
Það er með fyrstu bemskuminn-
ingum okkar er við fengum að fara
í afavinnu, sem var fískverkun við
Flatahraun því það var stutt frá
heimili okkar og ekki jrfír umferðar-
götu að fara. Þetta þótti okkur
mjög gaman, enda fengum við að
hjálpa til við vinnuna og jafnvel að
fara með í Rauð gamla, sem var
Intemational vömbíll árgerð ’46.
Þegar kom að kaffítíma fengum við
kaffí úr brúsanum hans og mola
með. Oft sendi hann okkur með
saltfísk heim í poka og það var
ekki laust við að okkur þætti það
óþarflega oft. Húsið seldi hann árið
1977 Hafnarfjarðarbæ og gengur
það nú undir nafninu Hallgrímshús.
Alltaf var heimili afa og ömmu
okkur sem annað heimili enda ekki
langt að fara. Og eftir að þau hættu
að vinna úti mátti ganga að þeim
vísum, ömmu í eldhúsinu og afa
niður í kjallara, úti á lóð eða í bíl-
skúrnum að huga að bílnum sem
hann vildi alltaf hafa í góðu lagi,
hreinan og fínan.
Oft fómm við með afa þegar
hann var eitthvað að gera svo sem
í beijamó upp í Urriðakotsland eða
í veiði í Kleifarvatn, sem var hans
aðal áhugamál síðustu sumrin. Afí
hafði alltaf mikinn áhuga á því sem
við vomm að gera og spurði fram
á síðasta dag mikið um skáta- og
íþróttastarf, bílamál okkar, íbúðar-
kaup og húsbyggingu. Alltaf var
hann reiðubúinn að hjálpa til og
mætti hann þá jafnan með gömlu
verkfærin sín þar á meðal hamarinn
góða sem var alltaf sá sami þó svo
að hann væri búinn að skipta nokkr-
um sinnum um haus og enn oftar
um skaft. Nýtni og sjálfsbjargarvið-
leitni var alltaf mikil og gerði hann
yfírleitt allt sjálfur sem hann hafði
tök á og lagði alltaf mikið upp úr
að hafa nóg fyrir stafni.
Þegar við svo fómm að koma
með bamabamabömin í heimsókn
var það afa og ömmu mikið gleði-
efni, léku þau þá á als oddi og afí
blístraði fyrir bömin á sinn sérstaka
hátt.
Við viljum sérstaklega þakka
starfsfólki St. Jósefsspítala og
heimahjúkmn aldraðra í Hafnar-
fírði mjög góða umönnun og hlýtt
viðmót í veikindum afa.
Elsku amma, við biðjum Guð að
styrkja þig I sorg þinni og söknuði.
Grétar, Halli, Leifur
og fjölskyldur.
í dag verður Hallgrímur Georg
Bjömsson jarðsunginn frá Víði-
staðakirkju í Hafnarfirði. Hanng
fékk hægt andlát í St. Jósefsspítala
aðfaramótt miðvikudagsins 2. des-
ember sl. eftir allnokkra baráttu
við erfíðan sjúkdóm. En það var
friður yfír honum þegar að var
komið, snemma morguns í spítalan-
um, friður hins kærleiksríka guðs,
sem kallað hafði til sín enn eitt af
bömum sínum.
Minningamar hrannast að.
Það var á haustmánuðum árið
1949 að ég hitti hann fyrst. Ég og
dóttir hans, sem fóstmð var norður
á Siglufirði, vomm heitbundin og
við leituðum suður, eftir atvinnu
og menntun. Halli og Magga hýstu
okkur fyrstu vikumar í Hafnarfírði
þar sem þau bjuggu þá og alla tíð
síðan. Þar sem hjartarýmið er nóg,
þar er ávallt nóg pláss. Þarna hófst
fjölskyldusamband sem aldrei hefír
borið skugga á í rúma fjóra ára-
tugi, enda Magga og Halli bæði
mikilhæfar kosta manneskjur.
Hallgrímur var fæddur að Skarf-
hóli í Miðfirði, Húnavatnssýslu.
Foreldrar hans vom Bjöm Jónsson
fyrmrn bóndi á Kollufossi í Miðfírði
og síðari eiginkona hans Guðríður
Einarsdóttir ættuð af Akranesi.
Hann aldist upp í Huppahlíð í Mið-
fírði til 12 ára aldurs, en fór þá að
Reykjum í Hrútafírði og fóstraðist
þar fram undir tvítugt. Á þessum
tímum hófst lífisbaráttan snemma
hjá mjög mörgum og svo var einnig
hjá Hallgrími. Enda þótt hann væri
gæddur frjóum eðlisgáfum, þá vom
engir kostir til lengri skólamennt-
unar. Hann þurfti að vinna fyrir sér
frá unga aldri. Fyrst vom það al-
menn sveitastörf af ýmsu tagi, en
siðar lá leið hans til Siglufjarðar,
sem þá var í öram vexti.
Atvinna var þar meiri en víðast
annars staðar, enda þótt hún væri
árstíðabundin. Augu manna víða
af landinu beindust því til Siglu-
fjarðar um langt árabil í von um
þátttöku í síldarævintýrinu og þeim
óvenjúlegu tekjumöguleikum sem
það bauð upp á.
Hann ílentist á Siglufírði, stund-
aði ýmis störf, vann að vélplæging-
um á Hólstúni, en það hafði hann
lært af norskum framherja, var við
sjóróðra á vetmm, stundum við
þriðja mann á eigin trillu, og við
síldarsöltun á sumram. Síðar varð
hann viðurkenndur verkstjóri við
síldarsöltun, bæði norðan og sunnan
lands. Hann öðlaðist alhliða físk-
matsréttindi.
Á Siglufírði kynntist hann ungri
og efnilegri stúlku, Herdísi Láms-
dóttur, þau giftu sig og áttu saman
tvö börn, Ósk Pálínu Önnu og Guð-
bjöm.
Hallgrímur og Herdís slitu sam-
vistir að nokkmm ámm liðnum.
Herdís er látin fyrir alllöngu og
Anna lést 1990.
Hallgrímur flutti suður og settist
að í Hafnarfirði. Þetta var í miðri
síðari heimsstyijöldinni og setuliðið
á íslandi stóð fyrir umtalsverðum
framkvæmdum á suðvesturhorni
landsins. Hallgrímur hóf að aka
vörabíl, en síðar varð hann leigubif-
reiðastjóri ámm saman. 9. desem-
ber árið 1945 var mikill heilla- og
hamingjudagur í lífi hans, en þann
dag gifti hann sig öðm sinni, í þetta
sinn gáfu- og mannkostakonunni
Margréti Þorvaldsdóttur frá Jám-
gerðarstöðum í Grindavík. Þau hafa
búið í Hafnarfirði allar götur síðan
og var heimili þeirra víðkunnugt
fyrir gestrisni og velvild.
Margrét og Hallgrímur áttu sam-
an einkasoninn Þorvald Stefán,
framkvæmdastjóra hjá Hellu hf.
Frá Hallgrími er nú kominn mikill
ættbogi bamabarna og þeirra
bama, sem sómi er að.
Hallgrímur var mikill öðlings-
maður og hann lagði á margt gjörva
hönd, lengi stundaði hann og fjöl-
skyldan fiskverkun í Hafnarfírði og
var framleiðsla þeirra vönduð og
eftirsótt. Hann var framsýnn um
margt og var meðal annarra í for-
ystu um fiskiræktartilraunir, heil-
um aldarfjórðungi á undan þeim
sem hófust á sl. áratug.
Hann var traustur og áreiðanleg-
ur og eitt handsal frá honum var
öraggara en margir skrifaðir samn-
ingar síðari tíma. Hann var vinur
vina sinna og mátti hvergi vamm
sitt vita.
Eins og ljóst má vera af háum
aldri, þá lifði hann byltingarkennd-
ar breytingar á lífshögum þjóðar-
innar, frá allsleysi til afkomuörygg-
is, frá einhæfu og tækjalausu at-
vinnulífi til óhófstækja atvinnuveg-
anna í dag. Öllu tók hann með jafn-
aðargeði, fylgdist með og gladdist
þegar vel gekk.
Hann bar ávallt í bijósti sterkar
og hlýjar tilfinningar til átthaganna
í Húnavatnssýslu, þar sem fyrstu
sporin lágu, en einnig og ekki síður
til Siglufjarðar og Siglfirðinga, sem
hann þekkti marga og að góðu einu.
Ósjaldan vom norðlenskir sumar-
blíðudagar umræðuefni okkar og
þá var blik í auga. Síðustu árin var
það honum sérstakt ánægjuefni að
fara með veiðistöngina sína í nálæg
vötn og renna fyrir silung. Slíkar
ferðir urðu óþijótandi uppspretta
gleðiríkra endurminninga sem oft
var tæpt á.
Nú er þeim ferðum lokið sem og
öðm veraldarvafstri. Þess í stað
hefir hanril agt upp í þá ferð sem
okkur öllum er búin, fyrr eða síðar,
til fundar við almáttugan skapara
okkar á himnum.
Megi hann hljóta guðs blessun %
Um eilífð alla.
Um leið og ég þakka fyrir traust
hans og trúnað, svo og fyrir dýr-
mæta samfylgd hans í á fímmta
áratug, þá kveð ég hann hinstu
kveðju með virðingu og færi Mar-
gréti og öðrum ástvinum hans hug-
heilar og hlýjar samúðarkveðjur
mínar, dætra minna og fjölskyldna
þeirra.
Guð blessi og styrki ykkur öll.
Hreinn Sumarliðason.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfír mér.
Alltaf er sorglegt þegar góður
vinur hverfur héðan á braut, en
aldrei þó eins og þegar hátíð er í
nánd, þegar gleði á að ríkja í hvetju
húsi og fjölskyldur hittast til að
gleðjast saman, en enginn veit sinn
ævidag og við verðum að taka því
sem á okkur er lagt, hversu erfítt
sem það er.
Minn kæri vinur Hallgrímur var
kallaður héðan á braut 2. þessa
mánaðar eftir að hafa barist hetju-
lega við þann sjúkdóm sem þó yfír-
vann hann að lokum.
Ég kynntist Hallgrími fyrir fjór-
um ámm er ég kom inn á heimili
þeirra hjóna, Margrétar og hans og
var strax tekið eins og dóttur. Það
er yndislegt að fínna slíka ástúð
og hlýju frá ókunnugu fólki, en ég
var ekki ókunnug lengi á því heim-
ili því þau opnuðu hjarta sitt fyrir
mér eins og sinni eigin fjöiskyldu.
Það var oft glatt á hjalla hjá þeim,
við gátum talað saman um allt milli
himins og jarðar. Hallgrímur var
fróður maður og þekkti marga og
við gátum oft borið saman bækur
okkar þótt aldursmunurinn hafí
verið mikill.
Það er þó huggun í harmi okkar
sem syrgjum hann að við vitum að
honum líður vel núna.
Elsku Margrét mín, megi Guð
styrkja þig og fjölskyldu þína í sorg
ykkar.
' Ykkar vinkona
Inga Guðmundsdóttir
Sævar sigraði
óvænt í Búðardal
Skák
Margeir Pétursson
FERTUGASTA helgarskák-
mótið fór fram í Búðardal um
síðustu helgi og úrslitin á þess-
um tímamótum urðu ein þau
óvæntustu í sögu helgarmót-
anna. Sigurvegari varð Sævar
Bjarnason, alþjóðlegur meist-
ara, sem skaut miklu stigahærri
skákmönnum ref fyrir rass,
þeim Jóni L. Árnasyni, Helga
Olafssyni, Hannesi Hlífari Stef-
ánssyni og Karli Þorsteins. Auk
þess sem mótið í Búðardal var
40. helgarskákmótið sem Tíma-
ritið Skák hefur gengist fyrir
var það 50. mót þess úti á lands-
byggðinni á síðustu tólf árum.
Eftir að þessum mikla móta-
fjölda hefur verið náð vaknar sú
spuming hvort Jóhann Þórir Jóns-
son, útgefandi og ristjóri Skákar,
treysti sér til að bæta ennþá fleir-
um við.
Sævar Bjamason var víðsfjarri
sínu besta á alþjóðamótinu á
ísafírði í síðasta mánuði, mátti
sætta sig við að deila neðsta sæt-
inu. Fyrir mótið í Búðardal hafði
Sævar á orði að nú væri að duga
eða drepast, hann yrði að sýna að
hann kynni að tefla. Það tókst
honum heldur betur, tveir mikil-
vægir vamarsigrar gegn landsliðs-
mönnunum Hannesi Hlífari og
Helga Ólafssyni gerðu gæfumun-
inn. Fyrir næstsíðustu umferðina
vora þeir Sævar og Jón L. Áma-
son jafnir og gerðu þá stutt inn-
byrðis jafntefli. Stórmeistaramir
tveir, Helgi og Jón L. áttu síðan
eftir að mætast innbyrðis og gerðu
jafntefli í baráttuskák á_ meðan
Sævar vann Ásgeir Þór Ámason
ömgglega og tryggði sér sigurinn.
Úrslit:
1. Sævar Bjarnason 6 v. af 7
mögulegum
2—4. Jón L. Árnason, Helgi
Ólafsson og Hannes Hlífar Stef-
ánsson 5Vi fv.
5—6. MChess tölvuforrit keyrt
á Silicon Valley 486 tölvu og
Dan Hansson 5 v.
7. Karl Þorsteins 4‘A v.
8—15. Ásgeir Þór 'Arnason,
Sturla Pétursson, Grétar Áss
Sigurðsson, Einar K. Einarsson,
Gísli Gunnlaugsson, Haraldur
Baldursson, Leifur Jósteinsson
og Friðrik Jónsson 4 v.
Unglingaverðlaunin þijú hlutu
Sævar Bjarnason
þeir Einar K. Einarsson, sem hlaut
4 v., Kjartan Guðmundsson með
3 v. og Róbert Rúnarsson með 2 V2
v. Verðlaunum fyrir bestan árang-
ur heimamanna hlutu þeir Gísli
Gunnlaugsson og Friðrik Jónsson
sem máttu vel við una gegn öflugu
innrásarliði. Þeir hlutu 4 v. og
sömuleiðis Leifur Jósteinsson, en
í hans hlut komu verðlaun fyrir
bestan árangur dreifbýlismanns.
Kolbrún Jónsdóttir hlaut kvenna-
verðlaunin.
Ný útgáfa af tölvuforritinu
„MChess" kom til landsins rétt
fyrir mótið og máttu aðstandendur
þess vel við vinningatöluna una.
Sterkustu keppendumir á mótinu
reyndust samt algerir ofjarlar
þess, þótt Hannes Hlífar hafí leik-
ið vinningsstöðu klaufalega niður
í jafntefli gegn því. Þetta forrit
virðist ekki vemleg endurbót frá
því sem Kjami hf. hefur sýnt und-
anfama mánuði.
Sævar Bjamason er 39 ára
gamall, sérþjálfaður starfsmaður
á Sogni, nýrri stofnun sem vistar
geðsjúka afbrotamenn. Hann varð
alþjóðlegur skákmeistari árið 1985
og sigraði á opna sænska meist-
aramótinu 1990. Þrautseigja Sæv-
ars í erfiðum stöðum gegn þeim
Helga og Hannesi Hlífari færði
honum efsta sætið. Við skulum
líta á það hvemig Helga varð fót-
askortur í sókninni. Þessi staða
kom upp eftir langt þóf í miðtafli.
Helgi ákvað hér að láta til skarar
skríða:
Svart: Helgi Ólafsson
38. — c4!? 39. dxc4 — bxa3 40.
Bal - Bb3 41. Bh3! - Hxc4?
Síðasti leikur hvíts gegndi
mikilvægu hlutverki í baráttunni
um c línuna, en nú leikur Helgi
af sér skiptamun. Rétt var 41. —
Bxc4 42. Df3 - Ha8 43. Hdc2 -
Bb5 44. Hxc7 — Bxc7 og í þess-
ari tvísýnu stöðu ættu möguleik-
amir að vega nokkurn veginn
jafnt.
42. Hbl! — a4 43. Bxc8 — Hxc8
44. Da6 - Hb8 45. Hcl
Eftir að hafa unnið skiptamun-
inn teflir Sævar af þrótti og klúðr-
ar ekki vinningnum eins og oft
hefur þó hent hann við slík tæki-
færi. [(,
45. - f6 46. Hc6 - Db4 47. Bc3
- Dxe4 48. Hxb6 - Hd8 49.
Hd6 - Hb8 50. Hd7 - Df5 51.
Da7 og svartur gafst upp.
Skákklúbbamót TR
Iðnskólaklúbburinn sigraði {
sveitakeppni sem Taflfélag
Reykjavíkur hélt í nóvember fyrir
skákklúbba sem tefla í heimahús-
um eða á vinnustöðum. Nítján
klúbbar mættu til leiks og þátttak-
endur vora alls tæplega eitthundr-
að talsins. Ýmsir rótgrónir klúbbar
gátu þó ekki stillt upp liði föstu-
dagskvöldið sem mótið fór fram.
Sigur Iðnskólamanna kom ekki á
óvart, en í fjórðu umferð töpuðu
þeir óvænt 0—4 fyrir ungri sveit,
BDTR. Þá bitu þeir í skjaldarrend-
ur og náðu hvorki meira né minna
en 18 vinninga úr síðustu 20 skák-
unum á meðan BDTR slakaði á
klónni. Sveitirnar voru jafnar fyrir
síðustu umferð en þá hélt „Graup-
an“ óvænt jafntefli við BDTR.
Tefldar voru níu umferðir og um-
hugsunartíminn var tíu mínútur á
skákina.
Úrslit:
1. Iðnskólaklúbburinn (Ingvar