Morgunblaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1993
--j--:-rr?—■ ■■ ...........;---f--
Ekki leyft að flytja
holdanaut til Yíkur
Selfossi.
TVEIMUR bændum í Mýrdal hefur verið synjað um flutn-
inga á nautgripum af Galloway-holdastofni frá Gunnars-
holti á Rangárvöllum. Sauðfjársjúkdómanefnd synjaði
um flutningana þrátt fyrir að fyrir lægi álit héraðsdýra-
læknanna á Hellu og á Skógum þar sem ekki var lagst
gegn þeim. Yfirdýralæknir lagðist gegn flutningunum
og það gerðu einnig búnaðarfélögin í Mýrdalnum og
hreppsnefndin. Landbúnaðarnefnd hreppsins heimilaði
flutningana að undangenginni blóðrannsókn og skoðun
dýralækna. Hreppsnefndin breytti áliti landbúnaðar-
nefndar og bætti við álit hennar að leyfa ætti flutning-
ana ef þeir væru algjörlega öruggir. í kjölfar þessa
sagði einn nefndarmaður landbúnaðarnefndar, Jóhannes
Kristjánsson, bóndi á Höfðabrekku, sig úr nefndinni.
„Ég sagði mig úr nefndinni
vegna þess að ekki var málefna-
lega unnið. Lít þannig á að
heimanefndir eigi ekki að koma
nærri svona málum. Þegar mað-
ur svo verður var við að menn
samþykkja eitthvað en meina
ekkert með því þá sér maður
engan tilgang í að eyða tíma í
þetta,“ sagði Jóhannes Krist-
jánsson.
Mjög ósáttir
Bændurnir, Þórir Gunnarsson
á Giljum og Karl Pálmason í
Kerlingadal, eru mjög ósáttir við
bannið og telja mjög óeðlilegt
að banna flutning þessara gripa
í Mýrdalinn þar sem Galloway-
gripir frá Gunnarsholti hafi farið
um allt Iand og minna í því sam-
bandi á að Sigurður Sigurðarson,
sérfræðingur Sauðfjárveiki-
varna, hafi gefið munnlegt leyfi
fyrir þessum flutningum að Gilj-
um í mars 1990.
í áliti yfirdýralæknis eru
helstu ástæður fyrir synjun
beiðninnar þær að áður óþekktir
smitsjúkdómar gætu borist í
Mýrdal. Er þar helst átt við
garnaveiki sem fundist hefur
bæði á Rangárvöllum og í Holt-
um en aldrei í Mýrdal. Þá mætti
ætla að nautgripir í Mýrdal væru
lausir við önnur smitefni vegna
langrar einangrunar. Loks væri
það þekkt að nautgripir hefðu
ekki verið fluttir til Mýrdals í
áratugi og sveitin því mikilvæg
hvað varðar vai á gripum tii
undaneldis með fyrirhugaðan
innflutning á nýjum kynjum
nautgripa til landsins í náinni
framtíð.
„Okkur fannst upplagt að fá
þessa gripi sem fluttir hafa verið
um allt land á sl. 2-3 árum. Við
fengum að velja bestu gripina
úr hjörðinni í Gunnarsholti og
létum Grétar Haraldsson héraðs-
dýralækni heilsuskoða þá en enn
á ný var beiðni okkar hafnað og
við misstum bestu kýrnar sem
voru seldar á Hvammstanga. En
þessir flutningar um allt land
hafa farið fram með fullu sam-
þykki Sauðfjárveikivarna og
undantekningarlaust án nokk-
urra afskipta nefnda eða heima-
manna, nema hér í Mýrdalnum,“
sagði hann ennfremur.
„Við létum blóðprófa gripina
og gerðum eins og fyrir okkur
var lagt af dýralæknunum á
Hellu og á Skógum en þeir voru
þessu ekki mótfallnir,“ sagði
Kari Pálmason í Kerlingadal.
Þeir Karl og Þórir eru mjög
ósáttir við afgreiðslu hrepps-
nefndarinnar. Þeir sögðu að þeg-
ar heilsufarsvottorð lágu fyrir
hefðu þeir félagarnir sent annað
bréf og beðið um endurskoðun
en hreppsnefndin hafnaði þeirri
beiðni meðal annars á þeirri for-
sendu að búnaðarfélögin í
hreppnum væru flutningunum
andvíg.
Á réttri leið
„Við teljum okkur vera á réttri
leið í þessum flutningum og að
álit héraðsdýralæknanna sé rétt.
En við erum ósáttir við að ekki
skuli vera tekið tillit til afstöðu
þeirra. Þessari beiðni okkar er
hafnað á rökum sem ekki eiga
rétt á sér. Það liggur ekkert fyr-
ir um það að Mýrdalurinn sé eitt-
hvað hreinna svæði en önnur á
landinu," sagði Karl.
„Það er alveg ljóst að fullyrð-
ing yfirdýralæknis um að naut-
gripir hafi ekki verið fluttir í
Mýrdalinn í áratugi er röng því
gripir voru fluttir inn á svæðið
1986, frá Þorvaldseyri undir
Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu.
Svo má líka benda á að túnþökur
voru fluttar frá Gunnarsholti
árið 1989 að Loftsölum í Mýrd-
alnum með samþykki Sauðfjár-
veikivarna. Það er því alveg ljóst
að rök um einangrun svæðisins
standast ekki enda út í hött að
halda þessu svæði lokuðu. And-
inn í þjóðfélaginu er á þá leið
að faglega verði tekið á flutningi
gripa en bændur og aðrir sem
ekki hafa þekkingu á slíku verði
látnir hætta afskiptum af vörn-
um búfjár. Við teljum, eins og
svo fjölmargir aðrir, að héraðs-
dýralæknar eigi að fjalla alfarið
um þessi mál,“ sagði Þórir.
Valdið hjá yfirdýralækni
„Málið er hjá yfirdýralækni,
hann hefur ákvörðunarvaldið en
ekki hreppsnefnd. Mér finnst
vera gert of mikið úr áliti hrepps-
nefndar í málinu. En vilji menn
halda uppi sóttvörnum verða þær
að gilda. Hreppsnefndin fjallaði
um þetta samkvæmt beiðni Sig-
urðar Sigurðssonar fyrir hönd
Sauðfjárveikivarna," sagði Haf-
steinn Jóhannesson, sveitarstjóri
Mýrdalshrepps.
Guðmundur
Guðmunds-
son fyrrver-
andi bóndi
látinn
Borg í Miklaholtshreppi.
Guðmundur Guðmundsson,
fyrrverandi bóndi í Dalsmynni
í Eyjahreppi, lést 24. þessa
mánaðar á Sjúkrahúsinu á
Akranesi. Hann var á 91. aldurs-
ári, fæddur 15. september 1902.
Guðmundur var mikill búmaður
af guðs náð, fór vel með sinn bú-
smala. Hann átti alltaf fallega og
góða hesta og naut þess oft að
fara á hestbak og oftast hafði
hann sér við hlið barnabörn sín
sem hann var að kenna að fara
með hesta. Allar athafnir hans á
jörð sinni bera vott um stórhug
og farsæld í hans búskap.
Eftiriifandi kona Guðmundar er
Margrét Guðmarsdóttir, sveitar-
skáld Snæfellinga. Þau eignuðust
11 börn sem öll eru á lífi, allt
manndómsfólk í bestu merkingu
þess orðs.
- Páll.
Morgunnðmskeið hefst 2. febrúar
Kennt þriðjud. og fimmtud.kl. 8.30-10.00
Jógostödin Heimsljós,
s. 679181 (kl. 17-19) allovirka daga.
Höfóar til
.fólks í öllum
starfsgrcinum!
Hafnfirdingar
LUKKUMIÐI
Meistaraflokkslið
í karla- og
fá ókeypis lukku
10 góðir vinninga
Dagskráin
hefst kl.
18:00
Óskum Knattspyrnufélaginu Haukum til hamingju með glæsilega aðstöðu á Ásvöllum
iþ «
H Aislurtoakki hf.
Heimilistæki hf
SPARISJOÐURINN
SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR
IOIÍSLEIFUR JÓNSSON HF.
MEÐ ÞÉR i VEITUN VATNS
% Balsam
Danmark A/S
VARMO
SNJ OBRÆDSLA