Morgunblaðið - 13.12.1992, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.12.1992, Qupperneq 24
MFranski leikstjórinn Bertrand Blier (Of falleg fyrir þig) mun leikstýra ítalska leikaranum Marc- ello Mastroianni í fyrsta skipti í nýjustu mynd sinni, „Un, deux, trois, soleil". Hún er tekin í nágrenni Marseille og fara Myriam Boyer, Olivier Martinez (IP5-FiIaeyjan) og Jean- Pierre Marielle með önn- ur hlutverk. MMastroianni leikur líka í bandarískri bíómynd þessa dagana sem heitir „Used People" eða Notað fólk. í myndinni biður hann Shirley MacLaine að giftast sér við útför mannsins hennar. Leik- stjóri er Beebab Kidron en með önnur hlutverk fara Jessica Tandy og Kathy Bates, vinkonumar úr Steiktum grænum tómötum. Handritshöf- undur er leikritaskáldið Todd Graff en hann skrif- aði handritið að banda- rísku útgáfunni af hol- lensku. myndinni Hvarfið eða „The Vanishing". ■ Hún er orðin sjaldséð á hvíta tjaldinu en Charl- otte Rampling leikur nú myndinni Tími er pening- ar eftir Paolo Barzman. Mótleikarar hennar eru m.a. Max von Sydow og Martin Landau. Ofbeldi; Keitel í mynd- inni„Reservoir Dogs“. Nokkrar út- lagamyndir Ein af þeim rnyndurn sem vakið hafa hvað mesta athygli í Banda- ríkjunum á vetrarmán- uðum er „Reservoir Dogs“ með Harvey Keit- el. Hér er á ferðinni sér- staklega ofbeldisfull glæpamynd í leikstjórn Quintins Tarantinos um undirheimafénað og út- laga á ystu nöf. Hún er ein af mörgum útlagamyndum sem frumsýndar hafa verið um svipað leyti vestra. Aðrar eru„Swoon“ eftir Tom Kalin, „My New Gun“ eft- ir Stacy Cochran, „Bad Lieutenant" eftir Abel Ferrara og „Simple Men“ eftir Hal Hartley. Flestar eru þessar myndir eftir nýja og upprennandi leik- stjóra, hörkutól sem finna viðfangsefni í ofbeldi og glæpum. „Reservoir Dogs“ segir frá hópi glæpamanna sem Keitel, Tim Roth, Steve Buscemi, Christopher Penn og fleiri leika, er ræna búðir, drepa og pynta en pæla þess á milli í lögum Madonnu og reyna að rifja upp aðalleikarana í löngu gleymdum sjón- varpsþáttum. Þess má geta að Régn- boginn hyggst sýna mynd- ina í janúar ef áætlanir standast. MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1992 Skaði Malles "^KVIKMYNDII^ /Hver veröurþróunin? IBIO Þegar Háskóiabió héit franska kvikmyndaviku fyrir nokkru komst ein myndin ekki til landsins í tæka tíð. Hún er nú komin og Hreyfimyndafélagið sýndi hana í Háskólabíói sl. miðvikudag og sýnir hana aftur á morgun, mánudag. Myndin er frá árinu 1990 og heitir Van Gogh og fjallar um síðustu mán- uðin'a í lífi málarans fræga þegar hann bjó í Auvers sur Oise. Það er hinn um- deildi leiksljóri Maurice Pialat sem leikstýrir myndinni og fylgir sög- unni að hún hafi valdið Qaðrafoki í Frakklandi. Aðdáendur leikstjórans, sem púaður var niður þeg- ar hann tók á móti Gullpál- manum i Cannes fyrir nokkrum árum, hafa kall- að myndina snilldarverk en þeir sem heiðra minn- ingu málarans tala um helgispjöll. Þetta eru síðustu sýn- ingar Hreyfimyndafélags- ins fyrir jól. Aðbúa tilbw ÍSLENSKA gamanmyndin Stuttur Frakki verður frumsýnd um mánaðamótin febrúar/mars á næsta ári I Sambíóunum ef áætlanir standast, að sögn Bjarna Þórs ÞórhaUssonar, annars framleiðanda myndarinnar. Hún er nú i hljóðvinnslu hjá Kjartani Kjartanssyni. Myndin, sem er í fullri lengd ef einhver skyldi vera í vafa, segir frá smávöxnum Fransmanni sem kemur upp til Islands i leit að frambærilegum hljómsveitum með útgáfu í huga. Með aðalhlutverkin fara Hjálmar Hjálmarsson, Elva Ósk Ólafs- dóttir og Frakkinn Jean Philippe Labadie. stuttur eftir Arnald Indriðason Það voru framleiðendur Stutts Frakka, Bjami Þór og Kristinn Þórðarson, er lært hefur kvikmynda- framleiðslu, sem hrintu myndinni af stað. Hún kostar á bilinu 20 til 30 millj- ónir og er gerð án styrkja. Þeir stofn- uðu fyrirtækið Art Film og höfðu mjög ákveðnar hug- myndir. „Það varð að upp- fylla nokkur skilyrði áður en við fórum af stað. Annars hefði engin mynd orðið til,“ segir Bjami Þór. Eitt af þeim var að myndin yrði sýnd í Sambíóunum, ákveðnir leik- arar urðu að fást til að ieika eins og Spaugstofumenn og Eggert Þorleifsson, allt starfsfólk yrði að vera sam- vinnuþýtt uppá eftiráborg- íjfuU/U UtUfd Löng mynd um stuttan Frakka; Elva Ósk, Iljálmar Hjálmarsson og Jean Philippe Labadie. anir og fleira í þessum dúr. „Það var ekki fyrr en þetta var komið á hreint að við fóram af stað,“ segir Bjami. Þeir fengu Gísla Snæ Erl- ingsson leikstjóra í samstarf og hann kom með Friðrik Erlingsson handritshöfund inní myndina. Hugmyndin var alltaf að gera gaman- mynd með skemmtilegri tón- list og eftir mikil fundahöld þar sem rætt var um hvemig myndin ætti að vera byijaði Friðrik á handritinu. Gísli Snær hélt áfram kvikmynda- námi í Frakklandi þangað sem Friðrik og Kristinn fóru; Friðrik skrifaði á daginn og svo var farið yfir handritið á kvöldin. „Myndin er íjármögnuð með eigin fé og lánum og flár- hagsáætlunin stóðst uppá krónu,“ segir Bjami Þór. Hann segir að þeir hafi fund- ið fyrir miklum velvilja fyrir- tækja úti í bæ, sem hjálpuðu þeim mikið. Nefiiir hann sér- staklega Frost Film í því sam- bandi.„Fólk er farið að sýna nýjum kvikmyndagerðar- mönnum mikinn áhuga og reyndari kvikmyndagerðar- menn voru mjög tilbúnir að hjálpa okkur; þeir virða það sem ungir kvikmyndamenn eru að fást við.“ Upptökur stóðu í fimm vikur í byijun sumars. Mynd- in er 96 mínútna löng en þar af eru tónlistaratriði uppá 16 mínútur svo minna hefur farið fyrir tónlistinni en í byijun var áætlað; fmmhug- myndin var að gera hreina tónlistarmynd, síðan átti helmingurinn að vera af tón- leikunum sem haldnir voru í tengslum við myndina í Laugardalshöll sl. sumar, nú eru þeir */6 af myndinni. „Tónlistin á mjög vel heima í atburðarásinni," segir Bjami Þór. En hvemig sér Bjami kvikmyndagerðina þróast nú þegar fleiri, yngri og styrkja- lausir aðilar eru teknir til við að búa til bíó?„Þetta er auð- vitað meiriháttar jákvæð þróun en ég er mjög hrædd- ur um að það verði allt fullt af mönnum sem gera ódýrar myndir sem metta markað- inn. Það þarf að fara varlega í sakimar og ég held að vel- vildin í garð okkar yngri kvikmyndagerðarmanna sé ekki endalaus. Það er hættu- legt að ana út í þetta. Mynd- ir okkar höfða fyrst og fremst ti! yngra fólksins og það er ákveðið traust að myndast aftur á milli áhorf- enda og myndanna en flopp- in era til staðar og við eigum að læra af þeim.“ Bjarni Þór segir að marg- ar hugmyndir séu í gangi um áframhaldandi kvik- myndagerð. „Hver veit hvað gerist næsta sumar?“ sagði hann dularfullur. Sýnd á næstunni; Sciorra og LaPaglia í „Whispers in the Dark.“ 22.000 SÉÐ HÁSKALEIKI Alls hafa nú um 22.000 manns séð spennumyndina Háskaleiki í Háskóiabíói með Harrison Ford í aðal- hlutverki. Þá hafa 14.500 manns séð íslensku myndina Svo á jörðu sem á himni eftir Krístínu Jóhannesdóttur, en myndin hefur einnig verið sýnd úti á landi, 10.000 hafa séð gamanmyndina „Boo- merang" með Eddie Murphy, en af öðram myndum má nefna að 2.000 hafa séð Otto Fríslending og um eitt þús- und manns jassmyndina „Dingo" og kínversku mynd- ina Forboðna ást. Þegar hefur verið minnst á jólamyndir Háskólabíós hér, en fyrstu myndir á nýju ári era m.a. ástralska dans- myndin „Strictly Ballroom", spennumyndin „Sneakers" með Robert Redford og Sidn- ey Poitier, „Wispers in the Dark“ með Annabella Sci- orra og Anthony LaPaglia og danska myndin „Den store badedag" eða Baðdag- urinn mikli, í leikstjóm Stell- ans Olsons. í febrúar er svo væntaleg- ur spennutryllirinn Jennifer áttunda („Jennifer Eight“) með Andy Garcia, sem eltist við fjöldamorðingja. Eldheitar ástir; Binoche og Irons í „Damage". Nýjasta mynd franska leikstjórans Louis Malle („Au revoir les enfants") heitir „Damage", sem kannski má þýða Skaði, og er með breska leikar- anum Jeremy Irons í aðal- hlutverki. Aðrir leikarar eru Juliette Binoche, Leslie Caron, Rupert Gra- ves og Miranda Richard- son. Myndiner byggð á sögu Josephine Hart og fjallar um borgaralega fjöl- skyldu í Bretlandi sem sundrast þegar hin gullfal- lega Binoche kemur inn í líf þeirra í líki verðandi eigin- konu sonarins á heimilinu. Þegar sonurinn tilkynnir að þau ætli að kvænast kemur fát á föðurinn, sem haldið hefur framhjá með ungu stúlkunni og er ákaflega ástfanginn af henni. Sagan er öll sögð frá sjónarhóli persónu Irons, föðurins, sem er þingmaður fyrir íhaldsflokkinn. Bók Hart var í ellefu vikur á metsölulista „The New York Times“ en Malle tryggði sér réttinn á henni á meðan hún var enn í prentun. Hann sendi Irons eintak og sá varð frá sér numinn. Hann líkir þáttum í myndinni við Síðasta Tangó í París og Níu og hálfa viku og tekur fram að hann hafi lengi langað til að vinna með Malle, sem hann segir að sé „afar næmur leikstjóri“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.