Morgunblaðið - 20.01.1993, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANUAR 1993
19
Páll Halldórsson formaður BHMR
BHMR-félögiun haldíð niðri
Vilja fá hækkun án þess að gera kjarasamn-
ing, segir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra
PÁLL Halldórsson, formaður
BHMR, segir að stjórnvöld séu
á kerfisbundinn hátt að halda
aftur af eðlilegri launaþróun
hjá félagsmönnum í aðildarfé-
lögum BHMR. Fulltrúar BHMR
sátu fund með formanni samn-
inganefndar ríksins í gær og
þar var erindi um að félagar í
BHMR fengju sömu launabreyt-
ingar og aðrir launamenn hafa
fengið á árinu, hafnað af hálfu
fjármálaráðuneytis. Friðrik
Sophusson fjármálaráðherra
segir það vera vegna þess að
BHMR hafi ekki viljað gera kja-
rasamning við ríkið.
Með kjarasamningum samflots-
félaga BHMR og fjármálaráðherra
frá maí 1989 var gerður samningur
um miklar kjarabætur til félags-
manna á fimm ára tímabili, segir í
frétt frá BHMR. Þessar bætur voru
afnumdar með bráðabirgðalögum
1990 sem áttu að tryggja að félags-
menn fengju aðeins sömu launa-
breytingar og aðrir launamenn.
Miðlunartillagan ekki í boði
brigðum er að BHMR vill fá hækk-
unina án þess að gera við okkur
kjarasamning. Það höfum við ekki
gert fyrir önnur félög sem ósamið
er við, og við getum ekki gert und-
antekningu varðandi BHMR eins
og þeir hljóta að skilja,“ sagði Frið-
rik.
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
Telja að þeir hafi átt rétt á að taka upp línuna
Fimm bátar frá Akranesi voru staðnir að meintum ólöglegum veiðum á norðanverðum Faxaflóa. Myndin er tekin
í höfninni á Akranesi eftir að bátarnir komu þangað í gær.
Staðnir að ólöglegum veiðum
FIMM bátar frá Akranesi voru staðnir að meintum
ólöglegum veiðum innan skyndilokunarsvæðis á
norðanverðum Faxaflóa í fyrrakvöld. Það var varð-
skipið Týr sem stöðvaði veiðar bátanna. Málið er
nú til meðferðar hjá Sýslumannsembættinu á Akra-
nesi.
Skyndilokun nr. 12 um bann við veiðum með línu
á norðanverðum Faxaflóa tók gildi klukkan 21.00
mánudaginn 18. janúar sl. Skip Landhelgisgæslunnar
fann fyrsta bátinn á svæðinu klukkan 21.23 og síð-
asta bátinn klukkan 23.32. Allir fimm bátarnir eru frá
Akranesi og er því mál þeirra tekið fyrir hjá Sýslu-
mannsembættinu þar.
Bátarnir komu til hafnar á Akranesi í gærmorgun,
og var lögregluskýrsla tekin af skipstjórum. Að sögn
Svans Geirdals hjá lögreglunni á Akranesi var afli
bátanna vigtaður og vigtarnótur teknar í vörslu lög-
reglu. Að sögn Svans báðu nokkrir skipstjóranna um
umhugsunartíma til þess að leita samráðs hjá lögfræð-
ingi áður en Rannsóknarlögreglan tæki af þeim frek-
ari skýrslu. Skipstjórarnir álíta að þeir hefðu átt rétt
á því að draga upp línuna þar sem hún var lögð áður
en svæðinu var lokað.
Bátarnir sem voru teknir heita Dagný AK140,
Sæþór AK7, Hrólfur AK29, Bresi AK101, og ísak
AK67.
Júní 5. Funi Gæðingakeppni Melgerðismelum
5. Hending Hestamót Búðartúni
5.-6. Andvari Gæðingakeppni Kjóavöllum
5.-6. Hörður Gæðingakeppni Varmárbökkum
5.-6. Máni Gæðingakeppni Mánagrund
5.-6. Sóti Gæðingakeppni Mýrarkoti
5. Smári íþróttamót Árnesi
5. Þytur Gæðingakeppni Króksstaðamelum
12. Svaði Félagsmót Hofsgerði
12. Þjálfi Firma-og bæjak. Einarsstaðavelli
12.-13. Suðurl.mót Hestaíþróttir Selfossi
12.-13. Geysir Félagsm. og Gaddstaðaflötum
13. Léttfeti kynb.sýn. Gæðingakeppni Sauðárkróki
17. Þytur Firmakeppni Hvammstanga
18.-19. Homfirðingur Hestamót Fomustekkum
18.-19. Sindri Hestamót Pétursey
19. Ljúfur/Háfeti Félagsmót Reylqakoti
19. Faxi Gæðingakeppni Faxaborg
19.-20. Sörli Opið íþróttamót Sörlavellir
19.-20. Feykir/Snæfaxi Félagsmót Ásbyrgi
19.-20. Neisti/Óðinn/Snarfari Hestamót Neistavöllum
25.-26. Glaður Hestamót Nesodda
26.-27. Freyfaxi Hestadagar Stekkhólma
Júlí 1.-4. i^órðungsmót á Norðurlandi Vindheimamelum
9.-11. Úrtaka vegna HM í Hollandi Reykjavík eða nágr.
10. Dreyri Kappreiðar Ölveri
10. Kópur Hestamót Sólvöllum
10.-11. Logi Hestamót Hrísholti
15.-18. íslandsmót í hestaíþróttum Akureyri
16.-17. Stormur Félagsmót Söndum
17. Stígandi Félagsmót Vindheimamelum
17. Blakkur/Kinnskær Hestamót Heiðabæjarmelum
17.-18. Smári/Sleipnir Hestamót Murneyri
24. Snæfellingur Hestamót Kaldármelum
24.-25. Léttir/Funi/Þráinn Hátíðisdagar Melgerðismelum
24.-25. Ágúst 31 .júl-1. ág. Þolreiðark. íslands Laxnes/Skógarhólar
Stórmót Vestlendinga Kaldármelum
31.júl-l. ág. Léttf./Stígandi/Svaði Hestamót Skagfirðinga Vindheimamelum
7. Svaði Firma-og bæjakeppni Hofsgerði
7.-8. Stórmót sunnlenskra hestamanna Gaddstaðaflötum
7.-8. Þjálfi/Grani Félagsmót Einarsstaðavöllum
7.-8. Hringur Félagsmót Flötutungum
14. Þráinn Firma- og bæjakeppni Áshóli
14. Faxi Faxagleði Faxaborg
14. Dreyri Opið íþróttamót Æðarodda
14. Funi Bæjakeppni Melgerðismelum
14.-15. Þytur íþróttamót Króksstaðamelum
17.-22. Heimsmeistaramótið í Hollandi
28.-29. Bikarmót Norðurlands Flötutungum
„Það virðist vera stefna ríkisins
að launaþróun hjá félagsmönnum í
samflotsfélögum BHMR sé lakari
en almennt er í landinu," sagði
Páll Halldórsson formaður BHMR,
í samtali við Morgunblaðið. Hann
sagði að engar ákvarðanir hefðu
verið teknar á fundinum um aðgerð-
ir enda væri það á verksviði aðildar-
félaganna. „Þetta eru skilaboð sem
menn hljóta að íhuga vandlega,“
sagði Páll.
„Málið er það að þessum félögum
hefur aldrei verið gefinn kostur á
því að ganga að svokallaðri miðlun-
artillögu. Það er ljóst að það er
verið að halda þessum félögum
kerfisbundið neðar en öðrum,“
sagði Páll.
Hann sagði að samningaviðræð-
ur hefðu verið stopular og honum
var ekki kunnugt um að nokkur
slíkur fundur hefði verið haldinn frá
því að dómur Hæstaréttar féll, en
með honum staðfesti Hæstiréttur
að bráðabirgðalögin hafi brotið
jafnræðisreglu stjórnarskrár en
kvað þó ekki skýlaust upp úr um
skyldu stjórnvalda að setja samn-
inginn í gildi.
Samningar standa til boða
Friðrik Sophusson ijármálaráð-
herra sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi að félögum í
BHMR stæði til boða að gera sams-
konar kjarasamning og fjöldi stétt-
arfélaga hefði verið að gera að
undanfömu.
„Ég vil taka fram að frá því að
miðlunartillaga ríkissáttasemjara
var samþykkt um mánaðamótin
apríl/maí í fyrra hefur ríkið gert
tugi samninga við ýmis stéttarfélög
sem það gerir samninga við, og
þeim hefur öllum staðið það til boða
að ef þau geri kjarasamning þá fái
þau 1,7% launahækkun og þá or-
lofsuppbót sem um er að ræða. Það
sem hins vegar veldur okkur von-
verður í Clöru,
í tilefni dagsins veitum við
10% afslátt af öllum
YSL snyrtivörum
og 30% af skartgripum
Austurstræti 3 í dag
Austurstræti 3
Héraðsdómur
Reykjavíkur
Brauðrist-
in gerð
upptæk í
ríkissjóð
FJÖRUTÍU og fimm ára
gömul kona hefur verið
dæmd í fjögurra mánaða
óskilorðsbundið fangelsi
og til að þola upptöku á
brauðrist sem hún hafði
falið í tæplega tvö kíló af
hassi. Konan, sem kom frá
Lúxemborg, var handtekin
8. desember síðastliðinn.
Dómur Iiggur fyrir í mál-
inu 40 dögum eftir að kon-
an var handtekin á Kefla-
víkurflugvelli. Hún er bú-
sett erlendis en hefur verið
í farbanni frá því hún losn-
aði úr gæsluvarðhaldi,
fimm dögum eftir hand-
tökuna.
Konan játaði skýlaust þau
brot sem henni voru gefin að
sök og að hafa ætlað sér að
selja efnið, sem hún faldi í
brauðrist í farangri sínum,
með hagnaði hér á landi.
Pétur Guðgeirsson héraðs-
dómari taldi hæfilega refs-
ingu fyrir brot konunnar vera
fangelsi í fjóra mánuði, auk
þess sem fallist var á kröfu
ákæruvaldsins um að hassið
og brauðristin skyldu gerð
upptæk.
RÚV hækk-
ar afnota-
gjöld um
4 prósent
AFNOTAGJÖLD Ríkisút-
varpsins hækka um næstu
mánaðamót um 4%. Afnota-
gjöldin hækka úr 1.687 kr.
í 1.754 kr. Hækkunin þýðir
53 miiyóna kr. tekjuauka
fyrir Ríkisútvarpið á næstu
ellefu mánuðum.
Hörður Vilhjálmsson fjár-
málastjóri Ríkisútvarpsins
sagði að síðast hefðu afnota-
gjöldin hækkað fyrir tveimur
árum, þá einnig um 4%. 1,4%
hækkunarinnar eru tilkomin
vegna aukinna útgjalda Ríkis-
útvarpsins vegna lífeyrissjóðs-
skuldbindinga á árinu, eða um
20 milljónir kr.
Hörður sagði að með hækk-
uninni yrði ennfremur komist
hjá því að dagskrá Sjónvarps-
ins rýrnaði að gæðum. Hluti
af hækkuninni er tilkomin
vegna morgunsjónvarps fyrir
yngstu áhorfendurna.