Morgunblaðið - 13.12.1992, Síða 27
Dreymir hana um
„hvít jól!?
Ni.97
Nr 93
Nr. 90
Maxi skópskópomir gefa henni þaö sem
hún óskar sér. Meira rými. Með breyti-
legum hillum geyma þeir jafnt stígvél
sem .hóhæla skó. Því ekki þessi jól,
fyrir hana. Maxi skóskóp í svefnher-
bergið eða forstofuna. Þýsk gæðavara.
Litir hvítt, svart .og eik.
Nýborg;
Skútuvogur 4, sími 812470.
OPIÐ í DAG
FRÁKL. 13-17 í
MIÐBÆIMUM
Fullur bær af fallegum vörum, fólki og
skemmtikröftum.
Kveikt á jólatrénu á Austurvelli.
Kynnið ykkur Söguleikinn ífyrirtækjum í
miðbænum.
Gjafirnar eru til sýnis í Geysisglugganum og
dregið verður 20. desember.
Frekari fréttir um miðbæinn á Aðalstöðinni
90.9 í dag kl. 11 og 16.
{/er-id t b&m
MIÐBÆJARFÉLAGIÐ
BiibmSiiFaiurtn
Vesturgötu 3
FOKUSHF.
Lækjargötu 6B 101 Reykjavik Simi 15555 Fax 28250
SÖGUFÉLAG
FRÍÐA FRÆNKA
'r/^ANTiaUE^^
Vesturgötu 5
1902
Fischersundi
keramik — studio — gallerí
Vcsturgata 5 K
~~ ______l’
MORGUNBLAÐIÐ
FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1992
Hentug jólagjöf
Full búð af
nýjum vörum
Verslunin
Conný
Eiðistorgi 11,2. hæð
Morgunblaðið/Sverrir
Sölufólk Flugleiða sem flytur nú úr Lækjargötu, talið ofan frá f.v.
Linda, Sveinn, Boga, Lára, Sigríður, Silla, Kristín, Helga, Sólveig,
Rúna, Helga og Birgir.
UMSKIPTI
Samofinn sögn
söludeildarinnar
Söluskrifstofa Flugleiða í Lækjar-
götu flytur um þessa helgi og
tekur sér bólfestu í gamla húsnæði
Vegamótaútibús Landsbankans á
Laugavegi 7. Þar með lýkur 30 ára
sögu, en einn er sá maður sem samof-
inn er henni frá upphafi, Birgir Ólafs-
son deildarstjóri.
Segja má að Birgir hafi tekið við
af föður sínum í húsnæðinu í Lækjar-
götu. Faðir hans var sýningarstjóri
í gamla Nýja bíó, frá árinu 1919 ti
ársins 1965 og Birgir var bæði sendill
og sætavísa hjá föður sínum frá ár-
inu 1945. Birgir hóf störf hjá Flugfé-
lagi íslands árið 1956, sem þá hafði
aðsetur í Lækjargötu 4, húsi sem
flutt var með tilþrifum á Árbæjar-
safn fyrir nokkrum árum. Flugfélag-
ið flutti starfsemi sína í húsnæðið
sem nú er verið að kveðja fyrir rétt-
um 30 árum.
„Að vísu flytjum við ekki langt,
en eftir allan þennan tíma er þetta
vissulega breyting," segir Birgir.
Hann segir að hið nýja húsnæði sé
hentugra, en auk þeirra úr Lækjar-
götunni muni hafa þar aðsetur hluti
tölvudeildarinnar. Þá verður snyrti-
aðstaða og kaffistofa í kjallara.
Flutningurinn er ekki liður í sam-
drætti, allir starfsmenn Lækjargötu
flytja sig um set og hreiðra um sig
í gamla bankaplássinu.
Birgir hefur haldið sig að mestu
á jörðu niðri þann tíma sem hann
hefur starfað hjá Flugfélagi íslands
og síðar Flugleiðum. í sumarfríum
sínum tekur hann gönguferðir innan-
lands fram yfir flugferðir, sem hann
segist fá nóg af í vinnu sinni, en
eins og nærri má geta, þarf deildar-
stjóri hjá flugfélagi oft að stíga upp
í flugvél.
LONDON
Thor
heiðraður
Dagskrá tileinkuð Thor Vilhjálms-
syni var flutt í London Museum
á fullveldisdaginn 1. desember. Með-
al þeirra sem fram komu, auk skálds-
ins, voru Guðrún Nordal lektor og
Sigurður Pálsson, sem fluttu erindi,
íslenski kórinn í London, Jasssveit
Guðmundar Steingrímssonar og Þóra
Einarsdóttir, en hún flutti lög eftir
Hjálmar H. Ragnarsson, tileinkuð
Thor. Söngkonan Andrea Gylfadóttir
söng nýja útsetningu vögguljóðsins
Sofðu unga ástin mín í enskri þýð-
ingu Helga Ágústssonar sendiherra.
Þá fluttu leikarar úr Konunglega
Shakespeareleikhúsinu kafla úr bók
Thors, Grámosinn glóir og sýnd var
kvikmynd þar sem verk Thors voru
myndskreytt og hljóðsett af Erni
Þorsteinssyndi og Áskatli Mássyni.
Norrænni menningardagskrá í
London lýkur í dag, sunnudag. Með-
al þess sem boðið hefur verið upp á
síðustu daga, eru tónleikar Blásarak-
vintetts Reykjavíkur, Péturs Jónas-
sonar, KK og Mezzoforte, verk Þor-
kels Sigurbjömssonar og Karólínu
Eiríksdóttur hafa verið flutt, 16 ís-
lenskir myndlistamenn hafa sýnt
verk sín og 16 íslenskar kvikmyndir
sýndar.,
Thor Vilhjálmsson rit-
höfundur á spjalli við
einn gestanna á dagskrá
sem haldin var til heiðurs
honum. Á milli þeirra
stendur Helgi Ágústsson
sendiherra.
Þóra Einarsdóttir óperusöngkona flutti
þrjú lög eftir Hjálmar H. Ragnarsson,
sem hann tileinkaði Thor.
s?eita-
tónlistin
er send út
hægt að senda út beint frá hrepps-
nefndarfundum og öðrum slíkum
samkomum.
Útvarp Kántrýbær er uppi á
lofti í Kántrýbæ en þar rekur
Hallbjörn veitingasölu sem kunn-
ugt er. Það er nýstofnað hlutafé-
lag, Villta vestrið Skagaströnd
hf., sem rekur stöðina en Hallbjörn
verður eini starfsmaður félagsins
til að byrja með.
-Ó.B.
Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson
Hallbjörn Hjartarson býður fólki að gjora svo vel.
V^terkurog
hagkvæmur
auglýsingamiðill!