Morgunblaðið - 13.12.1992, Síða 20

Morgunblaðið - 13.12.1992, Síða 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1992 Enn hlær þingheimur ÁRNI Johnesen og Sigmund Jóhannsson hafa sent frá sér nýja bók með gamanmálum og skopmyndum af alþingismönn- um. Spaugileg atvik og uppá- komur sem tengjast þingheimi eru vettvangur bókarinnar, sem er 208 blaðsíður að stærð og prýdd fjölda teikninga. Hörpuútgáfan gefur bókina út og birtir Morgunblaðið hér glefsur úr bókinni með ieyfi útgefenda. Ami Johnsen fylgir bók- inni úr hlaði með nokkr- um orðum og segir þar meðal annars: „A vett- vangi stjómmáíanna er oft hart deilt, bæði málefnalega og ómálefnalega, en ef til vill er það lykilatriði á þeim vettvangi að menn kunni að slá á létta strengi og gantast jafnvel þegar alvaran er hvað mest og hitinn í hámarki. Sögur og vísur í þessari bók em gripnar glóðvolgar, oft á líðandi stund, annað hefur fundið sér farveg munnmælanna og vill þá oft markast eilítið af sögu- manni hveiju sinni, en kjaminn ósjaldan nokkuð heill." Bundið mál og óbundið „Gáfur hefur Guð þér lánað, get ég svarið, en eðlið hefur ekkert skánað, undanfarið,“ orti Hjálmar Jónsson prestur og þingmaður til Davíðs Oddsonar forsætisráðherra eftir skemmti- lega yrkingalotu margra alþingis- manna i þingveislu veturinn 1992. Sumarið sama ár í tilefni sextugs- afmælis Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra orti sér Hjálmar: Við þig gjarnan vildi ég skála, veita lof með orðsins brandi, höfuðskepnu menntamála og menningar í þessu landi. Honum kippir í kynið, séra Hjálmari á Sauðárkróki, afkom- enda Bólu-Hjálmars, og sneggri að semja og flytja í bundnu máli en óbundnu. Alloft hefur hann tekið sæti á Alþingi á undanföm- um árum sem þriðji maður Sjálf- stæðisflokksins í Norður- landskjördæmi vestra og þá liggur oft beint við að fanga stemmninguna í vísna- bönd. Við síðustu stjómarskipti, er ríkisstjóm Steingríms Hermanns- sonar fór frá, tók við ríkisstjóm Davíðs Oddsonar eftir stystu stjómarmyndunarviðræður sem menn muna og gekk saman í því efni með heiðursmannasamkomu- lagi Davíðs og Jóns Baldvins í Viðeyjarferð. Þá var ort: Steingríms var ekki stjórnin góð, stefnulaus á villuslóð. Hræsni og flærð þar uppi óð, svo enginn vissi hvar nokkur stóð. Ekki em þetta eftirmæli af snotrasta tagi um ríkisstjóm Steingríms sem samanstóð af framsókn, kröftum og kommum, en allt er breytingum undirorpið: Nú er allt með öðrum brag, ekkert nudd eða nauð eða jag ií& Takaskaltillittil þarfa og eðlis svína Við getum vonandi treyst því að hinstu ósk fyrrverandi landbúnaðar- ráðherra verði framfylgt, og öllu svinaríi og beikonsmjatti verði hætt, Dóri minn? og hræsnin og flærðin heita í dag ,íheiðursmannasamkomulag“. I umræðum um frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna veturinn 1992 fjallaði Pálmi Jóns- son frá Akri allítarlega um málið eins og hans var vandi og vildi hann takmarka umfang sjóðsins þar sem úr böndum væri komið og til að mynda nefndi hann sem dæmi að í Bándaríkjunum væru þrír íslendingar á námslánum í bongótrommunámi. Lagði Pálmi GluggaÖ í bók Árna Johnsen og Sigmund af gamanmálum ogskopmyndum afstjórnmála- mönnum i Stjórnarmynciun VT1 Þér þurfið ekkert að segja nema „amen“ prestur minn. Ég er búinn að segja allt hitt. Eyjólfur þarf ekki einu sinni að beygja sig. áherslu á það að gera frumvarpið haganlegt og setja á það svip til framtíðar, bláma það sjálfstæði- stefnunni, eins og hann hugsaði það. Þá orti Hjálmar á þingflokks- fundi sjálfstaéðismanna: Frumvarpið er fægt á ný svo fáist á það blámi. Pálmi byrjar bráðum í bongótrommunámi. Vorið 1992 fóru þingmenn Suð- urlands í heimsókn til Kirkjubæ- jarklausturs með Sighvati Björg- vinssyni heilbrigðisráðherra til þess að skoða þar þjónustubygg- ingar fyrir aldraða og fokhelt hús- næði fyrir hjúkrunardeild, en mik- ið kapp var lagt á að koma því í gagnið. Þar sem hópurinn fer um og skoðar húsakynni er staldrað við á stórum gangi í fokheldu húsi hjúkrunarrýmisins, en yfir þeim gangi var mikill og voldugur loftgluggi. Undir glugganum stansaði Guðni Ágústsson alþing- ismaður og horfði lengi í gluggan án þess að haggast. Hann var í sparifötunum sinum, í sparistell- ingunni og segir síðan stundar- hátt: „Það er gott glerið hér, birt- an fer í gegn um það.“ Þetta voru slík mikil og óvænt tíðindi að heil- brigðisráðherra kom á framfæri á milli hláturshviðanna þessari vísu: Þetta er mesta gæða gler gaman finnst mér að sjá þá blessuð birtan fer beint í gegn um það. Jón Helgason, samflokksmaður Guðna, var með í för og þegar hann heyrði hvað menn hlógu að vísunni ætlaði hann að bæta um fyrir Guðna og sagði: „Þetta hefði nú getað verið litað gler.“ Halldór Blöndal er frægur fyr- ir langar ræður og málgleði í sölum Alþingis, þó minna hafi . farið fyrir því síðan hann varð ráðherra. Sighvatur Björgvins- son orti: Halldór er helvítis kjaftur, hann er þann veginn skaptur, að þegar hann þagnar og þingheimur fagnar, þá opnar hann kjaftinn aftur. Á Norðurlandaráðsþingi í mars 1992 talaði Hjörleifur Guttorms- 7)son mikið, en Sighvatur orti: ' Þegar hann endar sín hjörl, hjörl og heldur því öllu til streitu er þá furða þó örl-, örl- i talsvert á þreytu. Þegar þátttaka Islands í um- hverfísráðstefnunni í Ríó de Ja- neiro 1992 var sem mest í umræð- unni kröfðust kommamir þess að þeir fengju fulltrúa á ráðstefnuna. Þá orti Sighvatur: Svo kommarnir komist til Ríó kannski við sendum þeim tríó þau Grímsa og Gunnu og Grísinn í tunnu það yrði nú aldeilis bíó. Margar eru þær sögurnar af samskiptum Eyjólfs Konráðs og Bjöms Pálssonar á Löngumýri, en þeir voru um árabil samþingsmenn fyrir Norðurlandskjördæmi vestra. Það var lenska hjá Birni á Löngu- mýri þegar hann fékk andstæð- inga sem hann óttaðist á hinum pólitíska vettvangi að sækja.fast að þeim og reyna að gera lítið úr þeim þótt hann fyndi yfírleitt ein- hveija góða hlið á móti. Þegar Eyjólfur fór fyrst í framboð 1967 í Norðurlandskjördæmi vestra var Eyjólfur innan við fertugt og eins og alla tíð kvikur og snöggur til verka og orðaskipta. Þetta var að vori til um sauðburð, almennur fundur á Hvammstanga. Það er náttúrulega sérstakt landslag að horfa á og heyra Bjöm flytja mál sitt, en næsti bær við er Pálmi Jónsson sem kann rödd og takta Löngumýrabóndans og hann var einnig á þessum fundi með Eykon og öðrum frambjóðendum flokka. Með eftirfarandi orðum heilsaði Bjöm á Löngumýri Eykon á Hvammstanga: „Svo er það hann Eyjólfur, þessi þama að sunnan. Einhver hefur komið þeirri flugu inn í höfuðið á honum að hann hafi hæfileika til þess að vera þing- maður, en það verðið þið nú fljótir að sjá að það er misskilningur. Hins vegar hefur hann aðra ágæta hæfileika sem sjálfsagt er að nýta. Hann er til dæmis alveg upplagður smali, hann er bæði lítill og létt- ur, mjóleggjaður og kiðfættur og ömgglega fljótur að hlaupa, aldeil- is hreint upplagður smali. Ég gæti alvega hugsað mér að ráða hann til mín í vor. Hugsið ykkur til dæmis hvað það er erfítt fyrir stóran og feitan mann að koma lambi á spena, Eyjólfur þarf ekki einu sinni að beygja sig.“ Eykon skemmti sér manna best undir ræðu Löngumýrabóndans, en í mörg ár var tæpt á því að Eykon gæti talað á fundum á Hvammstanga, svo kyrfílega sat leiksýning Bjöms á Löngumýri í mönnum þar. Þráinn Jónsson framkvæmda- stjóri á Egilsstöðum hefur setið sem varamaður á Alþingi. Þráinn kippir sér aldrei upp við stórt eða smátt og viðmiðunin er alltaf klár og kvitt, ísland. Einhveiju sinni var Þráinn á ferðlagi í París og fór að sjálfsögðu í Eiffelturninn þótt fáir aðrir landar þyrðu upp á topp. Þráinn hressti sig í miðjum tuminum, en þegar hann stóð á efsta stalli leit hann yfír í París og sagði stundarhátt við sam- ferðamenn sína: „Þetta er allra myndarlegasta pláss, París.“ Þegar Þráinn var á ferðalagi í Ríó de Janeiro var farið með hóp- inn sem hann fylgdi um hina heimsrómuðu blómagarða Ríó- borgar. Spurðu menn hver í kapp við annan hvort þeim litist ekki vel á þetta en Þráinn sagði: „Haf- ið þið ekki komið í Hallormsstaða- skóg.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.