Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 48
Gæfan fylgi þér
í umferðinni
'áIíM
SJOVAOPALMENNAR
EININGABRÉF 2
E ignarskattsfrjáls
Raunávöxtun
sl. 12 mánuði
8%
ö KAUPÞING HF
l/Sggftt verðbtfafyrirtatí
MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTJ 6, 101 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1556 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Fleiri skráð-
ir í sambúð
TILK YNNIN GUM til Hagstofu
Islands um sambúð fólks hefur
fjölgað mikið að undanförnu. Að
sögn Hallgríms Snorrasonar hag-
stofustjóra höfðu borist alls 1.800
tilkynningar í lok nóvember sam-
anborið við um 1.400 á öllu síð-
asta ári og um 900 árið 1990.
Hallgrímur sagði að ástæður þess-
arar aukningar væru nokkrar. Um
mitt þetta ár hefði verið gerð breyt-
ing á skráningu nýfæddra barna sem
hefði valdið nokkurri aukningu sam-
búðarskráninga en börn kvenna sem
ekki eru giftar eða í skráðri sambúð
eru kennd til mæðra sinna þar til
feðrun hefur átt sér stað og er sam-
búðarskráning því ein leið til að feðra
börn. Hallgrímur sagði að einnig
mætti gera ráð fyrir að umræðan
að undanförnu um réttindi og skyld-
ur einstæðra foreldra og sambúðar-
fólks hefði ýtt við mörgum.
Bömin á Ægisborg voru önnum kafin við fönd-
ur, þegar Ijósmyndara bar þar að í gær. Þau
Jólaföndur á Ægisborg
máluðu stórar og fallegar myndir og hver veit |
nema afi og amma fái þær í jólapakkanum. Á I
Morgunblaðið/Kristinn
myndinni eru Benjamín, Hildur Helga, Gunnar
og Lena einbeitt við listsköpunina.
Breytingar til hagræðingar gerðar á útgerð Hjálms hf. á Flateyri
Gyllir með 1000 tonna kvóta
seldur til Síldarvinnslunnar
Hjálmur hefur þegar samið um kaup á 176 tonna línubát, Val frá Stöðvarfirði
STJÓRN Hjálms hf. á Flateyri og Útgerðarfélags Flateyrar hf.
hefur ákveðið að selja togarann Gylli frá staðnum, að sögn Gunn-
iaugs Kristjánssonar stjórnarformanns. Gyllir er eini togarinn sem
gerður er út frá Flateyri. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins
er Síldarvinnslan hf. á Neskaupstað kaupandi Gyllis, en ekki feng-
ust í gærkveldi staðfestar upplýsingar um hvert kaupverðið er.
Hjálmur hf. hefur samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins þegar
samið um kaup á 176 lesta línubát, Val, af Gunnarstindi á Stöðvar-
firði. Að sögn Einars Odds Kristjánssonar framkvæmdastjóra
Hjálms er í athugun að breyta útgerðarháttum fyrirtækisins til
að búa til hagstæðari rekstrareiningar, og er ætlunin að hefja
vinnslu skelfisks og sagði hann að einnig væri verið að skoða
möguleika á línuútgerð.
Sagði Einar að þeir gripu til
þessara ráða að eigin frumkvæði
en ekki vegna utanaðkomandi
þrýstings og að skuldastaða
Hjálms væri ekki tiltakanlega
slæm.
___Gunnlaugur sagði að það væri
markmið samhliða breytingunum
að ekki þyrfti að segja upp heima-
mönnum sem störfuðu hjá fyrir-
tækinu. Hins vegar þyrfti að fækka'
aðkomumönnum en alls starfa milli
30 og 40 aðkomumenn við fisk-
vinnslu hjá Hjálmi hf.
Þórshamar með
4.0001 af sfld
SÍLDARBÁTURINN Þórsham-
ar GK hefur landað rúmlega
^0)00 tonnum af síld á vertíð-
inni.
Þórshamar kemur reglulega
með hæfilegan skammt til sólar-
hringsvinnslu. í frystihúsi Sfldar-
vinnslunnar er byijað í sfldinni
klukkan fjögur á morgnana og
unnið til miðnættis á tveimur vöktum.
f Sjá nánar í Úr verinu
Helmingur af um 2.000 þorsk-
ígildistonnum togarans verður eftir
hjá fýrirtækinu við söluna. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
hefur Hjálmur hf. þegar samið um
kaup á vélbátnum Val frá Gunn-
arstindi á Stöðvarfirði, sem er yfir-
byggður 176 lesta línubátur. Ætl-
un Hjálms hf. mun vera að hann
ásamt þeim þremur línubátum sem
fyrir eru á Flateyri sæki þau 1000
þorskígildistonn úr sjó, sem eftir
verða hjá fyrirtækinu við sölu Gyll-
is. Að auki mun Hjálmur gera út
skelfiskskipið Æsu sem keypt var
í sumar.
Einar Oddur sagði að megin-
atriði breytinganna væru að ein-
ingar fyrirtækisins yrðu rekstrar-
hæfar og að tryggja næga atvinnu
á staðnum. Sagðist hann ekki eiga
von á öðru en það tækist með þess-
um aðgerðum.
„Við erum síður en svo hættir
að gera út og erum að velta fyrir
okkur hvort við getum breytt
rekstrinum og tryggt um leið næga
atvinnu og ég trúi því að það sé
framkvæmanlegt," sagði Einar.
„Við stöndum ekki tiltakanlega
illa skuldalega séð en hitt er annað
mál að afkomumöguleikar sjáv-
arútvegsins og afli hafa dregist
saman og sjávarútvegsfyrirtæki
eru í miklu þrengri stöðu en þau
voru,“ sagði hann ennfremur en
vildi að öðru leyti ekki tjá sig um
málið að svo stöddu.
DAGAR
TIL JÓLA
*
Islendingur
skotfimastur
LÖGREGLUMAÐUR úr sér-
sveit lögreglunnar í Reykjavík,
víkingasveitinni, bar sigur úr být-
um í skotkeppni í Hollandi nýver-
ið.
í keppninni tóku þátt meðlimir
víkingasveita hers og lögreglu víða
að, m.a. víkingasveitarmenn nokk-
urra höfuðborga í Evrópu og úr
bandaríska herliðinu í Þýskalandi.
10 af 22 vörutegundum
eru dýrastar á Islandi
ÍSLAND er langdýrasta landið í könnun á
verði algengra neyzluvara í þrettán löndum
viða um heim, sem brezka fyrirtækið Inter-
national Information Service (IIS) gerði í
september síðastliðnum. Af 22 vörutegund-
um, sem verð var kannað á, voru tíu dýrast-
ar á íslandi og fjórar næstdýrastar. Aðeins
tvær vörur voru undir meðalverði.
IIS kannaði verð á vörum í níu Evrópulönd-
um, Bandaríkjunum, Ástralíu, Indlandi og Mex-
íkó. Könnunin náði til sömu vörumerkja og sama
vörumagns. Innkaupakarfa með vörunum 22
reyndist langdýrust á íslandi. Karfan kostar hér
7.737 kr. (miðað við verð og gengi í septem-
ber), er meira en 40% dýrari en í Belgíu, þar
sem hún er næstdýrust, og í kringum 80% dýr-
ari en í EB-löndunum Þýzkalandi, Frakklandi,
Spáni, Hollandi, Ítalíu og Bretlandi.
Þær vörur, sem eru dýrastar hér á landi, eru
Mars-súkkulaði, egg, Coca-Cola, bananar, ný-
mjólk, Marlboro-sígarettur, tvöfaldur hamborg-
ari, bjór, Bacardi-romm og hreinsun á jakkaföt-
um. í sumum tilvikum er verðmunurinn gífurleg-
ur, til dæmis kostar tvöfaldur hamborgari hér
490 kr. en 205 kr. í Frakklandi, þar sem hann
er næstdýrastur.
Könnunin náði ekki til annarra Norðurlanda.
Guðmundur Sigurðsson, yfíiyiðskiptafræðingur
Verðlagsstofnunar, segir að íslendingar hafi oft
verið með efstu þjóðum í samanburði við hin
Norðurlöndin og komi þessi niðurstaða því ekki
á óvart. í vor var borið saman verð 35 vöru-
merkja á íslandi og í 8 Evrópulöndum, þar á
meðal Norðurlöndunum, og var hæsta verðið í
sextán tilvikum á íslandi í þeirri könnun.
Sjá miðopnu.