Morgunblaðið - 20.01.1993, Page 42

Morgunblaðið - 20.01.1993, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1993 SKIÐI / HEIMSBIKARINN MICHAEL von Gruningen frá Sviss sigraði óvænt í stórsvigi heimsbikarsins í Veysonnaz f Sviss f gær. Alberto Tomba varð enn einu sinni að sætta sig við annað sætið. Norðmaður- inn Lasse Kjus varð þriðji. Qriiningen, sem er 23 ára, hafði aldrei áður komist á efeta þrepið I heimsbikarmóti fyr- ir stórsvigið í gær, sem fram fór á gervisnjó við góðar aðstæður. „Þið getið varla ímyndað ykkur hve ánægður ég er,“ sagði Grtin- ingen, sem hafði áður náð best 5. sæti í stórsvigi. „Ég gerði mér vonir um að hreppa eitt af fímm efstu sætunum. Það er frábært að vinna fyrsta mótið á heima- velli og það skemmir ekki að hafa unnið Tomba á sama degi.“ Lífíð hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá Grtiningen því hann missti móður sína þegar hann var aðeins sex ára gamall og faðir hans lét lífið í bílslysi Qórum árum síðar. Systir hans, Christina, hefur verið ein fremsta svigkona Svisslendinga síðustu tíu árin en hefur aldrei náð að vinna heimsbikarmót. Marc Girardelli hélt áfram að bæta stigum í safnið með því að ná jgórða sætinu í gær. Hann hefur nú 313 stiga forskot á Tomba í stigakeppninni. „Ég er mjög sáttur við fjórða sætið því síðustu tvær vikur hafa verið reglulega erfiðar," sagði Girar- delli sem keppti í sjöunda mótinu á aðeins 10 dögum. Reuter HANDKNATTLEIKUR Markvarsla Sigmars Þrastar réði úrslitum FOLK ■ DERRICK Coleman skoraði 25 stig í fímmta sigurleik New Jersey Nets í röð, 100:97 gegn Indiana Pacers í fyrrinótt. Nets hefur sigrað í níu af síðustu 12 leikj- um í NBA-deildinni. ■ CHRIS Morris innsiglaði sigur Nets, þegar hann tróð glæsilega 2,8 sek. fyrir leikslok. ■ PATRICK Ewing skoraði 35 stig — persónulegt met í vetur — og var með 11 fráköst í 106:103 sigri New York Knicks gegn Phoenix Suns. Þetta var þriðja tap Suns í 21 leik. ■ EWING jafnaði 99:99 úr víta- kasti, þegar 51 sek. vartil leiksloka og þegar 22.2 sek. voru eftir kom hann liði sínu yfír með þriggja stiga körfu. ■ CHARLES Barkley skoraði 27 stig fyrir Suns og tók 15 fráköst. Hann reyndi að jafna, þegar 11 sek. voru eftir en hitti ekki úr þriggja stiga skottilraun. ■ JEFF Homacek skoraði sex af 32 stigum sínum í framlengingu, þegar Philadelphia vann Orlando Magic 124:118. Þetta var fímmti sigur 76ers í röð. ■ SHAQUILLE O’Neal skoraði 38 stig fyrir Orlando, sem er met hjá nýliðanum. Auk þess var hann með 16 fráköst og varði átta skot. ■ MICHAEL Jordan skoraði 29 stig og Scottie Pippen var með 24 stig í 103:93 sigri Chicago Bulls gegn Boston Celtics. Þetta var annað tap Celtics í síðustu 10 leikjum, en Reggie Lewis var stigahæstur með 21 stig. I VERNON Maxwell hitti úr sex af átta þriggja stiga skottilraunum sínum og skoraði alls 24 stig fyrir Houston Rockets, sem vann Lakers 110:90 í Los Angeles. Hakeem Olajuwon var með 21 stig í þessum fimmta sigri Rockets í röð. ■ JAMES Worthy skoraði 18 stig fyrir Lakers, en A. C. Green var með 14 stig og 11 fráköst. Þetta var þriðja tap Lakers í síðustu fjór- um leikjum. ■ CHRIS Mullin skoraði 27 stig og Tim Hardaway var með 23 stig og 14 fráköst fyrir Golden State Warriors, sem tapaði heima 111:107 fyrir Sacramento Kings, fímmta tap Warriors í röð. ■ WALT Williams skoraði 24 stig og tók 11 fráköst fyrir Kings, sem hefur aðeins sigrað í íjórum af 16 útileikjum. Williams tryggði sigurinn, þegar hann skoraði úr vítaskoti 19,2 sek. fyrir leikslok. ■ GARY Payton skoraði 22 stig, þar af sex á síðustu tveimur mínút- unum, þegar Seattle vann Utah 106:96. Þetta var 13 sigur Seattle í síðustu 16 leikjum, en þriðja tap Utah í síðustu 13 leikjum. ■ JOHN WiIIiams hitti úr tveim- ur vítaskotum, þegar 22.6 sek. voru til leiksloka í Minneapolis, og tryggði LA Clippers sigur, 94:93. ■ STANLEY Roberts setti per- sónulegt stigamet í vetur, skoraði 20 stig og var með 14 fráköst fyrir Clippers, sem fagnaði sigri í þriðja smn eftir síðustu níu leiki. Tim- berwolves hefur tapað sex af síð- ustu sjö og 14 af síðustu 16 leikjum. ■ DOUG West og Michael Will- iams skoruðu 20 stig hvor fyrir heimamenn. Williams var að auki með 16 fráköst, sem er persónulegt met hjá honum á tímabilinu, og „stal“ boltanum sjö sinnum. FELAGSLIF Þorrablót KR Þorrablót KR verður haldið í Félagsmið- atöðinni Frostaskjóli laugardaginn 23. jan- úar. Miðasala hjá húsvörðum og við inn- ganginn, en húsið opnar kl. 19, Iþróttaskóli barnanna íþróttaskóli bamanna verður starfræktur í KR-heimilinu við Frostaskjól næstu 10 laugardagsmorgna. Þriggja og fjögurra ára böm verða ki. 10 til 11, en fimm og sex ára kl. 11 til 12. Skráning verður í KR-heim- ilinu í dag, miövikudag, og á morgun kl. 16f30 til 18.30. SIGMAR Þröstur Óskarsson, markvörður og fyrirliði ÍBV, átti stórleik er ÍBV sigraði Fram, 23:27, í 1. deild karla í Laugar- dalshöll í gærkvöldi. Hann varði alls 24 skot og það réði öðru fremur úrslitum. Fátt virð- ist nú geta bjargað Fram frá falli í 2. deild. Sigmar Þröstur var ánægður eftir sigurinn, en sagðist hafa verið mjög slæmur í bakinu í gær- mmi morgunn og því orð- Valur B. ið að spila með belti Jónatansson til að hlífa bakinu skrífar 0g það gafst SVO sannarlega vel. „Ég beið lengur fyrir bragðið er þeir reyndu skot. Ætli ég mæti ekki með beltið í næsta leik því þetta gekk svo vel,“ sagði fyrirliðinn. „Ég vona að þetta sé sama gamla sag- an, að við spilum alltaf vel eftir áramót. Þetta var fjögurra stiga leikur og því mikilvægt að sigra. Við reynum að halda okkar striki eftir tvo sigurleiki í röð og færum okkur upp töfluna." Leikurinn var ekki góður en þess meira tekist á því mikið var í húfí fyrir bæði í liðin í botnbaráttunni. Eyjamenn náðu vænlegri stöðu um miðjan fyrri hálfleik og höfðu yfir 10:14 í hálfleik. Framarar voru ekki á því að gefast upp, tóku tvo Eyjamenn úr umferð, og náðu að minnka muninn í þrívegis í eitt mark í síðari hálfeik en náðu ekki að jafna þrátt fyrir fjölmörg tæki- færi til þess. Sigmar Þröstur sá Slgmar Þröstur Óskarsson. fyrir því með stórleik í markinu á sama tíma og sóknarleikur IBV var í molum. Undir lokin kom upp von- leysi hjá Frömurum og Eyjamenn gengu á lagið og gerðu út um leik- inn með góðum lokakafla. Páll Þórólfsson var eini leikmaður Fram sem spilaði vel og Sigtryggur stóð fyrir sínu í markinu. Eins og áður segir var Sigmar Þröstur best- ur hjá IBV og eins átti Björgvin Rúnarsson góðan síðari hálfleik en þá gerði hann 7 glæsileg mörk. 1.DEILD KARLA Fj. lelkja u j T Mörk Stig STJARNAN 16 11 3 2 403: 378 25 VALUR 15 8 6 1 359: 322 22 FH 15 9 2 4 397: 362 20 HAUKAR 16 9 1 6 432: 393 19 SELFOSS 15 7 3 5 385: 370 17 VÍKINGUR 15 8 1 6 354: 343 17 KA 16 7 2 7 370: 374 16 /R 16 6 3 7 387: 391 15 ÞÓR 16 5 2 9 385: 423 12 ÍBV 16 4 3 9 373: 401 11 FRAM 16 3 1 12 390: 421 7 HK 16 3 1 12 368: 425 7 Michael von Griiningen. ÚRSLIT Skíði Veysonnaz, Sviss: Stórsvig karla: Michael von Griinigen (Sviss)...2:29.51 (1:13.51/1:16.00) Alberto Tomba (Ítalíu).........2:29.58 (1:13.75/1:15.83) Laase Kjus (Noregi)............2:29.71 (1:13.75/1:15:96) Marc Girardelli (Lúxemborg)....2:30.28 (1:14.22/1:16.06) Hans Pieren (Sviss)............2:30.31 (1:14.59/1:15.72) Kjetii-Andre Aamodt (Noregi)...2:30.63 (1:14.16/1:16.47) Sergio Bergamelli (Italíu).....2:30.84 (1:14.57/1:16.27) Rainer Salzgeber (Austurríki)..2:31.03 (1:14.49/1:16.54) Staðan í stórsvigskeppninni (eftir 4 mót): 1. Girardelli......................262 2. Tomba...........................256 3. Aamodt..........................210 4. Kjus............................189 5. Von Grunigen....................182 Staðan í stigakeppninni: 1. Girardelli......................925 2. Tomba...........................612 3. Aamodt..........................525 4. Mader...........................448 5. Franz Heinzer (Sviss)...........436 6. Tomas Fogdoe (Svíþjóð)..........385 7. Jan EinarThorsen (Noregi).......343 8. Kjus (Noregi)...................326 Körfuknattleikur NBA-deildin Föstudagur: Boston - Orlando................ 94:113 New Jersey - Philadelphia.......110:105 ■Eftir framlengingu. Minnesota - Denver............. 99:89 Chicago - Golden State..........122:101 Dallas - New York............... 93:107 Indíana - Cleveland.............120:132 Phoenix - Miami.................107:99 LA Lakers - Portland............ 99:96 Seattle - LA Clippers...........123:104 Laugardagur: Cleveland - Atlanta.............127:99 Philadelphia - Detroit..........123:108 W ashington - New Jersey........101:109 Chicago - Oriando...............124:128 Houston -NewYork.............. 104:102 Indiana-Golden State............117:116 San Antonio - Charlotte.........124:111 Denver - Dallas.................106:91 Milwaukee - Boston.............. 99:110 Utah - Sacramento............. 108:107 Sunnudagur: Portland - Seattle..............109: 97 Mánudagur: New York Knicks - Phoenix.......106:103 Philadelphia - Orlando..........124:118 ■ Eftir framlengingu. Chicago - Boston................103: 93 Los Angeles Lakers - Houston.....90:110 Golden State - Sacramento.......107:111 NewJersey-Indiana...............100: 97 Minnesota - Los Angeles Clippers.93: 94 Seattle-Utah Jazz...............105: 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.