Morgunblaðið - 13.12.1992, Síða 22

Morgunblaðið - 13.12.1992, Síða 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ MEIMNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1992 HJARTA- KÓIMGURINN ÞAÐ skrifast á kaldhæðni örlaganna að Roy Orbison skyldi deyja einmitt þegar hann var við það að slá í gegn á ný eftir að hafa verið næstum gleymdur í áraraðir. egar Orbison féll frá var hann á fullu við að undirbúa tónleikahald um heim allan til að fylgja eft- ir síðustu breiðskífu sinni og þegar farinn að taka uþp efni á næstu skífu. Eigin- konu hans, Barböru, fannst ótækt að iáta það sem til ÓperettusmlAur Roy Orbi- son. var fullklárað eða nánast svo að lenda í glatkistunni, svo hún tók sig til, safnaði að sér því sem til var og kallaði til leiks frábæra tón- listarmenn til að ljúka við verkið. Þar fór fremstur Robbie Robertson, en einn- ig komu við sögu menn eins og Chips Moman, Don Was, T-Bone Bumett og Jeff Lynne. Afraksturinn kom svo út fyrir stuttu undir heitinu King of He- arts og hefur hvarvetna fengið frábærar viðtökur. Á plötunni er smekkleg blanda af ofurútsettum óperettum að hætti Orbi- sons og snyrtilegum smell- um, sem honum voru ekki síður tamir. Þó vitanlega sé platan ójöfn, þegar litið er til þess, hvemig hún er til orðin, eru menn á einu máli um að hún eigi eftir að auka enn á dulúðina sem umlykur Roy Orbison og tregann. SEINNIHLUTI TÍM AMÓTAVERKS FYRIR tæpum tuttugu árum kom út í Bretlandi tíma- mótaplatan Tubular Bells. Tónlistarmaðurinn sem það skapaði hefur átt erfitt með að ná fyrri hæðum allt til þess að Tubular Bells II kom út fyrir skemmstu. Framhald Mike Oldfield. Arið 1972 gekk Mike Oldfield manna á milli í leit að útgefanda að verki sínu. Að lokum tókst honum að telja Richard Bran- som á að stofna Virgin til þess eins að gefa plötuna út. Tubular Bells kom út 1973 og seldist í 16 milljónum eintaka um heim allan. Fyrir nokkru losnaði Oldfield af samningi sínum við Virgin og ákvað í kjöifar þess gera einskonar framhald Tubular Bells, sem hann kallaði einfaldlega Tubular Bells II. Sú útgáfa þykir um margt minna á fyrri hluta verksins, sem var og ætlun Oldfields. Því er svo ósvarað hvort Tubular Bells n eigi eftir að ná viðlíka sölu og sú fyrri. DÆGURTONLIST Gamalt vín á nýjum belgjum? Hornsteinar Hljómar í árdaga íslensks rokks. Homsteinar til sölu ENDURÚTGÁFA tók flugið á þessu ári, ekki síst eftir að lag Trúbrots, Án þín, tók að tröllríða vin- sældalistum allra útvarpsstöðva. í kjölfarið fylgdi svo mjómalagið Ég elska alla og fleiri virðast í aðsigi. eftir Áma Matthiosson Þó ekki megi kalla þetta ár ár endurútgáfunn- ar, er ijóst að eldri tónlist hefur sótt verulega í sig veðrið. Það á sér þá eðlilegu mmmmmmmmmm skýringu að megn- ið af þessari tónlist hefur verið ófá- anleg í áraraðir og nýjar kynslóðir eru því að upp- götva eitthvað sem þær þekkja bara af afspum. Þannig er mestur áhugi á þeirri tónlist sem elst er og þar af leiðandi mesta ráð- gátan, en síðar kemur væntanlega að yngri tónlist þó merkileg sé. Þannig eiga menn til að mynda eftir að enduruppgötva Þursana al- mennilega og ámóta tíma- mótasveitir, þó endurút- gefnar plötur Bubba Morthens mokist út sem vonlegt er. Umsvifamestir í endur- útgáfu eru Steinar hf., enda hefur fyrirtækið yfir að ráða obbanum af ís- lenskri dægurtónlist. Það var Mok Bubbi Morthens á Is bjamarblús. hefur Jónatan Garðarsson hjá Steinum unnið þrek- virki, en hann hefur haft yfirumsjón með flutningi tónlistarinnar af misgóðum böndum yfir í stafrænt form svo hægt væri að gefa hana út. Böndin komu vfst misvel út úr geymslu og til að mynda mun hafa komið fyrir óftar en einu sinni að upprunalegt band flagnaði við það eitt að vera spilað og því eins gott að hafa upptökutæki í gangi samtímis. Steinar hafa iagt mikla vinnu í það undanfarin misseri að gefa út plötur ; safnseríunni Aftur til fortíðar, en hlé gert þar á í haust og gefnar út heilar plötur, eða laga- söfn ákveðinna listamanna eða hljómsveita und- ir nafninu Horn- steinar. Þar í flokki eru plötur Trúbrots, Hljóma, Mána, Mannakoma, aukinheldur sem Steinamenn hafa sent frá sér plötu með safni bestu laga Homsteina og kallast ein- faldlega Hom- Steinar gera meira en fyrir- tækið dreifir plötum frá ýmsum útgáfum og má þar nefna fyrirtæki Rúnars Júlíussonar, Geimstein, sem býr yfir góðu safni af gömlum upptökum, eins og sannaðist þeg- ar meistaraverk- ið Lifun kom út fyrr á árinu, en fyrir stuttu hélt Geimsteinn upp á sextán ára af- mæli sitt með bravúr og útgáfu á tvöföldum diski sem hefur að geyma grúa laga sem orðið hafa vinsæl í gegnum árin. Um svipað leyti endurútgaf Geimsteinn plötuna H{jóm- ar ’74, sem á em endur- reistir Hjjómar og þótti prýðisplata, þó ekki hafi hún selst að marki. MINNINGARTÓNLEIKAR KARL Sighvatsson þekktu allir sem á annað borð þekkja til íslenskrar tónlist- ar, en hann fórst á hörmulegan hátt í júní á síðasta ári. TU að minnast Karls voru haldnir sérstakir minningartónleikar mánuði eftir fráfall hans, en þeir tónleikar komu út á disk fyrir stuttu. á orgel. Á minn- ingartón- leikunum komu fram allmargir tónlistar- menn sem unnið höfðu með Karli í hljómsveit- um, við plötuupptök- ur eða önnur tækifæri. Blómabörn Flowers. Karl Sighvatsson, Amar Sigurbjömsson, Siguijón Sighvatsson, Jónas R. Jónsson og Gunnar Jökull Hákonarson. Kari Sighvatsson lést á fertugasta og fyrsta aldursári, en á sinni tíð var hann í flestum af helstu hljómsveitum íslenskrar rokksögu, og ávallt í fram- línunni, og lagði að auki grúa tónlistarmanna lið með Hammondorgel sitt að vopni. Meðal þeirra sveita sem hann var í má nefiia Dáta, Flowers, Náttúru, Þursa- flokkinn og Blúskompaníið. Það sýnir vel þá virðingu sem menn báru fyrir Karli að þegar Utangarðsmenn tóku upp lagið Rækjureggí í upphafi níunda áratugar- ins, þar sem nokkrir vinsæl- ustu tónlistarmenn þjóðar- innar á þeim tíma fá að fínna til tevatnsins, fengu þeir Karl Sighvatsson til að ieika Segja má að nokkurskonar popp- og rokklandslið hafi verið á ferðinni, því á plötunni er að finna upptökur með Hin- um íslenska þursaflokk, Flokki mannsins hennar El- lenar Kristjánsdóttur, Mannakom, Nýdanska GCD, Trúbrot og Síðan skein sól. Flestar leika sveitimar eigin lög, en til að mynda lék Nýdönsk þrjú lög eftir Karl, sem samdi þegar hann var í Flowers og Náttúru. Ljósmynd/Friðþjófur Helgason Rokkhetjur Utangarðs- menn. í UPPHAFIVAR... STEVIE Ray Vaughan varð flestum harmdauði þegar þyrla sem hann var í hrapaði í ágúst fyrir tveimur árum. Fyrir skemmstu kom út plata sem varpar nýju Jjósi á rætur hans. Nýja skífan heitir ein- faldlega í upp- hafi, In the Beginning, og á henni er tón- leikaupptaka með Stevie Ray og félög- um frá árinu 1980. Frá upphafi fetaði Stevie Ray þétt í fót- spor texaskra gítarhetja og hrærði saman svörtum blús, hráu gítarrokki og jafnvel sveitatónlist. Úr varð einstök blanda sem persónuleiki Stevies Rays bar uppi ekki síður en frábær gítarleikur. Á þessum fyrstu upptök- um Stevie Rays má heyra að hann var þegar kominn í fremstu röð gítarleikara, sama við hvað var miðað, og mörg þeirra laga sem hann lék þetta kvöld áttu eftir að skila sér á breiðskífur hans löngu síðar. In the Beginning, vakti slíka athygli á Stevie Ray að áður en varði var hann kominn á samning. Gitarhetja Stevie Ray í árdaga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.