Morgunblaðið - 20.01.1993, Síða 44
Gæfan fylgi þér
í umferðinni
SJOVABIHALMENNAR
EININGABREF 2
Eignarskattsfrjáls
Raunávöxtun [2S|
s/. / 2 mánuði
8% KAUPÞING HF
Löggiff verðbrifafyrirttrki
MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
MIÐVIKUDAGUR 20. JANUAR 1993
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
Morgunblaðið/Kristinn
Gæsimar miklir brauðhákar
Rúmlega 200 kíló af brauði þarf á hverjum degi til að fæða fuglaskarann
á Tjörninni þegar jarðbönn eru. Af þeim borða grágæsimar rúmlega 100
kíló. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur segir að grágæsahópurinn sé kom-
inn af pari sem sett var á Tjömina árið 1953 og hafi um 500 gæsir verið
í hópnum síðustu þijú ár.
Dökk spá Þjóðhagsstofnunar
Hagvöxtur fer
ekki að glæðast
fyrr en eftir 3 ár
BÚAST má við að hagvöxtur á íslandi verði nánast enginn að jafnaði
á árunum 1993 til 1995, en hann glæðist síðan í 2 til 3% á ári frá
1996 að því er segir í endurskoðaðri áætlun Þjóðhagsstofnunar um
framvinduna í efnahagsmálum sem birt var í gær. „Atvinnuleysi
verður meira en verið hefur á næstu 3 árum en minnkar síðan með
auknum hagvexti," segir í frétt frá stofnuninni.
Þjóðhagsstofnun telur að hægt
verði að auka sókn í þorskstofninn
að um það bil 3 árum liðnum og
þá fyrst megi búast við að verð
afurða stóriðju hækki í kjölfar auk-
ins hagvaxtar í iðnríkjunum. Því
er spáð að útflutningstekjur muni
standa í stað á næstu 3 árum, en
líkur séu á nokkrum vexti þeirra,
e.t.v. um 4% á ári, upp frá því.
5% atvinnuleysi
Þjóðhagsstofnun spáir 4% verð-
bólgu á íslandi á þessu ári, 5% at-
vinnuleysi og að landsframleiðsla
verði 1,4% minni en á síðasta ári.
Vafasamt sé að reikna með að raun-
vextir lækki í bráð og að kaupmátt-
ur ráðstöfunartekna á mann verði
5 lh% minni á þessu ári en í fyrra.
Erlendar lántökur halda áfram og
er því spáð að staða erlendra lána
verði komin í 237 milljarða króna
í lok ársins sem er ríflega 60% af
landsframleiðslu.
Sjá nánar á miðopnu
Náttáruverndarráð
Lögmæti gjaldtöku
í Dyrhólaey kannað
Náttúruverndarráð kannar nú hvort fyrirhuguð gjaldtaka
landeigenda við Dyrhólaey af ferðamönnum sem um staðinn
fara samrýmist lögum um friðlýst svæði. Lagst var gegn svipuð-
um áformum í fyrra þar sem um friðlýst svæði var að ræða.
Forsvarsmenn þeirra ferða-
skrifstofa sem annast hópferðir
erlendra ferðamanna hingað til
lands, gagnrýna gjaldheimtuna
harðlega. Um hana hefur hins
vegar ekki verið fjallað í Ferða-
málaráði. Þó má þess geta að
ráðið hefur ávallt verið mótfallið
gjaldheimtu af ferðamönnum í
þessu formi. Málið hefur enn
ekki komið til umræðu innan
samgönguráðuneytisins.
Gjaldtaka við Höfða
Um nokkurra ára skeið hefur
gjald verið innheimt af ferða-
mönnum fyrir aðgang að Höfða
í Mývatnssveit, en það svæði er
í einkaeign og fellur ekki undir
umsjá Náttúruvemdarráðs. Nú
stendur gjaldið undir um helm-
ingi þess kostnaðar sem
hreppurinn hefur af Höfða.
Helgi Jóhannsson hjá Sam-
vinnuferðum-Landsýn segir að
fyrirtæki hans hafi sneitt hjá
Höfða í hópferðum með útlend-
inga eftir að gjaldtakan hófst.
Goði Sveinsson hjá Úrvali-Útsýn
gagnrýnir tímasetninguna þar
sem verðskrá lá fyrir í septem-
ber og þá var ekki reiknað með
þessum kostnaði.
Sjá ennfremur: Af innlend-
um vettvangi á miðopnu.
Sjóvá-Almennar og dótturfyrirtækið Festing ásamt Nesskipum
Eru fjórði stærsti eigandi
Olíufélagsins með 5% hlut
S J ÓV Á- Almennar og dótturfyrirtækið Fest-
ing, ásamt Nesskipum, hafa að undanförnu
eignast 5% hlut í Olíufélaginu hf., ESSO, og
eiga nú sem svarar 128 milljónir króna, miðað
við fimmfalt nafnverð bréfanna, eða 25,6 mil^-
óna króna hlut á nafnverði. Samkvæmt upplýs-
■'TT^um Einars Sveinssonar, framkvæmdastjóra
Sjóvá-Almennra, hefur félagið keypt hlut í
ESSO á ahnennum markaði. Sjóvá-Almennar
eiga nú ásamt dótturfyrirtækjunum Festingu
og Nesskipum 5% hlut í ESSO og eru þar með
orðin fjórði stærsti hluthafinn í ESSO, á eftir
Olíusamlagi Keflavíkur, KEA og Samvinnulíf-
eyrissjóðnum.
Einar Sveinsson sagði í samtali við Morgunblað-
ið f gær að skipting eignarhlutar fyrirtækjanna
þriggja í Olíufélaginu hf. væri sú að Sjóvá-Almenn-
ar ættu 1%, Festing ætti 2% og Nesskip ættu 2%.
„Við töldum einfaldlega að hér væri um góðan
fjárfestingarkost að ræða, og völdum það að kaupa
á almennum markaði, þegar hreyfing komst á
stóran hluta þessarar eignar."
Einar sagði jafnframt að eignasamsetning
Sjóvá-Almennra væri þannig að meginhluti eigna
félagsins væri í verðbréfum sem auðvelt væri að
losa á markað, ef þörf krefði. „Þannig að hluti
af okkar heildareignum sem fólginn er í hlutabréf-
um er innan við 10%,“ sagði Einar.
Keypt á 4,8 - 4,9 földu nafnverði
Eins og kom fram í fréttum seint á síðastliðnu
ári, ákvað stjóm ESSO að kaupa hlut Hamla, eign-
arhaldsfélags Landsbankans um eigur Sambands
íslenskra samvinnufélaga, sem var um 33% í félag-
inu á 1.048 milljónir króna, sem var fimmfalt
nafnverð, en skráð gangverð hlutabréfa í ESSO
í byijun nóvembermánaðar 1992, þegar Lands-
bankinn og ESSO gengu frá kaupunum, var þá
4,5 falt nafnverð.
Gangverð hlutabréfa í ESSO hefur hækkað úr
4,5 til 4,6 falt nafnverð frá því í nóvemberbyijun
í um fímmfalt nafnverð bréfanna, samkvæmt nýj-
ustu skráningum. Morgunblaðið hefur upplýsingar
um að Sjóvá-Almennar, ásamt Festingu og Nes-
skipum hafi keypt megnið af hlut sínum í ESSO
þegar gangverð bréfanna var skráð 4,6 falt nafn-
verð, og þá keypt á verði heldur fyrir ofan gang-
verð, eða 4,8 til 4,9 falt nafnverð.
Framfærsluvísitalan
frá jan ’92 til jan. ’93
Ferðir og flutningar (18,6)
Húsnæði, rafmagn
og hiti (18,5)
Matvörur(17,1)
Tómstundaiðkun
og menntun (11,5)
Húsgögn og heimilisbún. I
Föt og skófatnaður (6,3)
Drykkjarvörur og tóbak (4,3)
Heiisuvemd (2,5)
Aðrar vörur og þjónusta (14,3)[] 0,5%
Vísitala vörn og þjónustu j 13,5%
FRAMFÆRSLUVÍSITALAN H 2-4%
Tðlur [ svigum vísa til vægis einstakra liða af 100.
Framfærsluvísitalan
Heilsuvemd
hækkar mest
HEILSUVERND hækkar mest
allra liða sem mynda framfærslu-
vísitölu, um 20,6% frá janúar í
fyrra þar til í janúar í ár. Vísitala
vöru og þjónustu hefur hækkað
um 3,5% en framfærsluvísitala um
2,4%. Ferðir og flutningar hafa
hækkað um 7,5% og drykkjarvör-
ur og tóbak um 5,5%. Hús-
næðisliðurinn í heild lækkar hins
vegar um 2,8%.
Samkvæmt upplýsingum Hag-
stofunnar hefur matur hækkað um
1,3% síðastliðið ár, kartöflur og vör-
ur úr þeim mest, en grænmeti og
ávextir um 3,3% og því næst mjöl,
gijón og bakstur um 2%. Hins vegar
hefur verð á feitmeti og matarolíu
lækkað um 4,2%. Áfengi og tóbak
hefur hækkað um 9%, kostnaður við
einkabíla hefur aukist um 8%, al-
menn flutningstæki 4% og póst og
síma 3,1%. Loks hefur kostnaður við
skólagöngu hækkað um 11,8% frá
ársbyijun í fyrra.
Wagner-
ópera sett
upp hér?
WOLFGANG Wagner, sonar-
sonur hins þekkta tónskálds
Richards Wagners, kemur
hingað til lands ásamt Gud-
runu Wagner, eiginkonu sinni,
á sunnudag.
Valgarður Egilsson, formaður
framkvæmdanefndar Lista-
hátíðar 1994, sagði að Wolfgang
væri listrænn stjórnandi Bayre-
uth-hátíðarinnar, árlegrar
Wagner-tónlistarhátíðar í
Þýskalandi. Hann kæmi hingað
til lands til þess að kanna að-
stæður og eiga viðræður við
framkvæmdastjórn Listahátíðar
um möguleika á að færa upp
Wagner-óperu á íslandi á Lista-
hátíð en ópera eftir tónskáldið
hefði aldrei verið færð upp hér
á landi.
Reykvél rugl-
aði kerfið
Slökkviliðið í Reykjavík fór að
Þjóðleikhúsinu eftir að viðvörun-
arkerfi hafði farið í gang þar
gærkvöldi.
Þegar sex menn á slökkviliðsbíl
og sjúkrabíl komu á staðinn varð
ljóst að ekki var eldur þar heldur
var verið að búa til reyk með sér-
stakri vél vegna æfingar á sviðinu.