Morgunblaðið - 13.12.1992, Side 26

Morgunblaðið - 13.12.1992, Side 26
_ið FOLK I ftaaaa .bj h^jdaqummu Byddan I spennitreyju greiðslukorta eftir Kristínu Marju Baldursdóttur Arið 1985 var gífurlega merkilegt í sögu íslensku þjóð- arinnar þótt hún hafi varla tek- ið eftir þvi. Þá urðu allir Islend- ingar moldríkir. Fylltu inn- kaupakörfur af nautalundum og konfekti og drógu síðan upp plastkort, sallarólegir og svip- brigðalausir og réttu kassa- stúlkunni, sem náði ekki andan- um sökum lotningar á þessum nýja greiðslumáta. Bærinn fylltist af mönnum í Boss- jakkafötum og konum með Cartier-ilmvötn sem fóru til útlanda oft á ári. Það þurfti nefnilega ekkert að borga þetta, ekki strax a.m.k. Innreið greiðslukorta á íslandi var hafin. Fólk sem vart mátti mæla fyrir stressi því það átti ekki fyrir mjólk og fatahreinsun varð nú skyndi- lega rólegt og gat leyft sér að draga seiminn og klóra sér á háls- inum þegar maður talaði við það. Yfirvegun fólks sem átti svona kort fór ekki framhjá nokkrum hvítum manni. í heimahúsum hafði mér verið kennt að menn þyrftu að borga fyrir alla hluti sem þeir keyptu og ef það væri ekki gert, væru þeir skuldugir. Af Þjóðveijum lærði ég þá einföldu speki, að ef menn ætluðu sér að eignast fagra muni og nýtilega yrðu þeir bitte schön að safna fyrir þeim. Svona hundleiðinlegur heila- þvottur á unglingsárum er ákaf- lega lífsseigur, en fólk var bara svo sannfærandi í framan þegar það fullvissaði mig um að þeir sem notuðu ekki greiðslukort kæmu annað hvort mjög neðarlega úr lágstétt eða nytu ekki trausts hjá bönkunum, svo ég skellti mér inn í banka og fékk mér kort eins og allir nýríku landamir. Þetta var í byijun september og fór ég í fyrstu mjög varlega með kortið mitt, hafði það svona upp á punt. En svo kom að því að kaupa þurfti skólafatnað á bömin eins og ævinlega, og ég sem hafði ætíð saumað hluta af þessum fatnaði sjálf, lét nú bara kortið vaða inn í verslanimar og horfði varla á verðmiðana. Ein- hvem veginn fannst mér sem ég og mínar dætur ættum þetta skil- ið eftir margra ára spamað. Smám saman færðist kortið úr fataverslunum yfír í matvöm- verslanir. Það var einmitt á þess- um tíma sem ég og mínar dætur urðum leiðar á hafragraut og helltum okkur út í kókópuffs, hringi og þess háttar góðgæti. Auraráð mín höfðu greinilega vaxið, þótt það væri dularfullt að helmingur launanna í desember fór í að greiða kortareikninginn. En nú var jólavertíðin að hefj- ast og öllum bakþönkum vísað á bug. Eg var rosalega rík þennan mánuð og enn vitna innanstokks- munir og ýmis djásn um þessa gullöld íslensku húsmóðurinnar. Árið 1986 varekki síður merki- legt í sögu þjóðarinnar. Þá fjölg- aði fátæklingum um helming á landinu, einkum um mánaðamótin janúar/febrúar, og var ég í þeirra hópi. Þegar ég sá reikninginn frá kortafyrirtækinu og bar hann saman við launaseðilinn varð mér ljóst að ég var gjaldþrota. í tvo sólarhringa sat ég að mestu leyti við eldhúsgluggann og starði út í svartnættið. Bank- inn og kortafyrirtækið áttu mig með húð og hári, það var ljóst. Og ef ég ætlaði að gefa fjölskyld- unni að borða yrði ég að nota kortið áfram. Þar sem ég sat þama eins og hrúgald, ómáluð og mannýg, kom elsta dóttirin sem þá var „á gelgjunni" og skildi engan veginn rót vand- ans en hafði ætíð lausnir á færibandi og sagði stutt og kalt: Klipptu kortið. Og það gerði ég. í raun losn- aði ég úr spennitreyju greiðslu- korta á þessum degi. Eg man ekki lengur hvar ég fékk lítið lán til að eiga fyriii, salti í grautinn, þetta voru myrkustu dagar lífs míns og því mest- megnis í móðu. Allt var skorið niður, matur, föt, skemmtanir og gotterí, gijónagrautur og slátur í alla mata og maður þorði varla að borða svo hinir fengju nóg. Heimilismenn horfðu kuldalega á mig næstum daglega. En þetta hafðist. Næsta mánuð fékk ég launin mín, borgaði af láninu og var fjallhress á útmán- uðum. Eftir þetta hef ég aldrei notað greiðslukort og aldrei borg- að heimilishaldið eftir á. Oftast er lítið eftir af kaupinu mínu í lok mánaðar, en þó hefur það í tví- gang komið fyrir á þessu ári að þúsundkall hafi brosað til mín úr buddunni þann þrítugasta. Það er yfirburðasigur að mínu mati. I skýrslu frá Seðlabankanum hefur komið fram, að skuldabyrði heimila hafí tvöfaldast frá árinu 1984 og frá árinu 1990 hafa skuldir heimila aukist um 15 millj- arða. Á sama tíma hafa skuldir fyrirtækja aukist um 1% miðað við landsframleiðslu. Skyldi vera að tengsl séu á milli notkunar greiðslukorta og óhóflegrar einkaneyslu íslendinga? Það þykir nokkuð merkilegt, að um leið og þýskir bankar hvetja menn til að safna og spara, og forðast gréiðslukortaviðskipti, hvetja íslenskir bankar almenning til að nota greiðslukort. Að sjálf- sögðu hvetja þeir einnig menn til að spara, en hvemig á fólk að geta gert báða hluti í einu? Greiðslukort eru orðin baggi á mörgum heimilum og oft fara launin eingöngu í að borga korta- reikninginn. Fólk sem hefur byij- að nýtt líf án greiðslukorta hefur sagt mér að það hafí unnið að breytingunum markvisst, þrép af þrepi. Stundum fengið lítil lán í byrjun fyrir lífsnauðsynjum, og síðan hert ólina og látið sig vanta hlutina þrátt fyrir þrýsting og gagnrýni heimilismanna. Nú er stefnt að útgáfu debet- korta í mars á næsta ári. Ætla má að það geti dregið úr notkun krítarkorta og aukið staðgreiðslu- viðskipti, sem yrði mjög til bóta. Enn kemur það fyrir að nokkr- ir mjólkurpottar eru borgaðir með krítarkorti, en það þykir víst ekki ffnt lengur, am.k. eru kassadöm- umar ekkert uppveðraðar. DESEMBER 1992 QIGAumMDDtlOM BRIDS Sigurvegarar á lágu verði Hjördís Eyþórsdóttir bridsspil- ari kom, sá og sigraði á Kaup- hallarmóti BSÍ um síðustu helgi, ásamt spilafélaga sínum, Ásmundi Pálssyni. Hjördís var eina konan sem tók þátt í mótinu og virtust fáir gera ráð fyrir sigri hennar og Ásmundar, því þau voru „keypt“ á 40.000 sem er undir meðallagi. Boðið er í spilarana á mótinu og „seldist" sigurstranglegasta parið á 140.000 kr. Meðal keppenda voru heims- og norðurlandameist- arar í brids, svo árangurinn er vissulega glæsilegur. „Kaupandi“ Hjördísar og Ásmunds hafði dág- ott upp úr krafsinu, um 300.000 kr. Hjördís hefur keppt í brids í fímm ár og segist forfallinn spil- ari í þessari íþrótt karlmanna, eins og hún kallar hana. Hjördís er margfaldur íslandmeistari kvenna í brids áður og var einnig fyrsta konan til að vinna opið stórmót hér á landi, á Hallormsstað 1989. Þá er hún núverandi Islandsmeist- ari í parakeppni. Velgengni hennar Morgunblaðið/Sverrir Hjördís Eyþórsdóttir spilaði brids í Bandaríkjunum i allt sumar og uppskar sigur á Kauphallarmótinu um síðustu helgi. ) IÝÁRSKVÖLD I SULNASALI í takt við tím aVn n . V ■’< ' ' . v ‘ V Við fögnum nýju ár í Súlnasal Hótels Sögu á ógleymanlegan hátt. MATSEÐILL: Laxa- og humarvefja í jurtahjúpi. Hreindýrahnappar "Comme aane les anné es 60 " Kalt hinaberjasoufflé og súkkulaðisegl. VEISLUSTJ ÓRI: Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri færir gleði og andagift í búning. Mörður Árnason málfræðingur flytur hátíðarræðu. Sktmmtisveitin Spaðar undir stjórn Guðmundar Andra Thorssonar. Halldór Gunnarsson, Þokkabótarmaður stjórnar söng. DANS: Stórsveitin POPS / hin eina og sanna! Miðaverð: 4. 800,- Miðasala í söludeild. -lofar góðu! V / HAGATORG SÍMI 29900 nú, má rekja til dvalar hennar í Bandaríkjunum í sumar. Þar var hún í 3 mánuði hjá vinkonu sinni, sem er tvöfaldur heimsmeistari í brids, Karen McCallum. Þær spil- uðu saman á mótum víðs vegar um Bandaríkin, t.d. á svæðamót- um í New York og Iowa, og voru spilafélagamir ekki af verri endan- um, flestir heimsmeistarar í fag- inu. Árangurinn var góður, þær unnu mótið í New York og urðu í öðru sæti í annarri keppni, sem 170 sveitir tóku þátt í. „Ásmundur spilafélagi minn á þó ekki minnst- an þátt í þessari velgengni. Hann hefur verið fremstu röð í brids hérlendis í 30 ár.“ Hjördís hlaut því dágóða þjálfun og hefur ekki slegið slöku við síð- an hún kom heim, frá byrjun októ- ber hefur hún aðeins sleppt úr einni helgi í spilamennskunni. „Ég var atvinnulaus og fór gagngert út til að spila, nota tímann. Gífur- lega ástundun þarf til að verða góður bridsspilari og það er, held ég, ein aðalástæða þess að konur eru í minnihluta. Þær gefa sér ekki tíma til að spila að ráði.“ Það hefur Hjördís hins vegar gert, hún lifir og hrærist í brids. „Sé ég ekki að spila, er ég að lesa mér til um brids. Önnur áhugamál vilja því falla í skuggann.“ Hjördís er einstæð móðir og er sonur henn- ar hjá föður sínum á vetuma, sem er aðalkeppnistíminn í spila- mennskunni. Og sonurinn hefur smitast af áhuganum, því móðir hans hefur lofað að kenna honum brids á næsta ári en þá verður hann 10 ára. SKAGASTROND Utvarp Kántrýbær hefur útsendingu Skagaströnd. Enn einu sinni kemur Hallbjöm „kántrýkóngur" Hjartarson mönnum á óvart með uppátækjum sínum og óbilandi bjartsýni. í þetta sinn gerir hann það með því að opna sína eigin útvarpsstöð. Hann opnaði Útvarp Kántrýbæ formlega með stuttu ávarpi á slaginu 17 laugardaginn 14. nóvember. Út- varpið verður tónlistarútvarp þar sem eingöngu verður send út sveitatónlist og mun stöðin senda út Jnjá daga í viku. » I stuttu spjalli við Morgunblaðið sagðf' Hallbjörn að þetta væri fyrsta sérhæfða útvarpsstöðin á landinu þar sem eingöngu yrði send út ein tegund tónlistar. „Ég ætla að senda út föstudaga, laug- ardaga og sunnudaga frá klukkan 18 til 2. Senditíðni stöðvarinnar er FM 100,7 og nást sendingar stöðvarinnar um Húnavatnssýslu og hluta Strandasýslu. Svo voru strákarnir á togaranum Örvari að hringja í mig áðan og sögðust heyra glymjandi vel í okkur 40 mílur úti í hafi.“ Hallbjöm sagðist ætla að reyna að reka stöðina með auglýsingatekjum og þó kannski fyrst og fremst á bjartsýninni. Einnig sagði hann að vel kæirti til greina að leigja út útsendingar- tíma til þeirra sem eitthvað vildu segja við samborgarana, t.d. væri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.