Morgunblaðið - 09.12.1992, Page 46

Morgunblaðið - 09.12.1992, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR ;9. DESEMBER 1992 FOLX ■ BERGLIND Pétursdóttir, Ásta Isberg og Aslaug Oskarsdóttir, alþjóðadómarar í fimleikum, tóku dómarapróf í kvennagreinum _og sóttu námskeið fyrir hönd FSÍ í Frakklandi í síðasta mánuði. Nám- skeiðið stóð yfir í 10 daga. ■ EFTIR hverja ólympíuleika brytast skyiduæfingar í fímleikum samkvæmt reglum Alþjóða fímleika- sambandsins, FIG. Af þessum sökum þurfa alþjóðadómarar að sækja skyldunámskeið og gangast undir pýtt próf fjórða hvert ár. ■ JÓNAS Tryggvason sækir samskonar dómaranámskeið_ í karlagreinunum á vegum FSÍ og stendur það nú yfír í Englandi. ■ GEIR Sveinsson, fyrirliði hand- knattleikslandsliðsins og leikmaður með Val, hefur verið útnefndur handknattleiksmaður ársins af HSÍ. ■ BRODDI Kristjánsson, badmin- tonkappi úr TBR, hefur verið út- nefndur badmintonmaður ársins af stjórn BSÍ. ■ ÓLAFUR Jóhannesson hefur verið ráðinn þjálfari 3. deildarliðs Hauka í knattspyrnu, en Ólafur hóf knattspymuferil sinn hjá félaginu. Hann þjálfaði Þrótt R. sl. keppnis- . t'mabil, en þar áður var hann þjálfari FH. ■ ROBERTO Baggio, leikstjóm- andi hjá Juventus, verður frá keppni í þtjár vikur eftir að hann fékk högg á rifbein. Baggio leikur ekki með Juventus gegn Sigma í UEFA- keppninni í kvöld. ■ KOMBOUARE, sem kom inná sem varamaður hjá París St. Germain, skoraði jöfnunarmark fé- lagsins, 1:1, gegn Anderlecht í Briissel með skalla og tryggði félaga sínu rétt til að leika í 8-liða úrslitum. H ANDREAS Brehme skoraði sig- urmark Zaragoza gegn Dortmund, 2:1, eftir venjulegan leiktíma, en markið dugði ekki til að senda landa hans út úr UEFA-keppninni, þar sem Dortmund vann fyrri leikinn, 3:1. FELAGSLIF Opið hús hjá GR Golfklúbbur Reykjavíkur verður með opið hús i golfskála sínum í Grafarholti á sunnu- daginn milli kl. 13 og 18. Þar getur fólk komið og fengið sér kaffisopa, föndrað fyr- ir jólin og golfverslunin verður opinn. Á morgun, fimmtudag, verður aðalfundur GR haldinn í golkfskálanum og hefst hann kl. 20. Aðalfundur Hauka Aðalfundur Hauka, sem vera átti í kvöld, hefur verið frestað þar til annað kvöid kl. 20. Fundurinn verður í Haukahúsinu við Flatahraun. í kvöld Handknattleikur 1. deild karla: Hlíðarendi: Valur - Haukar.... ...kl. 20 Kaplakriki: FH-ÍBV ...,kl. 20 1. deild kvenna: Strandg.: Haukar-Vík ,...kl. 20 Eyjar: IBV - Grótta ...,kl. 20 Garðabær. Stjaman - Valur... kl.20 2. deild karla: Seltj’nes: Grótta - Ármann ,...kl. 20 HANDKNATTLEIKUR Umma a^l,, 1M _ ■ jL Ul/ nðns fekur vio HK Hans Guðmundsson, leikmaður HK, hefur tekið við þjálfun HK-liðsins af Eyjólfí Bragasyni, sem hætti störfum eftir síðustu umferð. „Ég mun stjóma liðinu í næstu tveimur leikjum og ef vel gengur er vel hugsanlegt að ég verði áfram með liðið,“ sagði Hans við Morgunblaðið. Hans sagði að það legðist vel í sig að taka við HK. En ætlar hann að gera einhveijar breyting- ar? „Já, það verða breytingar bæði á leikskipulagi og byijunar- liði. Við erum með góða einstak- linga í öllum stöðum en þa_ð hefur vantað meiri samæfingu. Ég ætla að reyna að ná upp leikgleði hjá leikmönnum inná vellinum og að menn spili sem liðsheild en ekki sem einstaklingar," sagði Hans. HK leikur á morgun við Stjöm- una og það verður prófraunin hjá Hans. „Þetta verður erfíður leikur eins og reyndar allir leikir í deild- inni. Það eru enn 20 stig eftir í pottinum og ég held að 17 eða 18 stig dugi til að komast i úrslita- keppnina. Við erum með góða vél en það hefur vantað smurolíuna hingað til,“ sagði Hans. • HK-menn ræddu við Viggó Sig- urðsson um að hann tæki að sér þjálfun liðsins eftir að Eyjólfur hætti, en Viggó sagðist ekki hafa áhuga á þjálfun í bili. HK er í þriðja neðsta sæti með 7 stig úr 12 leikjum. Hans Guðmundsson. IÞROTTIR FATLAÐRA Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Elríksson var útnefndur íþróttamaður ársins hjá fötluðum. KNATTSPYRNA / SVISS 50 millj. kr. tap hjá Grasshopper Komst ekki í úrslitakeppnina ítyrsta sinn Sigurður Grétarsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins í knatt- spyrnu, sat á bekknum hjá Grass- hopper, þegar liðið tapaði 2:1 fyrir Young Boys í svissnesku 1. deild- inni. Þetta var síðasta umferðin, en tapið gerði það að verkum að Grass- hopper komst ekki í úrslitakeppnina í fyrsta sinn. Átta efstu liðin leika um titilinn, en Grasshopper varð í níunda sæti og verður að sætts síg við að leika um sæti í deildinni. Þetta er mikið áfall fyrir félagið og sagði Sigurður að það tapaði um 50 milljónum ÍSK á því að kom- ast ekki í úrslitakeppnina. „Við höfum verið í bölvuðu basli og þetta er árangurinn. Svo getur farið að félagið neyðist til að selja einhveija leikmenn og auk þess bitnar þetta á svissneska' landsliðinu, því við erum með marga landsliðsmenn." Leikmenn Grasshopper fá frí til 30. desember, en þá hefst undirbún- ingurinn fyrir keppnina í mars. Lið- ið tekur m.a. þátt í þremur innan- hússmótum eftir áramót og fer í nær tveggja vikna æfíngabúðir til Dubai. HANDKNATTLEIKUR Þrír íslendingar í heims- liðinu f París og Sarbriicken Þrír landsliðsmenn íslands leika með heimsliðinu í handknattleik í París og Saar- brúcken ( næstu viku. Það eru félagamir úr Val - Valdimar Grímsson, Geir Sveinsson og Júl- íus Jónasson, sem leikur nú með París St. Germain. Júlíus var valinn (liðið þar sem Svíinn Magnus Wislander get ekki leikið. Heimsliðið leikur fyrst gegn franska landsliðinu í París á þriðjudag og rennur ágóði leiksins til styrktar baráttu gegn alnæmi í Frakklandi. Á miðvikudag verð- ur leikið í Saarbrucken, en þar er verið að vígja Jockim Deckarm- íþróttahöllina. Þá má geta þess að Geir, Valdi- mar og Guðmundur Hrafnkelsson hafa verið valdir í Evrópuúrvalið, sem leikur gegn Austurríki ( Vín 3. janúar, en leikurinn fer fram í tilefni þess að þar verður skrif- stofa Evrópusambandsins tekin í notkun. Ólafur kjör- inn bestur ÓLAFUR Eirfksson, sundmaður úr íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík, var í gær tilnefndur íþróttamaður ársins 1992 úr röðum fatlaðra íþróttamanna. ^g er auðvitað í sjöunda himni, sérstaklega þegar haft er í huga árangur þroskaheftra og hreyfíhamlaðra íþróttamanna á ár- inu,“ sagði hinn nítján ára gamli íþróttamaður fatlaðra við Morgun- blaðið eftir útnefninguna. „í mínum augum er þetta næst mesti heiður sem íþróttamanni getur hlotnast, að vera kjörinn íþróttamað- ur síns sérsambands. Mesti heiður- inn er auðvitað að vera kjörinn íþróttamaður ársins hjá íþrótta- fréttamönnum. Auðvitað vonaðist ég eftir því að vera tilnefndur og -er sérstaklega ánægður með að verða fyrir valinu þar sem Sigrún Huld [Hrafnsdóttir] náði svo frábærum árangri í sumar og eflaust hefðu margir frekar kosið hana. Hún er frábær íþróttamaður og heiðurinn því enn meiri fyrir mig,“ sagði Ólafur. Ólafur byijaði að æfa sund árið 1984 hjá Iþróttafélagi fatlaðra og æfði þrisvar í viku fram til ársins 1987 að hann fór að æfa oftar. „Það fer mikill tími í þetta og í fyrra varð ég til dæmis að hætta að vinna til að geta æft eins og ég vildi. Ég æfí aldrei sjaldnar en sex sinnum í viku og allt upp í fímmtán sinnum í viku. Ég er að vonast til að ljúka stúdents- prófi frá MR í vor en sundið hefur farið ágætlega saman við námið.“ Á árinu sem er að Iíða tók Ólafur þátt í fjölmörgum sundmótum hér á landi sem erlendis og náði góðum árangri. Bestum árangri náði hann á Ólympíumóti fatlaðara í Barcelona í september þar sem hann setti heimsmet í 100 metra flugsundi (1:04.56), ólympíumótsmet í 400 metra skriðsundi (4:41.07) auk þess sem hann hlaut tvenn bronsverðlaun. Ólafur fæddist með hnjálið og mjaðmarlið hægri fótar samvaxna upp í mjöðm. Hægri fótleggur nær sem nemur niður að hné á vinstra fæti hans og því hefur hann þurft að nota gervifót frá rúmlega eins árs aldri. í hófí sem íþróttasamband fatl- aðra hélt að Hótel Sögu í gær var Sigrún Huld Hákonardóttir sérstak- lega heiðruð fyrir árangur sinn á árinu. AGANEFND HSI Jón Logason í sex mánaða bann Jón Logason, leikmaður hand- knattleiksliðs ÍBV, var úrskurð- aður í sex mánaða keppnisbann á fundi aganefndar HSÍ í gær. Eins og komið hefur fram gekk Jón í skrokk á leikmönnum Vals eftir leik liðanna í 1. deild karla 2. des; ember síðastliðinn. Aganefnd HSÍ telur hegðun Jóns mjög grófa og óíþróttamannsléga gagnvart leik- mönnum. Valur kærði umrætt atvik til HSÍ og fór jafnframt fram á að leikur liðanna í 8-liða úrslitum bikar- keppninnar á laugardaginn færi fram á hlutlausum velli. Aganefnd HSÍ ákvað hins vegar að leikurinn færi fram í Vestmannaeyjum eins og áður hafði verið ákveðið. KNATTSPYRNA Brasilíumenn kalla á leikmenn heim |ario Zagola, landsliðsþjálfari Brasilíu, hefur kallað á stór- an hóp leikmanna sem leika með liðum í Evrópu, fyrir leik Brasilíu- manna og Þjóðveija í Rió 16. des- ember. Þá hefur hann einnig valið gamla kappann Junior, 38 ára, í landsliðshóp sinn, sem er þannig skipaður: Markverðir: Taffarel (Parma), Gilmar (Fla- mengo). Varnarmenn: Jorginho (Bayern Múnchen), Luis Carlos Winck (Vasco da Gama), Aldair (Roma), Celio Silva (Internacional/Porto Álegre), Ricardo Gomes (París St. Germain), Pauiao (Gremio), Branco (Genúa), Leonardo (Valencia). Miðvallarleikmenn: Dunga (Pescara), Mauro Silva (Deportivo Coruna), Luis Henrique (Món- akó), Junior (Flamengo), Silas (Intemaciona- 1/Porto Alegre), Zinho (Palmeiras). Sóknarleikmenn: Edmundo (Vasco da Gama), Renato (Cruzeiro), Careca (Napolí), Romario (PSV Eindhoven), Bebeto (Deportivo Coruna), Paulo Sergio (Corinthians). i Í í i i i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.