Morgunblaðið - 13.12.1992, Síða 33

Morgunblaðið - 13.12.1992, Síða 33
fleftfcftfKafiaffœ mm wMMmmML mtíöMMl J- ! I j I Hagfræði fórnar- lambsins Frá Marinó G. Njálssyni: ÞEGAR ég horfi á ástandið í ís- lensku efnahagslífi og síðan úrræði ráðamanna, kemur mér ósjálfrátt í hug orðið fórnarlamb. Það er hér um bil sama hvert maður lítur, allir virðast vera fómarlömb. Ef það er ekki fískurinn sem brást, þá er það álverið eða álverð. Og úrræðin eru að treysta og vona að einhver annar komi til hjálpar. Þetta er orðið sjálf- skaparvíti, þannig að ástandið versnar stöðugt. Fómarlambið bendir alltaf á aðra þegar það leitar skýringa á stöðu sinni. Naflaskoðun og sjálfsgagn- rýni em ekki til í orðasafni þess. Það bíður líka eftir því að einhver annar komi til hjálpar, vegna þess að það heldur að einhver muni aumka sig yfir það, ef það ber sig nógu illa. Nú, ef enginn er svo al- mennilegur, þá situr það eftir í vanl- íðaninni (sem nú er orðin helmingi meiri en áður, vegna þess að það þurfti að bera sig illa) og bíður uns ekkert er eftir. Fómarlambið hefur enga eða mjög Iitla sjálfsbjargarvið- leitni og ekkert fmmkvæði. Þetta kalla ég hagfræði fórnar- lambsins. Hún er okkur íslendingum því miður í blóð borin. Okkur hefur verið kennt að barma okkur yfir öllu, jafnvel þega hlutimir ganga þokkalega. Bændur, sjómenn, út- gerðarmenn, námsmenn, kennarar, verslunarfólk, iðnrekendur svo ein- hvetjir séu nefndir, hafa haft þann sið að barma sér í tíma og ótíma. Þeir hafa nefnilega lært það, að þá kemur ríkið til hjálpar. Nú, þegar það klikkar, þá eru þeir orðnir að raunvemlegu fórnarlambi. Frá Ingibjörgu Jóhannsdóttur: ENGUM vafa bundið ég var að vakna um miðja nótt en er þó enn á valdi draumsins. En hvar var ég eiginlega stödd í tilvemnni? Hugs- unin smáskýrðist og mér varð ljóst að ég hlaut að liggja í rúminu mínu í Skjóli, stóra aðhlynningarhúsi aldraðra í Reykjavík. Þar dvelja margar hetjur sem unnið hafa þýð- ingarmikið starf fyrir þjóðfélagið á löngum lífsferli. Vonandi er að þær njóti varðar á þessari stundu þótt ég vaki. Hér starfar hressilegi og glaðlegi forstöðumaðurinn sem ég talaði við í gær, alltaf er gaman að hitta hann að máli. Minningarnar þyrpast að mér, meðal annars er gott og skemmtilegt hjúkmnarlið með hjart- að á réttum stað. Við öldmðu böm- in hér í húsinu eigum líka prest sem er hrókur alls fagnaðar á kátínu- fundum og fær okkur til að hlæja og leysa frá skjóðunni svo það velti oft út úr henni hinar furðulegustu hlutir. Oft leiðir hún okkur inn í heim fagurra bókmennta svo við gleymum stund og stað. Andvakan bryggða vinur minn setur mig í gamlan stól við gamalt borð og þar held ég áfram að hugsa um það sem draumamaðurinn minn var að segja við mig rétt áður en ég vaknaði. Ég á nefnilega drauma- mann, einkennilegan að því leyti að hann talar oft fornyrt í stuttum og gagnorðum setningum sem geta orðið mér minnisstæðar. Já, nú man ég það hvað hann sagði við mig: „Þeir geta ef til vill bráðum talist lánsamir, sem eiga strjúg á borðum sínum.“ „Stijúg,“ segi ég, „hvað er nú það?“ Ég hafði víst heyrt þetta þegar ég var krakki en var búin að gleyma hvað það þýddi. Og svar fékk ég: Stijúgur em bein sem vom soðin og látin liggja í sýra þar til þau vom orðin meir eða mjúk svo hægt var að eta þau. Hvers vegna sagði hann þessa setningu við mig? Átti hann ef til vill við að framund- an lægju þrengingar hjá þessari þjóð sem hugsanlega væri hægt að yfir- stíga? Hvers vegna verðum við að fórn- arlömbum? Þetta er góð spuming og vil ég leitast við að svara henni eftir bestu getu. Ástæða númer eitt, tvö og þrjú er að okkur hafa orðið á mistök og við viljum ekki horfast í augu við þau. Þetta kemur fram í því að við forðumst umræðu um atvikið og gemm allt, sem við getum til að finna einhvern annan sökudólg. Ef við emm síðan neydd til að horfast í augu við sannleikann, leitum við allra tiltækra skýringa til að rétt- læta gerðir okkar. Við segjumst hafa raglast eða eigum erfitt með að muna hvað við raunverulega sögðum og gerðum, komum sökinni ranglega yfir á aðra eða að því virð- ist ófyrirséðar aðstæður, segjum að upphaflegar spár okkar hafi verið misskildar og mistúlkaðar eða breytum viðhorfum okkar svo mis- tökin virðast skipta minna máli. Dæmin 'um þetta em mörg í ís- lensku efnahagslífi og væri hægt að skrifa þykka doðranta um þau. Það versta við flest þeirra er að erfitt er að stilla upphaflegu aðstæð- unum upp aftur og prófa annan kost. Einfalt dæmi úr hinu daglega lífr er maðurinn, sem skrifar inn- stæðulausa ávísun (vegna reikni- skekkju) og sakar bankann um mis- tökin. Ánnað dæmi er maður, sem verður fyrir því að keyra á bíl sínum aftan á annan bíl og sakar hinn bílstjórann um að bremsa of skarpt, en hugar ekki að því að hann sjálf- ur hafí kannski ekið of nálægt. Næsta atriði er getuleysi okkar til að taka sjálfsögðum breytingum og hreyfast þannig áfram á þroska- brautinni. Fyrirtæki í stöðnun verð- Margar vonarhallir hafa að und- anförnu hranið í þessu landi og margt farið öðruvísi en ætlað var, en dugnaður og hagsýni hljóta enn- þá að lifa í íslendingseðlinu og þess vegna verða ef til vill reistar nýjar hallir af meira raunsæi. íslendingar sem eiga fagra fósturjörð og ást- kæra ylhýra málið em margir hveij- ir framúrskarandi duglegir og efni- legir menn á öllum aldri sem hægt væri að segja jákvæðar fréttir af meira en gert er. Þessir bestu menn hverrar þjóðar bera virðingu fyrir sjálfum sér og öllum verðmætum. Talið er að þroskaðir og göfugir menn sem veröldin á mest að þakka hafí flestir átt góðar og trúaðar mæður, sem hafa skilið hlutverk sitt. Þær hafa ef til vill verið fátæk- ar en þó auðugar konur sem hafa á hljóðlátum þagnarstundum fundið sjálfa sig og eignast dýrmætasta kjama lffsins. Foreldrar og bernskuheimili era þýðingarmestu mótendur bamssál- anna og þaðan geta borist áhrif til elliára sem verða „langra kvelda jólaeldur". Mælt hefur verið að eng- inn maður verði fær um að stjóma nema hann sjálfur hafi lært að hlýða. Börn þurfa á hóflegri og skilningsríkri ögun að halda og kærleiksríkri andlegri næringu ef þau eiga að geta vaxið. Börn em dýrmætasti auður hverrar þjóðar. Þeim er ætlað að varðveita menn- ingararf liðinna kynslóða og bera fram göfugar hugsjónir til sigurs, til blessunar fyrir lönd og lýð. Telj- um við ákjósanlegt að láta börn til námsdvalar til kennara sem sagt er að hafi sýnikennslu með höndum í alls konar óknyttum og ofbeldi? Höfum við ekki öll gott af að hafa í huga gamla loforðið: „Hvorki mun ég á þessu níðast né á nokkm öðra sem mér er til trúað.“ Megi trúmennska, hagsýni og sjálfsvirðing setja aðalsmerki sitt á alla íslendinga, þá munu þeir eign- ast mikil auðæfí á himni og á jörðu. INGIBJÖRG JÓHANNS- DÓTTIR frá Löngumýri. ur t.d. að leita nýrra úrræða, ef það á að bijótast út úr núverandi ástandi. Eða einstaklingur, sem er óánægður með núverandi laun (t.d. hafa kennarar kvartað út af lágum launum í mörg ár), getur leitað eft- ir öðm starfí, sem er betur borgað. Það að kvarta og vera óánægður og gera ekkert til að breyta ástand- inu er að leika fórnarlamb. Neikvæðni og sjá alltaf það versta í hverri stöðu er enn einn dragbítur fómarlambsins. Sértilbrigði á þessu er að angra sig endalaust yfir atvik- um, sem maðúr ræður ekki yfír eða getur ekki breytt. „Ekki koma í heimsókn, vegna þess að veðrið gæti versnað." „Svakalega fer það í taugamar á mér hvað veðrið er leiðinlegt." Ef við eyðum tímanum í að svekkja okkur yfír veðrinu eða aðgerðum ríkisstjórnarinnar, kom- umst við ekkert áfram. Ef við reyn- um að haga okkur eftir aðstæðum og gera það sem við getum, tökum við framfömm. Síðasta atriðið sem ég vil nefna núna er að bíða aðgerðarlaus vegna þess að einhver annar er að koma til hjálpar, síðan klikkar hann og þá sitjum við í súpunni. Gott dæmi um þetta er bið okkar íslendinga eftir nýju álveri. Það brást og þá vora engin önnur úrræði til vara. Um daginn lenti ég í vandræðum við mann, sem var óánægður með starfíð sitt. Ég spurði hann hvort hann hefði gert eitthað í því. Svarið var nei. Hvemig fékk hann starfíð? Einhver annar hafði útvegað það. Var hann með nafn sitt á skrá hjá ráðningarskrifstofu? Nei. Hafði hann sótt um störf samkvæmt aug- lýsingum? Nei. Hafði hann farið í fyrirtæki til að athuga með laus störf? Nei. Honum fannst óréttlátt að vera í þessari stöðu, en hafði ekkert gert til að bæta stöðu sína. Hann var dæmigert fórnarlamb. Hvaða úrræði hefur fómarlambið ef það vill bijótast út úr klafa sín- um? Miðað við það, sem á undan er komið, eru það eftirfarandi at- riði: Viðurkenna mistök sín og forð- ast réttlætingar, fylgjast með og vera vakandi fyrir breytingum, vera jákvæð og láta nú ekki veðrið fara í taugamar á okkur, heldur klæða það bara af okkur, og síðast að sýna fmmkvæði og treysta á sjálfan sig. Ef við höfum orðið fyrir von- brigðum með frammistöðu annarra, er það fyrst og fremst vegna þess að væntingar okkar vom óraunhæf- ar. Við verðum að átta okkur á því, að við sköpum okkar raunvem- leika sjálf, ekki Jón á móti eða er- lent stórfyrirtæki. MARINÓ G. NJÁLSSON Tjarnarbóli 6, Seltjamarnesi í Kaupmannahöfit FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG A RÁDHÚSTORGI Næturþankar í Skjóli ...alltaftilað tty^jaatvmnu P legrand raflagnaefni tenglar, rofar o.fl. afsláttur TiiboMd gildir i'it desember! afsláttur BOSCH Halogen kastarar og luktir Lýsum upp í skammdeginu - lýsum uppfyrir jólin! B R Æ Ð U R N I R Lágmúla 8-9. Sími 38820 Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram níundi útdráttur húsbréfa í 1. fiokki 1989, sjötti útdráttur húsbréfa í 1. flokki 1990 og fimmti útdráttur í 2. flokki 1990. Einnig þriðji útdráttur í 2. flokki 1991. Koma þessi bréf til innlausnar 15. febrúar 1993. Öll númerin birtast í DV mánudaginn 14. desember, og í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni áAkureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Ófa HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVlK • SÍMI 696900 SAMEINAOA /SlA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.