Morgunblaðið - 09.12.1992, Síða 44

Morgunblaðið - 09.12.1992, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992 >,[>ú -feré enn. upp cLgangstétL L beygjum." Bjáni! Þetta er ekki sumar- tískan. Hún er ekki klædd... BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reylqavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Þeir sem aldrei þekktu ráð, þeir eiga að bjarga heiminum Frá Frá Njáli Benediktssyni Nú hefur utanríkisráðuneytið með rugguhestinn Jón Baldvin Hannib- alsson í ráðherrastóli tekið þá ákvörðun að taka einkaleyfíssölu á saltfíski af SÍF og gefa það allt frjálst eftir áramót. Eg hugsa til þess með hryllingi, SÍF hefur hannað verulega gott sölukerfí með gæðaeftirliti sem neysluþjóð- irnar hafa kunnað vel að meta. Nú á að eyðileggja þeirra störf sem þeir hafa unnið að í 60 ár, já því- líkir spekóar! Eru allir ^búnir að gleyma kreppuárunum. Arið 1931 þegar saltfískurinn okkar féll í verði um meira en helming á einu ári. Astæðan fyrir þeirri verðlækk- un var sú að það voru margir að selja sama fískinn. Kaupendur héldu að það væri svo mikill fískur á íslandi og þeir biðu eftir lækk- un. Á þessum árum var allur salt- fiskur seldur sólþuirkaður til Port- úgal, Spánar og Ítalíu. Það var alltaf talað um skippund, það voru 329 pund í skippundi eða 160 kg. Um sumarið árið 1931 varþetta skippund selt á 72 kr. en um haust- ið á sama ári var það komið í 32 kr. skippundið. Það er upp úr þess- um jarðvegi sem Sölusamband ís- lenskra fískframleiðenda var stofnað árið 1932. Það voru synir Thors Jensens ásamt fleiri heið- ursmönnum sem stofnuðu SÍF, þessir menn þekktu það manna best hvaða voði það var, að marg- ir voru að selja sama fískinn. Þess vegna fór SIF fram á einkasölu á saltfíski sem þeir og fengu og hafa haft að mestu leyti í 60 ár. Nú hafa nokkrir misvitrir menn ákveðið að leggja þetta gamla kerfí niður, sem flestir eru þó ánægðir með. Hvað er til ráða, hvað segja bankarnir, eru þeir til- búnir að leyfa allskonar ævintýra- mönnum að flytja út veðsettan físk? Ég held ekki. Hvar eru Matt- hías Bjamason eða Eyjólfur Kon- ráð Jónsson, getur ekki Eyjólfur Konráð talað við Davíð Oddsson og hann fengið Jón Baldvin til að hætta við þessi mistök, svo ekki sé meira sagt. Ef Davíð frænda tækist að sansa Jón Baldvin þá mundi hann fá tvo silkiborða í fallega hárið sitt frá Sigmund. NJÁLL BENEDIKTSSON, Garðbraut 84, Garði. HEILRÆÐI Við jólabaksturinn og matseldina verður að gæta þess vel að hrærivélin sé ekki í gangi, þurfi að bregða sér frá. Börn geta sem best klifrað upp á eldhúskollinn og fest litl- ar hendur í þessum heimilistækjum. Sýnið varkámi. Njótum undirbúnings jólanna með slysalausum dögum. RAUÐI KROSS ÍSLANDS HÖGNI HREKKVÍSI Víkveiji skrifar að fór ekkert á milli máia í ofsarokinu og rigningunni í henni Reykjavík í gærmorgun, hversu mikla birtu íbúar suðvestur- hornsins hafa fengið af snjófölinu sem legið hefur yfír borginni að undanfömu. Birtu sem hefur gert skammdegið heldur bjartara en ella. Þegar flestir settu höfuðið undir sig í gærmorgun, og börðust gegn roki og rigningu ýmist að bílum sínum eða að næsta biðskýli strætisvagn- anna var snjórinn allur á bak og burt og myrkrið hreint ótrúlegt og skammdegið í öllu sínu veldi. Það er einkennilegt að hugsa til þess að daginn á enn eftir að stytta í 11 daga áður en hann tekur að lengja á ný. Víkveiji vonar að hlý- indakastið frá í gær vari ekki lengi og snjórinn lýsi upp skammdegið á ný, þannig að landsmenn fái hvít' jól en ekki rauð. XXX Skólar landsins, og þá einkum grunnskólar hafa nú hafið jólaundirbúninginn af fullum krafti. Flest bömin taka svonefnd jólapróf nú fyrir jólin, sem eru þá haustann- arpróf og að þeim loknum verða jólaskemmtanir, áður en ungviðið er sent heim í jólafrí. Ýmsir skól- anna gangast fyrir sameiginlegum jólaföndurdegi annan sunnudag í aðventu, þar sem börnin geta mætt í skólana ásamt foreldrum sínum og föndrað jólaskraut og fengið við slíkt aðstoð kennaranna, því það eru ekki bara bömin í mörgum til- vikum sem þurfa á leiðbeiningum að halda - oft era það ekki síður foreldramir. Þetta er skemmtilegur háttur og augljóslega vinsæll að minnsta kosti í ákveðnum skólum. Víkveiji getur þó ekki að sér gert að gagnrýna einn þáttinn, en það er verðlagning skólanna á föndur- dótinu, sem er gjörsamlega úr öllu samhengi við efniskostnað. Það á ekki að gera svona starfsemi að fjárplógsstarfsemi fyrir skólana, eða félagslíf í skólunum. Nú veit Víkveiji ekki hvemig þeim digru sjóðum er varið, sem safnast með þessum hætti, enda telur hann það aukaatriði. Það er á engan hátt hægt að verja það að pappírsræma í litum, eldspýtustokkur og nokkur bönd, séu verðlögð á 250 krónur, eða að rauður pappi og hvítur, ásamt einhveijum bómullarhnoðr- um, þ.e.a.s. það hráefni sem ætlað er í framleiðslu eins jólasveins, sé selt á 350 krónur. Þetta er ekkert annað en okur og þorri foreldra, sem gjaman vill taka þátt í jólaund- irbúningnum með bömum sínum á þennan hátt hefur allt annað og betra við peningana að gera í jóla- mánuðinum, en að eyða stórum fúlgum í pappírsdót og efnisræmur, sem síðan verður svo hent strax hinn 6. janúar næstkomandi. Þeir sem standa fyrir slíkri starfsemi í skólunum ættu að hafa það hug- fast, að það er miklu vænlegra til jákvæðs árangurs í samstarfí skól- anna og heimilanna, að skólarnir reyni nú ekki að nota foreldrana sem aukatekjulind við tækifæri sem þetta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.