Morgunblaðið - 20.01.1993, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANUAR 1993
Það stendur: Þjófnum yfirsást
2ja milljóna króna Picasso-mál-
verk. — Þú ferð strax í fyrra-
málið á listasögunámskeið, skal
ég segja þér.
BREF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Víðómur eða tvíómur?
Frá Ögmundi Gíslasyni:
EINS OG flestir vita hefur RÚV
hafið útsendingar í NICAM-
„stereo“ og ákveðið að kalla þann
ústendingarhátt „víðóm“ og nota
einnig orðin „einóma“ fyrir „mono“,
„fjölóma" fyrir „surround“-hljóm
og „tvíóma" fyrir „dual“-hljóm. Mér
leiðist þetta orðaval mjög vegna
þess að öll þessi orð, nema
„einóma", eru rangnefni. „Stereo“,
eins og þetta er kallað á ensku
máli, þýðir á íslensku: 1) tvírása
hljómflutningur, 2) (óform.) tvírása
hljómflutningstæki. Eru þessar til-
vitnanir úr ensk-íslenskri orðabók
sem gefin var út af Erni og Örlygi
árið 1986.
Þar sem orðabókin kallar þetta
tvírása hljómflutning og RÚV vill
kalla þetta „víðóma" finnst mér til-
valið að kalla þetta „tvíóma" og
velja „dual“-hljómi annað orð.
Finnst mér tvíóma réttara orð
vegna þess að hljómurinn kemur
úr tveimur hátölurum og heyrist
þar af leiðandi úr tveimur áttum.
Það sem ætti í raun að kallast
„víðómur“ er „surround“-hljómur,
sem er kallaður „íjölóma" af RÚV.
„Surround", sem einnig er enskt
orð, þýðir samkvæmt orðabók Am-
ar og Örlygs: 1) umlykja, 2) um-
kringja. Myndi því „víðómur" vera
tilvalið orð fyrir „surround“-hljóm.
Nú myndi kannski einhver spyija:
„Hvað er „surround“-hljómur og
hvar mun ég heyra í honum?“ Þessu
tel ég mig getað svarað. „Sur-
round“-hljómur heyrist í öllum kvik-
myndahúsum borgarinnar og all-
flestum úti á landi, ef ekki öllum.
Þessi tækni er einnig í mörgum
nýjustu hljómtækja-samstæðunum.
„Surround“-hljómur er þegar t.d.
fimm hátölurum er stillt upp í kring-
um viðkomandi og er þetta gert til
þess að viðkomandi geti notið
myndarinnar, sem verið að er að
horfa á, betur. Þá er komið að því
hvað eigi að kalla „mono“. Þetta
er enn og aftur enskt orð og enn
og aftur vitna ég í orðabókina góðu
sem segir að „mono“ þýði „einnar
rásar, einrása“. Því tel ég að kalla
mætti þetta „einóma" eins og RÚV
gerir nú. Þar sem ég hef alltaf lagt
mikla áherslu á rétta íslensku hjá
sjálfum mér og reyni að segja ekki:
ókei (allt í lagi), viskastykki (diska-
þurrka) eða skeði (gerðist). Þó að
ég segi þetta er gott að minna á
að erfitt er að kenna gömlum hundi
að sitja og á ég það til að grípa í
þessi ólukkuorð. Get ég því ekki
með góðri samvisku sagt „víðómur"
í staðinn fyrir „stereo". Eg vil því
nota orðin „tvíóma" og „víðóma“ í
staðinn fýrir ensku orðin „stereo"
og „surround", það sem RÚV kallar
„víðóma" og „fjölóma". „Dual“-
hljómflutningur þýðir tvírása hljóm-
flutningur, eins og „stereo", en
munurinn er sá að uppsprettan af
hljóðinu í „stereo" er ein, en eiga
þær að vera tvær í „dual“-hljóm-
flutningi. Þar sem munurinn er orð-
inn meira tæknilegs eðlis en ann-
ars, tel ég ekki ástæðu til að finna
sérstakt orð fýrir þetta enska orð
sérstaklega ef það verður til þess
að rangnefnið „víðómur" komist í
ísenskt mál í staðinn fyrir orðið
„stereo". Hvet ég því alla til að
Frá Stefáni Karlssyni:
Með grein undirritaðs, Félag
Hafnarstúdenta aldargamalt, I
Morgunblaðinu 16. janúar birtist
mynd af íslenskum stúdentum í
Kaupmannahöfn vorið 1898. Hún
var tekin eftir Afmælisminningu
sem var gefin út þegar félagið stóð
á fimmtugu 1943, og eftir sömu
heimild eru birt nöfn þeirra sem á
myndinni eru og sögð deili á þeim.
í myndatextanum í Morgunblað-
inu urðu þau mistök að Sigfús
Blöndal var sagður kaupmaður en
ekki bókavörður eins og í heimild-
inni. Sigfús var um áratuga skeið
bókavörður við Konungsbókhlöðu í
Kaupmannahöfn en einnig lengi
lektor í íslensku nútíðarmáli við
Hafnarháskóla og auk þess mikil-
virkur rithöfundur og útgefandi.
Hann lést hálfáttræður 1950.
Kunnastur er Sigfús Blöndal af
hinni miklu orðabók sinni, íslensk-
danskri orðabók, sem kom út á
árunum 1920-24 og hefur tvisvar
verið ljósprentuð síðan.
Sigfús Blöndal var íslenskum
taka ekki upp hin nýju orð og vil
ég einnig biðja RÚV um að taka
þessar hugmyndir mínar til athug-
unar. Ég vil taka það fram að ég
er ekki íslenskufræðingur, né nokk-
ur snillingur í íslensku, en mér er
annt um tunguna okkar og vil ég
ekki sjá svarta bletti á henni hvort
sem þessi orð eru það eða ekki.
Aftur á móti tel ég mig hafa eitt-
hvert vit á tæknilegum atriðum sem
snerta t.d. hljómflutning þar sem
þetta snertir mitt aðaláhugamál og
nám, sem er rafeindavirkjun. Ég
vil þó benda á að þetta er álit mitt
á þessum orðum frá RÚV og rök-
stuðningur minn fyrir tillögum mín-
um, en ég hvet alla sem skoðun
hafa á málinu, hvort sem þeir eru
sama sinnis eða ekki, að láta í sér
heyra.
ÖGMUNDUR GÍSLASON
Viðarási 41, Reykjavík
Hafnarstúdentum sérlega kær,
enda annálað ljúfmenni. Hann var
einn af stofnendum Stúdentafé-
lagsins 1893, ritari þess um skeið
og síðar heiðursfélagi. Hann lá
aldrei á liði sínu við að fræða fé-
lagsmenn með erindum um marg-
vísleg efni og skemmta þeim með
gítarleik og söng. Löngu eftir að
hann var allur lifðu gamansamir
söngvar hans í hópi Hafnarstúd-
enta og jafnvel víðar. Meðal þeirra
má nefna Dóri á einar buxur,
Onundur póli og Má ég fá harð-
fisk, já harðfisk með smjeri.
Að lokum langar mig til að leið-
rétta eina smávillu í meginmáli
greinar minnar. í framhaldi af því
að sagt var frá lagabreytingu fé-
lagsins 1970 stóð að félagsheimili
í Húsi Jóns Sigurðssonar hefði ver-
ið tekið í notkun „síðar á næsta
ári“, en það var misprentun í blað-
inu fyrir „síðar á sama ári“, þ.e.
1970.
STEFÁN KARLSSON,
Víðimel 70, Reykjavík
Sigfús Blöndal
- bókavörður
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkverji skrifar
Flensa sú sem herjar á lands-
menn þessa dagana, einkum
börn og unglinga, virðist geta verið
afar skæð. Þannig er Víkverja
kunnugt um allmörg börn sem lögð-
ust í flensu um og uppúr áramótum,
en mættu svo til skóla þegar hann
hófst eftir fyrstu helgina í janúar
og voru einungis einn eða tvo daga
í skólanum, þegar þeim sló niður
og hafa legið síðan, a.m.k. sum
hver. Það er áreiðanlega mikið til
í því sem Heimir Bjamason aðstoð-
arborgarlæknir sagði í frétt hér í
Morgunblaðinu í gær: „Það er um
að gera fýrir þá sem veikjast að
fara vel með sig. Það eru engin lyf
til við þessu og fólk verður bara
að liggja flensuna úr sér.“
xxx
Að aka eftir götum borgarinnar
þessa dagana getur verið al-
lævintýralegt, ekki síst þegar komið
er út í úthverfi borgarinnar, að nú
ekki sé talað um efra Breiðholt.
Sums staðar eru snjóruðningar með
fram götum orðnir svo háir að þeir
eru orðnir eins og minni háttar fjall-
garðar. Víkveiji er nú einu sinni
þeirrar skoðunar að þegar hávetur
er vill hann fínna fyrir því í veðri,
og því dettur honum ekki í hug að
kvarta yfir miklum snjó. Á hinn
bóginn er full ástæða til þess að
brýna fyrir vegfarendum, gangandi
og akandi, að á þessum árstíma er
enn meiri ástæða til þess að fara
að öllu með gát. Þeir háu snjóruðn-
ingar sem eru sums staðar meðfram
götum borgarinnar byrgja öku-
mönnum oft sýn, þannig að það er
í raun og veru ekki fyrr en maður
er nánast kominn inn á gatnamót,
og framhjá ruðningnum, þar sem
göturnar mætast, að sést hvort bíll
eða gangandi vegfarandi stefnir
þvert á manns eigin braut. Því telur
Víkveiji að einmitt nú sé ástæða
til þess að notast við kjörorðið:
Flýttu þér hægt í umferðinni.
Börn eru alltaf böm, og notfæra
sér þau tækifæri sem þau
hafa til leikja og sprells, alveg óháð
árstíðum. Víkveiji hefur á ökuferð-
um sínum að undanförnu orðið var
við það sem hann telur geta verið
stórháskalegan leik, en það eru
börn, allt niður í smábörn, að leik
uppi á hæstu snjóruðningunum,
með svokallaða „þoturassa" eða
hinar venjulegu snjóþotur. Auðvitað
vita börnin að þau eiga ekki að
renna sér niður hæðirnar og hólana
þannig að hætta sé á að þau lendi
út á umferðargötu, en það má nú
ekki mikið út af bera þegar salíbun-
an er hafin — þá geta börnin auð-
veldlega misst stjórn á farartæki
sínu og endað úti á götu, þvert á
upphaflegan ásetning. Víkveiji
hvetur foreldra og aðra þá sem
annast börnin á daginn til þess að
brýna fyrir börnunum hvers konar
hætta er fólgin í leikjum sem þess-
um, nálægt umferðaræðum.