Morgunblaðið - 13.12.1992, Side 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1992
Af ungru fólki/Ásta Sigríður Kristjánsdóttir, fyrirsæta og sálfræðinemi í Kanada
Sviðsljósið
og sálfræðin
eftir Urði Gunnarsdóttur
ÞAÐ ER sérkennilegt að heyra tvítuga
stúlku tala um að nú vilji hún festa
rætur eftir rótleysi sfðustu ára. Ásta
Sigríður Kristjánsdóttir, fyrirsæta,
hefur fengið sér hund og hafið nám í
sálfræði í Kanada, til að gera alvöru
úr þessum orðum sínum. Hún hefur
frá 17 ára aldri starfað sem fyrirsæta,
á íslandi, í London, Tókýó, Bandaríkj-
unum og nú síðast Kanada og segir
kominn tíma til að leggja eitthvað
annað fyrir sig.
Fyrirsætuferill Ástu
hófst þegar hún
tók þátt í Ford-
keppninni fyrir 3
árum. Fyrir þann
tíma segist hún lítið hafa
hugleitt fyrirsætustörf en
hafí þau einhvem tíma verið
heitasta óskin, hafí reynslan
fljótt fengið hana til að
skipta um skoðun.
„Starf fyrirsætunnar get-
ur vissulega verið skemmti-
legt en er fyrst og fremst
erfitt. Það er vinna, hrein
og klár. Gagnstætt því sem
margir halda er það full
vinna að starfa sem fyrir-
sæta og í mínum augum er
hún hvorki skemmtilegri né
leiðinlegri en önnur störf.“
Sá kostur fylgir þó starfínu,
að mati Ástu, eins og reynd-
ar margra fyrirsæta, að það
býður upp á ferðalög. „Mér
fínnst gaman að ferðast,
ekki sem ferðamaður, heldur
að dveljast á staðnum í
ákveðinn tíma, kynnast fólk-
inu, skynja andrúmsloftið.
Þegar maður hefur starfað
erlendis um tíma, festir mað-
ur rætur á hveijum stað að
nokkru leyti. Því fínnst mér
ég vera orðin rótslitin eftir
ekki lengri tíma og langar
til að eiga mér aðsetur til
frambúðar."
Kanada varð fyr-
ir valinu hjá
Ástu og kær-
asta hennar,
sem er kanad-
ískur og hefur einnig starfað
sem fyrirsæta. Þau búa • í
Vancouver á vesturströnd-
inni, hafa fengið sér- hund
svo að þau komist síður frá
og eru bæði í námi. Ásta
leggur stund á sálfræði,
kærastinn, Mark Bradbury,
lærir viðskiptafræði. Þar
sem Ásta tekur ekki náms-
lán, vinnur hún fyrir sér sem
fyrirsæta í Kanada og
Bandaríkjunum. Námið
stundar hún utanskóla, eins
menntaskólann. „Ég var
hálfnuð í MR þegar ég fór
að starfa sem fyrirsæta og
tók seinni helminginn utan-
skóla. Mér tókst að ljúka
námi á tilskildum tíma en
það var vissulega erfitt, ég
lærði alls staðar sem því var
við komið, í lestum, flugvél-
um, bílum og á milli mynda-
taka.“
Þrátt fyrir sögur sem fara
af miklum Qármunum í
fyrirsætubransanum segir
Ásta það einungis þekktustu
fyrirsætur heims sem teljist
raunverulega ríkar. Fyrir-
sætur þurfí t.d. að greiða
allar ferðir, mat og húsa-
leigu sjálfar. „Ég hef þó
verið heppin með verkefni,
þekki orðið hóp af fólki.
Þetta er lítill bransi og það
spyrst fljótt hvernig fólk
stendur sig.“
- Hvernig stendur þú þig?
„Mér hefur gengið ágæt-
lega þrátt fyrir að ég sé
ekki nema 171 cm á hæð.
Yfirleitt er óskað eftir há-
vaxnari fyrirsætum, um 180
cm, enda engum vandkvæð-
um bundið að fínna fallegar
stelpur sem eru svo háar.
En ég hef komist í ýmis
verkefni, m.a. tískusýning-
' ar, sjónvarpsauglýsingar,
tískuþætti í tímarit o.fl.“
Ásta segist ekki fylgjast
sérstaklega vel með fata-
tískunni þó að hún sé snar
þáttur í starfínu og segir að
flíkumar sem hún sýni
freisti sjaldan. Þegar það
gerist, býðst sýningarstúlk-
um fatnaður oft gefíns eða
með miklum afslætti.
- Hvað með fyrirsætu-
ímyndina sem er í tísku
hveiju sinni?
„Ég held að ég falli ekki
undir neina ákveðna ímynd,
enda er hægt að breyta
manni svo mikið með förðun
og í myndatökunni. Upp á
síðkastið hefur strákslegt
útlit verið áberandi, sem
kemur sér ekki vel fyrir mig,
því vegna hæðarinnar sýni
ég t.d. ekki jakkaföt eða
aðrar karlmannlegar flíkur
sem hávaxnar stelpur bera
vel. Ég hef þó engar áhyggj-
ur, enda breytist tískan
hratt."
rapan eru ekki gerðar
jafn miklar kröfur
um hæð fyrirsæta og
þar hefur Ásta starf-
að í tvígang. „í fyrra
skiptið fór ég með tveimur
íslenskum stelpum. Þetta
var í fyrsta sinn sem ég
starfaði erlendis og það var
ekki laust við að ég fengi
hálfgerða glýju í augun af
fyrstu kynnunum við þann
heim sem fyrirsætur hrær-
ast í. Svo jafnaði það sig.
Við kynntumst ekki mörgum
Japönum en það gerði ég
aftur á móti í síðara skiptið
sem ég var þar. Þá leigði '
ég íbúð ásamt kærastanum
mínum í hverfí sem var nær
eingöngu byggt Japönum.
Við reyndum að aðlagast
þjóðfélaginu sem best,
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
„Ég valdi sálfræðina einfaldlega af þvi að mannshugurinn og starfsemi hans heillar mig.
Nýleg mynd af Ástu Sigríði, tekin fyrir sýningu á tísku-
ljósmyndum James Elmers í Bandaríkjunum.
kynntumst Japönum og ég
lærði hrafl í málinu. Ekki
eru allir Japanir jafnhrifnir
af útlendingum, það var þó
sérstaklega eldra fólkið sem
vildi lítið með okkur hafa.
En flestir eru ákaflega kurt-
eisir og vingjamlegir og hjá
mörgu yngra fólki eiga Vest-
urlönd mjög upp á' pallborð-
ið. í Japan er t.d. ekki minna
úrval af evrópskum fatnaði
en í Evrópu.“
Ásta segir höfuðborgina
Tókýó vera ótrúlega hreina
miðað við alla þá mann-
mergð sem starfí þar, um
24 milljónir manna. Á kvöld-
in hverfí hins vegar um 12
milljónir til síns heima i út-
hverfunum. „Glæpir eru
hverfandi þrátt fyrir mann-
fjöldann, glæpatíðnin í
Tókýó á einu ári er svipuð
og á einni viku í New York.
Þá kom það mér mjög á
óvart hversu mikil samvinna
og samkennd er með fólki,
ólíkt þeirri samkeppni sem
ríkir á Vesturlöndum."
Á meðan á annarri Jap-
ansdvöl Ástu stóð, fór hún
til Kóreu til að vinna í
nokkra daga. „Ég var hálf-
hrædd, var ein á ferð og
mikið horft á mig. Andrúms-
loftið var allt annað og
hreinlæti víða ábótavant, t.d.
á veitingastöðum."
Viðskilnaður Ástu við næsta
vinnustað, London, þar sem
hún starfaði í 3 mánuði, var
með öðrum hætti en hún
hafði hugsað sér. Ásta hafði
unnið fyrir módelskrifstofur,
m.a. við auglýsingar. „Ég
vann svart eins og flestar
erlendu fyrirsæturnar, enda
nær útilokað að verða sér.
úti um atvinnuleyfi. En ég
geymdi allar kvittanir og
launaseðla af gömlum vana
og var með þá í töskunni
þegar ég kom til Bretlands
eftir nokkurra daga frí á
íslandi, grandalaus um af-
leiðingarnar. Tollverðirnir
ákváðu að taka mig i sér-
stakt úrtak og grandskoð-
uðu allan farangurinn. Þeg-
ar þeir rákust á launaseðl-
ana og komust að því að ég
hafði ekki atvinnuleyfi, var
mér gefinn 24 stunda frestur
til að koma mér úr landi.
Það var lán í óláni að ég var
frá Evrópulandi, annars
hefði mér aldrei verið hleypt
inn í London."
Þetta var nokkrum dögum
fyrir jól og Ásta var á leið
til kærastans með tösku
fulla af jólamat og gjöfum.
„Ég gaf upp rangt heimilis-
fang og fór svo heim, þar
sem við settum upp flóttaá-
ætlun ef innflytjendaeftirlit-
ið kæmist að því hvar ég
væri. Ég frétti það síðar að
þeir hefðu talsvert spurt um
mig en ekki fundið. Önnur
jólin okkar saman héldum
við svo með þessa heimsókn
yfírvofandi en þrátt fyrir það
voru þau alveg yndisleg.
Rétt eftir áramót fórum við
til Kanada.
Ég hef nokkrum sinnum
komið til Bretlands í stuttar
heimsóknir síðan þetta var
en aldrei hefur verið gerð
nein athugasemd. í hvert
sinn sem ég stend við vega-
bréfaskoðunina fer ekki hjá
því að hjartað slái nokkur
aukaslög. “
Af þeim stöðum
sem Ásta hef-
ur dvalist á
fellur henni
best í Kanada.
Þar ætlar hún að ljúka sál-
fræðinámi og snúa sér síðan
að einhveiju allt öðru áður
en hún tekst á við starf sál-
fræðingsins. „Sálfræðin er
langtímamarkmið hjá mér,
ég valdi hana einfaldlega af
því að mannshugurinn og
starfsemi hans heillar mig.
Ég gæti líka vel hugsað mér
að reka fyrirtæki eða eitt-
hvað allt annað. Ég hef ekki
gert það upp við mig hvort
ég ætla að halda áfram af
alvöru sem fyrirsæta.“
Ásta segir borgina
Vancouver heilla sig. Hún
sé hvorki of stór né of lítil
og þar sé allt það að finna
sem maður sækist eftir.
„Auðvitað togar útþráin
stundum í mig, ekki síst
vegna allra þeirra sem ég
hef kynnst þar sem ég starfa
og svo auðvitað fjölskyld-
unnar og vina hér heima.
Það er alveg sama hvar í
heiminum ég er, ég sakna
alltaf einhverra.“