Morgunblaðið - 13.12.1992, Page 6
?6 8B
WfíWMHtWWa?
í vondum málum
eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
Öðru hvoru fáum við að sjá í
sjónvarpi samanskeytta búta af
filmu þar sem alls konar mistök
sjónvarpsmanna eru sýnd. Þar
sést hvernig menn æ ofan í æ
gleyma textanum sinum, gretta
sig óvart, detta á óheppilegasta
tíma o.s.frv. Slíkar sýningar
skemmta áhorfendum mjög.
Grein af sama meiði er falda
myndavélin. Fullir af meinfýsni
fylgjast áhorfendur með grun-
lausu fólki sem glímir við alls
konar fáránlegar kringumstæð-
ur. Stundum tekst fólki að snúa
sig mjög vel út úr vandræðum
sínum en aðrir verða mikið að-
hlátursefni. Síðast en ekki síst
er það svo lífið sjálft sem leggur
fyrir fólk hinar furðulegustu
gildrur í þessum efnum. Lífið
lætur fólk takast á hendur hin
fjölbreytilegustu verkefni, á
stundum með afleiðingum sem
lengi eru í minnum hafðar.
Einn frændi minn tók
t.d. að sér að bera
kistu látins vinnufé-
laga síns. Hann fór í
svörtu fötin sín og
arkaði niður í Dóm-
kirkju og settist þar
á fremsta bekk. Hann þekkti engan
af þeim sem sátu nálægt honum,
en eins og kurteisum manni sæmir
stillti hann sig um að góna í kring-
um sig í kirkjunni til þess að at-
huga hvort hann kæmi ekki auga
á kunnug andlit. Hann sat svo hinn
rólegasti meðan athöfnin fór fram
þar til presturinn fór að mæra hinn
látna fyrir óvenju sterkar og hlýjar
móðurtilfínningar. Þá fór hann að
ókyrrast því vinnufélaginn hafði
verið karlkyns. En þegar prestur-
inn hélt áfram í þessum dúr spratt
frændi minn á fætur og skálmaði
svo hratt fram kirkjugólfið að
kirkjugestir létu vasaklútana síga
og gláptu á eftir honum, en prestin;
um varð orðfall í lofræðu sinni. í
ljós kom að hið rétta lík var jarðað
frá Fossvogskapellu og kom frændi
minn rétt nægilega snemma til
þeirrar athafnar til þess að taka
sér stöðu, móður og másandi, með-
al hátíðlegra og alvörugefinna
vinnufélaga sem þegar höfðu raðað
sér beggja vegna kistunnar.
Öllu hastarlegra þykir þó líklega
það atvik þegar ungur maður var
staðinn að því að reyna að grafa
upp lík í kirkjugarðinum í Vest-
mannaeyjum. Þegar hann var
spurður hvað honum gengi til að
haga sér svona bar hann við trúar-
áhuga. Hann kvaðst hafa lesið það
í Biblíunni að hægt væri að vekja
menn upp frá dauðum en verið svo
óheppinn að velja gröf, þar sem
steinhella hafði verið steypt yfir
kistuna. Maðurinn fékk ekki ráð-
rúm til að gera aðra tilraun heldur
var fluttur sem snarast á Klepp til
rannsóknar.
Herfilegar kvonbænir
Mörg vandræðaleg mistök sem
fólk minnist frá æviferlinum eru
tengd ástamálum. Í þeim efnum
leggja menn einatt mikið á sig með
rýrum árangri. Árið 1977 var ítali
einn borinn á börum út af diskó-
teki í London eftir að stúlka hafði
strokið honum um vangann. Eins
og margir Suður-Evrópubúar hafði
maður þessi mikinn áhuga á vest-
rænum stúlkum. En þær sýndu
honum lítinn áhuga á móti, að því
er hann hélt af því að hann var
svo grannur. Til að bæta úr þessu
fór hann í þykkar ullarpeysur und-
ir skyrtuna. Þannig uppábúinn var
hann þegar honum tókst að fá
stúlku eina til að dansa við sig á
umræddu diskóteki. Þau dönsuðu
ástriðufulla rúmbu og hann reyndi
svo mikið á sig að þegar stúlkan
strauk honum um vangann þá leið
Rakin mistök af ýmsu tagi
hann útaf. Þegar hann komst und-
ir læknishendur skömmu síðar kom
í ljós að þessi 50 kílógramma þungi
ítali var í 17 misþykkum ullarpeys-
um undir hvítu skyrtunni sinni.
Hér uppá íslandi hefur líka loðað
við menn að vilja ganga í augun á
kvenfólkinu, en með misjöfnum
árangri. „Tvisvar fékk metnaður
minn og hégómi æði sáran kinn-
roða, að mér þótti," segir í minning-
um Matthíasar Jochumssonar
skálds. „Ég var boðinn á dansleik
og stóðum við ungu „kafalérarnir"
í röð í stofunni, en yngismeyjamar
sátu andspænis og „hún“ í miðið,
en ég beint andspænis, heldur en
ekki hátíðlegur, með flegið fann-
hvítt vesti og allt eftir því. Þá kom
inn kona með sjóðheitt sjókólaði
og bar okkur. Ég hafði augun ann-
arstaðar og hellti úr bollanum ofan
í hvíta vestið svo það saup upp
hinn síðasta dropa. Ég þaut á dyr
en sé um leið að stúlkumar, og hún
ekki minnst, bregða klútum sínum
fyrir vitin. Svo fór um sjóferð þá,
því að ég kvaddi dansinn. Þó herti
ég síðar upp hugann og samdi bón-
orðsbréf til sömu meyjar og þóttist
hafa stungið því í hönd hennar
sjálfrar. En þegar heim kom hafði
ég fengið henni annað bréf, sem
ekkert var skrifað á_ nema orðin:
„Elskulega jómfrú". Úr þessu varð
heilmikið pískur og fór þó lágt.“
Það hafa fleiri en Matthías kom-
ist í vandræði vegna bónorðs. Und-
ir lok síðustu aldar gerðist það í
London að kennari nokkur varð
ástafanginn af stúlku sem bjó í
Sussex. Eina helgina hélt hann
heim á ættaróðal henriar til að biðja
hennar. Fyrstu nóttina vaknaði
hann meðan enn var niðamyrkur
og fór að sækja sér vatnsglas. Þar
sem hann staulaðist að þvottaskál-
inni í myrkrinu rak hann sig í eitt-
hvað og velti því um koll. Þegar
hann vaknaði morguninn eftir
komst hann að því að hann hafði
hellt bleki yfír ómetanlega dýr-
mætt gólfteppi frá 14. öld sem var
stolt húsmóðurinnar. Hann hélt
þegar á braut án þess að sjá sína
heittelskuðu. Þegar frá leið áræddi
hann að gera aðra tilraun. Til þess
að draga úr líkum á óhöppum
ákvað hann að fara bara í örstutta
heimsókn síðdegis. Þegar hann
kom á staðinn spurði hann móður
stúlkunnar hvort hann mætti tala
við dóttur hennar. Meðan hún fór
að sækja stúlkuna fékk hann sér
sæti á mjúkri sessu, að því er hann
hélt. En þetta reyndist því miður
ekki sessa, heldur angúruköttur
fjölskyldunnar. Hann kramdist
undir þunga mánnsins og dó sam-
stundis. Maðurinn flúði aftur án
þess að hitta stúlkuna og þau gift-
ust aldrei.
Rotþrær og rómantík
Þótt mönnum takist nú að bera
upp bónorðið og fá jáyrði er ekki
allt búið enn. Brúðkaupsathafnir
geta líka forklúðrast. í brúðkaupi
einu varð presturinn, sem gefa átti
ung brúðhjón saman, til allrar
ógæfu veikur rétt fyrir athöfína.
Finna varð í snarheitum annan til
þess að pússa parið saman. Það
tókst, en brúðurin var þá orðin svo
taugaæst að þegar brúðguminn dró
hringinn á fíngur henni féll hún í
yfírlið og var meðvitundarlaus í 20
mínútur. Meðan hún var lögð til
og hlúð að henni, söng kórinn Ó
þá náð að eiga Jesúm, til þess að
draga athyglina frá lífgunartil-
raununum. Þegar brúðurin vaknaði
aftur til lifsins var athöfnin til lykta
leidd og nýbökuðu hjónin gengu
eftir kirkjugólfínu út á tröppur þar
sem hrísgijónum var látið rigna
yfír þau. Þau hlupu að brúðarbíln-
um og gestimir fylgdu þeim eftir.
Sér til undrunar sáu gestimir að
inni í bílnum var steypuhrærivél.
Brúðguminn skýrði út fyrir hinum
furðu lostnu gestum að þar sem
hótelið þar sem þau hefðu ætlað
að eyða hveitibrauðsdögunum hefði
rétt áður brunnið til kaldra kola
ætluðu þau bara að drífa sig beint
í að byggja rotþró.
Þær voru í rómantískari þönkum
húsmæðumar 32 sem tóku sig
saman og ákváðu að fara í helgar-
heimsókn frá Coventry yfir til Par-
ísar, til þess að skoða þessa háborg
lífsgleði og ásta sem þær hafði all-
ar dreymt um að koma til. Eftir
að hafa ferðast í 8 klukkustundir
um borð í fetju og 15 klukkustund-
ir í lest kom í ljós að þær vom enn
í 80 mílna fjarlægð frá París. Þær
vora orðnar mjög þreyttar svo þær
bókuðu sig á hótel í Compiegne og
urðu að vera þijár í herbergi. „Síð-
an meig kötturinn í rúmin og við
urðum að kúldrast sex í hveiju
herbergi," sagði ein þeirra þegar
hún sagði seinna frá ferðalaginu.
„Þegar við komum loksins til París-
ar kom í ljós að fararstjórinn okkar
talaði ekki frönsku. Við gátum
bara rétt litast um í stutta stund,
síðan urðum við að halda aftur
heimleiðis. Við gistum aftur í hótel-
inu í Compiegne. Þar meig sami
kötturinn aftur í rúmin og át þar
að auki kjúklingaréttinn sem við
áttum að fá í hádegismat.“
Sumir kettir era óneitanlega vin-
sælli en aðrir. í verkfalli slökkvil-
iðsmanna í Bretlandi árið 1978 fór
fram einhver minnisstæðasta
björgunartilraun á ketti sem um
getur. Breski herinn hafði galvask-
ur tekið að sér að annast neyðarút-
köll meðan á verkfalli slökkviliðs-
manna stóð. Þann 14. janúar barst
hemum beiðni um aðstoð frá eldri
konu í Suður-London en kötturinn
hennar, sem hún elskaði mjög, var
fastur hátt uppi í tré. Þeir mættu
á staðinn í flýti og björguðu kettin-
um niður úr trénu. Konan var svo
þakklát að hún bauð þeim öllum
upp á tebolla og kvaddi þá svo með
mestu blíðu. En á leiðinni frá hús-
inu óku þeir yfir köttinn og drápu
hann.
Sumt er erfitt að afsaka
Þetta er eitt af þeim atvikum,
þar sem maður sér í hendi að erf-
itt er að segja: Afsakið. Konan í
næstu sögu átti líka bágt með að
stynja upp úr sér afsökunarbeiðni.
Morgun einn opnaði kona þessi sem
oftar dós af laxi og útbjó samloku
fyrir mann sinn, sem vann í verk-
smiðju. Afganginn af laxinum setti
hún í kattarskálina. Eftin.það fór
hún út að versla. Þegar hún kom
heim hafði kötturinn lokið við lax-
inn og lá dauður á eldhúsgólfínu.
Konan hringdi skelfingu lostin í
verksmiðjuna þar sem maður henn-
ar vann og bað verkstjórann að
vara manninn hennar við að borða
laxasamlokuna af því að kötturinn
á heimilinu hefði dáið eftir að hafa
borðað laxinn. „Ég tala við þig
aftur,“ sagði verkstjórinn. Nokkru
seinna hringdi hann aftur. „Mér
þykur það leitt kona góð, en maður-
inn þinn er búinn að borða samlok-
una. Hann sagðist hafa verið svo
svangur í morgun. Við drifum hann
strax á spítala og vonum að allt
fari vel.“
Á spítalanum var dælt uppúr
manninum og olli það honum því-
líkum þjáningum að konan hans
fékk ekki að hitta hann þegar hún
kom að heimsækja hann. Hún sneri
því héim í þungu skapi og sat döp-
ur yfír tebolla þegar nágranni
hennar leit inn og sagði: „Mér
finnst þetta óskaplega leiðinlegt
með köttinn."
„Hvað veist þú um það mál,“
spurði konan undrandi.
„Hann stökk fyrir bílinn minn í
morgun og ég gat ekkert gert,“
svaraði nágranninn. „Sástu ekki
miðann sem ég setti á gluggann á
útidyrahurðinni?“
Sennilega hefur eiginmaður
þessarar sakbitnu konu fengið betri
móttökur en reykvísku eiginmenn-
irnir tveir sem tóku sér á dögunum
leynisumarleyfi þegar þeir vora að
byggja sumarbústað í Mosfells-
sveit. Þeir höfðu farið á vörabíl í
bústaðinn á laugardegi og héldu
eiginkonur þeirra að þeir ætluðu
að vinna þar yfir helgina. Datt,
þeim í hug að heimsækja menn
sína á sunnudeginum en brá illa í
brún þegar þær komu á áfangastað
og þeir reyndust vera horfnir ásamt
vörabílnum. Þegar ekkert hafði til
mannanna spurst á mánudeginum
leituðu konumar til lögreglunnar
og fór hún að leita upplýsinga. Var
slóð mannanna rakin til Þingvalla,
þar sem þeir höfðu verið í góðu
yfírlæti á sunnudeginum þegar
konurnar gripu í tómt. Á dansleik
í Flóanum höfðu mennimir farið á
sunnudagskvöld og haldið þaðan
að Geysi í Haukadal. í gamalli
blaðafregn um þetta mál var þess
sérstaklega getið að þeir ættu víst
varla von á góðu þegar þeir snera
til baka til eiginkvennanna. Þá
voru þeir búnir að vera í þessu-
„sumarleyfí" í hartnær viku og
vora enn ekki komnir heim.