Morgunblaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANUAR 1993
eftir Rafn Ben.
Rafnsson
Eins og landsmenn hafa tekið
eftir hafa hagsmunaaðilar staðið
fyrir mikilli auglýsingaherferð til
að efla vitund landsmanna á mikil-
vægi þess að velja íslenskar vörur
til að vinna gegn vaxandi atvinnu-
leysi. í fyrsta skiptið upplifa marg-
ir íslendingar hvemig það er að
vera án atvinnu, reynslan sem skap-
að hefur óbærileg vandamál fyrir
nágrannaþjóðir okkar þar sem við-
varandi atvinnuleysi hefur verið í
langan tíma. Atvinnuleysi sem er
vandamál allra hefur kennt þessum
þjóðum mikilvægi þess að byggja
upp sterkar samkeppnis- og útflutn-
ingsgreinar. Því er einfaldlega
þannig farið að framleiðslugrein-
amar em undirstaða hagkerfisins,
þar verða verðmætin til og hvert
starf í iðnaði skapar störf í þjón-
ustugreinum en ekki öfugt. Því er
afar mikilvægt við uppbyggingu
atvinnulífsins að þessum greinum
séu sköpuð viðunandi rekstrarskil-
yrði þannig að þær geti keppt við
erlendar framleiðslugreinar. Þetta
er einungis hægt með því að ís-
lenskum iðnaði sé gert mögulgt að
hagnast af sta.rfsemi sinni og auka
eigið fé sitt,- íslendingar standa á
tímamótum hvað þessi mál varða
og því er afar mikilvægt að um-
ræða um þessi mál sá málefnaleg,
ekki byggð á þröngum sérhagsmun-
um einstakra greina heldur hags-
munum heildarinnar. Núverandi
rekstraraðstæður atvinnulífsins
vinna gegn þessum hagsmunum og
því þurfa að koma til gjörbreyttar
áherslur ef mönnum er alvara með
því að útrýma atvinnuleysi og skapa
hagvöxt á íslandi.
Með því að velja íslenskt sköpum
við íslensk störf og að sama skapi
fækkum við innfluttum störfum.
Þetta þýðir á hagfræðimáli að við
stuðlum að innlendri verðmæta-
sköpun með vali okkar. Þetta er
hagfræði sem hefur skotið djúpum
rótum í þjóðarvitund samkeppnis-
þjóða okkar sem þekkja af eigin
reynslu hörmungar þess fyrir ein-
staklinga að vera án atvinnu og
gera sér grein fyrir því að hér er
um sameiginlega hagsmuni að
ræða. Stjómendur þarlendra fyrir-
tækja telja þessar aðstæður á sínum
heimsmarkaði eina megin forsendu
þess að hægt sé að starfrækja öflug
samkeppnis- og útflutningsfyrir-
tæki, sem með krafti sínum byggja
upp öflugar þjónustugreinar og
stuðla þannig að hagvexti og bætt-
um lífskjörum í landinu.
Markmið með auglýsingum sem
þessum getur þó aldrei verið það
að óska eftir því að landsmenn
kaupi íslenskt eingöngu vegna þess
að varan sé íslensk. Því hlýtur
markmiðið að vera að byggja upp
jákvæðan en um leið kröfuharðan
heimamarkað þannig að íslensk fyr-
irtæki fái nauðsynlegt aðhald til að
standast samkeppni við erlend fyrir-
tæki. Vegna smæðar okkar getur
vöruúrval íslenskra fyrirtækja aldr-
ei orðið mjög fjölbreytt nema til
komi aðgangur að mun stærra
markaðssvæði. Jákvæður og kröfu-
harður heimamarkaður er forsenda
fyrir öflugri nýhönnun og vöruþró-
un sem er nauðsynleg ásamt sam-
keppnishæfum rekstrarskilyrðum
til þess að íslensk fyrirtæki geti
nýtt sér möguleika sem samningur
um Evrópskt efnahagssvæði skap-
ar.
Þeir helstu þættir sem hafa áhrif
á samkeppnisstöðu iðnaðarins
gagnvart erlendum framleiðslu-
greinum eru verðlagning á íslensku
krónunni, innlendur kostnaður, þar
með talinn launakostnaður, raf-
orkuverð, vextir og annar kostnað-
ur sem fellur á fyrirtæki. Einnig
skiptir hér verulegu máli skattlagn-
ing fyrirtækja ásamt þeim lögum
og reglum sem löggjafinn setur
fyrirtækjum til að starfa eftir. Að
sjálfsögðu skiptir einnig höfuðmáli
að undirstöðuatvinnugreinamar
hafí á að skipa vel menntuðu og
dugmiklu fólki sem geti nýtt þau
tækifæri sem þar er að finna.
Gengisstefna
íslendingar hafa farið þá leið að
stjórnvöld hafa ákveðið gengis-
skráninguna á hveijum tíma. Það
hefur því verið í hendi stjómvalda
að ákveða með gengisskráningu að
hluta til verðlagningu á afurðum
íslenskra útflutningsfyrirtækja
ásamt því að hlutast til um sam-
keppnisstöðu íslenskra samkeppn-
isfyrirtækja.
Raunhækkun á gengi skapast við
þær aðstæður þegar verðhækkanir
á íslandi eru hærri en í samkeppnis-
löndum okkar án þess að til komi
leiðrétting á gengi. Gengisstefna
sem stjórnvöld hafa fylgt er í raun
innflutningstefna þar sem þau hafa
með langvarandi raunhækkun á
gengi styrkt stöðu innflytjenda á
kostnað fyrirtækja í samkeppnis-
og útflutningsgreinum. Framleið-
endur sem byggt hafa á íslensku
hráefni hafa vegna gengisstefnu
stjómvalda aldrei haft möguleika á
að byggja upp útflutning eða stand-
ast samkeppni við innflytjendur á
heimamarkaði. Fyrirtæki í sam-
keppnisiðnaði sem byggja á erlendu
hráefni hafa þurft að aðlaga sig
að þessari stefnu með því að flytja
inn hráefni meira unnið í sína fram-
leiðslu og þannig hefur störfum
fækkað jafnt og þétt eins og ástand-
ið ber glöggt vitni um.
Eitt af stærstu vandamálum ís-
lensku þjóðarinnar er gríðarleg
skuldasöfnun við erlendar þjóðir.
Þetta er afleiðing langvarandi við-
skiptahalla við útlönd ásamt halla
á rekstri ríkisins. Skuldasöfnun
þessi hefur ekki farið í skynsamleg-
ar fjárfestingar heldur til aðgerða
sem að mestu leyti hafa mistekist
og að stórum hluta til eigin neyslu
Þannig höfum við með óráðsíu og
röngum ákvörðunum skapað vanda
fyrir afkomendur okkar og nú er
svo komið að reynsla Færeyinga
er ofarlega í huga margra íslend-
inga. Þeir hafa nýverið í raun misst
stjórn á fjármálum sínum í hendur
Dana vegna erlendra skuldasöfn-
unar. Þetta eru aðstæður sem hæg-
lega geta orðið örlög íslendinga ef
ekki næst samstaða um að taka á
fjárfestingavanda íslensku þjóðar-
innar af skynsemi og um leið skapa
samkeppnis- og útflutningsgreinum
viðunandi rekstrarskilyrði.
Fjárfestingavandi okkar er að
Rafn Ben. Rafnsson
„Kjarni þessa máls er
að ef ekki næst þjóðar-
sátt um raunvexti og
fjárfestingavanda þjóð-
arinnar ásamt áherslu-
breytingu í uppbygg-
ingu atvinnulífsins þar
sem undirstöðuatvinnu-
greinunum verði sköp-
uð skilyrði til að hagn-
ast er allt tal um hag-
vöxt eða bætt lífskjör á
íslandi aðeins orðin
tóm.“
mestu leyti tilkominn vegna íhlut-
unar stjórnmálamanna af útlánum
banka og sjóða og vegna þess að
við útlán hefur fyrst og fremst ver-
ið lánað ef lántaki hefur getað veð-
sett vini og ættingja eða átt fast-
eignir sem hann hefur getað sett
fram sem veð fyrir skuldum sínum.
Þannig hafa fjármálastofnanir ekki
haft að leiðarljósi framleiðni fjár-
magnsins, sem er undirstaða hag-
vaxtar og nú er svo komið að þær
eignir sem teknar hafa verið að
veði eru í mörgum tilfellum verð-
lausar. Ef engin starfsemi eða nýt-
ing er á fastafjármunum er verð-
mæti þeirra ekkert. Því er svo kom-
ið víða um land að frystihús og
vinnslustöðvar eru í raun verðlausar
þar sem offjárfestingar og rekstrar-
skilyrði eru með þeim hætti að eng-
in grundvöllur er til nýtingar eða
frekari reksturs. Offjárfesting og
slæm nýting á fastafjármunum er
vandamál íslensku þjóðarinnar og
ef ekki næst skynsamleg lausn á
þessum vanda endum við eins og
Færeyingar með því að missa for-
ræði yfir fjármálum okkar.
Við pýmum til
Allt að
afsláttur
: af smátækjum
og búsáhöldum
BRÆÐURNIR
GRMSSONHF
Lágmúla 8, simi 38820.
Raunvaxtastig
Breskir hagfræðingar hafa kom-
ist að þeirri niðurstöðu að aldrei
hafí hagvöxtur orðið í Bretlandi við
raunvexti hærri en þijú til fjögur
prósent. Því sé allt tal þar í landi
um hagvöxt við hærri raunvaxta-
stig aðeins orðin tóm. Á íslandi eru
raunvextir af langtímalánum átta
til tíu prósent og af skammtímalán-
um sextán til átján prósent. Ekkert
atvinnulíf getur staðið undir slikri
vaxtabyrði og því hefur atvinnulífið
ekki nema tvo valkosti við þessar
aðstæður að leggja niður starfsemi
og fjölga þeim sem nú þegar eru
atvinnulausir eða færa lánaviðskipti
sín til útlanda og skapa þar störf
í þjónustugreinum. Báðar þessar
leiðir eru vondar og stuðla enn frek-
ar að því að veikja íslenskt atvinnu-
líf. Það er skiljanlegt að við hagræð-
ingu í bankakerfinu vilji stjórnendur
taka tillit til starfsmanna bank-
anna. En með því að hagræða á
löngum tíma þurfa fyrirtækin og
aðrir lántakendur að greiða hærra
gjald fyrir þjónustuna. Þó að nú
hafí opnast möguleikar fyrir ís-
lenska lántakendur að nýta sér er-
lenda bankaþjónustu er þetta fyrir
marga ekki raunverulegur valkost-
ur. Þetta er því gremjulegra þar
sem aðilar reyna eftir öllum tiltæk-
um ráðum að hagræða í eigin
rekstri en tapa stórum hluta af
þeirri vinnu til þess að standa
straum af uppsöfnuðum fjárfest-
ingavanda ásamt of miklum kostn-
aði í rekstri banka og sjóða. Raun-
vextir hljóta að þurfa að miðast við
hagvöxt í landinu á hveijum tíma
og getu undirstöðuatvinnugrein-
anna til að greiða fyrir þessa þjón-
ustu. Að öðrum kosti mun ekki
verða neitt atvinnulíf til staðar fyr-
ir bankana að þjóna og það mun
því leiða til gjaldþrota í bankakerf-
inu eins og annars staðar.
Við íslenskar aðstæður á fy'ár-
magnsmarkaðinum þar sem láns-
fjárþörf ríkisins nemur nálægt öll-
um sparnaði landsmanna og fá-
keppni í fjármálaþjónustu gefur
fyrirtækjum í raun ekkert val nema
að greiða það gjald sem bankar og
sjóðir setja upp þarf að koma til
þjóðarsátt um raunvexti til að skapa
forsendur fyrir auknum fjárfesting-
um. Hækkun á raunvöxtum hefur
margfalt meiri áhrif á fyrirtæki í
landinu heldur en hækkun á laun-
um. Það er til lítils að óska eftir
þjóðarsátt um laun ef ekki tekst
þjóðarsátt um lausn á fjárfestinga-
vanda þjóðarinnar. Þeir aðilar sem
stjórna verðlagningu á fjármagns-
markaðinum verða að taka tillit til
afkomu fyrirtækjanna í landinu í
stað þess að stjómast af skamm-
tíma sjónarmiðum um kröfu um
hámarks arðsemi á því ijármagni
sem þeir ráða yfir. Afstaða lífeyris-
sjóðanna í landinu skiptir hér veru-
lega miklu máli. Nýkjörnum forseta
ASÍ er mikill vandi á höndum þeg-
ar hann á sama tíma leiðir forystu
launafólks um bætta afkomu og
sem formaður SAL gerir kröfu um
hámarks arðsemi á fjármagn lífeyr-
issjóðanna. Þessi krafa veldur
hækkun á raunvöxtum og þar með
skerðingu á kjörum launafólks sem
hann stendur í forsvari fyrir.
Fjárfesting sem hlutfall af lands-
framleiðslu var á liðnu ári sextán
prósent og því spáð að fjárfestingar
munu enn fara minnkandi. Á sama
tíma opnast möguleikar fyrir ís-
lendinga til þess að fjárfesta erlend-
is, sem hlýtur að leiða til enn meiri
samdráttar í innlendum fjárfesting-
um. Við höfum um leið torveldað
erlendum fjárfestum verulega með
innlendri löggjöf að fjárfesta hér á
landi. Til að viðhalda hagvexti þurfa
fjárfestingar að vera á bilinu tutt-
ugu til tuttugu og fimm prósent
af landsframleiðslu.
Kjarni þessa máls er að ef ekki
næst þjóðarsátt um raunvexti og
fjárfestingavanda þjóðarinnar
ásamt áherslubreytingu í uppbygg-
ingu atvinnulífsins þar sem undir-
stöðuatvinnugreinunum verði sköp-
uð skilyrði til að hagnast er allt tal
um hagvöxt eða bætt lífskjör á Is-
landi aðeins orðin tóm.
Höfundur er formaður Félags
húsgagna- og
innréttingaframleiðenda.
2« - 50% AFSLATTUR AF
TEPPUM OG MOTTUM
Allar sérpantanir á sérstöku tilboðsverði
á meðan á útsölunni stendur.
TEPPAVERSLUN
FRIÐRIKS BERTELSEN
Fákafeni 9 Sími: 68 62 66
m\(K
Þjóðarsátt um hag’vöxt
I
I
I
I
f
I
\
t
I
I
: