Morgunblaðið - 13.12.1992, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1992
B 21
Borgarstjórn Kaupmannahafnar
Tilboði auðkýf-
ingshafnað
Kaupmannabðfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
BORGARSTJÓRN Kaup-
mannahafnar hefur hafnað til-
boði danska milljarðamærings-
ins Alex Brasks Thomsens um
að leggja aðþrengdri Kaup-
mannahafnarborg til sem svar-
ar 2.500 miiyónum ÍSK gegn
því að Norrebrogade í borginni
yrði nefnd eftir honum. Borg-
arstjórn hefur jafnframt bent
Brask Thomsen á að aðrir
möguleikar séu á að festa nafn
sitt á spjöld borgarsögunnar.
Jens Kramer aðalborgarstjóri
Kaupmannahafnar hefur
bent auðkýfingnum á að þó ekki
sé hægt að fara að beiðni hans
um götunafnið, geti hann komið
nafni sínu á blað á annan hátt,
til dæmis með því að leggja til fé
í almenningsgarð, bókasafn eða
aðrar menningarframkvæmdir.
Brask Thomsen hefur svarað að
hann vilji hugleiða málið frekar
og hugsanlega leggja fram hærri
upphæð, ef börn hans, sem eru
með í fyrirtæki hans, séu því sam-
mála. Brask Thomsen hefur frem-
ur verið orðaður við brask en
heiðvirðan rekstur og viðskipti
hans voru um árabil fastur liður
í dagblöðunum, þar sem hann
hefur verið kallaður „refsilausasti
Daninn", sökum þess hve honum
tókst að komast hjá dómum.
í dönskum fjölmiðlum hefur
borgarstjórinn verið gagnrýndur
fyrir að ljá máls á þessu boði, sem
óneitanlega er mjög nýstárlegt
hér um slóðir. Fyrir um áratug
gaf danski fésýslumaðurinn A.P.
Möller borginni skemmtigarð við
höfnina, við hliðina á Admiral-
hótelinu. Um þann garð stóð
hatrömm deila um árabil, því ný-
tískulegt útlit hans fór fyrir
bijóstið á mörgum, en einnig stað-
setning hans og tilurð.
Satínnáttföt
og satínnáttserkir
Serkir kr. 5.500,- Náttföt kr. 6.900,-
Mikið úrval af náttfötum og sloppum
Gjafakortin okkar eru góð,
hentug og vinscel jólagjöf
JÓLATILBOÐ H
YAMAHA
40%
afsláttur af öllum vara-, auka-
og fylgihlutum frá YAMAHA.
Tiíboö þetta stendur til áramóta,
eða meðan birgðir endast.
„GftfPfÐ JÓLAGÆSINA
tt
Mlésúdfy
HÖFÐABAKKA 9 . 112 REYKJAVÍK . SIMI 91-634000
*
Þær eru .
KOMNAR
Amerísku borðstofurnar sem svo margir hafa beðíð eftir eru
komnar og enn aftur á frábæru verði. Dijon borðstofusett
með 6 stólum, veggskáp og skenk kr. 198.660,-
Látið það eftir ykkur fyrír jólin.
PANTANIR ÓSKAST SÓTTAR STRAX.
- Þegar þíg vantar góð húsgögn -
Húsgagnahöllin
Greiðslukjör til margra mánaða.
— XI BH
EUROCARD
BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI91-681199
MUN,
Framlag þitt skilar árangri
KKJ
HJALPARSTOFNUN KIRKJUNNAR
- með þinni hjálp
SÞRXNl
Spansjóður Reykjavikurog nágrennis
Gíróseólar liggja frammi
í bönkum og sparisjóóum