Morgunblaðið - 28.01.1993, Síða 2
2
' MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1993
Vond færð norðanlands
Fyrirtæki
tapa allt að
20% veltu
ÓFÆRÐIN norðanlands hefur
valdið því að ýmis fyrirtæki á
Akureyri sem skipta mikið við
Austurland hafa tapað alit að
20% af veltu sinni. Halldór Biönd-
al samgönguráðherra skýrði frá
þessu á fundi á Akureyri i gær.
Halldór sagði að næsta stórverk-
efni í vegagerð á eftir jarðganga-
gerð fyrir vestan yrði lagning há-
lendisvegar er tengdi Norður- og
Austurland. Sagði ráðherra það
hafa verið skammsýni að ætla að
draga það fram til næstu aldar.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
hafði einnig framsögu og sagði að
margar ákvarðanir ríkisstjómarinn-
ar féllu í grýttan jarðveg. „Við vit-
um það ósköp vel að þessar aðgerð-
ir hafa ekki kallað á vinsældir með-
al almennings," sagði hann.
RLR rannsakar innflutning á notuðum bílum árin 1989 o g 1990
Interpol send verksmiðju-
númer af yfir 40 Benzum
Rannsóknarlögregla ríkisins hefur sent höfuðstöðvum Interpol í París
lista með verksmiðjunúmerum á yfir 40 Mercedes Benz bifreiðum sem flutt-
ar voru hingað til lands notaðar á árunum 1989 og 1990. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Smára Sigurðssyni, sem sér um tengsl RLR við Interpol, barst
embættinu beiðni um þessar upplýsingar nýlega en málið tengist rannsókn
þýskra lögregluyfirvalda á þjófnuðum á bifreiðum af þessari tegund í
Þýskalandi. Lögreglan í Hamborg stendur fyrir rannsókninni en beiðni um
upplýsingar var send Interpol í gegnum þýsku alríkislögregluna Bundes-
kriminalamt.
Morgunblaðið greindi frá rannsókn þessari
í lok ágúst á síðasta ári. Þá ræddi blaðið við
Boga Nilsson rannsóknarlögreglustjóra og í
máli hans kom fram að RLR hafði haft upp
á nokkrum Mercedes Benz bifreiðum hérlend-
is sem vitað er að stolið var í Þýskalandi.
Upplýsingar um þessar bifreiðar voru sendar
utan en Smári Sigurðsson segir að þýska lög-
reglan hafi ekki haft samband aftur til RLR
vegna þeirra. „Við höfum ekkert heyrt frá
þýsku lögreglunni um þessar bifreiðar og vit-
um því ekki hvort Þjóðverjarnir muni leggja
fram einhveijar kröfur vegna þeirra," segir
Smári.
Sami aðili flutti inn Benzana
í máli Smára kemur fram að sami aðili
hérlendis hafi flutt inn flestar af þeim rúm-
lega 40 bifreiðum sem leitað var upplýsinga
um af hálfu þýskra lögregluyfírvalda. Hins
vegar hefur hann ekki upplýsingar um umfang
rannsóknarinnar ytra.
í umfjöllun Morgunblaðsins sl. haust um
hina stolnu Benza kom m.a. fram að á árunum
1989 til 1991 voru alls fluttir inn 116 notaðar
Mercedes Benz bifreiðar. Af þeim flölda komu
a.m.k. 60 bifreiðar beint frá verksmiðjunum
þannig að svo virðist sem þýska lögreglan sé
að kanna nær allan annan innflutning á notuð-
um Benz-bifreiðum á fyrrgreindu tímabili en
þann sem kom beint frá verksmiðjunum.
Forseti ASÍ segir fáar vikur þar til fóik krefst aðgerða
Stefnir í átök haldi
sljórnin sínu striki
BENEDIKT Davíðsson forseti Alþýðusambands íslands
segir að verkalýðshreyfingin muni ekki sætta sig við kjara-
skerðingu undanfarinna mánaða bótalaust. Ef ríkisstjórnin
geri sér ekki grein fyrir því fyrr en síðar stefni í átök á
vinnumarkaði. Það sé höfuðatriði að fá kjaraskerðinguna
bætta án þess að verðbólgan fari af stað og því þurfi ríkis-
stjórnin að endurskoða ákvarðanir sínar.
Tómas Ama-
son hætt-
ir í árslok
BANKARÁÐ Seðlabankans hefur
samþykkt að Tómas Árnason
seðlabankastjóri láti af embætti í
árslok, en hann verður sjötugur á
árinu. Venja er í bankanum að
bankastjórum sé gefinn kostur að
sitja út árið sem þeir ná sjötugu.
Jóhannes Nordal seðlabankastjóri
lætur af störfum um mitt ár.
Tómas sagði í samtali við Morgun-
blaðið að hann hefði ekki ákveðið
hvað hann tæki sér fyrir hendur þeg-
ar hann léti af embætti: „Eg var
starfandi lögmaður lengi og mér sýn-
ist að ég muni hafa nóg að gera
þegar ég hætti. Annars ræðst það
mikið af heilsufarinu hvað menn
hafa fyrir stafni við starfslok.“
Tómas sagði að starfið hefði á
margan hátt verið afar ánægjulegt,
en að sama skapi ólíkt því sem hann
hefði fengist við áður. Tómas var
áður alþingismaður og ráðherra og
framkvæmdastjóri Byggðasjóðs.
„Ég held að málið horfi þannig
við að við setjum fram okkar kröf-
ur gagnvart viðsemjendum okkar
en ég held að ekki séu miklar líkur
fyrir mikilli þolinmæði eða að fólk
telji sig geta beðið lengi eftir niður-
stöðu,“ sagði Benedikt. Aðspurður
um aðgerðir sem gripið yrði til
sagði hann að ekki væru nema
fáar vikur til stefnu til að leita
lausna eftir sameiginlegum leiðum
þar til fólk krefðist þess beinlínis
að látið verði herða að með aðgerð-
um.
í gær var haldinn óformlegur
fundur milli ASÍ og VSÍ um at-
vinnumál. Benedikt sagðist gera
ráð fyrir að áframhald yrði á sam-
eiginlegri vinnu samtakanna um
þau mál. Það sé sameiginlegur
skilningur ASÍ og VSÍ að atvinnu-
vandanum verði ekki breytt nema
stjórnvöld breyti atvinnumála-
stefnu sinni.
Fundalotu að ljúka
Fundahöldum forystu ASÍ með
stjórnum verkalýðsfélaga víða um
land til að undirbúa gerð nýrra
kjarasamninga lýkur í vikunni, en
fundað var um helgina á Suður-
nesjum, á Egilsstöðum og Höfn í
Homafirði og í Vestmannaeyjum
á mánudagskvöld. Þá var fundur
á Grundarfirði á þriðjudag og loka-
fundurinn var svo haldinn á Isafirði
í gærkvöldi. Benedikt sagði að
mikil harka hefði komið fram á
fundunum og túlkun hans á því
sem þar hafi komið fram sé mjög
hógvær. Fólk geri kröfu til þess
að brugðist sé við stöðugt vaxandi
atvinnuleysi og að kjaraskerðing
undanfarinna mánaða verði bætt
en hún nemi nú 4 til 5% og 2-3%
bætist við á næstu vikum verði
þróuninni ekki snúið við.
Formannaráðstefna 5. febrúar
Formannaráðstefna aðildarfé-
laga Alþýðusambandsins verður
haldin annan föstudag, 5. febrúar,
og sagði Benedikt að þá myndi
ráðast hvernig staðið yrði að við-
ræðum um nýja kjarasamninga.
Það sé alveg ljóst að það stefni í
átök ef ríkisstjórnin endurskoði
ekki þær aðgerðir sem hún hafi
gripið til og geri sér grein fyrir
að þar sé hún komin inn á blind-
götu. Þar sé meðal annars um að
ræða breytingar á persónuafslætti,
hækkun hitunarkostnaðar og
breytingar á læknis- og lyfjakostn-
aði. Þetta komi allt þyngst niður
á hinum lægst launuðu. Fólk sætti
sig ekki við annað en það náist
fram breytingar sem verndi kaup-
mátt láglaunafólks.
|B«r0tmbUMb
VEÐSKIPnAlVINNULÍF
Húsnæöisstofnun nð semja
um 9 miHjarða lántökur
íslendingar i 4. sæti
Útgjöld til heilbrigðismála eru
óvíða hærri en hér 7
Báknið burtJ
Gunnar J. Birgisson skrifar um til-
færslu verkefna til sveitarfélaga 14
Sement yfir Komsomolets?
Rætt er um að gera sokkinn kaf-
bát í Norðurhöfum hættulausan
með sementsblöndu 18
Leiðari______________________
Kostnaðarsöm yfírbygging 24
Dagskrá
► Hetja í Kína en óþekktur I
heimalandinu - Tölvuleikir
geta valdið flogaveikiköstum -
Ný evrópsk fréttasjónvarpsstöð
- Þessi þjóð á Bylgjunni
Viðskipti/Atvinnulíf
► Húsnæðisstofnun semur um 9
milljarða lán — Gula línan seld
til Danmerkur — Toyota á toppn-
um — Byggðastofnun á núlli —
Stjómendur og valddreifing
í dag
HAG KVÆMASTI igS
KOSTU Ri N N !■
I'EGAR ====—
ALLS ERGÆTT.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Loðnunætur á lofti
Loðnunætur, allt að 30 milljónir kr. að verðmæti, voru á ferð og flugi í
Vestmannaeyjahöfn í gær, en sjómenn loðnuflotans tóku mikinn kipp þegar
fréttist af loðnuveiði í gær og mörg loðnuskip tóku nætumar um borð í
Eyjum áður en kóssinn var tekinn austur á bóginn. Það var blússandi veiði-
glampi í augum loðnuskipstjórana, en skipverjar höfðu snör handtök við að
hífa og gera klárt um borð.
Loðnan enn hvumpin
LOÐNUVEIÐI er hafin fyrir Austurlandi. Talið er að loðna verði veið-
anleg víða fyrir Suð-Austurlandi að Ingólfshöfða einhvern næstu daga.
Er Morgunblaðið hafði samband
við Bjama Bjamason skipstjóra á
Súlunni EA um tíuleytið í gærkvöldi
sagði hann að fiskiríið hefði gengið
hægt og bítandi. „Það hefur verið
svolítill vottur í dag og fram á kvöld-
ið vestan við Hvalbak. Það er farin
að sjást loðna héma en hún er ennþá
svolítið hvumpin við okkur,“ sagði
hann. Bjarni sagði að tveir eða þrír
bátar hefðu veitt vel og aðrir fengið
sæmilegan slatta.