Morgunblaðið - 13.12.1992, Síða 3

Morgunblaðið - 13.12.1992, Síða 3
B 3 aði aldrei bók nema rétt fyrir próf. Ég sé alltaf eftir því að hafa hegð- að mér þannig. Ég var í máladeild, stelpubekk. Félagslífið var ágætt og dansæf- ingar á sal. Pálmi rektor sat yfir svo allt færi sómasamlega fram. Ef búið var að dimma ljósin kom hann í gættina og skellti á fullum ljósum. Annað var ekki hægt, það voru svo merkir menn á veggjun- um. Strákarnir voru nú eitthvað að sulla í leynum, geymdu flöskurn- ar bak við stytturnar. Það var mik- ill agi á þessum árum og lífíð sner- ist um það að koma ekki of seint. Ef morgunsöngur var byijaður fengu menn að dúsa úti, svo hleypti Pálmi sjálfur þeim seinu inn og skráði þá.“ Eftir stúdentspróf vann Guðrún á teiknistofu Rafveitunnar, en fór síðan til Noregs þar sem hún vann við kortagerð hjá flugfélagi. Eftir að hún kom heim vann hún í tíu ár á teiknistofu Landssímans. „Þá var ég búin að sitja í 15 ár í keng yfir teikniborði. Ég fékk níu ára frí og eignaðist ijóra stráka. Ástæðan fyrir því að ég byijaði að bera út póstinn var sú, að mér fannst ég vera orðin mygluð af inniveru og langaði út til að hreyfa mig.“ VILLTUSTU DRAUMAR Einhver hafði sagt að danskir bréfberar bæru virðingu fyrir starfi sínu. Ég spyr hana hvort hún geri það. „Já, það geri ég. En ég held að það sé litið niður á bréfbera, í það minnsta vottar fyrir því hjá þeim sem eru búnar að pota sér upp, sem eru komnar í dragt og farnar að sleikja frímerki. Það hafa komið manneskjur í útburðinn sem skömmuðust sín svo fyrir starfið að þær báru póstinn í hekluðum netum og gengu með veggjum.“ - Finnst þér fólk hafa breyst síðustu tuttugu árin? „Eiginlega ekki, en ég hef breyst. Ég var þögul fram til fimm- tugs, stillt og talfá. En svo bilaði líklega öryggi, ég gjörbreyttist, fór að brúka munn og segja skoðun mína.“ - Einhvetja drauma mun nú bréfberinn hafa. Dreymir þig eins og alla íslendinga um að verða rík? Bréfberinn ansar þessu ekki en strunsar milli bréfalúga og það er ekki fyrr en hún er orðin verulega þreytt á suðinu að hún segir: „Hvað er að vera ríkur? Mesta ríkidæmið er að eiga góð börn. Besti tími ævinnar er að vera með þeim þegar þau eru ung. Mað- ur staldrar svo stutt við í þessum heimi og yfirleitt kann maður ekki að lifa lífinu. Ég er sátt við mitt viðburðasnauða líf. Draumar? í mínum villtustu draumum er ég einvaldur á íslandi og hef að sjálfsögðu lausn á hveij- um vanda.“ JÓLAPÓSTURINN í GRAUTINN Síðustu húsin eru á Lokastígnum og það er eins gott að þessari göngu fari að ljúka því hann kóln- ar með hverri mínútu. Jólaljós eru í flestum gluggum, en almættið hefur ekki kveikt á peru hjá sér, því varla má heita að bjart sé orð- ið úti. - Langar þig ekki til útlanda, segi ég þjökuð af kulda og myrkri. „Nei, mig langar ekkert út. Mér finnst ekki gaman að versla. Þegar ég fór til Parísar fyrir þremur árum var sultukrukka það eina sem ég kom með. Við lá að ég yrði látin laxera í tollinum af því ég var ekki með neitt. Mig langar kannski helst til Ítalíu, þeir eru svo góðir hönnuð- ir, ítalir.“ - Jæja, en nú verður jólapóstur- inn þyngri með hvetjum degi? „Ég kvíði aldrei fyrir jólapóstin- um, það er janúar sem er miklu verri. Þá kemur áramótauppgjörið og bankarnir senda út yfirlit eld- gamalla bankabóka sem fólk er löngu hætt að greiða inn á. Janúa'r er líka kaldur og þung- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1992 ..... .... ■ 1. ; i 1 1 1 .. r/ V / Nicam Stereo* / 28" og 25" flatskjár Black Planigon - CTI mynd skerpa - íslenskt textavarp - Valmyndir ofl. A Viðóma sjónvarpstæki A fyf 11 _ ■Verð frá kr. _ IMOKIA ^<§>HITACHI Nicam Stereo ASO Plus myndskerpa - Sjálfhreinsandi - Flöktalaus kyrrmynd - Einföld stjórnun - Fjarstýring ofl. Myndbandstæki mm £% 0% 0% ------------- Verðfrdkr. J* # ur. Desember líður fljótt fyrir bréf- berann og fólkið og jólaljósin lífga upp á tilveruna. Jólapósturinn hef- ur líka minnkað ár frá ári. Ætli það sé ekki af því að flestir eru fluttir til Reykjavíkur. Ég sendi aldrei jólakort sjálf. Áður fyrr báru bréfberar út jóla- póst fram til klukkan sex á að- fangadag. Þá voru ekki allir með lúgur og því urðu bréfberar að beita öllum brögðum við að koma póstinum í hús. Einn bréfberi náði að stinga honum inn um eldhús- gluggann, en sá póstur fór víst beint ofan í jólagrautinn sem var á eldavélinni.“ Guðrún bendir mér á hús sem hinir og þessir góðborgarar hafa búið í og segist hafa meira gaman af fortíðinni eftir því sem hún eldist. „Það er mikilvægt að missa ekki BRÉFIN FLJÚGA INN UM LÚGURNAR: Ef viö göngum í EB œtla ég að leggjast í vímu. Ég gœti ekki tekið þvi að sjá allt þetta fólk flœða yftr landið. tengslin við fortíðina. Ef við gerum það töpum við sérkennum okkar sem þjóð og lendum í einhverri al- þjóðlegri súpu. Ég vil halda í þjóð- erni okkar, tungu og sérkenni. Þegar ég var barn las ég ljóð og sögur, einkum íslendingasögur og hef ætíð verið undir áhrifum þeirra síðan. Það á að lesa íslendingasög- ur fyrir böm í barnaskólum, ekki einhveijar ómerkilegar útlendar barnasögur. Börn skilja meira en maður heldur. Ég hafði mestu mætur á Egils- sögu. Egill var „töff“ náungi. Ætli ég hafi ekki fundið til einhvers skyldleika með honum.“ Síðasti pósturinn rennur inn um litla lúgu og Guðrún D. Ágústsdótt- ir bréfberi á einni elstu götu bæjar- ins þakkar fyrir aðstoðina, sem fólst aðallega í því að tefja hana. RQNNING OLAPAKKATILBQÐ lrs\<5 „ * kr 119-900,- , ■ or" siónvarp Nicam/txt ■ 49 900,- ok,am VTF860 HiFi myndband k - 1QOr £■ 169.800.' lamtals ” TT36.700,- kkatWbob ólapa Dæm\ \ Hitachi MD301 hijom_■_ _ kr 6g goo,-! Öll verð miðast við staðgreiðslu. með 5-töldum geis a ^ 1 oo,-1 Tilboðin gilda meðan birgðir endast Skápur LAV500 Rr 69.goO,-1 í Samtals i Þú sparor: | kr. 21.400^____________! SUNDABORG 15 SÍMI ó8 58 68

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.