Morgunblaðið - 20.01.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.01.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1993 0,3% hækkun á húsaleigu BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt að hækka húsaleigu í borgarhúsnæði um 0,3% frá og með 1. febrúar 1993. í erindi félagsmálastjóra til borgarráðs, kemur fram að samkvæmt útreikningum Hag- stofu íslands hækkaði verðbóta- þáttur húsaleigu um 0,1% 1. október 1992 og um 0,2% þann 1. janúar 1993. Þá er lagt til að húsaleiga í borgarhúsnæði hækki frá og með 1. febrúar um 0,3% til sam- ræmis en jafnframt munu hækkanir sem hafa orðið á hita- og rafmagni reiknast inn í húsa- leigu þar sem við á. Mikil sala notaðra bíla hjá Toyota „ÞAÐ hefur verið mikil sala - við erum búnir að selja 60 bíla af þeim hundrað sem settir voru á útsölu og ákveð- ið hefur verið að bæta við 50 til 60 bílum með afslætti," sagði Skúli Skúlason sölu- sljóri hjá Toyota í samtali við Morgunblaðið. Toyota hóf að selja bíla á til- boðsverði 16. janúar og mun útsalan standa fram til 25. jan- úar. Að sögn Skúla er veittur allt að 200 þúsund króna af- sláttur á einstökum bílum. Um 230 bílar voru til hjá fyrirtækinu áður áður en útsalan hófst en lítil hreyfing hefur verið í bíla- sölu í vetur. Sem dæmi um verðlækkunina mætti nefna BMW 318i árgerð '91, markaðsverð er 1.900 þús- und kr., en bíllinn er seldur á 1.700 þúsund kr. Daihatsu Rocky árgerð ’87 sem var á 850 þúsund kr. er seldur á 720 þús- und kr. Af ódýrari bflum mætti nefna Mazda 323 árgerð ’88. Markaðsverð er 480 þúsund en bfllinn seldur á 380 þúsund kr. Þorsteinn formaður Kjaradóms HÆSTIRÉTTUR hefur skip- að tvo menn til setu í Kjara- dómi og tvo varamenn. Rétt- urinn ákvað að Þorsteinn Júl- íusson hæstaréttarlögmaður yrði formaður Kjaradóms og Hólmfríður Árnadóttir við- skiptafræðingur tæki þar sæti. Til vara skipaði Hæstiréttur þau Garðar Garðarsson hæsta- réttarlögmann og Huldu Krist- insdóttur viðskiptafræðing. Al- þingi kaus lögfræðingana Magnús Óskarsson og Jón Sveinsson til dómstarfanna en fulltrúi fjármálaráðuneytis hef- ur ekki verið valinn. Reykjavík Kosið um for- mann í Alþýðu- flokksfélaginu Kosningar munu fara fram um formennsku í Alþýðuflokks- félagi Reykjavíkur á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 10. febrúar. Hefur Valgerður Gunnarsdóttir sjúkraliði til- kynnt að hún hyggist bjóða sig fram gegn núverandi formanni Þorláki Helgasyni. Marías Þ. Guðmundsson, formaður upp- stillinganefndar félagsins, stað- festi þetta í samtali við blaðið en nefndin kom saman á mánu- dag vegna málsins. Fargjöld Flugleiða til Evrópu- borga 1992 og 1993 Flug til: 1992 1993 Breyting Glasgow Kr. 15.900 Kr. 16.900 6,3% Amsterdam 20.900 22.900 9,5% Gautaborgar 20.900 22.900 9,5% Kaupmannahafnar 20.900 22.900 9,5% London 20.100 22.900 14,0% Osló 20.900 22.900 9,5% Lúxemborgar 22.900 24.900 8,7% Frankfurt 24.900 26.900 8,0% Munchen 24.900 26.900 8,0% Vínar 24.900 26.900 8,0% Zurich 24.900 26.900 8,0% Sumarfargjöld Flugleiða 14% hækkun fargjalda til Limdúnaborgar Sumarleyfisfargjöld Flug- leiða hækka allt að 14% frá síð- asta ári. Mest er hækkunin á fargjaldi til London en fargjöld til Stokkhólms, Parísar og Ham- borgar hækka ekki. Þess ber að gæta Flugleiðir bjóða hærri barnaafslátt af þess- um fargjöldum nú en í fyrra. Hækkar afslátturinn úr 20% í 33%. Eftirfarandi tafla yfir hækkunina á milli ára miðast við fargjöld sem keypt eru fyrir 1. mars. Ekkert athugavert við viðbrögð slökkviliðsins BRUNINN sem varð í Þernunesi 13, Garðabæ, 11. janúar sl. er þriðji bruninn sem verður út frá kertum og kertaskreytingum um þessi áramót. Hinir brunarnir voru á Egilsstöðum og á Sel- tjarnarnesi. Ætla má að Ijón vegna brunanna sé ekki undir 40 milljónum króna, segir í frétt frá brunamálasljóra ríkisins. Athugun á útkalli slökkviliðsins í Hafnarfírði og fyrstu viðbrögð þess vegna brunans í Þernunesi 13 leiðir í ljós að þau voru á allan hátt eðlileg. Slökkvistarf gekk eft- ir atvikum vel þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður voru á brunastað norðan 9-11 vindstig og frost. Við slökkvistarf kom í ljós að af- köst vatnsveitunnar a Arnarnesi er ekki fullnægjandi. Ástæða hinn- ar hröðu útbreiðslu brunans í hús- inu var einkum notkun timbur- klæðninga í þaki og á veggjum svo og notkun plasts til einangrun- ar. Það olli nokkrum óþægindum að fréttamenn hringdu í neyðar- númer slökkviliðsins til að afla frétta á meðan á brunanum stóð. Æskilegt væri að fréttamenn not- uðu almenna síma slökkviliðsins í þessum tilgangi. (Fréttatilkynning) Heimild löglærðra fulltrúa hjá KLR tíl saksóknar vefengd HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Magnúsar Thor- oddsens hrl, verjanda manns sem ákærður hefur verið fyrir tilraun til íkveikju í Sportklúbbnum við Borgartún á síðasta ári, um að máli gegn honum verði vísað frá dómi. Frávísunarkrafan byggist á því að það eigi sér ekki skýra stoð í lögum að rannsóknarlögreglustjóri ríkis- ins feli löglærðum fulltrúa sínum að flytja fyrir héraðsdómi þau mál sem ríkissaksóknari felur rannsóknarlögreglusljóra að sækja. Úr- skurðurinn hefur verið kærður til Með nýjum lögum um meðferð opinberra mála sem tóku gildi 1. júlí á síðasta ári var ákvæði sem hljóðar svo: Þá getur ríkissaksókn- ari falið lögreglustjórum, þar á meðal rannsóknarlögreglustjóra ríkisins, flutning máls fyrir héraðs- dómi. Lögreglustjórar geta falið löglærðum starfsmönnum sínum að flytja slík mál.“ Þegar hefur verið kveðinn upp dómur í einu máli sem löglærður starfsmaður rannsóknar- lögreglustjóra flutti og annað slíkt hefur verið dómtekið. Hlutlægni rannsóknar vefengd Frávísunartillagan var á því byggð að þar sem ekki segði berum orðum í lagagreininni að rannsókn- arlögreglustjóra ríkisins væri heim- ilt að fela löglærðum starfsmanni sínum að flytja mál væri slíkt óheimilt. Auk þess var talið að skort hefði á hlutlægni við rannsókn málsins sem sækjandi málsins, Jón H. Snorrason, deiidarstjóri hjá RLR, stýrði og ekki rannsökuð jöfnum höndum atriði sem horfðu til sektar og sýknu. Sverrir Einarsson héraðsdómari hafnaði frávísunarkröfunni og taldi eðlilegast að skýra fyrrgreint laga- ákvæði á þann veg að rannsóknar- lögreglustjóra væri eins og öðrum lögreglustjórum heimilt að fela lög- lærðum starfsmönnum sínum sókn mála. Þá rakti hann að í hinum nýju réttarfarslögum væri ekki greint með skýrum hætti á milli Hæstaréttar. ákæruvalds og lögreglu við rann- sóknir mála og hvergi vikið að því að það geti valdið vanhæfi sækj- anda mála að hafa jafnframt stýrt rannsókninni. Aðfinnslum við framgang rann- sóknarinnar var hafnað meðal ann- ars á þeim forsendum að maðurinn hefði haft skipaðan réttargæslu- mann meðan á rannsókn stóð og hefði honum verið í lófa lagið að koma óskum og athugasemdum á framfæri. ------»- ♦-+---- Sjávarútvegs- ráðherra á Suð- austurlandi ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra og Egill Jónsson alþingismaður verða á fundum á Höfn í dag, miðvikudaginn 20. janúar kl. 20.30 í Sjálfstæðis- húsinu og á Breiðdalsvík fimmtudaginn 21. janúar. Á fundunum verður sérstaklega rætt um horfur í sjávarútvegi með tilliti til Evrópska efnahagssvæðis- ins. Fundirnir eru öllum opnir og svara þeir Þorsteinn og Egill fyrir- spumum eftir því sem tími og aðstæður leyfa. Sömuleiðis munu þeir heimsækja sjávarúvegsfyrir- tæki á svæðinu. Hestamenn huga að mótum næsta tímabils sem stendur frá 13. febrúar til 29. ágúst HM í Hollandi og fjórð- ungsmótið hápunktamir _________Hestar___________ Valdimar Kristinsson Landsamband hestamannafé- laga og Hestaíþróttasamband ís- lands hafa nú gengið frá sameig- inlegu hestamótaalmanaki fyrir árið 1993. Ber það merki um mikla grósku í hestamennskunni. Vetrarmótum virðist stöðugt fjölga og greinilegt að hesta- menn eru tilbúnir að bjóða veður- guðunum birginn. Reyndar eru þetta ekki umfangsmikil mót og lítið mál að fresta þeim eða af- lýsa með stuttum fyrirvara. Keppnistímabilið byrjar 13. febr- úar með vetrarmóti Gusts í Kópa- vogi og lýkur 29. ágúst með bikar- móti Norðurlands. En það eru fjórð- ungsmót Norðurlands og Heims- meistaramótið í Hollandi sem standa upp úr að umfangi og spennu, fjórðungsmótið verður haldið 1. til 4. júlí en heimsmeist- aramótið hefst 17. ágúst og lýkur sunnudaginn 22. ágúst. Einnig mætti geta íslandsmótsins í hesta- íþróttum sem nú verður haldið á Ákureyri um miðjan júlí. Verða haldin allt upp í sjö til átta mót sumar helgamar og mót um hveija helgi frá apríl og út ágúst. En niðurröðun hestamóta og sýninga 1993 verður á þessa leið. Febrúar 1. Geysir Firmakeppni Hvolsvelli 13. Gustur Vetrarleikar Giaðheimum 1. Glaður íþróttamót Búðardal 27. Hörður Vetrarmót Varmárbökkum 1. Smári Firmakeppni Amesi 27. Fákur Vetrarleikar Víðivöllum 1. Faxi íþróttamót Hvanneyri Mars 2. Sörli Hrmakeppni Sörlavöllum 6.-7. Léttir Vetrarleikar Akureyri 2. Hörður Firmakeppni Varmárbökkum 13. Gustur Vetrarleikar Glaðheimar 8. Sleipnir Firmakeppni Selfossi 20. Sörli Opið mðt Sörlavöllum 8. Skuggi Iþróttamót Vindási 27. Andvari Vetrarleikar Kjóavellir 7.-9. Fákur Reykjavíkurmót Víðivöllum 27. Fákur Vetrarleikar Víðivöllum 8. Sóti Firmakeppni Mýrarkoti Apríl 8.-9. Gustur íþróttamót Glaðheimum 3. Hörður Vormót Varmárbökkum 14.-15. Hörður íþróttamót Varmárbökkum 8. Sörli Skírdagskaffí 14.-15. Sörli íþróttamót Sörlavöllum 10. Gustur Vetrarleikar Glaðheimum 15. Ljúfur Firmakeppni Reykjakoti 10. Svaði ískappreiðar 15.-16. Máni íþróttamót Mánagrand 12. Gnýfari Firmakeppni Ólafsfirði 15.-16. Léttir íþróttamót Akureyri 17. Dreyri íþróttamót Æðarodda 16. Fákur Hlégarðsreið 17. Sörli Opið íþróttamót Sörlavellir 20. Hörður Gustsreið 18. Andvari Firmakeppni Kjóavöllum 20. Léttir Firmakeppni Breiðholtsvöllur 22. Fákur Firmakeppni Víðivöllum 21.-22. Sörli Gæðingakeppni Sörlavöllum 22. Funi íþróttamót Melgerðismelum 22. Skuggi Gæðingakeppni Vindási 22. Geysir Flrmakeppni Gaddstaðaflötum 22. Sleipnir íþróttamót Selfossi 22. Kópur Firmakeppni Kirkjubæjarklaustri 22. Dreyri Gæðingakeppni Æðarodda 24. Gustur Firmakeppni Glaðheimum 22.-23. Andvari íþróttamót Kjóavöllum 24. Máni Firmakeppni Mánagrund 22.-23. Gustur Gæðingakeppni Glaðheimum 24. Hörður Fáksreið 27.-31. Fákur Hvítasunnumót Víðivöllum 24. Dreyri Firmakeppni Æðarodda 29. Léttir Gæðingakeppni Hlíðarholtsvöllur Maí 29. Gnýfari Innanfélagsmót Ólafsfirði 1. Snæfaxi Firmakeppni 31. Homfirðingur Firmakeppni Fomustekkum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.