Morgunblaðið - 13.12.1992, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 13.12.1992, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1992 ,Patton' Gaukshreiðrið, 1977. Sporvagninn Girnd, 1954. jólamynd Bæjarbíós eða „Belle de jour“ eftir Luis Bunuel með Cather- ine Deneuve og Michel Piccoli í aðal- hlutverkum. „My Fair Lady“ var stóra jóla- myndin árið 1966, sýnd í Austurbæj- arbíói tveggja ára gömul. Tónabíó sýndi Skot í myrkri með Peter Sell- ers, en það átti seinna eftir að sýna gamanmyndirnar með Bleika pard- usnum, og Laugarásbíó sýndi þýsku myndina Sigurð Fáfnisbana sem tek- in var að hluta hér á landi. Islending- ar komu víðar við sögu því í einni af þremur dönskum myndum sem sýndar voru þessi jólin, Leðurblök- unni, komu fram íslenskir listdansar- ar. Árið eftir var aðaljólamyndin Njósnarinn sem kom inn úr kuldan- um með Richard Burton. Árið 1968 var framhaldsmynd um áðurnefnda Angélique í Austurbæjarbíói, Angél- iuque og soldáninn, Tónabíó sýndi gamanmyndina Rússarnir koma, Rússarnir koma, Nýja Bíó Vér flug- hetjur fyrri tíma eða „Those Magn- ificent Men in Their Flying Machi- nes“ og Lana Tuner lék Madame X í Laugarásbíói. Árið 1969 markaði endalok dönsku jólamyndanna. Þá voru tvær slíkar sýndar í bíóunum en eftir það vottar ekki fyrir þeim um jólin. Stóru myndirnar voru Hawaii í Kópavogsbíói með Julie Andrews og Max von Sydow og Greifynjan frá Hong Kong með Lor- en og Marlon Brando undir leik- stjórn meistara Chaplins. Þetta var hans síðasta kvikmynd og féll hvergi í góðan jarðveg. Stjörnubíó sýndi Nótt hershöfðingjana („The Night of the Generals" með Peter O’Toole. Nýjar bandarískar Dýrðardagar dönsku og þýsku myndanna voru á enda í kringum áratugaskiptin og ítalskar eða þýsk- ar myndir sáust ekki meira um jóla- leytið. Danski textinn hvarf eins og dögg fyrir sólu. Hudson myndirnar ~voru líka horfnar en Gamla Bíó hélt ennþá í Disneyhefðina nema árið „E.T.“, 1982. aðeins ársgömul, Austurbæjarbíó sýndi frábæra ársgamla gaman- mynd sem hét „What’s Up Doc“ með Barbra Steisand og Ryan O’Ne- al, Laugarásbíó frumsýndi söngleik- inn „Jesus Christ Superstar" eftir Norman Jewison,. sem gerð hafði verið það sama ár. Til samanburðar má nefna að Nýja Bíó sýndi stór- myndina „Hello Dolly“ þetta ár en hún var fjögurra ára gömul. Gamla Bíó sýndi hina frábæru Disneyteikni- mynd Hefðarkettina. Háskólabíó hampaði nýjustu myndinni jólin 1974 þegar það frum- sýndi „The Great Gatsby", sem gerð var sama ár og var með Robert Redford í aðalhlutverki en á þessum árum skein stjarna hans hæst. Hann var líka í Laugarásbíói í öllu skemmtilegri mynd, „The Sting", á móti Paul Newman en Redford hafði leikið í henni árið áður. í Stjörnubíói var frumsýnd ein af fyrstu löggufé- lagamyndunum, sem riðið hafa röft- um kvikmyndahúsa í næm tvo ára- 1970 þegar Arnarborgin fyllti bíóið vikum saman. Það ár skemmti John Wayne gömlum aðdáendum sínum í „True Grit“ í Háskólabíói og Tóna- bíó sýndi „Kitty, Kitty, Bang, Bang“. Á áttunda áratugnum litu bíóin æ meira í vestur eftir myndum og það fór að bera á því að bíóin reyndu að fá myndirnar fyrr til landsins. Fyrsta Evrópufrumsýning á jóla- mynd hér á landi var á Ókindinni eða „Jaws“ eftir Steven Spielberg árið 1975. Á forsýningu um miðjan desembermánuð var rausnarlega boðið uppá brennivín og að sjálf- sögðu hákarl. Þennan áratug fór einnig að bera á aukinni samkeppni bíóanna hvað varðar jólamyndaval. Meira var um stærri og frægari myndir en þekktist á áratugnum á undan. Árið 1972 er t.d. eftirminni- legt jólamyndaár en þá var „Midn- ight Cowboy" í Tónabíói, stríðs- myndin „Patton" með George C. Scott í Nýja Bíói, sakamálamyndin „Klute“ í Austurbæjarbíói og í Laugarásbíói var nýjasta mynd Alfr- eds Hitchcocks, „Frency". Það merkilega var að Hitchcocksmyndin var gerð þetta sama ár og telst til tíðinda hversu ný hún var. Laugar- ásbíó og Háskólabíó stóðu einna fremst í því að afla flúnkunýrra jóla- mynda á áttunda áratugnum. Árið eftir var lítið síðra en þá skaut Steve McQueen sér leið inní Tónabíó í „The Getaway", sem var tugi. Hún hét „The New Centurions" með Scott og Stacy Keach. Tóna- bíó sýndi hina þriggja ára gömlu mynd Jewi- sons, Fiðlarann á þak- inu, og Gamla Bíó hélt áfram Disneyhefðinni. Á þessum árum tók Hafnarbíó upp sýningar á Tati og Chaplin mynd- um. Ókindin var aðal- myndin 1975 og fjórar frægar voru sýndar árið eftir: gamanmyndin Bleiki pardusinn snýr aftur í Tónabíói, spennumyndin Mara- þonmaðurinn í Háskóla- bíói, stórslysamyndin Logandi víti eða „The Towering Inferno" í Austurbæjarbíói og síðasta mynd Hitchcocks, „Fam- ily Plot“ í Laugarásbíói en þangað kom hún glæný, gerð sama ár líkt og „Frenzy" áður. Sama átti við um Maraþonmanninn en hinar voru eins og tveggja ára gamlar. Gaukshreiðr- ið var tveggja ára gömul þegar hún var sýnd í Tónabíói jólin 1977. Þá var spennumyndin Dýpið eftir sögu Ókindarhöfundarins Peter Benc- hleys nýjasta jólamyndin, gerð sama . ár, og gamanmyndin „Silver Streak" skemmti áhorfendum í Nýja Bíói. Enn var Háskólabíó með nýja mynd á jólum 1978, „Heaven Can Wait“ með Warren Beatty og Laugarásbíó sýndi framhaldið af Okindinni, sem gerð var sama ár. Austurbæjarbíó sýndi ársgamla Clint Eastwood mynd, „The Gauntlet" og Mel Bro- oks skemmti áhorfendum í Nýja Bíói með „Silent Movie", einni af nokkrum góðum Brooksmyndum sem komu í bíóið á þessum árum. Stórslysamyndin „Airport ’79 - The Concord" var jólamynd Laugarás- bíós árið eftir, en hún var gerð sama ár, og svo kom Óvætturinn í Nýja Bíó árið eftir, betur þekkt sem „Áli- en“. Þá var Regnboginn kominn í gagnið og sýndi Jasssöngvarann með Neil Diamond, sem var ný mynd, það var einnig dans- og söngvamyndin „Xanadu“ í Laugar- ásbíói og gamanmyndin „Airplane!" í Háskólabíói. B 17 Nýjar myndir daglegt brauð Á áttunda áratugnum sýndu bíóin viðleitni í þá átt að bjóða uppá nýjar jólamyndir samhliða því að sýndar voru eins og tveggja og þriggja ára gamlar myndir. Krafan um nýjar myndir átti eftir að aukast mjög á fyrstu árum níunda áratugarins. Sjónvarpið veitti bíóunum sam- keppni á áttunda áratugnum og lok þess sjöunda en áhrif sjónvarpsins jukust stórlega þegar myndbanda- væðingin reið yfír heiminn á síðasta áratug og bíómyndir tóku að fást leigðar á hveiju götuhorni. Það er áratugurinn þegar gjörbylting verð- ur á sýningarhaldi í kvikmyndahús- unum í kjölfar aukinnar samkeppni frá Áma Samúelssyni, sem byggir fjölsalabíóið Bíóhöllina og verður með fyrstu heimsfrumsýninguna á íslandi þegar hann sýnir jólamyndin- a„King of Comedy“ með Robert De Niro árið 1982. Myndböndin halda innreið sína og ný sjónvarpsstöð lítur dagsins ljós. Allt gerir þetta að verk- um að eins og tveggja og þriggja ára myndir heyra sögunni til. Hrað- inn skipti öllu máli svo nú er hægt að tala um eins og tveggja og þriggja mánaða gamlar myndir sem daglegt brauð. Rótgróin bíó eins og Nýja Bíó, Gamla Bíó, Austurbæjarbíó og Tóna- bíó heltust úr lestinni og eins bíóin í Kópavogi og Hafnarfírði. Önnur fjölguðu sölunum. Jólamyndirnar eru ekki lengur eins sérstakur þáttur af bíólífinu og áður nema þær séu hreinlega frumsýndar um sama leyti hér og í Bandaríkjunum þaðan sem þær allar koma. Dæmi um það er Aleinn heima 2. Nú fáum við allar stærstu og bestu myndirnar eins fljótt og auðið er. Það gerðist líka á níunda áratugn- um að íslenskar bíómyndir urðu fast- ur liður á jólunum. A árunum 1981 til 1986 voru alltaf ein og tvær ís- lenskar myndir jólamyndir í bíóunum og má þar nefna Jón Odd og Jón Bjama, Útlagann, Með allt á hreinu, Skilaboð til Söndru, Gullsand, Löggulíf og Stellu 1 orlofi. Árið 1990 var Ryð jólamynd Regnbogans og í ár fmmsýnir Háskólabíó jólamynd- ina Karlakórinn Heklu. Það er fýrst árið 1983 sem allar jólamyndimar eru sýndar hér sama árið og þær em gerðar en á fyrstu árum síðasta áratugs var það orðin regla og hitt undantekning að sýnd- ar vom myndir á jólum sem gerðar vom sama ár. Eftir 1983 em jóla- myndirnar allar nýjar. Stjörnustríð 2 í Nýja Bíói var aðal- jólamyndin árið 1981 en árið eftir var bæði Evrópu- og heimsfrumsýn- ing á íslandi á myndunum „E.T.“ í Laugarásbíói og „King of Comedy" í Bíóhöllinni. Þá var Bondmyndin „Moonraker" í Tónabíói og Kónan villimaður í Nýja Bíói en gaman- myndin Arthur í Austurbæjarbíói. Jólin 1983 vory sýndar tvær Bond- myndir, „Oetopussy" og „Never Say Never Again“, Ég lifí, sagan um Martin Gray, var í Regnboganum og framhaldsmyndimar „Psycho 2“, „Superman 3“ og Stjömustríð 3 vom fyrirboði um það sem koma skyldi í framhaldsmyndaæðinu seinna á áratugnum og er enn við lýði. Verður nú farið fljótt yfir sögu en af jólamyndum seinni hluta ára- tugarins má nefna Söguna enda- lausu, Indiana Jones 2, „Silverado", „Mad Max 3“, tvær Aftur til framtíð- ar myndir, Nafn rósarinnar, „Is- htar“, „No Way Out“, Hver skellti skuldinni á Kalla kanínu?, „Midnight Run“, Elskan ég minnkaði bömin, „Family Business", sem var önnur heimsfmmsýning um jól, „Wild at Heart“ og Addamsfjölskyldan. Jólamyndir síðustu ára hafa yfír- leitt verið af betra tæginu og að því leyti halda bíóin enn í jólahefðina þótt segja megi að þær sé ekki eins sérstakt fyrirbrigði og áður nema þær séu nokkurra vikna gamlar. Hin öra þróun sem átt hefur sér stað undanfarið gæti sem best endað með því að jólamyndirnar vestra, þaðan sem þær hafa allar komið síðustu tvo áratugi, verða samtímis jóla- myndirnar hér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.