Morgunblaðið - 13.12.1992, Qupperneq 32
32 B
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1992
Mundu: Smá fitulag neðan á
diskinum svo hann geti sýnt
sig og sannað fyrir döm-
unni...
Ást er...
5-12-
... á fótstalli
listagyðjunnar.
TM Reg. U.S Pat Otl.—all (IgMs reserved
* 1992 Los Angoles Times Syndicale
ýÆt-16'
Það verður að vera tengill
í herberginu ef ég á að taka
það á leigu ...
HÖGNI HREKKVÍSI
LVkTIN AF nVJOM SkOLABÓkOAI VEL.DOR
HONOM VELG JO."
BRÉF Tll. BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
„Skúlagötufiskifræði“
Frá Krístni Péturssyni:
VEGNA athugasemda Kristjáns Þór-
arinssonar, stofnvistfræðings hjá
LÍÚ, í Morgunblaðinu 4.des. sl. út
af grein minni í blaðinu 3. des. sl.
vil ég taka fram og árétta eftirfar-
andi:
1. Myndir sem fylgdu grein minni
fékk ég hjá áhugasömum útgerðar-
manni og Kristján dreifði á fundi hjá
Útvegsmannafélagi Austurlands.
Myndir þessar voru ekkert merktar
neinum og nýtti ég þær til að sýna
fram á vanþrif þorskstofnsins í Bar-
entshafi á árunum 1985—1988. í
einfeldni minni hélt ég myndimar
ættaðar frá Norsku Hafró. Úppsetn-
ing Kristjáns ágæt og á hann þakkir
skildar fyrir glögga uppsetningu.
Myndimar skýra sig ágætlega sjálfar
og skil ég ekki hvaða „fyrirvara"
þarf að viðhafa við staðreyndaskoðun
á alþjóðlegum gögnum, ef gögnin á
annað borð teljast nothæf, en ég tel
þau nothæf.
2. Meint „misnotkun" mín á mynd-
unum þykir mér óskiljanleg og hlýtur
öll umræða um þetta mikilvæga
málefni, — þrif fiskistofna — að vera
af hinu góða, - í þágu allrar þjóðar-
innar. Þrif fiskistofna er ekkert
einkamál „lærðra“ manna og ég mun
áfram nota mína eigin dómgreind
sem guð gaf mér í vöggugjöf til sjálf-
stæðrar skoðanamyndunar á þeim
gögnum sem ég kemst yfir um þetta
mikilvæga mál. Þrífíst nytjafíski-
stofnar ekki vel er tæplega um „of-
veiði“ að ræða, en líklegri ástæða
fæðuskortur, — eða hvað?
3. Athugasemd Kristjáns um að ég
viðhafi hálfsannleika vísa ég bug,
en ég bendi Kristjáni Þórarinssyni á
að lesa grein í DV frá 1. des. sí. um
frétt úr „Fiskaren" vegna ráðstefnu
sem var haldin í Bodö í Noregi nýver-
ið um þessi málefni. í DV-greininni
kemur fram, — haft eftir Odd Nak-
ken, forstjóra Norsku Hafró, varð-
andi sveiflur í stærð fískistofna, —
að hann sló því föstu að við ættum
mikið ólært í þessum efnum. Þessi
ummæli Odd Nakken fínnst mér vís-
indaleg og til fyrirmyndar að segja
satt — að jafnvel þeir viti ekki nóg
um þessi málefni og eigi margt ólært
... Ennfremur kemur fram í greininni
að Prófessor Oistod telur að veiðar
hafi ekki afgerandi áhrif á stofn-
stærð. Ég bendi Kristjáni á að kynna
sér þessi mjög svo áhugaverðu sjón-
armið og vona svo að umræðan fari
að opnast um þessi málefni en ekki
sé sífellt reynt að gera þá tortryggi-
lega sem þora að hafa aðrar skoðan-
ir en „Skúlagötufískifræði". Engar
vísindalegar sannanir liggja fyrir um
að „Skúlagötufískifræðin" sem ligg-
ur til grundvallar núverandi físk-
veiðistjómun séu „sannleikur". Samt
er keyrt með ofstæki eftir þessari
stefnu og stjórnunarofbeldið og mis-
réttið vex sífellt og er bein afleiðing
af ofbeldiskerfi ósannaðra kenninga!
Margar íslenskar fjölskyldur hafa
þegar orðið, — og fleiri munu verða
— gjaldþrota eða lenda á vergangi
allt vegna framkvæmda á þessum
ósönnuðu kenningum, sem ég dreg
í efa að séu réttar, og hef reynt að
rökstyðja með margvíslegum hætti í
Mbl. og víðar. Ég vissi frá upphafí
að það yrði á brattan að sækja í
gagnrýni á þessi málefni, en verð
að harma það að frá skrifstofu hags-
munasamtaka útgerðarmanna skuli
ekki berast eitthvað bitastæðara inn
i umræðuna en athugasemdir um
„eignarrétt" á gögnum sem eru al-
þjóðleg að uppruna.
4. Þeir sem trúa á „Skúlagötufíski-
fræðina“ verða að leggja fram sann-
anir fyrir því að hún sé rétt. Mjög
margt bendir til þess, að mínu mati,
- að þetta sé allt ein della frá upp-
hafí þótt markmiðin séu fögur. Mál-
efni þetta þyrfti í reynd að fara fyr-
ir einhvers konar dóm. Sífelldur
hræðsluáróður um „ofveiði" gengur
ekki uppi. Hræðsluáróður er ekki
röksemdir. Alþingi íslendinga hefur
— í góðri trú á þessar kenningar sem
ég kalla dellu, — framselt til- sjávar-
útvegsráðherra ótakmarkað umboð
til þess að gefa út reglugerðir þar
sem íslenskir veiðimenn, fískverk-
endur og almenningur verða að sitja
og standa (og sumir dauðir liggja)
eftir geðþótta og reglugerðargleði
ráðherra nánast í það óendanlega.
Hvorugt stenst að mínu mati stjórn-
arskrá lýðveldisins og samræmist
tæplega stjómskipun landins, — að
takmarka atvinnufrelsi borgaranna
án þess að sannanir liggi fyrir um
nauðsyn takmörkunar, — og hinsveg-
ar að Alþingi framselji umboð til
reglugerðarútgáfu á hendur einum
ráðherra til víðtækrar og ótakmark-
aðrar skerðingar á atvinnufrelsi
þeirra sem starfa við fískveiðar, físk-
vinnslu og tengdar atvinnugreinar.
Mikilvægasta atvinnugrein lands-
manna er að verða eitt ægistórt dag-
heimili stjórnað frá Skúlagötu 4!
Kristján Þórarinsson og aðrir ráð-
gjafar, — sem allir vilja eflaust gera
sitt besta — og dreg ég það alls ekki
í efa, verða að skilja það að afleiðing-
amar af því sem ég kýs að nefna
„Skúlagötufískifræði“ eru að verða
geigvænlegar. Um þetta verður að
fjalla efnislega. Leggja verður fram
sannanir eða a.m.k. sterkar líkur
fyrir því að takmörkun atvinnufrelsis
sé réttlætanleg. Þessar sannanir
vantar og mjög margt bendir til þess,
að mínu mati að tilgátur um að
hægt sé að „byggja upp“ botnlæga
fiskistofna með mikilli friðun og gera
okkur öll ríkari sé bara fallegur
draumur sem er að breytast í mar-
tröð gjaldþrota og fátæktar, aðallega
að því er virðist vegna fæðuskorts
og aukins sjálfsáts nytjastofna. Ég
biðst undan því að þurfa að lesa
meiri hræðsluáróður um að svo
„hættulegt“ sé að fara ekki eftir
„Skúlagötufískifræðinni" — að það
verði að fára eftir henni af þeirri
ástæðu einni! Það er kominn tími til
þess að fjalla opinskátt um mál þetta,
þótt fyrr hefði verið.
KRISTINN PÉTURSSON
Brekkustíg 4, Bakkafirði.
Víkveiji skrifar
*
Iáratugi máttu íslendingar drekka
allar tegundir áfengis nema þá
sem minnst alkóhólmagn hafði,
bjórinn. Allt var þetta með öðrum
hætti á fyrstu öldum íslands byggð-
ar. Þá var ölið, bjórinn, mjöðurinn
eini drykkurinn, sem landsmenn
kunnu að gera. í nýlegu hefti
Skjaldar, tímarits um menningar-
mál, sem, Páll Skúlason ritstýrir,
segir:
„Mjöður og bjór mun hafa verið
bruggaður frá alda öðli innan Norð-
urlandanna, en vín var aftur á
móti flutt inn. Víkingar höfðu
kynnst víni í Bretlandseyjum og
Suður-Evrópu og tóku það fram
yfir alla aðra drykki. Vínþorsti
þeirra var alkunnur og alræmdur.
Ránsferðir þeirra í Rínardal, á
Signubökkum og í Lothringen voru
kannski fyrst og fremst til þess að
ná í vín.“
xxx
Höfundur vitnar til forns skáld-
skapar, Alvíssmála:
„Ö1 heitir með mönnum,
en með ásum bjór
kalla veig vanir,
hreinalög jötnar,
en í helju mjöð,
kalla sumbl Suttungs synir.“
Ennfremur til Hugsvinnsmála:
„111 er ofdrykkja,
fer hún eigi ein saman ,
fylgir henni margt til meins:
öfund og þrætur,
óstillt lostasemi,
sótt og syndafjöld"!
Sá forni skáldskapur, sem hér
er vitnað til, gæti allt eins verið
spegilmynd líðandi stundar. Það eru
því bæði fom hyggindi og ný að
glugga með hófsemd í glös hverrar
stundar. Ö1 má til vinar drekka inn-
an skynsemismarka. '
xxx
Fjórtán stofnanir sjá um áfengis-
og vímuefnameðferð hér
landi: Ríkisspítalar, Unglingaheim-
ili ríkisins, SÁÁ, Fangahjálpin
Vernd, Samhjálp, Bláa bandið,
Skjöldur, SÁÁ á Norðurlandi, Fé-
lagið Risið, Félagið Takmarkið,
Félagið þrepið, Félagið Dyngjan,
Félagið Krossinn og Krísuvíkur-
samtökin.
Flestir þessir aðilar hafa haft
æmum verkefnum að sinna. Vík-
verji getur hins vegar og út af fyr-
ir sig tekið undir með aðhalds- og
sparnaðarsinnum í heilbrigðis- og
fjármálaráðuneytum að gjarna
megi samhæfa og samræma hjálp-
arstarfið betur en gert hefur verið,
þann veg, að fjármagn nýtist bet-
ur. En það er eins með aðhaldið
og sparnaðinn og flest annað í
mannanna ákvörðunum og aðgerð-
um að betur vinnur vit en strít .
Og það væri fljótræði, að mati Vík-
veija, og reyndar slæm mistök, að
loka jafn nauðsynlegri stofnun og
meðferðardeild áfengis- og vímu-
efnasjúlinga á Vífilsstöðum.
xxx
Igreinargerð með tillögu til þings-
ályktunar um neyðarráðstafanir
gegn neyzlu áfengis og annarra
vímuefna segir m.a.:
„Stöðugt berast fréttir af vax-
andi ofbeldi og öðmm afbrotum sem
hljóta að vekja ógn hjá þeim sem
gefa sér tíma til að hlusta. Mikill
meirihluti þessara verka stafa á
beinan eða óbeinan hátt af neyzlu
áfengis og annarra vímuefna.“
Tillögumenn vitna til „bylgju of-
beldis, innbrota, nauðgana og ann-
arra afbrota sem nú hvolfist yfir
þjóðfélagið og veldur ólýsanlegum
þjáningum og neyð“. Þeir vilja
koma á víðtæku samstarfi ríkis-
valds, sveitarstjórna, lögreglu,
skóla, kirkju, foreldrasamtaka og
áhugaaðila, sem vilja vinna gegn
þessari miklu vá sem við blasir.
I desember hefst tími skammdeg-
ishátíða, sem stendur tvo til þijá
mánuði (jólaglögg, Þorláksgleði,
hátíð hátíðanna, jólin, ármótafagn-
aðir, árshátíðir, þorrablót o.sv.frv.).
Sjálfsagt á hóflega drukkið vín eft-
ir gleðja mörg mannshjörtun á þess-
um stundum. Það er vel, að dómi
Víkveija. En hann hvetur engu að
síður alla hugsandi menn, konur
og karla, til að hlusta grannt og
af góðhug á þær viðvörunarraddir
sem hér að framan var vitnað til.