Morgunblaðið - 20.01.1993, Page 41

Morgunblaðið - 20.01.1993, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 20. JANÚAR 1993 41 Hver er maðurinn á myndinni? Málefni: Hver er maðurinn á myndinni með Þórólfi Hanssyni Beck? Svili minn, Þórólfur Beck, Boðahlein 7,210 Garðabæ, en Þór- ólfur Beck skipstjóri var fóstri hans, hefur beðið mig að láta Morgun- blaðið birta meðfylgjandi mynd af Þórólfi Hanssyni Beck og ókunnum ferðamanni, innlendum eða erlend- um. Þórólfur H. Beck var stýrimaður á Gullfossi, skipstjóri á Sterling, og að lokum skipstjóri á Esju 1923- 1929. Þórólfur H. Beck skipstjóri fædd- ist á Sómastöðum við Reyðarfjörð 16. febrúar 1883 og lést í Reykja- vík 3. júní 1929. Þeir sem kynnu að þekkja hinn ókunna ferðamann á myndinni, vin- samlegast hafi samband við: Þórólf Beck, Boðahlein 7, 210 Garðabæ. Sími: 91-54042. Leifur Sveinsson. VELVAKANDI GOÐ ÞJONUSTA HJÁ NINGS Það kom mér mjög á óvart að lesa það í Morgunblaðinu þriðju- daginn 12. janúar sl. að einhver hefði fengið lélega þjónustu hjá Nings við Suðurlandsbraut. Eg get nú varla kallað mig fasta- kúnna, en hef þó komið þangað nokkrum sinnum og fengið mat sendan heim, en hef aldrei fengið lélega þjónustu nema síður sér. Það sem mér hefur fundist ein- kenna Nings er góður matur á góðu verði og einmitt góð þjón- usta og á það einnig við um heim- sendingarþjónustuna. Það er von mín að Veitingahúsið Nings lifi sem lengst því það er nauðsynleg viðbót í veitingahúsaflóru Reykja- víkur. Amundi Sigurðsson. KETTIR Sölvi týndist frá Eskihlíð 22. Fór að heiman á nýársdag og hefur ekki sést síðan. Var með svarta og gráa endurskinsól, mjög mannelskur. Fólk er beðið að leita í kjöllurum og bílskúrum í næsta nágrenni. Upplýsingar í síma 23664. * Kettlingur fæst gefins. Upplýs- ingar í síma 20267. ÚR TAPAÐIST Á sunnudag tapaðist vandað karlmannsstálúr, Zenith, í Foss- voginum. Finnandi hafi vinsam- legast samband í síma 12287. TAPAÐ- FUNDIÐ Tveir jakkar týndust í Casa- blanca laugardagskvöldið 16. jan- úar sl. Annar er brúnn rúskinn- sjakki með bogamynstri á baki og ermum. Hinn er gallajakki með nafninu Stradivarius saumuðu á bakið. Finnandi vinsamlega hringi í síma 656062 eða 679494. * Rauðbrúnir loðfóðraðir kven- hanskar týndust í innkaupakörfu í Hagkaup laugardaginn 16. jan- úar sl. Finnandandi vinsamlega hringi í síma 13612. * Veski hvarf úr vasa í Háskól- anum — Sá sem tók veskið úr vasa mínum í VRI fyrir hádegi sl. föstudag er beðinn senda mér ökuskírteinið mitt og önnur skil- ríki sem hann hefur engin not fyrir. Heimilisfangið er að sjálf- sögðu á skilríkjunum. GÞG * Svart, gamalt sjal týndist í Rósenberg-kjallaranum sl. laugardagskvöld. Sjalið er erfiða- gripur og hefur mikið tilfinninga- legt gildi fyrir eigandann. Finnandi geri svo vel að hafa sam- band í síma 616928. Voru Jón og Gunna brjáluð? Frá Stefáni Steinssyni. Undanfarið tungl hef ég hvað eftir annað heyrt Selmu píanóleik- ara og Sigrúnu fiðluleikara spila Litlu Gunnu og litla Jón á diski í útvarpinu. Þær leika óaðfinnanlega enda sérmenntaðar á því sviði. Ut- setningin mun ekki vera eftir þær sjálfar, ég veit ekki eftir hvern hún er en þykist viss um að hún er ekki eftir Pál ísólfsson. Tæknilega virðist útsetningin vera afbragð og hefðu nítjándualdarmenn varla haft meiri umsvif. Framan af er hún líka viðkunnaleg en ekki líður á löngu uns iðjusemin gerist svo stórkarla- leg að mest minnir á Oscar Peter- son skellikátan að störfum með bensínknúna garðsláttuvél inni á flísalögðu baðherbergi. Þá fer hlust- andann að gruna að útsetjandinn vilji meina að Jón og Gunna hafí verið plöguð af ofsóknargeðklofa og lagt heimili sitt í rúst endrum og sinnum eins og hent getur slíka sjúklinga. Annar möguleiki er að hann telji að þau hafí verið drykkju- sjúklingar og látið staflana af leir- tauinu svífa um íbúðina þegar illa lá á þeim og mölvað allt lauslegt. En ekkert af þessu er hægt að lesa úr kvæði Davíðs. Hjónin þjáðust hins vegar af ófrjósemi, það segja lokalínurnar okkur. Einnig var ástin dauf og kannski samhengi þar á milli. En engin tilraun er gerð til að lýsa ófijóseminni í hinni nýju útsetningu; tæpast verður því trúað að þau hafí verið svo viti sínu fjær af ófijósemi að allt ætlaði af göflun- um að ganga. Nei, þarna er bara dregin inn einhver ótímabær garð- sláttuvél sem verður væmin við þriðju áheym. Ástleysinu er lítill gaumur gefinn. Guðmundur Ingólfsson gaf litlu hjónin út ósturluð á diski fyrir fjór- um árum. Það er kannski ekki frum- legt að segja það lengur en sá flutn- ingur var snilld. STEFÁN STEINSSON, Búðardal. Pennavinir ENSKUR MAÐUR óskar eftir að komast í kynni við frímerkjasafn- ara. Heimilisfang hans er: W.E. Cooper Byeways Dunheved Road Launceston Cornwall PL15 9JE England ENSKUR maður á þrítugsaldri sem hefur verið búsettur í Sviss til margra ára óskar eftir að komast í bréfasamband við konur á aldrin- um 20—30 ára. Hann hefur áhuga á píanóleik og klassískri tónlist. Heimilisfang hans er: Nicholas Roddy 18 Avenue de Collonge 1820 TERRITET Switzerland Tvítugur Ghanapiltur með áhuga á knattspyrnu, líkamsrækt, tónlist o.fl.: Geoffrey Quansah, c/o Mr. J.E. Quansah, State Housing Corporation, Box A84, Cape Coast, Ghana. Frá Indlandi skrifar 25 ára karl- maður sem kveðst hrifinn af landi og þjóð: Jai Paul Sharma, c/o Sharma Sweets, Krishna Market, Samana - 147101, India. Frá Ítalíu skrifar 27 ára kona með margvísleg áhugamál sem vill skrifast á við konur: Rosita Appolloni, Via Togliatti, 18/4 A, 20077 Melegnano (MI), Italy. Kynningarfundur í kvöld að Sogavegi 69 Innritun og upplýsingar í síma: 812411 STJÓRNUIXIARSKÓLIIMIM Konráð Adolphsson. Einkaumboð fvrir Dale Carneqie námskeiðin" Námskeiðið „Efling samskipta" og fiölskyldulíf Átta kvöld, sem geta hjálpað þér að ná árangri í sam- skiptum við annað fólk, hvort sem er við vinnufélaga þína, maka þinn eða þörnin þín. Rannsóknir, sem bæði Carnegie stofnunin og háskól- arnir Harvard og Stanford stóðu að, sýna að 85% af velgengni okkar heima fyrir, á vinnustað og á öðrum sviðum lífsins, fer eftir því hvernig við umgöngumst annað fólk og hversu vel við þekkjum sjálf okkur. Að- eins 15% velgengninnar er vegna starfskunnáttu! Efling samskipta getur því komið þér til hjálpar! Narhskeiðið „Efling samskipta" og fjölskyldulíf er byggt á traustum grundvelli, kennslu, sem kemur úr Biblfunni og mun hjálpa þér til að öðlast dýpri þekkingu á því fólki, sem þú umgengst mest. Næsta námskeið hefst í Holiday Inn mánudaginn 25. janúar, kl. 20.00. Skráning í símum 682236 og 679406 eftir kl. 13:00. EFLING SAMSKIPTA, pósthólf 4058, 124 Reykjavík. V____________________________________________________y •'f/H" SLYS A BORNUM FORVARNIR FYRSTA HJÁLP SNÚUM VÖRN í SÓKN OG FORÐUM BÖRNUM OKKAR FRÁ SLYSUM Rauði kross Islands gengst fyrir tveggja kvölda námskeiði um algengustu slys á bömum, hvemig bregðast á við slysum og hvemig koma má í veg fyrir þau. Námskeiðið fer fram að Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, Reykjavík dagana 26. og 27. janúar n.k. kl. 20:00 - 23:00. Skráning og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu RKÍ í síma 91-626722 fyrir kl. 17:00 mánudaginn 25. janúar. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ RAUÐA KROSS ÍSLANDS Rauöarárstíg 18 - Revkjavík - sími: 91 - 626722

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.